Alþýðublaðið - 21.06.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 21.06.1996, Síða 1
■ Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins sendir forystumönnum Alþýðuflokks, Kvennalista og Þjóðvaka bréf með beiðni um viðræður um samstarf Utspil Margrétar - ekki Alþýðubandalagsins - segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Alþýðu- bandalagsins. Vill fá framsóknarmenn til viðræðna um samstarf félagshyggjuflokkanna, en hafnar fullyrðing- um um að hann sé á leið í Framsóknarflokkinn. „Þetta er auðvitað hennar útspil, ekki flokksins að öðru leyti. I sjálfu sér er ekkert athugavert við að hún sendi bréf, en ég hefði talið eðlilegra að fá Framsókn inn í þessar viðræður. Með því að sniðganga þá erum við að ýta þeim yfir á hinn vænginn," sagði Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Alþýðubandalagsins um bréf sem Margrét Frímannsdóttur hefur sent forystumönnum Alþýðuflokks, Þjóð- vaka og Kvennalista með beiðni um viðræður í sumar um samstarf flokk- anna. Kristinn sagði að hann vildi viðræð- ur á öðrum nótum en verið hefði, menn ættu að fjalla um póiitík og stefnumál en ekki fyrst og fremst tæknilega útfærslu mögulegs sam- starfs, einsog kosningabandalög og þessháttar. „Við verðum að koma okkur niður á pólitfkina. Hvaða stefhu viljum við reka í velferðarmálum, ríkiskerfi og öðru slíku. Við getum ekki beitt pólit- ísku áherslunum ífá 1975. Við gemm ekki lengur þanið út ríkiskerfið, og við getum ekki gert betur við alla hópa af því við eigum ekki fýrir loforðunum. Við þurfum að geta rekið velferðar- kerfið fyrir minni peninga, en eigum að hafa það eins gott og mögulegt er. Þessi umræða kallar á svör við erfið- um spumingum, en ef menn tala ekki um þessa hluti, þá verður engin sam- eining." f nýju Þjóðvakablaði er birt ffétta- skýring þarsem getum er að því leitt að Kristinn H. Gunnarsson sé á leið yfir í Framsóknarflokkinn, enda hafi hann gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega en staðið með ríkisstjóminni í sumum málum. Aðspurður um þess- ar fullyrðingar sagði Kristinn: „Þeir em fijóir, blessaðir. Það er nú ekkert í þessa veru á döfinni og ég kannast ekki við að hafa gefið tilefni til þessar- ar umræðu. Trúlega væri nær að spyrja þingmenn Þjóðvaka: Hvar verðið þið í haust?“ Kristinn ítrekaði hinsvegar að hann sæi ekki hvernig sameining vinstri- manna gengi án Framsóknar: „Ég hef enga trú á árangri ef ekki verður leitað samstarfs við þann stóra hóp félags- hyggjumanna sem er í Framsókn. Ætli menn að hugsa stórt á auðvitað að ná í alla félagshyggjumenn." ■ Sögusagnir um að fjársterkir aðilar hafi fengið Guðrúnu Pét- ursdótturtil að hætta við fram- boð, gegn því að greiða kosn- ingaskuldirnar Því fer víösfiarri „Því fer víðs fjarri," sagoi Guðrún Pémrsdóttir fyrrverandi forsetaframbjóð- andi úm sögusagnir um að fjársterkir að- ilar hafi fengið hana til að hætta við framboð gegn því að greiða kosninga- skuldir hennar. Hún sagðist „aldrei nokkumtíma" hafa fengið nein tilboð í þessa vem. Guðrún, sem vildi nánast ekkert láta eftir sér hafa í gær, og Pétur Kr. Hafstein em gamlir leikfélagar, frændsystkini og vinir og margir lásu óbeina stuðningsyf- irlýsingu við framboð Péturs úr orðum hennar þegar hún tilkynnti að hún drægi framboð sitt til baka. Hún sagði að þau hefðu ekki talað saman síðan í október, þegar hann var að velta því fyrir sér að fara í framboð, ef undan em skilin orða- skipti þeirra á framboðsfundi þess efnis að slæmur hljómburður væri í Perlunni. Hún sagði jafnframt að það hefði komið Pétri algerlega á óvart þegar hún hætti við framboð. Hann hefði ekki haft hug- mynd um það fyrirffam. Guðrún sagði að engrar stuðningsyfir- lýsingar væri að vænta frá henni á næstu dögum, og vildi ekki láta hafa neitt eftir sér þegar hún var spurð hvort hún væri andvíg framboði Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Guðrún hefur jafnan lagt áherslu á að ekki eigi að kjósa stjómmálamann sem forseta, og ítrekaði það í fyrradag þegar hún hélt blaðamannafund til að til- kynna að hún væri hætt í slagnum. „Þó honum takist að ná helmingi þjóðarinnar er hættan á því að hinn helmingurinn sé miklu óánægðari en ef þetta er ekki um- deildur maður. Þeir sem em á móti hon- um, em það af öllum lífs og sálarkröft- um,“ sagði Guðrún Pétursdóttir. • „Ég ætla að sleppa því að benda lesendum á þá augljósu staðreynd að ég er með þessu að sparka í liggjandi mann. Og það sem verra er, liggjandi konu," segir Gunnar Smári Egilsson í grein um Guðrúnu Pétursdóttur • „Þjóðir fá útrás. Allar nema við. Aldrei hafa íslendingar átt lið á stór- mótum sem þessu, og munu aldrei eiga. Þess vegna verður maður alltaf að finna sér einhvern til að halda með," segir Hallgrimur Helgason - fótboltabulla í Paris • „Því skora ég hérmeð á Hannes Hólmstein Gissurarson að lyfta loka- spretti kosningabaráttunnar á mun hærra og málefnalegra plan - með að hætta að taka þátt í henni," segir Davíð Þór Jónsson í bréfi til penna- vinarins Hannesar Hólmsteins fyrir alla fjölskylduna Á 70 ára afmælisári 66°N hefur úrvalið af sport- og útivistarfatnaði aldrei verið meira. Stöðug þróun hefur átt sér stað í framleiðsluaðferðum og unnið er úr bestu fáanlegum efnum á hverjum tíma. SIX-TEX öndunarfatnaðurinn, sem unninn er úr hágæðaefninu ENTRANT Gll, er einn sá vin- sælasti í dag enda mætir hann kröfum hörðustu neytenda landsins. POLARTEC FLEECE, EÐALFLÍS er mjúkur og hlýr fatnaður með mikið einangrunargildi, framleiddur í þremur mismunandi þykktum. 66°N erujoeir fyrstu á íslandi sem framleiða EÐALFLÍS úr vindheldu- og vatnsfráhrindandi efni í verslunum 66°N er einnig mikið úrval af regn- og hlífðarfatnaði, úlpum og kuldagöllum á börn og fullorðna. nlflÐUR SJOKlÆÐAGERÐtN HF. SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600, ÚTILÍF GLÆSIBÆ SÍMI 581 2922

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.