Alþýðublaðið - 27.06.1996, Síða 8

Alþýðublaðið - 27.06.1996, Síða 8
# 4 Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 fyrirvara í sima 438 1120 og MWÐUMMB Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 Fimmtudagur 27. júni 1996 93. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ í síðustu grein sinni um forsetaefnin kemst Gunnar Smári Egilsson að þeirri niðurstöðu að hann ætli ekki að mæta á kjörstað á laugar- daginn, og segir: Fyrst ég lifði af sextán ár með Vigdísi þoli ég nánast hvað sem er tr Eg þarfnast ekki Péturs Kr. Pétur er íhaldsmaður af þeirri gerð sem trúir að krafa um breytingar sé óþol. Ég ætla að byrja þessa grein með játningu. Þegar ég tók að mér að skrifa grein- ar um alla forsetaframbjóðenduma í Alþýðublaðið ætlaði ég að skrifa fýrstu greinina um Pétur Kr. Hafstein. Mér datt hins vegar ekkert í hug og skrifaði þess í stað um Ólaf Ragnar Grímsson. Pétur átti að koma næstur. En enn brást hugsunin og ég skrifaði um Ástþór Magnússon. Eftir að ég hafði lokið við hana settist ég niður og einsetti mér að standa ekki upp fyrr en greinin um Pétur væri komin vel á skrið. En ekkert gerðist. Ekki fyrr en Hrafn ritstjóri Jökulsson hringdi og benti mér á að ef ég ætlaði ekki að missa af kosningunum yrði ég að skila af mér grein. Ég skrifaði því um Guð- rúnu Pétursdóttur til að vinna tíma. Sá tími brann upp til einskis og ég var aftur lentur í sömu úlfakreppu. Ég hespaði af grein um Guðrúnu Ágnars- dóttur í von um að hafa síðasta sólar- hringinn sem Hrafn skammtaði mér - óskiptan með Pétri. En ekkert gekk. Það var eins og Pétur þurrkaði upp all- ar hugsanir í höfðinu á mér. Hann var eins og svarthol sem sýgur að sér allt efni en er samt ekki neitt neitt. Sonur minn er að fara til útlanda í dag, fimmtudag. Á þriðjudagskvöldið var hann spenntur, sem skiljanlegt er, og átti erfitt með að festa svefn. Ég ráðlagði honum að lesa sig í svefn, hugsa eitthvað fallegt, telja kindur - en ekkert dugði. Þá benti ég honum á að hugsa um Pétur Kr. Hafstein og hann var sofnaður eftir þijár mínútur. Önnur játning Þegar maður byijar að játa upp á sig skammimar getur verið erfitt að hætta. Hér kemur því önnur jáming. í hvert sinn sem ég rakst á þá menn sem ganga um bæinn og króa af fólk til að spjalla um forsetakosningamar sagðist ég ætla að kjósa Pétur. Með þessu tókst mér að fá þijá til að endur- skoða afstöðu sína til hans og einn þeirra til lýsa yfir fullum og einhuga stuðningi. Sautján urðu hins vegar endanlega fullvissir um að þeir ætluðu að kjósa Ólaf Ragnar. Þannig er áhrifavald mitt líkt og áhrifavald Dav- íðs Oddssonar, það virkar öfugt. En hver vom rök mín fyrir að Pétur Kr. yrði góður forseti - eða alla vega betri en hinir sem frambóði em? f fyrsta lagi lagði Pétur áherslu á það í framboðsyfirlýsingu sinni að hann ætlaði að vinna inn á við. Þetta fannst mér gott. Ég er nefnilega þess fullviss að Islendingar sækja sjálfs- mynd sína ekki til útlanda og allra síst til Víetnam. í öðm lagi á Pétur enn bestu tilvitn- unina í íslenska menningu með ákall til almáttugs guðs allra stétta hans Ey- steins munks. Þriðja lagið tengist þessum sama guði. Pétur segist sækja styrk til guðs. Hann burðast því ekki með enn með sína bamatrú heldur hefúr komið sér upp fullorðinstrú. Gælur fslendinga við bamatrúna hefur alltaf farið fyrir bijóstið á mér eða jafnvel alla leið