Alþýðublaðið - 04.07.1996, Page 5

Alþýðublaðið - 04.07.1996, Page 5
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 m i i n n i i n gj Hemingway við atvinnutæki sitt, ritvélina. Honum leiddist að sitja og stóð því iðulega við skrif- borð sitt meðan hann sinnti ritstörfum. Hinn ungi Hemingway. Hann átti eftir að færa heiminum meistara- verk á borð við Vopnin kvödd, Hverjum klukkan glymur og Gamli maðurinn og hafið. Hann hlaut Nóbelsverðlauninn árið 1954 sér grein fyrir því hvað hann var að gera með því að lesa verkin." Á síðari ánun virðist þú hafaforðast félagsskap rithöfunda. Hvers vegna? „Það er flóknara mál. Þegar þú sekk- ur þér djúpt í ritstörf þá ertu orðinn mjög einn. Bestu og elstu vinir þínir deyja. Aðrir flytja burt. Þú sérð þá ekki Hemingway ásamt þriðju eigin- konu sinni, blaðakonunni Mörthu Gellhorn á góðri stund. Það var líf og fjör í einkalífi Hemingway sem kvæntist alls fjórum sinnum. Ástæðuna sagði hann vera þá að hann sæi sér ekki annað skylt en að giftast þeim konum sem hann yrði ástfanginn af. nema endrum og eins, en þú skrifar þeim og hefur að mörgu leyti svipað samband við þá eins og þegar þið sátuð saman á kaffihúsunum í gamla daga. Þið skiptist á skoplegum, stundum kát- lega ruddalegum og ábyrgðarlausum bréfum og það gerir næstum því sama gagn og samtöl. En þú ert meira einn vegna þess að þannig verður þú að vinna og tíminn til að vinna verður sí- fellt styttri og ef þú sóar honum finnst þér þú hafa drýgt synd - og það er ekki hægt að fá syndaaflausn." Ertu sammála því að symbólismifyr- irfinnist í verkumþínum? „Eg býst við að svo sé, gagnrýnend- ur em sífellt að koma auga á hann. En ef jjér er sama þá vil ég helst ekki tala um hann og ekki vera spurður um hann. Það er nógu erfitt að skrifa bækur og sögur án þess að vera beðinn um að útskýra þær líka. Auk þess tekur það erfiðið frá þeim sem hafa atvinnu af að túlka verkin. Ef fimm eða sex ágætir túlkendur hafa nóg að starfa af hveiju ætti ég þá að blanda mér í iðju þeirra.“ Finnst þér auðvelt að skipta frá einu verki til annars eða lýkurðu alltaf einu verki áður enþú byrjar á öðm? „Sú staðreynd að ég geri hlé á mikil- vægri vinnu til að svara þessum spum- ingum sannar að ég er svo heimskur að ég ætti að fá alvarlega refsingu. Það mun gerast. Hafðu ekki áhyggjur." Sérðu sjálfan þig í samkeppni við aðra rithöfunda? „Aldrei. Eg reyndi að skrifa betur en nokkrir látnir rithöfundar sem ég var viss um að byggju yfir miklum verð- leikum. Um langt skeið hef ég einfald- lega reynt að skrifa eins vel og mér er unnt. Stundum er ég heppinn og skrifa betur en ég get.“ Heldurðu að kraftur rithöfunda þverri með aldrinum? „Ég veit það ekki. Fólk sem veit hvað það er að gera ætti að endast eins lengi og hausinn á því.“ Hvaða persónur þínar þykir sér sér- staklega vœnt um? „Það yrði of langur listi.“ Hefurðu þá ánœgju afað endurlesa bœkur þínar án þess að festa hugann við þær breytingarnar sem þú vildir gera? „Ég les þær stundum til að hug- hreysta sjálfan mig þegar ég á erfitt með að skrifa og þá man ég að hversu erfitt það var alltaf og stundum næstum ómögulegt." Hvernig gefurðu persónum þínum nöfn? ,JEftir bestu getu.“ Fœrðu hugmynd að titlum meðan þú ert að vinna að sögunni? „Nei. Ég bý til lista með titlum efdr að ég hef lokið við söguna eða bókina - stundum eru þeir allt að hundrað. Síðan nota ég útilokunaraðferðina, stundum útiloka ég þá alla.