Alþýðublaðið - 26.06.1996, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.06.1996, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 s k o d a n i r MMIIBIMÐ 21132. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og drerfing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Fjarstæður Viðtali tímaritsins Veru við Vigdísi Finnbogadóttur forseta var slegið upp í nokkrum fjölmiðlum, einkum þeim ummælum hennar að það væri fjarstæða að kona gæti ekki leyst konu af hólmi sem forseti Islands. Skömmu áður en Vera kom úr prentun hafði Guðrún Pétursdóttir dregið framboð sitt til baka, með þeim rökum að baráttan stæði milli Péturs Kr. Hafstein og Ólafs Ragnars Grímssonar. Guðrún hélt því fram að hún og Guðrún Agnarsdóttir hefðu átt erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni en hafði ekki á takteinum sannfærandi skýringar á því. Þetta virðist hafa vakið samúð og er engum blöðum um að fletta, að ummæli Vigdísar og fullyrðing Guðrúnar Pétursdóttur eiga mikinn þátt í fylgisaukningu Guðrúnar Agnarsdóttur að undanfömu. Það er sannarlega rétt að Guðrún Agnarsdóttir og Guðrún Pétursdóttir áttu erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni. En er það einvörðungu vegna þess að þær eru konur? Engin rök eru fyrir sh'kum fullyrðingum. Og með leyfi að spyija: Hver hefúr haldið því fram að kona geti ekki tekið við af konu sem forseti íslands? Enginn hefur sagt það opinberlega, eftir því sem næst verður komist. Trúlega er verið að vísa til orða sem höfð voru eftir ágætum knattspymudómara á Akureyri, um að ástæða þess að kvenffambjóðendum gengi miður í kosningabaráttunni væri sú margir séu orðnir „þreyttir“ á að hafa konu á Bessastöðum og kysu því ffemur karlana. Að baki fullyrðingar knattspymudómarans lá engin vísindaleg rannsókn: þetta var einkaskoðun hans, sem enginn hefur tekið undir op- inberlega. Það er því fjarstæða að halda því fram að mönnum finnist upp til hópa fjarstæða að kona geti tekið við af konu sem forseti. Guðrún Pétursdóttir sagði seint og snemma að kosningamar snemst um persónur, miklu ffekar en málefni, og er vissulega mikið hæft í því. Þær snúast í öllu falli ekki um það, hvort kjósa á karl eða konu. Þótt mikið starf sé óunnið í jafnréttismálum er villandi og rangt að reyna að breyta forsetakosningunum í keppni karia og kvenna, rétt einsog menn eiga að forðast að gera kosningamar að vettvangi fyrir uppgjör hægri- manna og vinstrimanna. Hitler nútímans Radovan Karadzic er arkitekt dauðans í Bosníu. Hann ber ábyrgð á þúsundum glataðra mannslífa, ógurlegri eyðileggingu og helför sið- menningar í hjarta Evrópu. Hann er stríðsglæpamaður sem skipulagði fjöldamorð, nauðganir, eyðingu menningarverðmæta og margra ára um- sátur um evrópskar borgir. Hann skrifaði undir óteljandi ffiðarsammnga sem aldrei vom pappífsins virði, og dró samningamenn alþjóðasamfé- lagsins á asnaeymnum missemm saman. Meðan hann var blóðugur upp að öxlum að brytja niður konur og böm komu leiðtogar heims fram við hann einsog þjóðarleiðtoga. Nú er Radovan Karadzic í orði kveðnu eftirlýstur stríðsglæpamaður. Eigi að síður hefúr hann mánuðum saman haldið stöðu sinni sem forseti Bosníu-Serba og getur farið allra sinna ferða án þess að óttast handtöku. Fréttir berast af því að hann ætli að skipa lepp sinn í forsetaembættið en gegna sjálfúr formennsku í flokki Bosmu-Serba. Þannig ætlar hann að uppfylla ákvæði Dayton-samkomulagsins um að efdrlýstir stríðsglæpa- menn geti ekki gegnt opinbemm embættum, en jafnframt haft alla þræði í hendi sér. Það er eftir öðm ef Karadzic kemst upp með þessa einföldu og gegnsæu leikfléttu. Leiðtogar heims em dauðhræddir við að grípa til aðgerða gegn honum, og óttast að þá fari allt aftur í bál og brand í Bosníu. Staðreyndin er hinsvegar sú, að engar sættir verða í landinu meðan Karadzic leikur lausum hala. I hugum alls þorra Bosníumanna - og það á við um marga Serba í landinu - er Karadzic tákn illskunnar og ómennskunnar. Og hvað sem öðm líður er hann formlega eftirlýstur af samfélagi