inn í taugarnar á mér. Fullorðin mann- eskja með bamatrú er álíka kjánaleg og rrúðaldra maður á mótþróaskeiði. í fjórða lagi lagði Pétur áherslu á að eyða ekki meiri peningum sem forseti en Alþingi skammtaði honum. í sjálfu sér er þetta ekki háleitt markmið. Það bendir hins vegar til að hann heyri enn þá verkin tala. Fimmta lagið er skylt því fjórða. í umræðuþáttum hefur Pétur ekki sóst eftir því að tala um málefni sem hann hefur ekki ígrundað heima í stofu. Þetta snertir gamla blaðamannshjartað í mér sem hefur ímugust á þeim sem elska ekkert heitar en heyra sjálfan sig tala, en dáist af þeim sem svara með jái eða neii og mest þó þeim sem neita öllum viðtölum. í sjötta lagi heitir hann Pétur Kr. Hafstein. Það er eitthvað fallegt við það nafn. Og maður áttar sig á því hvað það er ef maður kallar hann Pét- ur Val Hafstein eða Pétur ÍA Hafstein. Kenningin hrynur Ur þessum sex atriðum hafði ég sem sagt búið mér til frambjóðanda sem ég hélt að þeim sem kynnast vildu og með fyrrgreindum árangri. Tveir volgir og einn fúnheitur. Ég var sáttur við þennan árangur. Allt þar til að þessi eini heittrúaði vék sér að mér á sunnudaginn var og spurði: Varstu í alvörunni að meina þetta sem þú sagð- ir um Pétur Kr. Hafstein? Þá hrundi kenningin. Auðvitað meinti ég þetta ekki. Lítið bara á manninn. Hann er svo einvíddar að hann er eins og dúkkulísa. Þú þarft ekki nema að snúa honum örlítið og þá sérðu að þetta er ekki heill maður. Þetta er hlutverk og það frekar leiðin- leg og mónótónísk rulla. Eitthvað fyrir Gísla Alfreðsson að leika. Misskilningur á Hegel Ástæðan fyrir því að ég vildi að Pétur Kr. Hafstein væri sá Pétur Kr. Hafstein sem ég vildi má rekja til mis- skilnings míns á Hegel þeim þýska. Hann trúði að mannkynið þróaðist áfram, ekki hægt og bítandi, heldur skrykkjótt. Ekki fram fram þjáðir menn, heldur: skáhallí fram til hægri, skáhallt fram til vinstri og hvert skref með örlitlum bakþanka. Fyrst höfum við ástand og þá kröfu um breytingu og loks sambræðslu þessa sem aftur kallar á kröfu um breytingu. Vigdís Finnbogadóttir er ástandið. Hún er tákn hinnar rugluðu þjóðar. Hún veit að í sögu hennar og menn- ingu liggur skilningur hennar á sjálfri sér en í höndum hennar hafa báðar dá- ið. Þær nýtast ekki lengur lifandi fólki. Þær eru eins og uppstoppaður Trigger sem Roy bendir gestum á og segist einu sinni hafa riðið. Að óbreyttu sannast á íslendingum það sem James Joyce sagði um ítali, að þeir lifðu af því að selja líkið af ömmu sinni. Ólafur Ragnar Grímsson er krafan um breytingu. Hann gefur skít í ís- lenska menningu. Hún er sveitó, illa þefjandi og á bara alls ekki við í breyttum heimi. Björk og strákamir í Oz er það sem koma skal. íslensk ungmenni sem geta fengið vinnu í út- löndum. Forseti sem notar tvö kjör- tímabil til að ferðast um heiminn og afla sér stuðnings Indverja, Víetnama og Mexíkana til embættis aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Það yrði endan- leg sönnun þess að við erum menn með mönnum, öngvir kotkarlar. En getur Pétur Kr. Hafstein verið syntesan, sambræðsla stöðnunar Vig- dísar og breyttrar veraldar Ólafs Ragnars? Nei. Vissulega hefði Ólafur Ragnar gott af því að þvo sér upp úr sama bað- vatni og Pétur Kr. Honum myndi lær- ast að segja færri orð og betur grund- uð, að upphefðin kemur ekki að utan og að það er sama hversu oft við segj- um