Alþýðublaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 6
6 S ALÞÝÐUBLAÐIÐ á MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 ■ Helgi Ólafsson sigraði glæsilega á nýafstöðnu Skákþingi ís- lands. Þó íslandsmeistarinn væri þreyttur eftir mótið gaf hann kost á viðtali enda skákin í hávegum höfð á Alþýðublaðinu. Jakob Bjarnar Grétarsson velti því meðal annars fyrir sér hvort skákmenn væru ekki nördar upptil hópa en það þarftöffaratil - segir Helgi, því skákin virkjar karlmennskuna í hverjum og einum. Þetta er í 6. skipti sem Helgi Ólafs- son verður Islandsmeistari í skák. Hann vann þijú ár í röð ffá 1991 og þar áður 1981 og 1978. Helgi segir mótið ekki hafa verið erfitt. Hann er nýlega kom- inn ffá taflmennsku í Lichtenstein þar sem honum gekk mjög vel og er ímjög góðu formi núna - augljóslega. „Ég fór nokkuð létt í gegnum þetta. Það er allt- af stress að klára þegar maður er efstur. Ég heldur hægði ferðina en hitt. Það er vandi hvemig á að beita sér í forystu- hlutverkinu: Hvort eigi að setja allt á fullt eða taka öryggið. Ég held að ég hafi farið nokkuð skynsamlega í þetta.“ Skákstfll lýsandi fyrir skapgerð Almennt er talað um að Helgi hafi verið í lægð að undanfömu. Helgi gef- ur ekki mikið út á það, segir að skákin gangi í bylgjum, en segir rétt að hann sé sterkari núna en oft áður. En hvemig skilgreinir Islandsmeist- arinn sig sem skákmann? „Ætli ég sé ekki nokkuð alhliða. Það var alltaf verið að tala um að ég hefði góða tækni, að svíða stöður, en ég veit það ekki. Ég er með mikinn slagkraft og það skiptir miklu máh í skák. Ef þú hefúr ekki slagkraft þegar færi gefst þá áttu langt í land. Vandinn er hins vegar sá að maður þarf alltaf að vera í góðu formi til þess að kostimir fái að njóta stn.“ Nú er verið að tala um jajhtefliströll, sóknarskákmenn og svo framvegis? „Það er nú lítið að marka sh'kt. Ég tefli traust en líka mjög villt þegar sá gállinn er á mér. I þessu móti liggur það fyrir að ég var nánast að gefa jafht- efli í lokaumferðunum. Ég hefði getað fengið fleiri vinninga en gerði það sem þurfti til að vinna mótið. Þetta var í raun mjög öruggt. Þegar ég vann Margeir í 1. umferð þá hvarflaði það að mér að ég myndi sennilega vinna mótið því ég sá ekki fram á að menn tefldu mikið betur en það. Náttúrlega skiptir miklu máli að vinna helstu keppinaut- ana í bytjun. Það varð til þess tefldi ég af meiri varfæmi bæði gegn Hannesi Hlífari og Jóhanni Hjartarsyni. Ég hefði hugsanlega getað fengið meira á móti þeim undir öðmm kringumstæð- um.“ Nú þekkja margir smásöguna Mann- tafl eftir Stefán Zweig og menn setja skákina í samhengi við það að menn séu innhverfir? „Ég held að það sé ekki rétt. Skák er mjög erfið. Það er lýsingin á þessu. Þú ert alltaf að fást við sjálfan þig.“ En þurfa menn ekki að búa yfir ákveðnu drápseðli? „Ég veit það ekki. Ef við til dæmis skoðum heimsmeistarana þá eru þeir allir mjög flóknir karakterar og ekki auðskilgreindir. Meira að segja Fischer. Menn em aUtaf að reyna að lýsa hon- um á ákveðinn hátt en það er ekki svo einfalt að segja úr hvaða jarðvegi hann sprettur. Það er ekki til nein formúla. Til þess að verða góður skákmaður þarf að virkja það góða sem er tU stað- ar. Það er athygUsvert að skákstíll er oft í nánum tengslum við skapgerð. Sem dæmi má nefna Ulf Anderson sem tefl- ir mjög þurrt og... sænskt. Það er hægt að sjá ákveðin eðliseinkenni. Ef við tökum mig þá er ekkert eitt umfram annað.