þjóðarinnar fyrir ömurlegustu glæpi sem drýgðir hafa verið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyijaldar. Helstu leiðtogar nasista fengu makleg málagjöld og þýsku þjóðinni var gert að horfast í augu við ódæðisverkin. Á sama hátt á að draga múgmorðingjann Radovan Kar- adzic og nóta hans fyrir dómara og draga fram í dagsljósið öll gögn um glæpi þeirra. Aðeins á þann hátt er hægt að leggja gmnn að nýrri Bo- smu. íslenskum stjómvöldum ber að nota áhrif sín á alþjóðavettvangi til að koma í veg fyrir að Hitler nútímans gangi laus. Forsetaembættið skiptir máli Guðrún Agnarsdóttir tilheyrir meira að segja einhverju ólýðræðislegasta pólitíska afli sem komið hefur fram í íslandssögunni; gagnlegt og nauðsynlegt á sínum tíma, en ólýðræðis- legt samt sem áður. í kringum forsetakjörið 29. júní næstkomandi heyrir maður ítrekað fólk lýsa yfir því, að forsetaembættið sé óþarft og það eigi að leggja niður. Ég hef enga skoðun á þessu í tengsl- um við komandi kosningar, en það er hinsvegar deginum ljósara að þjóðin þarf að kjósa sér forseta og við það kjör hlýtur hún að taka mið af emb- ættinu eins og það hefur verið rekið frá stofnun þess. Það hefur enginn sjá- anlegt umboð til að breyta embættinu án undangenginnar ítarlegrar umræðu þar um, og breytingum á stjórnar- skránni í kjölfarið. Sú endurtekna ár- átta einstakra frambjóðenda að gefa kosningaloforð út og suður á sér varla aðrar skýringar en þær að þeir kunna ekki öðruvísi kosningabaráttu. Forseti Islands er ekki athafnamanneskja í pólitík. Hann er sameiningartákn og friðarstillir, fulltrúi þjóðarinnar gagn- vart stofnunum lýðveldisins og um- heiminum. Hann er hvorki erindreki sérstakra hagsmuna né sérlegur samn- ingamaður um kaup og kjör í landinu. Pallborðið | Það hlýtur að vera þjóðinni ánægju- efni og meðmæli með mikilvægi for- setaembættisins að fimm frambjóð- endur skyldu sækjast eftir kjöri. Ovar- legt er að álykta að svo margt hæft fólk sækist efítir ónýtu eða geldu emb- ætti. Þátttaka tveggja stjómmálaleiðtoga hefur sett svip á kosningabaráttuna, og ekki hefur sá leiði siður þeirra sem birta skoðanakannanir að draga kjós- endur í dilka stjómmálaflokka bætt úr skák. Það hlýtur að verða ein af niður- stöðum þessarar kosningabaráttu að settar verði siðareglur um skoðana- kannanir þegar nálgast kosningar. Það nær til dæmis ekki nokkurri átt að spyrjendur gangi á fólk, sem kveðst ekki hafa gert upp hug sinn, og hrekji það með því móti yfir einhverja þröskulda sem torvelda því þegar þar að kemur til að gera upp hug sinn á hlutlægan hátt. Sú skoðun að hafa ekki skoðun hlýtur að vera jafn rétthá og aðrar skoðanir, sérstaklega í skoð- anakönnunum sem ffamkvæmdar em fyrst og fremst í viðskiptalegum til- gangi. Þá er stórlega vafasamt að draga fólk í flokkspólitíska dilka á gmndvelli þess hvemig það varði at- kvæði sínu í seinustu Alþingiskosn- ingum. Mér er það illskiljanlegt að annar stjómmálamaðurinn/konan skuli geta verið stikkffí, það er ekki hún sem er pólitískt ffamboð, samkvæmt útlegg- ingum, heldur Pétur Hafstein - sem aldrei hefúr verið í framboði á pólit- ískum vettvangi. Guðrún Agnarsdóttir tilheyrir meira að segja einhverju ólýðræðislegasta pólitíska afli sem komið hefur fram í íslandssögunni; gagnlegt og nauðsynlegt á sínum tíma, en ólýðræðislegt samt sem áður. Það hefur allar götur frá tilkomu sjónvarps verið ljóst að þeir sem hafa komið fram í því skapa sér betri að- stöðu en flestir til að sækjast eftir kosningu, hvort heldur er á þing eða í embætti forseta. Ekki veit ég hvort af- skipti stjómmálaflokka í gegnum út- varpsráð af því hveijir sjást reglulega á skjánum hefur eitthvað með þetta að gera en ótrúlega margir spútnikkar í þjóðh'ftnu hafa komist í góða aðstöðu í gegnum framkomu í sjónvarpi. Það er þess vegna erfitt fýrir næsta venjulegt fólk að fara í framboð, það hefur ekki verið á skjánum í leikfuni, fréttalestri eða eldhúsdegi. Þjóðin þekkir það ekki og virðist jafnvel fmn- ast það ósvífni af óþekktu fólki að fara í framboð. Ég hef ekki verið