Alþýðublaðið - 04.07.1996, Síða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996
■ Hann var einn besti og dáðasti rithöfundur þessarar aldar og hafði umtalsverð áhrif á yngri rithöfunda.
Hann var bardagamaður sem hleypti af síðasta skotinu fyrir þrjátíu og fimm árum. Alþýðublaðið minnist
Ernest Hemingway
Stundum er ég
heppinn og skrifa
betur en ég get
„Papa" Hemingway við drykkju. Ritstörf, veiðar, nautaat, konur og vín voru helstu áhugamál hans og hann
sinnti þeim svo eftir var tekið.
Örfáum árum fyrir dauða Hem-
ingway tók George Plimpton langt
og ítarlegt viðtal við rithöfundinn.
Brot úr því viðtali birtist hér.
Áttu áruegjulegar stundir þegar þú
ert við skriftir?
,JMjög.“
Gœtirðu sagt mér eitthvað um það
ferli? Á hvaða tímum vinnurðu? Kem-
urðu þér upp strangri áœtlun?
„Þegar ég vinn að bók eða sögu
byrja ég að skrifa á morgnanna um leið
og birtir. Þá er enginn til að trufla þig
og það er svalt og kalt og þú kemur þér
að verki og þér hitnar meðan þú skrif-
■ Eftirmæli Indriða
G. Þorsteinssonar
Og þá er
enginn
Hemingway
til að skrifa
Árið 1961 var Indriði G. Þor-
steinsson rithöfundur ritstjómarjull-
trúi Alþýðublaðsins. Hann hafði
sterkar taugar til Hemingway og
skrifaði allnokkrar skáldsögur þar
sem greina má djúpstœðum áhriffrá
verkum bandaríska rithöfundarins.
Indriði skrifaði eftirmæli um skáldið
( Alþýðublaðið undir heitinu Stríð-
unum lokið. Þar sagði hann meðal
annars:
Bandaríski rithöfundurinn Emest
Hemingway lést að heimili sínu í
Idaho nú á sunnudaginn. Er þar með
lokið einstæðum og áhrifaríkum rit-
höfundarferli manns, sem virtist
margt frekar í hug um dagana en
skrifa bækur, en mun þó ótvírætt í
röð allra fremstu höfunda þessarar
aldar, einn í hópi þeirra Ameríku-
manna sem fengu hópheitið hinir
harðsoðnu þótt harkan væri í raun og
veru ekki annað en furðulegt, trútt
og langdregið návígi við eigin per-
sónu þar sem allt var í opinni kviku
og eldslogunt tilfinninganæmis er
krafðist uppmnaiegrar karlmennsku
og drenglyndis í hugsun og verki, og
nær því að svo naktir menn ættu
ekki annað haldreipi en þá heiðni
sem áður gaf mönnum hugarró til að
ganga á spjótin...
Líf hans sjálfs fór oft og tíðum út
fyrir æsilegustu kaflana í bókum
hans og þegar svo við bætist að hann
og höfundar sem áttu með honum
sálufélag lögðu alla áherslu á að
segja satt, má geta nærri hve nálægt
hann hefur farið dýpstu mannlegum
kenndum í verkum sínum. Og hann
hafði lifað það oft í nálægð dauðans
að hann gat skrifað um hann í tón-
tegund þess manns sem vissi -
nokkum veginn.
En nú hefur slegið í síðustu brýn-
una með þeim - og þá er enginn
Hemingway til að skrifa.
ar. Við skulum segja að þú hafir byijað
klukkan sex að morgni og þú heldur
áfram fram að hádegi, hugsanlega
hættirðu tyrr. Þegar þú hættir finnst þér
þú vera tæmdur, eins og þú hafir notið
ásta með þeim sem þú elskar. Ekkert
fær skaðað þig, ekkert getur gerst, ekk-
ert hefur þýðingu ffam að næsta degi
þegar þú hefst handa að nýju. Það er
biðin eftir næsta degi sem er erfiðust."
Þegar þú ert fjarri ritvélinni geturðu
þá vikið burt úr huga þínum því verki
sem þú hefur verið að vinna að?
„Auðvitað. En til þess þarf ögun og
þessa ögun tileinkar maður sér. Þannig
verður það að vera.“
Hversu mikið endurskrifar þú?
„Það er misjafnt. Ég endurskrifaði
endinn að Vopnin kvödd, síðustu blað-
síðuna, þijátíu og níu sinnum áður en
ég varð ánægður."
Voru einhver tœknileg vandkvœði
þar? Hvað var það sem vafðist fyrir
þér?
,,Að fá orðin til að hljóma rétt.“
Er nauðsynlegt að búa við tilfinn-
ingalegt jafnvœgi til að geta skrifað
vel? Þú sagðir mér eitt sinn að þú gœt-
ir einungis skrifað vel þegar þú vœrir
ástfanginn. Gœtirðu útskýrt þetta örlít-
ið nánar?
„Þvílfk spuming! En þú færð fullt
hús stiga fýrir að reyna. Þú getur skrif-
að hvenær sem er svo lengi sem fólk
lætur þig í friði. Eða réttara sagt, þú
getur það ef þú ert vægðarlaus í þeirri
ætlun þinni. Én það besta sem þú skrif-
ar skrifar þú þegar þú ert ástfanginn. Ef
þér er sama þá vil ég ekki útskýra það
nánar.“
Hvað um fjárhagslegt öryggi? Getur
það heft menn íþvíað skrifa vel?
