Alþýðublaðið - 21.06.1996, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996
s k o d a n
ummuD
21130. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi
Ritstjóri
Auglýsingastjóri
Umbrot
Prentun
Alprent
Hrafn Jökulsson
Ámundi Ámundason
Gagarín hf.
ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Símboði auglýsinga 846 3332
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Æsispennandi
endasprettur
Sú ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur að draga forsetaframboð
sitt til baka lýsir í senn kjarki og raunsæi. Aldrei áður hefur það
gerst að ffambjóðandi hætti við á síðustu stundu; þegar jafnvel er
búið að prenta kjörseðlana. En Guðrún las skriftina á veggnum:
fylgi hennar hefur dalað stöðugt síðustu vikur og var komið niður
fyrir 10 prósent. Þrátt fyrir að miklum ljármunum væri eytt í aug-
lýsingar náði Guðrún ekki að bijótast úr herkvínni, og sívaxandi
umfjöllun flestra fjölmiðla um forsetakosningamar kom fyrir
ekki. Það fór heldur tæpast ffamhjá mönnum að Guðrún Péturs-
dóttir, sem var ákaflega kraftmikil í byijun, var fyrir allnokkru
orðin viðskila við sigurvon og baráttugleði.
Þegar Guðrún Pétursdóttir kynnti fféttamönnum ákvörðun sína
í fyrradag lét hún svo um mælt að þjóðin hafi þegar skipað sér í
tvær meginfylkingar. Þá sagði Guðrún að fjölmargir hefðu haft
samband við hana, lýst yfír samstöðu en jafuframt haft áhyggjur
af því að atkvæði greitt henni myndi ekki hafa bein áhrif á hver
verður næsti forseti íslands. Guðrún Agnarsdóttir hefur verið í
svipaðri stöðu, þótt fylgi hennar virðist nú á uppleið, og margoft
mátt svara því hvort atkvæði henni greidd falli ekki dauð. Hún
hefur á móti lagt mikla áherslu á að fólk eigi að greiða atkvæði
eftir sannfæringu sinni, en ekki taka mið af því einvörðungu
hvaða frambjóðendur eigi mesta möguleika. Óvíst er að þessar
röksemdir Guðrúnar Agnarsdóttur dugi, enda sýna kannanir að
stór hluti kjósenda er reiðubúinn að yfirgefa sinn frambjóðenda
ef sýnt þykir að sigurmöguleikar séu litlir eða engir.
Kannanir á viðhorfum stuðningsmanna Guðrúnar Pétursdóttur
benda eindregið til að Pétur Kr. Hafstein hagnist mest á því að
hún dregur sig í hlé. Munurinn á honum og Ólafi Ragnari Gríms-
syni - sem nú er kringum 10 prósentustig - ætti því enn að
minnka. Þá ættu menn að hafa í huga að enn eru mjög margir
óákveðnir. I skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, sem Morg-
unblaðið birti í fyrradag, var þriðjungur kjósenda ekki búinn að
gera upp hug sinn, þótt þeim fækkaði reyndar til muna þegar
spumingunni var fylgt eftir. Þá viku sem í hönd fer verður æsi-
spennandi keppni Ólafs Ragnars og Péturs; um þá hefur þjóðin
skipað sér í tvær fylkingar. Árangur Péturs í kosningabaráttunni
er mjög eftirtektarverður. Fyrir örfáum vikum mældist Ólafur
Ragnar með allt að sex sinnum meira fylgi, en nú er ljóst að Pétur
á raunhæfa möguleika á sigri.
Guðrún Pétursdóttir sagði við fféttamenn í fyrradag að kosn-
ingabaráttan sé póhtískari en hún hafi búist við. Þótt hún svaraði
ekki beint hvaða frambjóðanda hún ætlar sjálf að styðja mátti
lesajþað milli tínanna; Að hennar mati stendur valið milli Péturs
og Ólafs, og hún ítrekaði að „óheppilegt“ væri að velja stjóm-
málamann í embætti forseta. Skýrara gæti það varla verið.
