Alþýðublaðið - 21.06.1996, Side 6

Alþýðublaðið - 21.06.1996, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 s k o ð u n Auglýsing frá samgöngu- ráðuneyti vegna stöðvunar á starfsemi dönsku ferðaskrif- stofunnar Wihlborg Rejser hér á landi. Eins og kunnugt er af fréttum hefur ráðuneytinu verið tilkynnt að hætt hafi verið við allar þær flugferðir milli ís- lands og Danmerkur sem danska ferðaskrifstofan Wi- hlborg Rejser seldi farmiða í, en samstarfsaðili hennar hér á landi nefndist Bingó ehf. Ráðuneytið hefur þegar gert ráðstafanir til að tryggja heimflutning þeirra sem hafa byrjað ferð á vegum þessara aðila. Vegna þessarar starfsemi var lögð fram trygging, en samkvæmt lögum um skipulag ferðamála nr. 117/1994 er tryggingunni ætlað að mæta kostnaði vegna heim- flutnings farþega og til endurgreiðslu farmiða sem kaupendur eiga ekki kost á að nýta sökum þessarar rekstrarstöðvunar. Ekki er Ijóst að hvaða marki trygg- ingaféð hrekkur til greiðslu krafna sem lýst kann að verða. Þeir sem keyptu farmiða af dönsku ferðaskrifstofunni Wihlborg Rejser og hafa ekki getað nýtt sér farmiðann eða fengið hann endurgreiddan eiga þess kost að lýsa kröfum sínum vegna þessara viðskipta fyrir 1. ágúst nk. Kröfulýsing skal send Samgönguráðuneytinu, Hafnar- húsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík. Með kröfulýs- ingu skal fylgja frumrit greiðslukvittunar og farmiði. Samgönguráðuneytið, 20. júní 1996. Útboð Pósthús R-10 Hraunbær 117, Reykjavík Póst og símamálastofnunin óskar eftir tilboðum í bygg- ingu og fullnaðarfrágang á pósthúsi R-10 við Hraunbæ 117 í Reykjavík. Húsið er 467,4m2 og 2003,01 m3. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 3-5 Reykjavík á kr. 8.000,- frá og með miðvikudeginum 19. júní 1996. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 10. júlí 1996 kl. 11:00. Varnarliðið - laust starf Tölvumaður á hugbúnaðar- sviði á Sjúkrahús, Flota- stöðvar varnarliðsins „Computer specialist, Software" for Naval Hospital Sjúkrahús Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, óskar að ráða tölvunar- eða kerfisfræðing á hugbúnaðarsviði. Starfið felur í sér að samræma tölvuþáttinn við stjórnunar- lega stefnu sjúkrahússins, sjá um öryggismál kerfisins samkvæmt stöðlum og meta áhættuþætti hverju sinni hvað varðar öryggi gagna og aðgang að kerfinu og gera til- lögur þar um ef þurfa þykir. Starfið felur einnig í sér uppsetningu og þjálfun starfsfólks sem m.a. tengist nýjungum sem teknar eru í notkun. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðingur með sem víðtækasta reynslu á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar, sér- staklega fyrir netkerfi. Þarf að geta unnið sjálfstætt og að eiga gott með samskipti við annað fólk sem er stór hluti starfsins. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrifað. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytis, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en 30. júní 1996. Starfslýsing liggur frammi á sama stað og er mjög nauðsynlegt að væntanlegir umsækjendur lesi hana áður en þeir sækja um, þar sem að ofan er aðeins stiklað á stóru um eðli og ábyrgð starfsins. ■ Hátíðarræða Gísla S. Einarssonar alþingismanns, flutt 17. júní á Akranesi Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt Ágætu áheyrendur! Ég óska okkur öllum til hamingju með daginn. Um leið vil ég þakka þann heiður að fá að segja nokkur orð í tilefni dagsins. Stórskáldið, jöfurinn Einar Bene- diktsson, er sá sem hefur höfðað hvað sterkast til íslenskrar þjóðar hvað það varðar að tendra hugljómun um mátt landsins og megin. Hann var sannar- lega langt á undan sinni samtíð og þær hugmyndir sem hann