Alþýðublaðið - 26.06.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.06.1996, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 m e n n i n g ■ Halldór Björn Runólfsson skrifar IEða hvað á maður að halda þegar maður stendur eins og smjörklípa milli Kristjáns Guðmunds- sonar og Þórarins B. Þorlákssonar í austursalnum? Hvorugur þessara ágætu listamanna nýtur sín sökum of mikillar nálægðar. Það hefði eins mátt festa snilldarlega póstkortaramma Kristján aftan á málverk Þórarins heitins og selja samsuðuna í verslun safnsins. Hingað til hefur íslensk list verið svo samofin náttúrunni að varla er á því nokkur undantekning. Að vísu er til örlítil hefð fyrir því hjá listnemum að sniðganga náttúmna og hella sér í staðinn í menningarfjörið og gervi- veröldina á mölinni. En oftast eru þetta einberar kitlur verðandi lista- manna sem ekki em búnir að ráðstafa sér. Um leið og þeir hinir sömu fara utan til framhaldsnáms rennur á þá flesta einhver óslökkvandi þrá eftir auðnum heimalandsins. Eftir það verður þörfin fyrir að miðla taum- lausri víðemiskenndinni allri annarri gerð tjáningar yfirsterkara. Eitthvað á þessa leið hljóma rökin fyrir „íslensk náttúmsýn", Listahátíð- arsýningunni á Kjarvalsstöðum. Hóað er saman 19 listamönnum, lifandi og dauðum, undir yfirskrift sem er svo teygjanleg að hún felur í sér ekkert og allt. Raunar er þetta ekki fyrsta stór- pródúksjón hússins sem þannig teygir sig yfir alla nútímalistasögu okkar. Eg minnist þess að hafa áður séð á Kjarvalsstöðum áþekka úttekt á yfir- gripsmiklu þema sem virtist geta spannað allt milli himins og jarðar. Hér er hvorki við einstaka lista- menn í þessum 19 manna hópi að sakast né heldur stjórnendur sýn- ingarinnar sem slíka. „fslensk nátt- úmsýn“ ber einfaldlega vitni úreltri hefð sem reynir að skáka því skjólinu að samsýningar eigi að vera stórar og hvfla á granni breiðra formerkja. Eins fránir og við íslendingar emm þegar kemur að sjálfri listinni, smáeining- unni innan heildarinnar, virðumst við fullkomlega blindir á umgjörðina og samhengið. Ein skæðasta meinlokan í öllu þessu þverrandi samhengi er sú út- breidda skoðun að myndlist eigi ekki og geti ekki sagt okkur neitt nýtt. Samsýning sem þessi verður því ein- hvers konar allegorísk staðfesting alls þess sem allir vissu - að íslensk nátt- úra er áhrifamikil og fylgir okkur alla ævi. Svo er bara að raða saman gömlu og nýju til að undirstrika það fag- naðarerindi að sjaldan fellur eplið langt ffá eikinni. Ef hugsunin í listinni væri eins h'til- sigld og léleg og samsuðan á Kjar- valsstöðum hefðum við getað lagt listina á hilluna strax eftir framlag frumherjanna svokölluðu. Það hefði aldeilis kætt margt íhaldshjartað að þurfa ekki að leggja hausinn í bleyti, og margar blekslettumar hefði mátt spara ef allir hefðu verið sammála um það að ekki þyrfti að segja neitt umfram fífilbrekkumótífin á fyrstu áratugum aldarinnar. Eða hvað á maður að halda þegar maður stendur eins og smjörklípa milli Kristjáns Guðmundssonar og Þórarins B. Þorlákssonar í austursal- num? Hvorugur þessara ágætu lista- manna nýtur sín sökum of mikillar nálægðar. Það hefði eins mátt festa snilldarlega póstkortaramma Kristján aftan á málverk Þórarins heitins og selja samsuðuna í verslun saíhsins. Eins er það barnalegt að stilla Halldóri Asgeirssyni upp móti Kjarval, bara af því báðir era að fást við hraun. Raunar líður sýningin hvarvetna fyrir slíka ódýra slembi- suðu. Hvergi er það þó verr gert en þegar eins ágætum myndhöggvara og Jóhanni Eyfells er troðið inn á gólf hjá jafn krefjandi málara og Kristjáni Davíðssyni. Ahrifin verða eins og í ólgusjó, hvorugum þessara frábæm listamanna til framdráttar. Hinum megin við þilið hanga þeir Georg Guðni og Kristján Steingrímur í logninu á undan storminum og er það e.t.v. heppilegasta samhengið á gjörvallri sýningunni þótt segja megi að samsetningin sé skrambi augljós og verklagni þeirra alltof keimlík til að þola svona nálægð. Þó er öllu óheppi- legra er hvemig hekluðum fánum og teikningum Birgis Andréssonar er troðið í austurhornið gegnt kaffi- stofunni. Reyndar hlýtur maður að spyija sig hvað þetta verk Birgis sé að gera á sýningunni. Eg hefði haldið að fomleifagröftur og fánaborgir væru fremur hluti af menningu en náttúm. En það er e.t.v. í flútt við allegoríska yfirskrif sýningarinnar að flokka eikarparkett og borðstofumubblur, nútímaútgáfu fomleifanna í uppgreftr- armyndum Birgis, sem náttúrusýn, samanber: „Sjaldan fellur parkettið langt frá eikinni.