Alþýðublaðið - 27.06.1996, Síða 6

Alþýðublaðið - 27.06.1996, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 Valgerður Bjarnadóttir í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um stjórnmálamenn, Alþýðuflokkinn, Evrópumálin og sitthvað fleira Það er ekki hægt að sameina vinstri menn Fyrir örfáum mánuðum þegar ég var kynnt fyrir Valgerði Bjamadóttur falaðist ég eftir viðtali með orðunum: „Ég held að við gætum náð vel saman.“ Hún virti mig fyrir sér og sagði síðan þurrlega: „Ég efast um það.“ Það byijaði ekki gæfulega en atvik höguðu því þannig að við hittumst oft eft- ir þennan fyrsta fund og í hvert sinn sannfærðist ég æ betur um að þessa skemmtilegu og skarpgreindu konu mætti ég ekki missa úr landi án þess að hafa tekið við hana viðtal. Og svo kom loks að því að Valgerður kinkaði kolli og sagði: „Drífum í þessu.“ Og það var gert. Ég hef tekið viðtöl við þó nokkra einstaklinga sem þekktu eða störfuðu tneð föður þínum og þeir áttu ekki orð yfir aðdáun sína á honum. „Ekki ég heldur.“ Hvemig maður var hann? „Fynr mér var hann pabbi sem fór með mig í göngutúra og sagði mér sögur. Hann hafði mikið að gera en gaf okkur systkinunum alltaf tíma. Hann var afskaplega umhyggjusamur pabbi, en hann setti ákveðnar reglur, sem okkur datt ekki í hug að bijóta. Það átti til dæmis ekki að hlusta á „kanann" og ekki að vera með tyggjó. Ég kann ekki enn þann dag í dag að vera með tyggjó, þó ég reyni stundum á þolinmæði umhverfisins með því að reyna það. Ég á ekkert annað en góðar minningar um hann pabba minn. Foreldrar mínir töluðu mikið um stjórnmál á heimilinu. Eftir að við systkinin komumst til vits og ára lögð- um við orð í belg. Á seinni árum greindi okkur pabba stundum á, en ætli margt af því hafi ekki stafað af uppreisnaranda mínum. Pabbi bar ákaflega mikla virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Ég held að hann hafi einhvem tímann sagt í sjónvarpsviðtali að allir væm að reyna að gera það besta fyrir þjóðina, menn gréindi hins vegar á um leiðir. Þetta vom ekki bara orð, þannig hugsaði hann.“ En nú var fólk sem mátti ekki heyra nafh hans nefiit án þess að umtumast. „Mér fannst vont þegar fólk talaði um pabba minn sem Bjama Ben í mín- um eyrum hljómuðu orðin eins og skammaryrði. Ástæðan var sú að þeg- ar ég var bam æptu aðrir krakkar á eft- ir mér: „Dóttir Bjama Ben. Hí, hí, hí.“ Ég var orðin nokkuð fullorðin þegar ég var stolt af því að geta sagt hvers dóttir ég var. Sem bam reyndi ég helst að komast hjá því. Erfiðasta spuming sem ég fékk var „hvað gerir pabbi þinn?“ Systir mín ein var svo klók að hún svaraði alltaf: „Hann vinnur í stjómarráðinu." Hún komst upp með það svar. En ég var því miður ekki jaftt klók.“ Voru ekki tnargir stjómmálamenn sem létu sjá sig á heimilinu? ,Jóhann Hafstein er minnisstæðast- ur. Hann átti heima í næsta húsi og það var mikill vinskapur og samgangur milli heimilanna. Hann var bestí vinur okkar krakkanna, var ábyrgðarmaður áramótabrennunnar, og stjómaði okkur þegar við söfnuðum í hana. Nú svo var hann auðvitað pabbi besta vinar míns og leikfélaga, hans Péturs. Ólafur Thors er mjög minnisstæður, hann var feikilega skemmtilegur og bamgóður. Hann var ábyggilega mikill ákafamað- ur, mér finnst eins og hann hafi alltaf hringt á matmálstímum, og það hafi verið mikill asi á honum. Auðvitað vom það helst samherjar sem komu í heimsókn, meðal þeirra minnist ég kannski sérstaklega Birgis Kjaran og Davíðs Ólafssonar. Blaðamennskan á þeim tímum var þannig að þar máluðu menn mjög Bjarni Benediktsson. „Ég var orðin nokkuð fullorðin þegar ég var stolt af því að geta sagt hvers dóttir ég var. Sem barn reyndi ég helst að komast hjá því." grimma mynd af andstæðingnum. Mér er það