hafði um að beisla orku og nýta auðlindir landsins eru langt í frá komnar allar í fram- kvæmd. Einar Benediktsson hafði einnig næman skilning á öllu því sem mann- legt er og gerist í sálarkynnum mis- munandi manna, fyrir utan að gera sér glögga grein fyrir kostum Islands. Einrœður Starkaðar lýsa því hvað best að Einar Benediktsson var ekki kaldrifjaður viðskiptajöfur eða ævin- týramaður sem einskis sveifst til að koma sínum hugmyndum í verð. Ég bið ykkur að hugleiða með mér orð skáldsins: Eitt bros getur diminu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nœrveru sálar. Svo oft leyndist strengur, í brjósti sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt lífeitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Orð skáldsins eru í fullu gildi í dag, mat hans á tillitsemi við náungan á fullt erindi til íslenskrar þjóðar, og munu í langan tíma eiga við. Hafið þið ekki veitt því athygli hversu hlýtt viðmót og eitt lítið bros getur bjargað miklu? Hafið þið ekki veitt því athygli hve oft eitt lítið köpuryrði getur skemmt frá sér? Okkur ber að sýna aðgát í umgengni við náungann, ná- granna, ættingja og vini. Okkur ber að sýna aðgát í umgengni við okkar nán- ustu, böm og maka. Þetta er það sem skáldið er að segja okkur og mun eiga við líklega meðan land byggist og líf er til. Okkur er tamt á þessum degi að minna á kosti þess að vera Islendingur og ég vil taka undir það. Fáar þjóðir eru betur settar í mörgum efnum. Þó eigum við að gera kröfur til þess besta sem þekkist á öllum sviðum, en það fylgir einnig með að við verðum að gera kröfur til okkar sjálfra, hvers og eins. Það hefur hver íslendingur hlut- verki að gegna og það má velta því fyrir sér að allt samfélagið er ein keðja sem er ekki sterkari en veikasti hlekk- ur hennar. Því má ekki skilja einhvem þátt mannfélagskeðjunnar eftir og láta hann tærast, og rjúfa heildina. Það sem ég á við er meðal annars að launabil má ekki verða þannig að ekki sé jafnræði milli þegnanna og lág- markskrafa er sú, að fólk geti komist af fyrir dagvinnulaun, án þess að opin- berir aðilar þurfi að hafa afskipti með félagslegri aðstoð. A síðastliðnu ári vom 1,2 milljarðar greiddir í félagslega hjálp af opinber- um aðilum, hvergi er getið um það sem fjölskyldur hjálpast að með þegar einhver er bágstaddur innan stóríjöl- skyldunnar. Þetta og mál þessu tengd er vansi okkar samfélags sem verður að bæta úr. Gjaldþrot er eitt af því sem er af- leiðing rangrar stjómunar, við emm á heimsmetalistanum þar eins og í ýmsu öðm. Það sýnir út af fyrir sig öfgamar. En við emm miðað við mannfjölda, sem betur fer, í fremstu röð meðal þjóða á þeim sviðum sem vekja meira stolt og við getum borið höfuðið hátt fyrir. Við erum einhver mesta fisk- veiðiþjóð heimsins, við eigum mikla afreksmenn í hugvísindum, við eigum eftirsótta íþróttamenn, við eigum hreint land og náttúm, sem við verð- um að hafa vakandi auga með, og er sennilega einhver mesta auðlind okk- IHafið þið ekki veitt því athygli hversu hlýtt viðmót og eitt lítið bros getur bjargað miklu? Hafið þið ekki veitt því athygli hve oft eitt lít- ið köpuryrði getur skemmt frá sér? ar. Það em ekki mörg lönd eins og ís- land, að það er unnt að lúta að flestum ám og lækjum og svala þorstanum, unnt að eta fersk grös, og ber þar sem komið er að þeim í náttúm landsins. Sjávarnytjar, svo sem skelfiskur af öllu tagi, em þannig að neyta má án nokkurra hreinsunaraðgerða. Allt þetta verðum við að vernda gegn mengun sem stöðugt sækir á. Sem betur fer emm við að vakna til vitund- ar um að umhverfið verður að vemda. Það em ekki mörg ár síðan að bær- inn okkar, Akranes, var ásamt flestum stöðum á landinu