Alþýðublaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m a n n I í f ■ Grasagarðurinn í Laugardal Hver ný planta sem nær að festa hér rætur! Sigurður Albert Jónsson forstöðumaður Grasagarðsins: Garðurinn sem er 25 þúsund fermetrar, geymir á milli þrjú og fjögur þúsund plöntutegundir, sem allar eru merktar. Er sigur í þeirri viðleytni að auðga plöntulíf á íslandi- segir Sigurður Albert Jóns- son förstöðumaður Grasa- garðsins í Laugardal. Grasagarður er afmarkað skipulagt svæði þar sem ræktaðar eru margar tegundir plantna, einkum tegundir sem eru áhugaverðar frá vísinda eða nytsemissjónarmiði. Helstu grasagarð- ar á íslandi eru Grasagarður Reykja- víkur og Lystigarðurinn á Akureyri, en einnig er vísir að grasagarði í Garð- yrkjuskóla ríkissins Reykjum, Hvera- gerði. í tilefni 175 ára afmælis Reykjavíkurborgar 1961, gáfu hjónin Katrín Viðar og Jón Sigurðsson skóla- stjóri borginni 200 eintök af lifandi ís- lenskum plöntum sem þau höfðu safn- að víðsvegar á ferðalögum sínum um landið, og geymt við sumarbústað sinn við Þingvallavatn. Eðlilegast þótti að varðveita safnið í Laugardal. „Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri fékk þá hugmynd að nota þetta tæki- færi til að hrinda í framkvæmd göml- um draumi eldri garðyrkjubrautryðj- anda,“ segir Sigurður Albert Jónsson forstöðumaður Grasagarðsins. „í mörg ár höfðu þeir lýst f Garðyrkjurit- inu áhuga á að stofna bótanískan garð, en það var aldrei skilningur eða vilji til að leggja peninga í svoleiðis lagað. Hafliði fól mér plöntusafnið til varð- veislu með þeim orðum að í framtíð- Hans J.G. Schierbeck (1847-1911) Daninn Schierbeck, landlæknir á ís- landi frá 1883 til 1895 og forstöðu- madur Læknaskólans, plægði jarð- veginn fyrir garðyrkjuáhuga á ís- landi. Hann var hvatamaður stofn- unar Hins íslenska Garðyrkjufélags árið 1885, en tilgangur félagsins var að efla og styrkja garðyrkju og áhuga á henni. Félagið starfar enn, en nafni þess var breytti í Garðyrkju- félag íslands árið 1940. Schierbeck átti frumvkæði að innflutningi og til- raunaræktun matjurta og trjáteg- unda. Árið 1883 hóf hann að rækta skrúðgarð í Víkurkirkjugarðinum gamla við Aðalstræti, þar sem nú er hellulagt torg. Enn standa þar tré frá þeim tima, sem talin eru elstu tré i Reykjavík. Fyrir tíu árum var afhjúp- aður minnisvarði eftir Helga Gísla- son myndhöggvara í garðinum. inni ætti ég að sjá um að auka við það og byggja þennan grasagarð. Grasa- garðurinn var í fyrstu hálfgert leyndar- mál; hann var ekki stofnaður formlega af opinberum aðilum fyrren 1971, og þá var ég settur forstöðumaður. Hann fékk því enga fjárveitingu en kostnað- inum var jafnað niður á ýmsa gjalda- liði garðyrkjudeildar borgarinnar. Garðurinn var því byggður upp af va- nefnum - og útsjónarsemi." Garðurinn sem er 25 þúsund fer- metrar og geymir á milli þijú og fjög- ur þúsund plöntutegundir, er opinn allt árið. „Garðurinn heldur fjóra starfs- menn allt árið um kring en svo emm við upp undir fjörutíu á sumrin,“ segir Sigurður Albert. „Það er frítt inn í garðinn svo við höfum engar tölur yfir hve margir gestir heimsækja