í bamsminni þegar ég var ein- hverju sinni að skottast með pabba niður í þingi og þeir komu saman, hlæjandi niður stigann, hann og Einar Olgeirsson. Þá hélt ég að eitthvað mik- ið væri að gerast. Ég hafði ekki áttað mig á því að milli þeirra var góð vin- átta því ég hafði heyrt Einar Olgeirs- son halda ræðui í útvarpinu og ftmnst hann ekki beint tala þannig að hann gæti hugsað sér að spássera flissandi um ganga með föður mínum. Ég minnist þess líka að sent bam var ég farþegi f skipi á leið til Noregs og sá farþegi sem var einna skemmtí- legastur við okkur krakkana og brá oft á leik við okkur var Hannibal Valdi- marsson. Ég man að ég var mjög hissa á því hvað hann var skemmtilegur. En ég óx nú reyndar fljótt upp úr því að halda að fólk gæti ekki verið skemmti- legt þótt það hefði ekki sömu stjóm- málaskoðanir og pabbi minn.“ Aldrei dauð stund þar sem Vilmundur var Bróðir þinn Bjöm Bjamason sýnist afskaplega ólíkur þér. Hann virðist ró- legheitamaður, þú ert kannski meiri skella. „Ég er náttúriega afskaplega óstyri- lát. Jú, það er rétt, Bjöm er rólegheita- maður. Hann er hins vegar mikill málafylgjumaður. Við emm nánir vinir og emm um margt lík.“ Að hvaða leyti eruð þið lík? „Við höfum bæði mjög ákveðnar skoðanir og höfunt að mörgu leyti lík viðhorf til lífsins þótt við höldum þeim kannski mismunandi fram. Við gemm bæði miklar kröfur til sjálfra okkar, og um leið þeirra sem við vinnum nteð, og ég held að honum leiðist kjaftaskar jafn mikið og mér. Annars er vont að svara svona spurningu. Mér hefur bara alltaf fundist gott að hugsa til .þess að við Bjöm værum lík. En kannski er það bara hugsunin um það sem ég er hrifin af, kannski emm við ekkert lík.“ Finnst þér hann hafa staðið sig vel sem menntamálaráðherra ? „Ég held að allir séu sammála um að það hafi hann gert. Ég verð mjög reið þegar fólk segir að hann hafi kom- ið á óvart, ég veit ekki hverju fólk bjóst við öðm en því að hann Bjöm bróðir stæði sig vel.“ Svo varstu tengdadóttir Gylfa Þ. Gíslasonar. Hvernig h'kar þér við Gylfa? „Ég hef verið ákaflega heppin að hafa fengið tækifæri til að umgangast jafn mikið mannkostafólk og Gylfa og Guðrúnu. Þau em ákaflega yndislegt og gott fólk, sem hefur reynst bömun- Björn Bjarnason. „Ég verð mjög reið þegar fólk segir að hann hafi komið á óvart, ég veit ekki hverju fólk bjóst við öðru en því að hann Björn bróðir stæði sig vel." Jón Baldvin Hannibalsson. „Ég sagði einhverju sinni í viðtali miður faileg orð um Jón Baidvin. En mér hefur alltaf fundist hann vera mikill stjórnmálamaður - og ég segi það enn." heldur sjónarmiðunum sem hann barð- ist fyrir. Hann bryddaði upp á mörgum nýjungum og talaði fyrir málum sem tíu eða fimmtán ámm seinna urðu eins og sjálfsögð. Hann hræddist ekki að fara ótroðna braut. Það má líka segja að það sé á vissan hátt óskastaða fmm- legs stjómmálamanns að stofna stjóm- málahreyfingu því þá er hægt að setj- ast niður og búa til stefnuskrá þar sem þú getur lagt áherslu á það sem fellur þér í geð. Til liðs við þig færðu síðan fólk sem er sammála þessum sjónar- miðum." Hafði hann mikil áhrif á skoðanir þínar? „Ætli ég hafi ekki haft jafnmikil Vilmundur Gylfason. „Líklega hef- ur það heillað mig mest við hann, hvað hann var skemmtilegur. Það var aldrei dauð stund þar sem hann var annars vegar. Hann var mjög heillandi." Ólafur Ragnar Grímsson. „Ólafur Ragnar hefur náttúrlega alltaf verið einangrunarsinni. Ég hef ekki get- að séð að þar fari maður sem vilji að ísland eigi mikið samstarf við erlend ríki." hafa komist í gegnum þau er að okkur var kennt það heima að ef einhver deyr þá verða hinir að halda áffam að lifa. Þetta viðhorf sem við ólumst upp við hjálpaði okkur systkinunum mikið á sínum tíma. Aflir sem verða fyrir áföllum fá ein- hvem kraft sem það út af fyrir sig get- ur ekki skýrt hvaðan kemur. Ég er ekk- ert ein um það. En auðvitað lá ljóst fyrir að það þýddi ekkert fyrir mig, þrjátíu og tveggja ára gamla, að leggj- ast í volæði. Ef ég ætlaði að lifa lífinu þá varð ég að gjöra svo vel að gera það upp á eigin spýtur. Það hefur tekist mjög vel finnst mér, ég kynntíst Krist- ófer sem mér finnst ekki síður skemmtilegur en hinn, líklega hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm og í dag.