“ Skák of erfið fyrir konur Helgi talar um að menn þurfi að virkja einhverja jákvæðni en nú er myndmál íþróttarinnar er ekki tíl sam- ræmis við það. Þetta er stríð? , Jú. Það er náttúrlega búið að mark- aðsetja skákina sem mikla baráttu og hún er það. Heimsmeistaraeinvígið 1972 var sett upp sem barátta milli heimsveldanna. Það var að sumu leyti aðferð til að auglýsa skákina. Hún var ekkert svona áður. Þegar Kortchnoj kom þá setti hann þetta af stað. Ka- Skákþing íslands 1996 - Landsliðsflokkur cat. vi (2386) EL0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 0 1 2 VIN Perf. 1. Helgi Ólafsson sm 2485 * % 1 % % 1 % % 1 1 1 1 8,5 2587 2. Jðhann Hjartarson .... sm 2570 h * h h 0 1 1 1 % 1 1 1 8,0 2544 3. Margeir Pétursson .... sm 2585 0 h * h 1 1 0 1 1 1 1 1 8,0 2542 4. Hannes H. Stefansson . sm 2540 % % h * 1 1 0 0 1 % % 1 6,5 2436 5. Helgi Áss Grétarsson . sm 2450 h 1 0 0 * h 1 % h % 1 1 6,5 2445 6. Þröstur Þðrhallsson .. am 2445 0 0 0 0 h * h 1 1 1 1 1 6,0 2416 7. Sævar Bjarnason am 2305 h 0 l 1 0 h ■k 1 0 h 0 1 5,5 2393 8. MagnOs Örn Úlfarsson . 2290 h 0 0 1 h 0 0 * % 1 h h 4,5 2329 9. Jðn G. Viðarsson f 2340 0 % 0 0 h 0 1 % * 1 1 0 4.5 2325 10. Benedikt Jðnasson .... f 2280 0 0 0 h h 0 h 0 0 * 1 1 3,5 2262 11. Jðn Viktor Gunnarsson 2180 0 0 0 h 0 0 1 h 0 0 * 1 3,0 2229 12. Torfi Leösson 2160 0 0 0 0 0 0 0 h 1 0 0 * 1,5 2097 Seinasti dálkurinn sýnir útreikning á frammistöðu skákmannanna (performance). Þetta eru þau ELO stig sem viðkomandi skákmaður þurfti að hafa í upphafi móts til að halda sínum ELO stigum miðað við árangurinn í mótinu. Athugið að þetta er ekki haekkun eða lækkun á raunverulegum ELO stigum. Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar „til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit og annars kostar til þess að styrkja útgáfu merkilegra heimildarrita." Heimilt er að „veita fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísinda- rit í smíðum." Öll skulu rit þessi „lúta að sögu íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum." Þeir sem óska að rit þeirra verði tekin til álita um verð- launaveitingu skulu senda nefndinni eitt til þrjú eintök. Æskilegt er að umsögn viðurkenndra fræðimanna, sér- fróðra um efni ritsins, fylgi. Framangreind gögn skulu send forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, 150 Reykjavík, en stíluð til verð- launanefndarinnar, fyrir 1. september næstkomandi. Reykjavík 30. maí 1996. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Sigurður Líndal prófessor. Sigþrúður Gunnarsdóttir háskólanemi. Magdalena Sigurðardóttir skólafulltrúi. Ungir jafnaðarmenn Vikuna 22.- 28. júlí 1996 verður IUSY World Festival haldið í Rheinaue Park í Bonn, Þýskalandi. Þátttakendur verða um 4000 alls staðar að úr heiminum. SUJ hefur hug á að senda fulltrúa á þessa hátíð, einn eða fleiri og er möguleiki á að Sambandið greiði hluta ferðakostnað- ar og þátttökugjalds, sem er 150.- DM. Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga á skrifstofu SUJ, eftir hádegi virka daga. Framkvæmdastjóri sparov tók upp þráðinn með því að stilla skákinni upp sem baráttu milli nýrra tíma og gamalla í Sovétríkjunum. En skákin er mjög erfið. Það er best að lýsa henni þannig. Ég hef til dæmis hugleitt það mikið og hef komist að þeirri niðurstöðu að skákin sé of erfið fyrir konur. Þetta er spuming um karl- mennsku sem konur hafa einfaldlega ekki. Það er hægt að komast ákveðið langt eins og Judith Polgar en sú mýkt sem konur hafa umfram karla vinnur gegn þeim. Þetta er kannski karlrembu- leg skoðun en ég held að þetta sé lýs- ingin.