Júró '96
Það er snargeðveikur maður á hom-
inu á Avenue Daumesmil og Boule-
vard Poniatowski. Hann er í bláum
buxum og hvítum hlýrabol og situr á
bekk. Hitinn er 30 gráður. Hann starir
út í loftið útstæðum augum. Hvítan í
þeim er leðurhúðuð (glampar á hana)
og boltamunstur í stað steina. Upp eft-
ir handleggjum hans eru tattóeraðar
adídas-rendur. Takkaför í lófum:
Hann heldur á fjarstýringu.
Portrett af einstæðum manni í miðri
Evrópukeppni.
Það er sjónvarp á hveijum bar í Par-
ís. Búið að draga fram einhvem lit-
ónýtan garm sem skröltir á barborð-
inu, knúinn áfram af skotum Króata
og tæklingum Spánveija. Fótbolti! Ó!
Fótbolti! Fullkomnasta listform sam-
tímans. Og það sem kemur næst kyn-
hvötinni í eðli mannsins. Karlmanns-
ins. Og þó. Kannski er fótboltinn æðri
kynhvötinni. Allavega fagna menn
meira þegar þeir fá það með boltan-
um.
Þjóðir fá útrás. Allar nema við.
Aldrei hafa íslendingar átt lið á stór-
mótum sem þessu, og munu aldrei
eiga. Þess vegna verður maður alltaf
að finna sér einhvem til að halda með.
Landlaus og liðlaus gengur maður um
bæinn og h'ður eins og íslenskri sendi-
nefnd á stórveldaráðstefnu; maður
heldur með þeim sem maður er með í
það og það skiptið. Tækifæri fyrir
tækifærissinnann í manni og forvitn-
ina: þegar Englendingar spila fer mað-
ur á enskan bar hér í París. Þegar
Portúgalar eiga leik horfir maður á
hann á portúgölskum stað. Á Spán-
veija horfir maður á „spænska bam-
um“. Frakka getur maður séð á hvaða
bar sem er. En alltaf er maður réttu
megin, heldur með réttu liði, alltaf
fagnar maður sigri, ásamt vinum sín-
um við bjórglasið, í það og það skipt-
ið.
Itar |
Hallgrímur
Helgason
skrifar
Að vísu verð ég að viðurkenna að
ég klikkaði aðeins á þessari annars
fínu reglu í fyrsta leiknum: Ég hélt
með Dönum á móti Portúgölum (á
„portúgalska veitingastaðnum") svona
rétt á meðan þeir vom yfir. Aðlögun-
arhæfnin kom jafnvel sjálfum mér á
óvart þegar „Zeliginn" í manni braust
fram og ég horfið á hendur mínar
klappa fyrir jöfnunarmarki Portúgala
sem göluðu á öllum borðum í kring-
um mig. Portúgalar horfa á sína leiki
eins og íslendingar. Steinþegja alvar-
legir í bragði þar til markið kemur. Þá
sleppa þeir sér. Frakkar sleppa sér
hins vegar aldrei, segja bara létt „vei“
þegar Djorkaeff skorar; mestan há-
vaða gera þeir yfir glötuðum færum;
þá fara þeir að analýsera, hvað hann
hefði átt að gera við boltann, „gef-
ann!“, „hinn var frír“. „Eins og í
hænsnakofa," sagði Siggi. Spánverj-
arnir voru hinsvegar ekki mættir á
„spænska barinn". Leikurinn var of
snemma (17:30) og þeir ekki vaknað-
ir. Við íslendingamir sátum þama ein-
Vikupi
IÞjóðir fá útrás. Allar nema við. Aldrei hafa ís-
lendingar átt lið á stórmótum sem þessu, og
munu aldrei eiga. Þess vegna verður maður
alltaf að finna sér einhvern til að halda með.
ir og ákváðum þá í staðinn að halda
bara með Búlgömm fyrst okkur var
það í ftjálst vald sett.
