Alþýðublaðið - 27.06.1996, Page 3
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
3
s k o d a n
Forsetakosningar og unga fólkið
í upphafi aldarinnar fordæmdi
þýski félagsffæðingurinn Max Weber
eltíngaleik ungs fólks við lífsskynjanir
og ífumleika. í fyrirlestri sínum „Starf
fræðimannsins" taldi hann ungt fólk
veigra sér við því að horfast undan-
bragðalaust í augu við örlög samtíðar-
innar. I Islandsheimsókn sinni skýrði
fráfarandi forsætisráðherra Israels,
Shimon Peres, hver örlög samtíma
okkar séu. Annars vegar er óendan-
lega mikið af tækifærum til að upp-
götva heiminn og margbreytileika
hans. Tölvu-, upplýsinga-, fjölmiðla-
og samgöngubylting setur allt líf okk-
ar í nýtt samhengi. Hins vegar er
næsta óyfirstíganlegur þröskuldur at-
vinnuleysis eða menntunarskorts. Gjá-
in milli menntaðra og ómenntaðra lik-
ist því helst rígbundnu stéttaskipulagi
miðalda.
Pallborð
Kjartan Emil
Sigurðsson
skrifar
í tíð fyrrverandi Bandaríkjaforseta,
George Bush, varð fyrir hendingu til
hinn örstutti fréttabiti New World Or-
der eða ný heimsskipan. Hann var lát-
inn þýða breytta heimsskipan, kröft-
uga forystu og jafnvel bjartsýni. Allt
átti þetta að stemma stigu við upp-
lausn og óöryggi sem virtist blasa við.
Fyrir skömmu var önnur atlaga gerð
að því sama með hinum svokallaða
„Samningi við Bandaríki, N-Amer-
fku“. Samningurinn er hraksmíð og
fer vonandi í hundana þó ekki nema
fyrir tilstilli neitunarvalds Clintons
Bandaríkjaforseta. Á Bretlandi reyndi
ríkisstjómin að hverfa aftur til fortíðar,
„Back to the Basics“, - en allt kom
fyrir ekki. Á íslandi hefur verið talað
um bölsýni. Atvinnuleysi, fíkniefna-
neysla, glæpir, almenn vantrú og hrein
> á
INýr forseti þarf að hafa siðferðilegan boðskap í farteskinu og í emb-
ættinu. Hann þarf að vera stjórnmálamaður í upphöfnum skilningi og
heimspekingur nýrrar stefnu og markmiða fyrir íslenskt samfélag.
og bein svartsýni virðist ríkjandi.
Upplagt er að hafa þetta í huga nú
þegar dregur að forsetakjöri. Kristján
Eldjám og Vigdís Finnbogadóttir vom
boðberar nýrra tíma. Kjör Kristjáns,
og jafnvel Ásgeirs Ásgeirssonar á
undan honum, staðfesti að flokkamir
ættu ekki embættið. Vigdís var og er
tákngervingur jafnréttisbaráttunnar.
Sem slík boðaði kjör hennar líklega
þáttaskil í íslensku samfélagi. Nýr for-
setí þarf að hafa siðferðilegan boðskap
í farteskinu og í embættinu. Hann þarf
að vera stjómmálamaður í upphöfnum
skilningi og heimspekingur nýrrar
stefnu og markmiða fyrir íslenskt
samfélag.
Höfundur er háskólastúdent.
hinumegin
“FarSlde" eftir Gary Larson
Einn af öðrum lýsa þing-
menn yfir stuðningi við
forsetaframbjóðendur.
Sighvatur Björgvinsson
og Svanfríður Jónas-
dóttir hafa lýst yfir stuðn-
ingi við Ólaf Ragnar og
Össur
Skarphéðinsson liggur
undir grun um að gera
slíkt hið sama. Geir H.
Haarde, Guðmundur
Hallvarðsson, Árni Mat-
hiesen, Árni Johnsen,
Einar K. Guðfinnsson
og Einar Oddur Krist-
jánsson styðja Pétur Kr.