“ T ... >. - Þá hlýtur það að vekja athygli hve rúmt er kringum gegnsæja ljósmynd Ólafs Elíassonar í norðurenda vestur- salarins. Það er ekki fyrr en gestir átta sig á því að notast er við skilrúmin frá undanfarandi sýningu að þeir skilja hvernig á misræminu stendur ef miðað er við þrengslin annars staðar. Þetta vekur spurningar um tilurð sýningarinnar og alvöruna að baki upphenginu. Þegar öll kurl koma til grafar verður að segjast að „Islensk náttúmsýn" er ekki ýkjasterk samsýning. f fyrsta lagi er hún meira af því sama og við höfum verið að sjá á liðnum ámm og áratugum. Þá er það einkar misráðið að troða ffumheijunum með núlifandi Ustamönnum í þeim mæli sem hér er gert. Sú sérkennilega árátta að afsaka í sífellu samtímann með því að spyrða lifandi listamenn við löngu liðna hefð er ekki annað en flatneskjulegt dekur við fattleysið. Það er tími til kominn að framsækið safn eins og Kjarvals- staðir snúi baki við vor- og haust- sýningahefðinni frá sokkabandsáram FIM. Sá mark- og máttlausi hræri- grautur gerði hvort sem er ekki annað en hleypa ofvexti í meðalmennskuna. Það er engin ástæða til að gráta slíka moðsuðu með frekari endurtekningum af hinu sama. ■ Einar Karl um forsetakosning- ar á sænsku Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, mun halda fyrirlestur næstkomandi sunnudag í Norræna húsinu. Þar mun hann fjalla um þá nýafstaðnar forseta- kosningar. Erindi sitt mun Einar Karl Haraldsson flytja á sænsku. Leiga hækkar um 0,4 prósent í Fréttatilkynningu frá Hagstofu ís- lands kemur fram að leiga fyrir íbúð- arhúsnæði og atvinnuhúsnæði fylgi vísitölu húnæðiskostnaðar eða breyt- ingum meðallauna. Hún hækkar um 0,4 prósent frá og með 1. júlí 1996. Þessi hækkun reiknast á þá leigu sem er í júní. Leiga helst óbreytt næstu tvo mánuði það er í ágúst og september. Ókeypis á Hin helgu vé Hin helgu vé eftir Hrafn Gunnlaugsson verður sýnd í Norræna húsinu á mánudags- kvöldið klukkan 19:00. Myndin verður sýnd með enskum texta og er aðgangur ókeypis. Það er hins veg- ar ekki fiskipaté það sem kaffistofa Norræna hússins verður með á boð- stólum að sýningu lokinni. Það kostar 400 krónur. Danskur kam- merkór til lands- ins Danskur kammerkór er væntanleg- ur til landsins og heldur tónleika í Norræna húsinu á föstudagskvöld og í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöld. Kór þessi, Kammerkór Dómkirkjunn- ar í Hadeslev, hefur hlotið fjölda við- urkenninga fyrir söng sinn segir í fréttatilkynningu ffá Danska sendiráð- inu. Vemdari hljómleikaferðarinnar er hans konunglega hátign prins Jóakim. Kórinn mun meðal annars syngja þekkta danska söngva en danski bassaleikarinn og jassarinn Niels Henning Örsted Pedersen hefur radd- sett lög fyrir kórinn. Zita kemurtil landsins Nei, ekki apinn hans Tarzans Zita er ffönsk kaffihúsa- og kabar- ettsöngkona en ekki apinn hans Tarz- ans eins einhver gæti haldið. Hún er væntanleg til landsins ásamt slag- verksleikaranum Didier Laloux og heldur tónleika í Kaffileikhúsinu i Hlaðvarpanum næstkomandi fimmtu- dagskvöld. Zita, sem stundaði söng- nám hjá Christin M. Legrand, hefur sérhæft sig í vísnasöng og syngur gjarnan lög sem frægir listamenn á borð við Edith Piaf og Jacques Brel gerðu ffæg á sínum tíma. Logos kvartett- inn í Listasafni íslands Vienna Logos kvartettinn ffá Vína- borg hefur ferðast víða um heim. Nú er komið að íslandi sem er þrettánda landið þar sem kvartettinn heldur tón- leika en þeir verða á mánudaginn í Listasafni Islands klukkan 20:00. Meðlimir kvartettsins hafa komið fram sem einleikarar og stundað kennslu við æðri menntastofnanir. Á efnisskránni em tvö verk sem verða frumflutt á íslandi. Logos kvartettinn ætlar að flytja Quodlibet eftir Takács (1902), Suite Indonesia eftir Schulze (1952), Miniaturen eftir Gottfried von Einem (1918) og Trio eftir Beethoven. Sattarov í MÍR Rússneski mynd- listarmaðurinn Man- súr Mannúrovits Satt- orov er nú staddur hérlendis ásamt konu sinni Larissu en hún er blaða- og sjón- varpsfréttamaður. Sattorov hefur lengi haft hug á því að sækja ísland heim og á laugardaginn verð- ur opnuð sýning á teikningum hans og olíumálverkum í sýn- ingarsölum MÍR við Vatnstíg 10. Hann stefnir að því að halda á næstu mán- uðum sýningu í Moskvu á verkum sem tengjast fslands- dvölinni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.