„Ef þér veitist það snemma og þú
annt lífinu jafh heitt og vinnu þinni þá
þarf mikla karakterfestu til að standast
freistingamar. Um leið og skriftir em
orðnar að megin áráttu þinni og em
jafnframt þín mesta ánægja þá fær
dauðinn einn stöðvað þig. Þá er mikil
hjálp í fjárhagslegu öryggi því það
hamlar áhyggjum. Ahyggjur eyða
hæfdeikanum til að skrifa.“
Manstu hvenœr þú ákvaðst að verða
rithöfundur?
, ,Nei, ég vildi alltaf verða rithöfund-
ur.“
Hver er heppilegasta andlega þjálf-
unin fyrir þann sem vill verða rithöf-
undur?
„Segjum sem svo að hann gangi út
og hengi sig vegna þess að hann hefur
komist að því að það er nærri ógjöm-
ingur að skrifa vel. Þá á að sýna honum
fullkomið miskunnarleysi og skera
hann niður úr snömnni og gera honum
skylt að beita öllum viljastyrk sínum í
þá átt að skrifa eins vel og honum er
mögulegt eins lengi og hann á eftir ólif-
að. Hann mun alla vega getað leitað til
h'fsreynslunnar um henginguna.“
Mœlirðu með því að ungur rithöf-
undur sinnti blaðamennsku? Að hversu
miklu liði var þjálfunin sem þúfékkst á
Kansas City Star.
„Á Star var þér gert skylt að skrifa
einfaldar, skýrar setningar. Það kemur
öllum að gagni. Blaðamennska mun
ekki skaða ungan rithöfund og gæti
komið honum að gagni svo ffamarlega
sem hann kemur sér út úr henni á rétt-
um tíma. Þetta er ein rykfallnasta klisja
sem til er og ég bið forláts á henni. Én
ef menn spyija gamalla þreyttra spum-
inga þá eru allar líkur á að þeir fái
Heimurinn
syrgði
Hemingway
Þann 4. júlí 1961 skýrði Alpýðu-
blaðið frá láti Hemingway með fyr-
irsögninni Hentingway lést af voða-
skoti. í upphafi fréttarinnar sagði:
„Emest Hemingway lést af völdum
voðaskots að heimili sínu nálægt
Sun Valley í Idaho, Bandaríkjunum
á sunnudaginn. Hann hafði verið að
hreinsa byssu sína fyrir fyrirhugaða
veiðiför og var einn þegar dauða
hans bar að höndurn. Kona hans
kom að honum helsærðum.skömmu
síðar. Hemingway var 62 ára þegar
hann lést og var nýkominn af sjúkra-
húsi.
í blaðinu var ævilerill rithöfund-
arins rekinn í stuttu máli. Vitnað var
í eftirmæli heimsþekktra manna um
rithöfundinn. Þar á rneðal var John
F. Kennedy Bandaríkjaforseta sem
hafði látið svo urn mælt að fáir
þegnar Bandaríkjanna hefðu haft
eins víðtæk áhrif á tilfinningar og
viðhorf bandarísku þjóðarinnar og
Ernest Hemingway. „Svo til einn
síns liðs hefur hann gerbreytt bók-
menntum og hugsanagangi fólks um
allan hinn siðmenntaða heim,“ sagði
Kennedy.
Blaðið skýrði einnig frá við-
brögðum nokkurra heimsþekktra
bókmenntamanna við dauða rithöf-
undarins.
Nóbelsverðlaunahafinn Carl
Sandburg kvaðst hafa íylgst með rit-
ferli Hemingway og séð hve djúp-
tæk áhrif hann hafði haft á skáld-
sagnagerð og stfl. Nóbelsverðlauna-
hafinn William Faulkner sagði:
„Einn hinn hugaðasti og besti, alvar-
legur listamaður, sem lifði sig inn í
gleði og sorg þess að vera til. En
nafti hans deyr aldrei."
Breski bókmenntagagnrýnandinn
Cyril Conno sagði: „Einn af risum
nútímabókmennta er fallinn frá.
Einn þeirra sem lögðu grundvöllinn
að nútímabókmenntum eins og við
þekkjum þær. Breski rithöfundurinn
Sir Charles Snow sagði: „Enginn rit-
höfundur í heiminum hefur haft eins
mikil áhrif á aðra rithöfunda.“ John
O’Hara tók í sama streng og sagði
að enginn annar hefði haft eins bein
áhrif á jafn marga rithöfunda, eink-
um þá yngri.
gömul þreytt svör.“
Er hœgt að lœra eitthvað um ritstörf
frá öðrum rithöfúruium? Þú sagðirmér
til dæmis í gær að Joyce hefði ekki þol-
að að tala um ritstörf.
„I félagsskap kollega talar þú venju-
lega um bækur annarra rithöfiinda. Því
betri rithöfundar sem menn eru því
minna tala þeir um eigin verk. Joyce
var mikill rithöfundur og hann útskýrði
einungis íyrir aulum hvað það var sem
hann var að gera. Hann gerði ráð fyrir
að rithöfundar sem hann virti gætu gert