óhreinn. Það þótti ekki tiltökumál að fjömmar vom full- ar af hverskyns sóðaskap. Af bátum var öllu fleygt f sjó hvort sem um var að ræða sorp eða annan úrgang með þessum orðum „lengi tekur sjórinn við“. Ég man umræðuna sem var þeg- ar þáverandi bæjarstjóri, Daníel Ág- ústínusson, sem nú er nýlátinn, gekk fram fyrir skjöldu með hvatningu um að fbúar Akraness máluðu hús sín, mér er minnistætt þegar hafist var handa við varanlega gatnagerð með steinsteypu, mér er það minnistætt að sagt var að ekki þýddi að rækta blóm eða tré í görðum á Akranesi. Við vitum öll sem hér erum að Akranes er í fremstu röð á Islandi hvað varðar umgengni og snyrtileg útivistarsvæði. Við verðum að setja okkur það markmið að verða í ffemstu röð. Útlendingar hafa komið að máli við mig og bent á að úr ýmsu þurfi bæta. Aðkoman að bænum er ekki nógu góð, hvort sem er af sjó eða landi. Eg fer ekki nánar út í þá sálma en ef við setjum okkur í spor gesta og ferðamanna, þá fer ekki milli mála hvað átt er við. Máltækið segir „- glöggt er gests augað“. Við eigum að gera bæinn okkar að fyrirmynd í þessu tilliti, við eigum að merkja rældlega með leiðbeiningum aðkomu að þeim svæðum sem við viljum fá ferðamenn og gesti til að veita athygli. Þetta má gera mjög smekklega og skemmtilega og marka okkur á þann hátt sérstöðu. Síðastliðin ár hefur orðið gjörbreyt- ing hvað varðar ferðamennsku og þjónustu við ferðamenn hér á Akra- nesi, og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem þar eru í farar- broddi. Ég tel ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé nefnd ferðamálafúlltrúi okkar, Þórdís Arthúrsdóttir, sem hefúr lyft Grettistaki með tilstuðlan bæjar- stjóma í þessum málum. Ég get heldur ekki látið hjá líða að nefna stórkost- lega breytingu sem varð á gamla kaupfélagshúsinu þegar hjónin sem allir Skagamenn þekkja, þau Hanna Rúna og Hilmar Björnsson, endur- byggðu fyrirmyndarstaðinn Barbró. Full ástæða er til að geta um metnað- arfullan rekstur veitingahússins Lang- asands þar sem boðið er upp á matar- gerð á heimsvísu, á Glasgow-verði. Átak kaupmanna með nýstárlegum uppákomum og aukinni þjónustu og samkeppnishæfu verði er til fyrir- myndar. Ágætu áheyrendur. Við eigum að tvinna saman atvinnufyrirtækin okkar og ferðamennsku, þar eru margir möguleikar. Við eigum að skapa sér- staka ímynd Akraness, það gerir það enginn fyrir okkur, við verðum að vera öll þátttakendur. Það er ekki unnt að kaupa sér ímynd, hana verður að skapa með dugnaði og eljusemi. Við eigum að temja okkur það viðmót að bærinn fái nafnið brosandi bær - það er nafngift sem við getúm verið stolt af. Ég vitna því til orða stórskáldsins Einars Benediktssonar sem ég fór með í upphafi: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt". Þetta bið ég menn að íhuga því framtíðin er æskunnar en nútíðin okkar. Hið ástsæla skáld Jónas Hallgrím- son sagði í kvæði sínu Ásta: „Ástkæra ylhýra málið er allri rödd fegra“. Góð- ir Ákurnesingar og aðrir gestir, við éigum að vemda og varðveita tungu okkar, við eigum að varðveita menn- ingu okkar. Þessi atriði eru gmnnur Is- lands og grunnur þess að við eruin eitthvað. Menntumst og fræðumst um aðrar þjóðir, lærum tungumál þeirra og siði, en höldum fast í okkar sér- kenni sem felast í þessum lokaorðum, sem ég sæki enn í skáldjöfurinn Einar Benediktsson, þegar hann segir í kvæðinu Móðir mín: Ég skildi, að orð er á íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Góðir áheyrendur. Ég þakka enn þann heiður sem æskulýðs- og íþrótta- nefnd sýnir mér með að fá að flytja ykkur þessi orð á miklum hátíðardegi íslenskrar þjóðar. Gleðilega þjóðhátíð.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.