“ Það er líklegt að ef hér vœri grenj- andi femínistaljón fengirðu það yfir þig? „Af hverju? Konur eru bara ekki eins og karlar. Það er talsverður munur þar á. Ég er ekkert að segja þeim þetta til hnjóðs. Þetta er bara svona. Menn vilja ekkert vera að flíka þessu nú á tímum þegar allir vilja vera svo ,Jíbó“ en ég held að konur verði að ganga of mikið á sig sjálfar til að virkja þessa karlmennsku sem er í skákinni. Maður er kannski að tefla í sjö tíma dag eftir dag alveg dauðþreyttur. Það er mjög erfitt. Það er mikil spenna í skákinni og það fer mikil taugaorka í hana. Ég held að konur séu bara það skynsamar að þær sjá að þeirra tíma er betur varið í aðra hluti “ Þaðþarfsem sagt töffara ískákina? , Já, það þarf töffara til í skákina. Og ég held að menn séu ekkert fæddir ein- hveijir töffarar sem eru í skákinni. En skákin virkjar þann þátt.“ Þannig menn sem eru að tala um skáknörda eru á villigötum? ,Jájá. Menn þurfa að leggja óheyri- lega vinnu í skákina til að ná árangri. Til þess að verða stórmeistari þarf rosa- legt púst og menn að vera tilbúnir að fóma öllu. Ég reyndar lít ekki svo á hvað mig varðar. Þessi ofstopi gagn- vart skákinni tilheyrir öðmm aldri og er að baki.“ Helgi Ólafsson: Azmaparazvili, aðstoðarmaður Karpovs, vann mót um daginn með 16 vinningum af 18 mögulegum sem er mjög glæsilegur ár- angur. Gallinn er bara sá að mótið fór aldrei fram. Blikur á lofti í skákinni Helgi segir að skákmenn verði oft betri með aldrinum „Það er mjög at- hyglisvert að mjög sterkir skákmenn sem hafa að einhverju að keppa, til dæmis að þeir hafi aldrei orðið heims- meistarar, verða oft betri heldur en skákmenn sem hafa unnið titilinn. Korsnoj vann aldrei titilinn en hann var betri en Spasski, Petrosjan og Tal vegna þess að hann hafði alltaf að ein- hverju að keppa. Hann var alltaf að ströggla við þetta og markmiðið herti hann. Skák er að því leytinu til athygl- isverð að menn geta stöðugt bætt sig.“ Áttþú eftir að toppa ? „Ég veit það ekki. Ég er nú einu sinni þannig gerður að ég veit ekki ná- kvæmlega hvað ég vil eða hvert ég stefni. Svo eru ýmsar blikur á lofti í skákinni, bæði alþjóðlega sem og hér á landi. Skákin varð fyrir ákveðnu áfalli við opnun Sovétríkjanna. Þjóðaríþrótt var færð niður. Þessi stóri hópur sem fyllir heilu og hálfu mótin gerir alla samkeppni mjög erfiða. Gamli bolsa- frasixm virðist lifa góðu lífi: Við vitum ekkert hvert við erum að fara en við munum ná þangað. Þeir reyna að ná markmiðum sínum með öllu móti. Engu skiptir hvort þeir svindli eða ekki og dæmin eru með ólfkindum. Menn standa frammi fyrir þessum vanda núna.“ Er staða skákarinnar slœm nú um stundir? „Markaðslega stendur hún betur en oft áður. Kasparov hefur markaðssett hana að sumu leyti skemmtilega með þessum tölvukeppnum. IBM og önnur stór fyrirtæki em að borga mjög stórar upphæðir. Skákinni hefur verið stillt upp sem hinum eina sanna andstæðingi tölvunnar. Hún hefúr þá stöðu og það er algjörlega óumdeilt. Það vinnur með skákinni." Rússarnir svindla gengdarlaust „Hins vegar er kaótískt ástand á stjórnuninni," segir Helgi. „Það er vandinn. Til dæmis er mjög furðulegt að allar siðareglur vanti í skákina sem hefði mátt setja fyrir löngu. Þessir