í nokkmm vafa um hver frambjóðendanna væri hæf- astur allt frá því Pétur Hafstein gaf kost á sér. Ég þekki hann og fólk sem ég tek mark á þekkir hann enn betur. Mér finnst það skipta öllu máli að á Bessastöðum sitji manneskja sem þjóðin getur treyst. Treyst til að verða okkur ekki til skammar, hvorki hér heima né erlendis. Treyst til að láta ekki kunningsskap eða fortíðartengsl hafa áhrif á embættisverk sín. Treyst til að vera óvilhallur og trúverðugur í öllu. Pétur hefúr sannað það á starfs- ferli sínum að hann er öllum vanda þessum vaxinn. Hann er með afbrigð- um greindur og upplýstur maður, víð- lesinn og skemmtilegur viðkynningar. Hann er samviskusamur og heiðarleg- ur, enginn ber brigður á það. Hæfni hans til að gegna embættinu með sóma er yfir gagnrýni hafin. Honum er helst fundið það til for- áttu að vera óþekktur. Það þefur orðið illa innrættu fólki tijefni. tij að.gæða hann ýmisskonar eiginleikum sem hann að sönnu er ekki búinn. Hann er sagður þurr embættismaður. Eðli málsins samkvæmt er hæstaréttardóm- ari ekki skemmtikraftur í embætti, það eru sýslumenn ekki heldur. Pétur hef- ur hinsvegar í tómstundum alla tíð verið virkur og metinn þátttakandi í mörgum félögum og allskonar mann- úðarstarfsemi. Hann hefur hinsvegar aldrei skemmt, hvorki á Alþingi né í sjónvarpi. Það getur aldrei í mínum huga orðið skilyrði fyrir trúnaðarstöð- um í lýðræðisþjóðfélagi að fólk sé ræmt eða illræmt í fjölmiðlum. f okkar litla samfélagi er hægt um að sýna öllu fólki sanngimi, og í kosningabar- áttunni hefur fólki verið gefið tækifæri til að kynnast ferli Péturs. Einkalífi hans og tómstundum hefur verið hald- ið utan við. Meira að segja forsetinn hlýtur að eiga rétt á einkalífi, þar sem hann má eftir efnum og aðstæðum vera íyndinn eða leiðinlegur. Mér finnst það að sama skapi und- arlegt að kalla það róg og illmælgi að rifja upp sannanleg afrek frambjóð- endanna. Það er jafnvel svo komið, að það að segja nafn sumra þeirra upp- hátt er kallað rógur og illmælgi. Það er undarlegt. ■ Atburðir dagsins 1541 Spænski landkönnuður- inn og hermaðurinn Pizarro drepinn í Lima í Perú. Hann var miskunnarlaus og grimmur og átti mestan þátt í að bijóta niður veldi og menningu Inka. 1794 Frakkar sigra Austurríkis- menn í orustunni við Fleurus. 1823 Katla gýs í fyrsta sinn í 68 ár. 1830 Georg IV Breta- kóngur deyr, og Vilhjálmur IV bróðir hans tekur við krúnunni. 1930 Alþingishátíðin sett á Þingvöllum. Hana sóttu 30 þúsundir manna. 1973 Gosinu í Heimaey lauk. 1984 Banda- ríski leikstjórinn Carl Foreman deyr. Gerði meðal annars myndirnar High Noon, Brúin yfir Kwai-fljótið og Byssumar t Navarone. Afmælisbörn dagsins Pearl S. Buck 1892, bandarísk skáldkona og Nóbelsverð- launahafi. Peter Lorre 1904, leikari af ungverskum ættum; lék í Möltufdlkanum, Glœp og refsingu og Casablanca. Mick Jagger 1943, söngvari Rolling Stones. Annálsbrot dagsins Brann upp staðurinn Björgvin í Noregi, mjög svo allur, furðan- legur skaði. I Englandi var einn prestur að prédika, og talaði lastsamlega um foreldra Doct. Mart. Lutheri, og í því bili datt bitinn úr kirkjunni á háls hon- um, svo af fór höfuðið. Skarösárannáll 1623. Málsháttur dagsins Gæs flaug yfir Rín, kom aftur- ganga heim. Heilræði dagsins Betra er að kasta afkvæmi sínu út í mörkina en að láta það al- ast upp í öllum ódyggðum djöflinum til þjónustu. Úr Vídalínspostillu. Yfirlýsing dagsins Ich bin ein Berliner. John F. Kennedy, forseti Banda- ríkjanna, í ræöu sem hann flutti yf- ir 120 þúsund manns í Vestur- Berlín; þennan dag árið 1963. Orð dagsins Komst í vanda kokkállinn, kviðarbrandinn hristi. Látrastrandarlœsingin lykilsfiandann missti. Látra-Björg. Skák dagsins Davíð Bronstein, góðvinur Al- þýðublaðsins, er í aðalhlutverki í skák dagsins. Hann bafði hvítt og átti leik gegrr Goldenov - skákin var tefld'í-Kænugarði árið 1944. - - -. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hc8! Hxc8 2. Hxc8 Dxc8 3. De7 Skák og mát. Einfalt og stflhreint.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.