Alþýðublaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 8
Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 Bókiö bíla meö fyrirvara í síma 438 1120 og 456 2020 Fimmtudagur 4. júlí 1996 MHBUBUBIB Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 Bókiö bfla meö 97. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasöiu kr. 100 m/vsk ■ Samruni á fjölmiðlamarkaði Viðskiptablað- ið og Aðalstöð- in sameinast Nýir og öflugir hluthafar verða með í fyrirtækinu. Viðskiptablaðið og Aðalstöðin hafa á undanförnum vikum ver- ið í samningaviðræðum og sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðs- ins getur fátt eitt komið í veg fyrir að þessir tveir fjöimiðlar sameinist. Nú er verið að leita að húsnæði til að hýsa fjölmiðlana en það er talin forsenda fyrir því að sú samnýting sem leitað er eftir takist. Aðalstöðin hefur lengi verið með það á borðinu að leita eftir samstarfi við prent- miðil, einkum í því augnamiði að fréttatengja útvarpsstöðina með einum eða öðrum hætti. Ætlunin er að fréttamenn Viðskiptablaðs- ins annist fréttatengda magasín- þætti og fréttaskýringar sem sendar verða út á öldum ljósvak- ans. Nýtt hlutafé og nýir, öflugir hluthafar koma inn í myndina og mun enginn eiga meira en 10 prósent í fyrirtækinu. Stærstu hluthafar Aðalstöðvarinnar eru bræðurnir Baldvin og Þormóður Jónssynir. Stjórnarformaður Viðskiptablaðsins og stór hlut- hafí er Þorkell Sigurlaugsson hjá Eimskip. Þeir sem eiga hlutafé í Framtíðarsýn, fyrirtækinu sem á Viðskiptablaðið, eru yfir tuttugu og þeirra á meðal eru fyrirtækin Frjáls fjölmiðlun og Miðlun. Óli Björn Kárason, ritstjóri er stór hluthafi sem og Jón Ólafsson í Skífunni sem á um 18-19 pró- sent, sem er athyglisvert í Ijósi þess að hann er stór hluthafi í ís- íenska útvarpsfélaginu og er þannig kominn í samkeppni við sjálfan sig. Hugmyndin að baki samrunanum mun einmitt sú að sporna við yfirburðum fjölmiðla- blokka sem myndast hafa á und- anförnum árum. ■ Úthlutanir úr Norræna menningarsjóðnum íslendingar duglegir að sækja um styrki - segir Bjarni Daníelsson yfirmaður sjóðsins. Jslendingar eru duglegir að sækja um og tengjast fjölda verkefna sem hafa önnur for- merki en íslensk," sagði Bjami Daníelsson, yfirmaður Nor- ræna menningarsjóðsins, en skrifstofa hans er í Kaup- mannahöfn. A dögunum hélt stjórn sjóðsins sinn annan úthlutunar- fund á árinu og úthlutaði 5,4 milljónum danskra króna. ..Mikilvægt er að um norræna samvinnu sé að ræða, að þijú ; lönd komi að verkefninu og að líkur séu til þess að samvinnan skili ein- hveiju meiru en ef hver og einn væri að vinna að því uppá eigin spýtur," segir Bjami. Hann segir jafnframt að eftir- spurnin sé mikil. „Við úthlutum 22 milljónum danskra króna á ári og deil- um fénu út ársfjórðungslega. Fyrir þennan fund lágu fyrir 320 umsóknir þar sem farið var fram á 67 milljónir danskra króna. Þannig áð þetta er dropi í hafið." Hæsta styrkinn, eina milljón danskra króna, hlaut farandsýningin „Manniskor och batar í Norden" en það er Sjóminja- Bjarni Daníels- son: Við úthlut- safnið í Stokkhólmi sem hefur séð um framkvæmdina. Þau verkefni „íslensk" sem hlutu styrk í þetta skiptið voru Byggðasafn Hafnarfjarðar, 30 þúsund dkr. (320.000 íslensk- ar), til farandsýningarinnar ís- land í 1200 ár. Tónskáldafélag íslands fékk 25 þúsund dkr. til að halda norræna tónlistarhátíð í Reykjavík í september. Óskar um 22 milljónum Ingólfsson sem er í forsvari danskra króna á styrkþega. Háskóli íslands ári. hlaut 30 þúsund dkr. til að halda seminar um jafnréttis- mál. Sigrún Valgarðsdóttir stendur íyrir þeirri framkvæmd og að endingu: Handritadeild Landsbókasafnsins fékk 45 þúsund dkr. til að halda ráðstefnu um íslenskan tónlistararf frá 11. öld. Fmm- kvæði af því á Kári Bjamason. Bjami Daníelsson segir sjóðinn fá fé af norrænum fjárlögum og að hann heyri undir Norrænu ráðherranefndina og Norðurlandaráð. Bjami segir einnig rétt að Islendingar fái í peningum talið meira úr sjóðnum en þeir leggi til hans en hann hafði ekki haldbærar tölur þar að lútandi. ■ Fordæming ungra alþýðubandalagsmanna á Kristni H. Gunnarssyni einkaframtak eins af helstu stuðningsmönnum Margrétar Frímannsdóttur. Jakob Bjarnar Grétarsson rannsakaði málið Alyktun Verðandi óskynsamleg - segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. „Til bölvunar í flokksmálum að bera mál á torg eða rjúka með þau í fjölmiðla." Helgi Hjörvar fyrrverandi formaður Verðandi: „Sjálfsagt að menn velti fyrir sér grundvallar atriðum í pólitík vinstri manna." „Ég hef ekki fylgst náið með störf- um Kristins. H. Gunnarssonar á þingi og veit því ekki til hvers er verið að vísa þegar sagt er að hann hafi verið að grafa