“ Ertu trúuð? „Maður þorir náttúrlega ekki að svara svona spumingum núorðið. Fólk getur lent í hinum mestu kröggum ef það gerir trú eða trúleysi sitt að umtals- efni. Jú, ég er trúuð. Mér þykir mjög gott að fara í kirkju og hef jafnvel leit- að í Biblíuna ef mér hefur liðið illa.“ Trúirðu á lífeftir dauðann? „Ég vona það besta. Líf eftir dauð- ann, eða hvað...? Það gefur enginn svar við því.“ Ertu mjög jarðbundinn? ,Ætli það ekki.“ Hvemig er að vera í seinna hjóna- bandi? „Það er mjög gott. Ég hef sagt það áður að fyrir utan unglinginn son minn hafa fjórir menn skipt miklu máli í lífi mínu. Það er pabbi minn, mennimir mínir tveir og Pétur Hafstein sem ég vil að fari til Bessastaða." Alþýðuflokkurinn er ónýtur En við skulum fara frá erfiðum mál- Davíð Oddsson. „Það er mjög Ijóst að í þeim málum sem ég tel skipta mestu máli fyrir þjóðina þá er ég eindreginn andstæðingur Davíðs Oddssonar." um mínum og mér mjög vel. Ég held þau hafi borið hamingju mína mjög fyrir bijósti, allavega bar einstæð brúð- argjöf sem þau sendu okkur Kristófer í vetur ekki vott um annað. Þeir unnu mjög vel saman pabbi og Gylfi Og áttu trúnað hvors annars og það skipti miklu máli í því langa stjórnarsam- starfi sem þeir áttu.“ Hvaða heillaði þig við Vilmund? „Ung var ég gefm Njáli, ætli það sé ekki einhvem veginn þannig. Líklega hefur það heillað mig mest við hann, hvað hann var skemmtilegur. Það var aldrei dauð stund þar sem hann var annars vegar. Hann var mjög heill- andi.“ Saknarðu hans? „Ekki lengur." Hefurðu veltfyrir þér þýðingu hans fyrir íslertska pólitík? „Ekki þýðingu hans út af fyrir sig. áhrif á skoðanir hans. Það var mikið jafnræði með okkur. Við höfðum bæði mikinn pólitískan áhuga. Ég tók reynd- ar ekki virkan þátt í stjómmálum með- an hann lifði en ég ætla að leyfa mér að segja að við höfum deilt með okkur hugmyndum." Heldurðu að eitthvað hefði orðið öðruvísi í íslenskri pólitík efhann hefði lifað lengur? „Pabbi minn dó líka of fljótt. Kannski hefði eitthvað orðið öðmvísi ef hann hefði lifað. Um slíkt er ekki hægt að spá.“ Nú misstirðu í einum vetfangi föður þinn, móður þína og bamið þitt. Síðan ciginmann mjög skyndilega. Hvernig er hœgt að komast ígegnum slík áföll? „Þegar ég horfði til baka þá finnst mér ég hafa átt mjög gott líf. Ég hef vissulega orðið fyrir miklum áföllum. Ein ástæðan fyrir því að ég tel mig um í þau léttari. Hver eru viðhorfþín til Alþýðuflokksins? „Eg gekk í Alþýðuflokkinn til að geta kosið Vilmund á flokksþing og ég gekk úr Alþýðuflokknum eins fljótt og mér gafst kostur á þegar ég þurfti ekki að kjósa hann aftur á flokksþing. Úr- sögnin var mér ekkert sorgarefni. Það er margt gott í Alþýðuflokknum og ég er sérstaklega hrifin af Evrópu- stefnu flokksins. Öll emm við svolitlir kratar. En ég held að Alþýðuflokkur- inn hafi verið ónýtur í mörg ár og mér finnst undarlegt hvað hefur tekist að halda lengi í honum h'fi.“ Af hverju hefur flokkurinn verið ónýtur? „Það em mjög ólíkar áherslur sem menn vilja leggja í Alþýðuflokknum. Leiðtogar Alþýðuflokksins hverju sinni, nema kannski Gylfi, virðast allt- af öðm hvom fá þá flugu í höfuðið að

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.