garðinn á ári. En þeim fer stöðugt fjölgandi, og eftir því sem starfemin eykst í ná- grenni við okkur hér í Laugardalnum, koma fleiri og heimsækja garðinn. Grasagarðurinn geymir á milli 3 og 4 þúsund plöntutegundir, og til saman- burðar má geta þess að íslenska flóran er ekki nema fjögur til fimmhundruð tegundir - og við erum með um þtjú- hundruð af þeim. Erlendu tegundimar fáum við í gegnum fræskipti við garða úti um allan heim. Hver planta er merkt - fólk hefur bæði gaman af því að virða fyrir sér erlendar plöntur sem það hefur aldrei séð áður, eða finna kannski jurt sem það þekkir úr garðin- um heima hjá sér, en hefur aldrei vitað hvað héti. Okkar hlutverk er að prófa sem flestar tegundir, til þess að komast að því hvaða plöntur eru nógu harðgerðar til þess að þola íslenska veðráttu. Ég segi það oft að hver ný planta sem nær að festa hér rætur er sigui í þeirri við- leytni að auðga plöntulíf á fslandi.“ Tilbúin sumarhús og land til leigu Gott veður það sem af er sumri hefur aukið eftirspurn Lóðir eða lönd undir sumarbústaði eru í fæstum tilvikum eign sumarbú- staðareigandans, heldur leigulönd. Einkaaðilar geta tekið land á leigu og algengt er að leigutími sé 15, 25 eða jafnvel 50 ár. Mörg félagasamtök eiga lönd sem þau leigja til félagsmanna sinna og önnur leigja sumarhús með ýmsum þægindum og þjónustu til fé- lagsmanna sinna í skemmri tíma. Magnús Leópoldsson hjá Fasteigna- miðstöðinni sagði í samtali við Al- þýðublaðið að mikið framboð væri af sumarhúsalöndum um þessar mundir. Bændur vilja leigja eða selja lóðir í sinni eign og oft hafa hreppar ákveðið að nota landsvæði undir sumarhúsa- lönd. Verðið er afskaplega misjafnt, en algengt verð fyrir leiguland er 100 til 300 þúsund króna stofnkostnaður, það er að segja kostnaður sem fer í að girða svæðið af og leggja þangað vegi og vatnsleiðslur. Oft hefur jarðeigandi þó lagt stofnvegi og það er á hans könnu að fá viðeigandi leyfi hjá sveit- arstjómum og jarðanefnd, sem er þó- nokkur handavinna. Magnús bætti við að það færðist töluvert í vöxt að jarðir væru seldai', en ekki leigðar einsog al- gengast var, en þá myndar fólk oft fé- lagsskap um að kaupa land í samein- ingu. Hægt er að fá fullfrágengið fjöru- tíuogfimm fermetra sumarhús fyrir tæplega þrjár og hálfa milljón króna. Sumarhús í sömu stærð, frágengið að utan að undanskilinni verönd og tilbú- ið undir tréverk inni, getur kostað frá 2 milljónum og rúmlega 300 þúsund- um. Algengt er að flutningur á húsinu sé innifalinn í uppgefnu verði - og er þá miðað við ákveðna, takmarkaða vegalengd. Annars þarf að gera ráð fyrir flutningskostnaði, krana til að lyfta húsinu og akstri. Gera má ráð fyrir hundrað þúsund króna kostnaði til þess að koma fullgerðu húsi frá Reykjavík og austur fyrir fjall. Undir- stöður sumarhúsanna eru ekki inni- faldar í verðinu, sökum þess hve mis- jafnlega eríiðar þær eru í uppsetningu. Misjafnar aðstæður skapast eftir því hvemig jarðvegur er í kringum húsið, hvort það er staðsett í móa eða á mel, eða í hraunlendi, sem er erfiðast við- ureignar. Magnús Leópoldsson benti á að þó eftirspurn