Skemmtilegast er þó auðvitað á
„enska bamum". Tjallinn kann að tjúl-
last. 200 manns inná reykmettum
pöbb og söngurinn magnaðri en hjá
þessum 65.000 á Wembley. „You are
shit, you know ýou are!“ sungu Eng-
lendingamir og Skotamir 20 pilsuðu
sig saman í hominu lengst ffá bamum,
jafn nískir á glösin og landar þeirra
inni á vellinum vom nískir á sending-
amar fram. Skotar em svo nískir að
þeir tíma ekki að sækja, af því að þeir
gætu tapað á því. Þess vegna hafa þeir
bara skorað 2 mörk í þessum tíu Évr-
ópu- og heimsmeistaramótum sem
þeir hafa tekið þátt í.
Enska knattspyman er reyndar ekki
mikið fyrir augað. Hún er meira fyrir
eyrað. Það era áhorfendumir sem allt-
af standa sig best. Kannski vegna þess
að þeir fá svo oft boltann. Eða eru
leikmennirnir að þakka þeim stuðn-
inginn með því að senda boltann alltaf
upp í stúku?
Eftir fyrri hálfleikinn í England-
Skotland er maður allur og Guinness á
því að það eigi að banna liðum frá
Bretlandseyjum að taka þátt í Evrópu-
keppninni. Bara halda þessu við meg-
inlandið. Engar eyjar með. Að vísu
dyttum við íslendingar út þar með, en
það skiptir ekki máli. fslensk knatt-
spymusaga er enn að ná sér niður úr
hjólhestinum hans Búbba. Þar var há-
punktinum náð.
Það er erfitt að leika knattspymu á
móti Skotum. Það er eins og að leika á
móti tómum skotum. („Kick-and-
Rush“ er þetta kallað af enskumælsk-
ustu blaðamönnum Frakka (eitthvað
mgl með Ian gamla Rush)). Og öll
munum við eftir írska landsliðinu sem
gerði svo fúl-grænan blett á síðustu
heimsmeistarakeppni með sínum
þremur 0-0-leikjum. Svo ekki sé talað
um Norður-írland og Wales og hvað
þau heita öll þessi hémð á Bretlands-
eyjum sem fyrir foman misskilning fá
að stilla upp landsliðum. Englendingar
virðast þó vera í einhveiju smði þessa
dagana, en mest fyrir þökk hins nýja
og fullkomna loftræstikerfis á Wem-
bley sem er svo öflugt að það nær að
feykja burt vítaspyrnum og öðrum
hættulegum fæmm andstæðinganna.
Þó er breski boltinn hátíð miðað við
þann tyrkneska. Ekki skil ég hvað
Tyrkir eru að gera í Evrópukeppni.
Eða síðan hvenær er Tyrkland í Evr-
ópu? Þegar maður horfir á , Jeik“ tyrk-
neska liðsins fer maður að skilja betur
þetta Sophiu Hansen-mál. Það er eng-
in leið að eiga við þessa menn. Hvað
þá spila við þá. „Tynknesk.auka-
spyma“ feíst í því að þmsa í vamar-
vegginn af öllu afli, í punghæð, í þeirri
von að einhver forði sér og sínum líf-
færum. „Tyrkneskt innkast" felst í því
að reyna að dúndra boltanum það fast
í andstæðinginn að hann hrökkvi útaf
við endamörk og þeir fái hom. „Tyrk-
neskt hom“ felst í því að þmma knett-
inum - enn í punghæð - inn í þvöguna
við markið í þeirri von að hann
hrökkvi inn. „Tyrknesk vítaspyma"
felst í því að miða beint á milli augn-
anna á markverðinum og skjóta svo
eins fast og hægt er.“
Þó þeir séu 7000, tyrknesku barimir
í París, gekk maður aldrei svo langt að
halda með þeim, þrátt fyrir allan sinn
„Zelig“. Hins vegar er enginn þýskur
bar hér í borg (hvemig stendur á því?)