sov- ésku skákmenn em að svindla svo mik- ið að það er með ólíkindum. Vinningar ganga kaupum og sölum. Eitt nýjasta dæmið er mótatafla sem var send án þess að mótið færi fram. Azmaparaz- vili, aðstoðarmaður Karpovs, vann mót um daginn með 16 vinningum af 18 mögulegum sem er mjög glæsilegur ár- angur. Gallinn er bara sá að mótið fór aldrei fram. Þá var Azmaparazvili að kaupa sér ELO stig. Svona var þetta raunar meira og minna í gömlu Sovét- ríkjunum. Mót voru fixuð meira og minna. Þegar Karpov var heimsmeist- ari þá tapaði hann ekki einni einustu skák gegn landa sínum á erlendum vettvangi í tíu ár. Ég get ekki sagt það hafi allt verið fyrirfram ákveðið en menn voru ekki að taka áhættur gagn- vart horium." Er engin endastöð ískákinni? „Ef það er endastöð þá þarf algjör ofurmenni til. Kasparov hefur komist næst því. Hann færði skákina á annað plan. Ef þú ætlar að standa þig vel í mótum þarftu að kunna teoríuna og all- an fjandann nánast utanbókar. Skákin er svo erfið og innan strangra tímatak- marka að það er ekki á mannlegu valdi að ná fullkomnum tökum á þessu. Ekki tölvur heldur. Það kom fram í einvíg- inu við Kasparov." Hyað tekur nú við hjáþér? „Ég verð að kenna skák næsta vetur hjá Skákskólanum. Svo er þetta ólymp- íska mót í haust í Armem'u. Það verður erfitt að tefla á þeim vettvangi. Þama verða fimmtán fyrrum Sovétlið. Sú hætta að þeir hagræði úrslitum er alltaf fyrir hendi. Það er alveg á hreinu að þeir gerðu það á síðusta Ólympíumóti. Við Islendingar náðum 6. sæti í Manila og liðin sem voru fyrir ofan okkur voru algjörlega rússnesk, meira að segja bandaríska liðið. Islenskir skákmenn eru stigalágir miðað við getu. Það er óumdeilt. Til dæmis eru Israelsmenn að tapa fyrir okkur en em miklu stig- hærri. Staðreyndin er sú að íslenskir skákmenn em mjög öflugir.“ Eri getum við ekki bara möndlað eitthvað með stigin líka? „Ég lít svo á að viðmiðunin sé af- stæð því kerfið er í rúst þó svo að þeir sem skipuleggja alþjóðleg mót horfi eingöngu á stigatöfluna. En, nei. Hinn siðmenntaði maður telur sér það til tekna að vera heiðarlegur.“ Besta skákin í mótinu Flestir eru sammála um að skák þeirra Helga Ólafssonar og Margeirs Péturssonar í 1. umferð hafi verið besta skák mótsins og jafnframt megi Kta á hana sem úrslitaskák. Alþýðublaðið bað Helga um skákskýringu en hann sagði það erfitt fyrir sig. „Það má kannski benda á 20. leikinn. Þegar biskup drepur c6,“ segir hann. ,JÞá fer þetta af stað. Eftir þann leik á Margeir sér í raun ekki viðreisnarvon. Þetta er tvöföld peðsfóm sem hrindir atburða- rásinni af stað. Þá koma tíu leikir í röð sem em allir mjög sterkir en em jafn- framt einu leikimir í stöðunni hveiju sinni til að halda þessu gangandi," segir hinn tiltölulega hógværi nýkrýndi Is- landsmeistari en samsinnir því þó að skákin sé útígegn vel tefld. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Margeir Pétursson 1. e4 cS 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 e6 6. Bd3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. Be3 cxd4 9. cxd4 0-0 10. Rc3 Dd6 11. a3 b6 12. De2 Bb7 13. Hadl Hfd8 14. Bg5 g6 15. Hfel He8 16. Bxf6 Bxf6 17. Re4 De7 18. Rxf6+ Dxf6 19. Be4 He7 20. Bxc6 Bxc6 21. d5 Bb7 22. Re5 Bxd5 23. Rg4 Dg5 24. f4! Dxf4 25. g3 Dc4 26. Rf6+ Kf8 27. De3 Dc5 28. Hd4 Kg7 29. De5 Be4 30. Re8+ Kh6 31. Dg7+ Kg5 32. Df6+ Kh6 33. Hxe4 og svartur gaf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.