væri ekki jafnmikil og framboð á sumarhúsalöndum um þessar mundir, hefði hún aukist vem- lega það sem af væri sumri. Gott veð- ur í langan tíma, einsog verið hefur undanfarið, hefur nefnilega merkjan- leg áhrif á eftirspum eftir sumarhúsa- lóðum. Sveinn Guðmundsson lögfræðing- ur Landssambands sumarhúsaeig- anda: Sumarhúsahandbókinni er ætlað að standast tímans tönn og gagnast sumarhúsaeigendum í mörg ár. ■ Tíu þúsund sumarhús á íslandi Fjöldinn kallar á hagsmuna- samtök -segirSveinn Guðmundsson lögfræðingur Landssambands sumarhúsaeiganda og ritstjóri Sumarhúsahandbókarinnar. „Árið 1990 komu nokkrir sumar- húseigendur saman og ákváðu að stofna hagsmunasamtök sumarhúsa- eigenda, sem voru sett á laggimar í október ári seinna," segir Sveinn Guð- mundsson, lögfræðingur Landssam- bands sumarhúsaeigenda og ritstjóri Sumarhúsahandbókarinnar sem er ný- komin út. Tilgangurinn með stofnun Landssambands sumarhúsaeigánda var að gæta hagsmuna aðildarfélaga og einstakra félagsmanna gagnvart opinberum aðilum, svosum Alþingi, sveitarstjómum og ríkisstjóm. „Fyrir 23 ámm var talið að sumar- hús á landinu væm um það bil 2.400,“ segir Sveinn, „en nú áætlum við að þau séu um tíu þúsund. Þessi mikla aukning á stuttum tíma kallar á hags- j munasamtök, og Landssambandið j hefur ýmsu áorkað í hagsmunabaráttu j sumarhúsaeigenda." Fyrsta júní síð- I astliðinn lauk nefndastörfum um mál- I efni sumarhúsaeigenda á vegum fé- ! lagsmálaráðuneytis. „Þar lögðum við | meðal annars áherslu á að fasteigna- i gjöld yrðu lækkuð og að sveitarfélög j merktu hverfi og götur innan hverfa j með númemm. Það er mikið öryggis- : atriði að merkja sumarhúsahverfi vel - ! segjum að það verði óhapp í einhveij- ! um bústað og að hann þurfi að nálgast I í miklum flýti. i Talið er að sumarhúsaeigendur séu j um það bil tíu þúsund í landinu, þóað j skrá telji ekki nema um það bil sex j þúsund. „Það er mjög einkennilegt að ! samkvæmt fasteignamati haggast ! Qöldi sumarhúsaeigenda varla á milli ! ára, en samt er verið að smíða tugi ef i ekki hundruði bústaða á hverju ári. j Einhvers staðar hljóta þeir að vera j settir niður. Auk þess vitum við að j það er búið að skipuleggja ákveðinn fjölda lóða og ákveðinn fjöldi er seld- ! ur; á þeim hlýtur að vera byggt,“ segir ! Sveinn. I Sveinn er ritstjóri Sumarhúsahand- j bókarinnar sem er nýkomin út. Henni j verður dreift endurgjaldslaust til allra j sumarhúsaeigenda, en auk þess er I hægt að nálgast eintak á skrifstofu ! Landssambands sumarhúsaeigenda í ! Einholti 2. í Sumarhúsahandbókinni ! er talað um réttarreglur um sumarbú- I staði, skipulag og rotþrær. jarðboranir. j rafmagn, fasteignamat og annað sem j að gagni getur komið. „Bókin er hátt f j tvö hundruð síður, og er markmið út- ■ gáfunnar að koma hagnýtum upplýs- ! ingurn greiðlega til sumarhúsaeig- ! enda. Sumarhúsahandbókin er upp- I flettirit, þar sem hægt er að finna upp- j lýsingar um réttindi og skyldur, skipu- j lag, öryggismál og fleira. Henni ætlað j að standa tímans tönn og gagnast I sumarhúsaeigendum í mörg ár.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.