undan flokksforystunni," seg- ir Helgi Hjörvar flokksmaður í AI- þýðubandalaginu. Alþýðublaðið spurði Helga sem fyrrverandi formann Verðandi, samtaka ungs alþýðubanda- Iagsfólks og óháðra, hvað honum þætti um sérlega harðorða yfirlýsingu Verðandi þar sem Kristinn H. Gunn- arsson er fordæmdur. „Hitt er hins vegar rétt hjá Verðandi að Margrét Frímannsdóttir hefur umboð hjá Al- þýðubandalaginu að ganga til samein- ingarviðræðna. Þó ég sé efnislega ósammála afstöðu Kristins í málum eins og þeim er varða réttindi opin- berra starfsmanna þá finnst mér sjálf- sagt að menn velti fyrir sér grundvall- aratriðum í pólitík vinstri manna og það er að mörgu leyti virðingarverð viðleitni." Steingrímur J. Sigfússon sagði í samtali við Alþýðublaðið að óskyn- samlegt væri að gera samþykktir sem beindust gegn einstökum flokksmönn- um. „Það á að ræða innan flokksins og útkljá en ekki með opinberum álykt- unum og í fjölmiðlum. Venjan er sú, að það er til bölvunar í flokksmálum að bera mál á torg eða ijúka með þau í fjölmiðla." Þingmenn bundnir af sam- visku sinni Það hefur komið fram að Róbert Marshall formaður Verðandi, sem skipar 5. sæti á lista Alþýðubandalags- ins á Suðurlandi þar sem Margrét Frí- mannsdóttir skipar 1. sæti, hafi samið ályktunina. Hún var ekki tekin fyrir á stjómarfundi Verðandi, en Róbert hef- ur sagt að hann hafi símleiðis borið ályktunina undir aðra stjómarmenn. I ályktuninni segir meðal annars: „Hjá því verður þó ekki komist að áminna þingmanninn harkalega fyrir tilraunir Margrét Frímannsdóttir. „Aörir forystumenn en formaöurinn hafa veriö mjög áberandi sem tals- menn flokksins og óskandi er að þessi útspil hennar á síðustu vikum séu marks um að það sé að breytast," segir Helgi Hjörvar. hans til að veikja og grafa undan for- ystu flokksins á opinberum vettvangi. Það er gert í óþökk þúsunda stuðn- ingsmanna Alþýðubandalagsins þar á meðal hinna 648 Vestfirðinga sem kusu Kristin H. Gunnarsson til setu á Alþingi." Steingrímur kvaðst vona að það sé misskilningur að þetta sé einstaklings- framtak. Hann setur jafnframt stórt spurningarmerki við það að hlutverk Verðandi sé að vera valdastofnun í flokknum sem hefur það hlutverk að áminna einstaka flokksmenn „sem fara út af línunni." Steingrímur segir: „Ég satt best að segja kann ekkert sér- staklega vel við þetta orðalag. Það er rétt að muna eftir því að samkvæmt stjómarskránni em þingmenn bundnir Helgi Hjörvar: Ég hygg að þeir sem unnið hafa náið með Ólafi Ragnari muni sakna þeirrar for- ystu sem hann hafði í flokknum. Steingrímur J. Sigfússon: Menn verða að at- huga sinn gang áður en þeir fara að fordæma menn þó að þeir hafi haft sérstöðu í einhverju máli. af samvisku sinni og henni einni. Menn verða að athuga sinn gang áður en þeir fara að fordæma menn, þó þeir hafi haft sérstöðu í einhverju máli ef verið er að vísa til þess. Menn verða að ræðast við í öðmm tóni heldur en er þama á ferðinni og ég kannast ekki við nein vandamál sem gefa tilefni til svona yfirlýsinga." Steingrímur efast um að Róbert hafi umboð til þess að koma fram sem alls- herjar talsmaður Alþýðubandalagsins og kjósenda þess. „Það má vel vera að þeir séu óánægðir með Kristin. Það er bara allt annað mál.“ Hýrnar yfir stuðningsmönn- um Margrétar Helgi Hjörvar telur stöðu Margrétar innan flokksins hafa lagast nokkuð að undanförnu í kjölfar „sameiningar- bréfsins" sem hún sendi forystumönn- um stjómarandstöðuflokkanna. „Ég held að það hafi hýmað nokk- uð yfir okkur, stuðningsmönnum Margrétar í formannskjörinu, nú á allra síðustu vikum. Annars vegar vegna þess að sameiningarmálin em að komast á dagskrá og hins vegar vegna þess stuðnings sem hún, ólíkt öðrum forystumönnum flokksins, veitti nýkjömum forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari Grímssyni." Helgi segir að mörgum alþýðu- bandalagsmönnum hafi þótt fara full- lítið fyrir Margréti framanaf. „Aðrir forystumenn en formaðurinn hafa ver- ið mjög áberandi sem talsmenn flokksins og óskandi er að þessi útspil hennar á síðustu vikum séu marks um að það sé að breytast," segir Helgi og fer ekki í felur með að hann sakni Ól- afs Ragnars úr flokknum. „Ég hygg að þeir sem unnið hafa náið með Ölafi, eins og ég hef gert, muni sakna þeirrar forystu sem hann hafði í flokknum en við hljótum auðvitað að taka upp merkin og reyna að vinna innan flokksi'ns að sameiningu jafnaðar- manna í eina breiðfylkingu." Borið hefur á orðrómi þess efnis að Helgi Hjörvar sé á leið úr Alþýðu- bandalaginu. Helgi svaraði þeirri spumingu með orðunúm: „Ég er alltaf á leiðinni úr Alþýðubandalaginu að fönkast í stóra jafnaðamiannaflokkn- um.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.