“ Þvt' hefur verið haldið fram að rit- höfundur fáist einungis við eina eða tvœr hugmyndir á rithöfundarferli sín- um. Finnst þér að verk þín endurspegli eina eða tvœr hugmyndir. „Hver sagði þetta? Þetta hljómar of einfalt. Sá sem sagði þetta hefur líklega einungis fengið eina eða tvær hug- myndir." Jœja, kannski vœri nær að orða þetta svo: Graham Greene sagði að flokka mœtti skáldsögur eftir þeirri ríkjandi ástríðu höfundarins sem þar birtist. Þú hefur sjálfur sagt, held ég, að mikilsverð skrif verði til vegna rétt- lætistilfinningar þess sem skrifar. Finnst þér mikilvægt að rithöfundur sé rekinn áfram á þennan hátt - af knýj- andi tilfinningu? „Herra Greene býr yfir ótvíræðum hæfileikum í yfirlýsingargleði sem ég ■ Ólafur Gunnars- son rithöfundur minnist Hemingway Hef aldrei sagt skilið við Hemingway Gabriel Garcia Marques sagði í blaðagrein að hann hefði heimsótt heimili Hemingway á Kúbu, sem núna er safn. Og görnlu skómir hans þeir voru svo fallegir bara af því hann hafði gengið í þeim. Við sem unnum Hemingway skiljum þetta. Allt sem tengt er minningu skáldsins er okkur kært. Ég var um tvítugt þegar ég byrjaði að lesa bækumar hans og þótt önnur skáld hafi átt huga minn og hjarta í gegnum tíðina þá hef ég aldrei sagt skilið við Hem- ingway. Til þess er stíll hans of fag- ur, skáldskapurinn of dýrmætur. Hin seinni árin hefur það þótt fínt að gefa frat í skáldið en um slflct hafði Hemingway þetta að segja. „The yellow bastard who swings left in the spring, will swing right when autumn comes.“ Veisla í farangrinum. Þessi bók sendi mig til Parísar. Gamli maður- inn og hafið. Sú undursamlega saga vex með hvetju árinu sem líður. Þar talar Hemingway um bardagahan- ann sem heldur áfram að berjast jafnvel þótt augun séu farin. Ég hef lesið að Hemingway hafi skotið sig vegna þess að hann missti kjarkinn. Vissulega varð hann gamall fyrir aldur fram og þjáður en hann hafði sagt ungur: „Ég vil ráða lífi nu'nu til fulls og binda endi á það þegar mér sjálfum sýnist." I smásagnasafni sem var gefið út fyrir tíu árum var tfnd til áður óbirt saga sem heitir No cure for it. I henni segir Hemingway ffá aldurhnignum höfundi sem held- ur áfram að skrifa jafnvel þótt svo hann sé búinn að skemma í sér hug- ann, sjálfa mistöð skáldskaparins. Nei, við skulum minnast Hem- ingway með virðingu nú þegar 35 ár eru liðin frá láti hans og vera þakklát fyrir það mikla sem hann gaf okkur. bý ekki yfir. Ég skal samt reyna að al- hæfa. Rithöfundur án réttlætiskenndar væri betur settur við að ritstýra árbók- um menntaskóla en að skrifa skáldsög- ur. Önnur alhæfing. Sjáðu til, þær eru ekki svo erfiðar meðan þær eru nægi- lega augljósar. Mikilvægasta gáfa góðs rithöfundar er innbyggður, traustur, delluvari. Hann er ratsjá rithöfundarins og allir miklir rithöfundar hafa hann.“ Að lokum mikilvœg spuming, þú ert skapandi rithöfundur, hvert finnst þér vera hlutverk listar þinnar? „Þú skapar eitthvað nýtt úr því sem hefur gerst og því sem er, því sem þú veist og því sem þú getur ekki vitað. Þú skapar eitthvað og það er eitthvað al- veg nýtt sem er sannara en allt sem satt er og til er, og þú gæðir það lífi, og ef þú vinnur nægilega vel gefur þú því ódauðlegt líf. Þess vegna skrifarðu og af engri annarri ástæðu. En hvað um allar ástæðumar sem enginn veit af?“ * Fjölmargar skáldsögur Hemingway hafa verið kvikmyndaðar. Ein þeirra var Hverjum klukkan glymur og þar fóru Gary Cooper og Ingrid Bergman með aðalhlutverkin. Bergman var, ásamt Marlene Diet- rich, nánasta vinkona Hemingway.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.