Hafstein. Rannveig
Guðmundsdóttir mun
kjósa Guðrúnu Agnars-
dóttur og hið sama á að
sjálfsögðu við um þing-
konur Kvennalistans...
Stúdentablaðið hef-
ur fengið nýjan
ritstjóra sem er
Magnea Hrönn
Örvarsdóttir.
Magnea hefur um
skeið starfað sem
blaðamaður á Al-
þýðublaðinu
en hverfur nú
frá því starfi
til að sinna
ritstjórnar-
störfum í þágu
stúdenta...
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri hefur
ekki tekið opinbera af-
stöðu í forsetakosningun-
um. Sagan segir að hún
hafi í upphafi ætlað að
styðja Guðrúnu Péturs-
dóttur en skyndilegt
framboð Guðrúnar Agn-
arsdóttur hafi orðið til
þess að Ingibjörg Sólrún
hafi ákveðið að halda sig
til hlés. Kristín Árna-
dóttir, aðstoðarmaður
borgarstjórans, styður
Guðrúnu Agnarsdóttur
dyggilega og skrifaði fyrir
skömmu grein í Morgun-
blaðið henni til stuðnings.
Skrifin eru ekki talin vera
borgarstjóranum á móti
skapi...
fimm á förnum vegi
Hvað finnst þér um ákvörðun biskups að segja af sér?
Lísa Kjartansdóttir, sölu-
maður: Þetta er klókt. Hann
sleppur vel.
Hildur Hafstein, vegfar-
andi: Ég skil ekki af hverju
þetta þurfti að taka svona lang-
an tíma.
Petra Björk Arnardóttir,
aðstoðarmaður tannlækn-
is: Ég styð þessa ákvörðun
hans en hún hefði mátt korna
fyrr.
Héðinn Viggósson, banka-
maður: Þetta er hárrétt
ákvörðun hjá honum.
María Lovísa Ragnarsdótt-
ir, fatahönnuður: Mér finnst
að hann hefði mátt gera þetta
fyrr. Hann setur sína persónu
ofar kirkjunnar.
m e n n
Mykjudreifarar allra
landa, sameinist.
Fyrirsögn á lesendabréfi Grétars Þórs Ey-
þórssonar í Morgunblaðinu en þar hvetur
hann landsmenn til að kjósa Ólaf Ragnar í
embætti forseta íslands.
Því langar mig til
að lyfta höndunum í átt til sól-
arinnar og garga: „Jibbí,
ég er loksins til!
Páll Óskar Hjálmtýsson fagnar
lagasetningu sem heimildar giftingu
samkynhneigðra. DV.
Er til of mikiis mælst að
forseti vor tali betra mál en
Bibba á Brávallagötu?
Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir spyr
í lesendabréfi í Morgunblaöinu.
Það að gefa kost á sér til
forsetaembættisins er ekki
eins og að skipta um
nærbuxur.
Hreggviöur Jónsson íTímanum.
Þegar við ætlum að velja
okkur annan eins leiðtoga og
forseta íslands ber okkur ekki
að fara jafn hyggilega að, eins
og við til dæmis ætluðum að
velja okkur nýjan bíl?
Helgi Ormsson í Morgunblaðinu.
Við höfnum því að taka við
notuðum jeppagarmi sem að
auki hefur reynst illa.
Sá sami.
Ég las aftur og aftur.
Það var ekki um að villast.
Guðrún Agnarsdóttir
- á heilli síðu - í útlendu
dagblaði.
Sigrún Helgadóttir í Morgunblaöinu
þar sem hún rifjar upp eftirminnilega
reynslu sína í útlöndum.
fréttaskot úr fortíð
Giftur 52
sinnum
Þó að ótrúlegt megi virðast er það
ekki kvikmyndaleikari, sem á met í
giftingum, það er Kínveiji. Kínveiji
þessi er ekki fjölkvænismaðui í orðs-
ins venjulega skilningi, því að hann
hefir skilið lögum samkvæmt við all-
ar konumar sínar. Þessi merkilegi
maður heitir Mamhu og hefir gifzt 52
sinnum.
Sunnudagsblað Alþýðublaðsins,
28. apríl 1935.