við hann að hann sé ágætur - hann verður alltaf strákurinn hans Gríms rakara. Fyrir okkur hin er Pétur Kr. óþarfur. Til þess er hann of mikið afturhald. Alla vega heldur hann mikið aftur af sér. Sálarlausir íhaldsmenn Pétur er íhaldsmaður af þeirri gerð sem trúir að krafa um breytingar sé óþol. Hann segir sem svo: f öllum grundvallaratriðum höfum við komið okkur upp góðu þjóðfélagi. Ástæðan fyrir því að fólki líður illa er ekki sú að eitthvað sé að þessu þjóðfélagi heldur sú að fólk ber ekki næga virð- ingu fyrir stofnunum þess, skráðum og óskráðum reglum. Við skulum því ekki ana út í neinar breytingar eða byltingar heldur staldra við og vekja aftur upp með okkur virðingu fyrir máttarstoðum samfélagsms; fjölskyld- unni - en þó ekki síst fyrir löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldinu. Sá sem kvartar er meinið sjálft, ekki það sem hann bendir á. Þetta væri allt saman gott og gilt ef Pétur Kr. væri ekki íslenskur embætt- ismaður og dómari og íslenskur íhaldsmaður. Gallinn við íslenska íhaldsmenn er nefnilega sá að þá skortir þann siðferðisgrunn og mann- gildishugsjón sem íhaldsmenn annarra þjóða standa á. Á meðan borgarastéttn í Evrópu og Ameríku þurftu að beijast fyrir borgaralegum réttindum sínum og lærðu að bera fyrir þeim virðingu fengu íslenskir stórbændur og embætt- ismenn þessi réttindi send í pósti frá Danakóngi. Þeir höfðu ekki einu sinni beðið um þau. Þeir vildu fá að tylla sér í þá embættisstóla sem Danir höfðu vermt og kærðu sig kollótta um málfrelsi, trúfrelsi, skoðanafrelsi. Þeim fannst þetta hálfhommalegar hugmyndir og væmnar, svona álíka og tónlist, myndlist og annað útflúr utan um innihaldslaust líf borgarastéttar- innar sunnar í álfunni. Það eina sem íslenskir stórbændur og embættis- menn heilluðust af í póstsendingunni frá Danakóngi fyrir utan aukið sjálf- stæði til handa lslendingum var eign- arrétturinn. Það var nokkuð sem Ari fróði hefði getað hafa skrifað um í ís- lendingabók sína. Af þessum sögulegu ástæðum eru íslenskir íhaldsmenn sálarlausir. Sið- ferðislegur grunnur borgaralegrar íhaldsstefnu hljómar alltaf útlendings- lega á Islandi, ekki ósvipað og hann komi út úr Hannesi Hólmsteini eða einhverju ámóta skrípi. Og sökum þessa koma mannréttindi yfir íhalds- mennina í heiðskíru lofti Hæstaréttar eins og þruma frá Haag. Virðing fyrir einstaklingnum, rétt- indum hans og frelsi hefur útlendan hreim á íslandi. Og sökin liggur hjá hægri mönnum. Vinstri menn hafa aldrei verið svag fyrir einstaklingnum, þeir hafa alltaf verið tilbúnir að fóma honum fyrir heildina. Mitt lóð Það stefnir allt í að ég haldi mig heima á laugardaginn eins og ég hef gert á öðmm kjördögum. Ég hef að- eins einu sinni mætt á kjörstað ffá því ég fékk kosningarétt. Það var í borgar- stjórnarkosningunum 1982. Ég vissi ekki þá ffekar en nú hvað ég ætti að kjósa en treysti á að það helltist yfir mig einhver ábyrgðarkennd í kjörklef- anum og ég ráðstafaði atkvæði mínu rétt. Það gerðist ekki og ég endaði með því að gera ógilt. Síðan þá hef ég ekki fallið fyrir atkvæði mínu, þessu litla lóði á vogarskálina. Og eins og ég sagði í fyrstu grein minni um forsetaframbjóðenduma, þá breytir það engu til eða frá í mínu lífi hver kemst á Bessastaði. Fyrst ég lifði af sextán ár með Vigdísi þoli ég nán- ast hvað sem er. ■

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.