enda þýska liðið nógu óþolandi fyrir,
svo maður fari nú ekki að halda með
þeim. Þýskaland er eina liðið sem get-
ur verið lúsheppið og lélegt en samt
unnið 3-0, og það sem verst er: verð-
skuldað. (Þýskaland-Rússland, 3-0)
Nei, þá er betra að halda með
Frökkum, - sem eru góðir, og eiga
skilið að vinna, - og Hollendingum,
og Portúgölum, og Króötum, og
Tékkum, og Spánveijum, já og Eng-
lendingum... ef maður er á enska
barnum. ■
Það er ekki alveg ljóst hvað Guðrún Pétursdóttir á við, þegar
hún segir að kosningabaráttan sé of pólitísk. Flokkspólitísk er
hún aðeins að því leyti að foringjar Sjálfstæðisflokksins hamast
einsog naut í flagi gegn Ólafi Ragnari. Hann nýtur eigi að síður
mikils fylgis kjósenda Sjálfstæðisflokksins, og er sá frambjóð-
andi sem hefur breiðastan stuðning. Ólafur Ragnar hefur yfir-
burðastöðu meðal kjósenda Alþýðubandalags og Framsóknar-
flokks, og hefur umtalsvert forskot hjá stuðningsmönnum Al-
þýðuflokksins. Pétur Kr. Hafstein er á hinn bóginn kominn með
fylgi um 60 prósent sjálfstæðismanna, hefur sótt í sig veðrið
meðal alþýðuflokksmanna en hefur átt erfitt uppdráttar meðal
framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna.
Þótt vitanlega megi lesa úr þessum tölum skiptingu í hægri og
vinstri er þorri kjósenda að velja þá persónu sem þeim þykir tík-
legust til að gegna embætti forseta íslands með sóma og reisn. ■
Atburðir dagsins
1527 Italski nthöfundurinn og
klækjarefurinn Niccolo Mac-
hiavelli deyr, 58 ára. 1908
Rússneska tónskáldið Nikolai
Rimsky-Korsakov deyr. 1942
Sveitir þýska hershöfðingjans
Rommels taka 25 þúsund
manna herlið bandamanna til
fanga í Tobruk á Líbýuströnd.
1959 Herra Sigurbjöm Einars-
son vígður biskup yfir íslandi.
Hann gegndi embættinu til
1981. 1980 Kvikmyndin Óðal
feðranna eftir Hrafn Gunn-
laugsson frumsýnd. 1990 25
þúsund farast í jarðskjálftum f
Iran.
Afmælisbörn dagsins
Jón Helgason 1866, biskup.
Jean-Paul Sartre 1905,
franskur heimspekingur og rit-
höfundur. Mary McCarthy
1912, bandarískur rithöfundur.
Annálsbrot dagsins
Það sumar rigndi maðki úr
lopti víða fyrir norðan land,
helzt til afdala, gerði mikinn
skaða engjum og úthögum.
Varð þar öll jörð hvít, sem
hann lá, sem gömul sina, þótt
áður væri grænt gras fullsprott-
ið.
Seiluannáll 1653.
Val dagsins
Við verðum að trúa á frjálsan
vilja - við höfum ekkert val.
Isaac Bashevis Singer.
Þjófar dagsins
Ef maður vill stela í þjófafé-
lagi, þá verður að stela sam-
kvæmt lögum; og helst að hafa
tekið þátt í að setja lögin sjálf-
ur.
Organistinn í Atómstöb Halldórs
Laxness.
Málsháttur dagsins
Ást og ofsakláði er óleynandi.
Orð dagsins
Orður og litlar, úrelt þing, -
einsog dœmin sanna, -
notast oft sem uppfylling
( eyður verðleilcanna.
Steingrímur Thorsteinsson.
Skák dagsins
Hinn sterki Adams leikur listir
sínar með hvítu mönnunum
gegn Conquest. Svarta staðan
er brothætt og Adams molar
hana í sundur með snjöllum
leikjum.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Hxe4! Dxe4 2. Dxf6+! Bxf6
3. f8=D Skák og mát!