Alþýðublaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 1
■ Yfirlækninum á Sogni sagt upp. Réttargeðdeildin hefur fengið hæstu einkunn erlendra sérfræðinga en nú óttast menn að hún verði einungis geymslustaður fyrir ósakhæfa afbrotamenn Hef miklar áhyggjur af ástandinu á Sogni - segir Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra. „Markmiðið með Sogni ekki að vista sjúk- lingana til frambúðar heldur veita þeim meðferð svo þeir geti snúið út í lífið sem nýtir þjóðfélagsþegnar." „Ég hef miklar áhyggjur af því sem er að gerast þarna. Einhverjir muna kannski eftir þeim hama- gangi sem varð þegar þessu heim- ili var komið á fót og ég bið fólk að hugleiða hvort það vilji sjá það ástand aftur,“ segir Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi heil- brigðisráðherra um ástandið á rétt- argeðdeildinni að Sogni. Sighvatur átti á sínum tíma frumkvæði að því að deildin var sett á laggirnar, en fram til þess voru geðsjúkir af- brotamenn vistaðir í fangelsum. Nú hefur Grétari Sigurbergssyni yfirlækni verið sagt upp, og ýmsir óttast að réttargeðdeildin, sem fengið hefur hæstu einkunn er- lendra sérfræðinga, verði fyrst og fremst geymslustaður fyrir ósak- hæfa afbrotamenn. Sighvatur sagði um störf Grét- ars: „Grétar Sigurbergsson hefur unnið afreksverk. Hann féllst á að taka þetta að sér þegar heilbrigðis- yfirvöld voru í miklum vandræð- um vegna andstöðu ráðandi aðila í geðlæknastétt við að taka þess þjónustu hingað heim. Hann hefur aflað sér mikillar þekkingar bæði erlendis og hérlendis til að takast á við þetta viðfangsefni og hann fær afar lofsamleg ummæli, bæði hjá norrænum réttargeðlæknum, sem hafa skoðað aðstöðuna, og eins hjá sérstakri nefnd á vegum Evrópu- ráðsins sem kom hér til að kynna sér aðbúnað fanga og þeirra sem höfðu verið settir í nauðungarvist- un. Þessi nefnd gaf stofnuninni hæstu einkunn, og sýnir það hversu vel Grétar Sigurbergsson og hans fólk hefur unnið sitt verk.“ Sighvatur leggur áherslu á, að halda eigin áfram á sömu braut á Sogni og segir: „Það má heldur ekki gleyma því að markmiðið með þessari stofnun er ekki að vista sjúklingana þarna til fram- búðar heldur að veita þeim með- ferð sem getur veitt þeim færi á að koma aftur út í lífið sem nýtir þjóðfélagsþegnar. Eftir að þeir hafa verið útskrifaðir þurfa þeir að fá mjög vandað eftirlit svo ekkert bakslag verði. Það skorti á árum áður, en ég veit að Grétar leggur mjög mikið upp úr því að veita fólkinu þessa þjónustu. Það er dýrt en er forsenda fyrir því að það sé hægt að stefna að útskrift og því að fólkið komist út í þjóðfélagið aftur.“ Sigurður G. Tómasson segist ekki hafa gert það upp við sig hvort hann muni sækja um starfið sem hann gegnir nú. Með honum á myndinni er Anna Kristine Magnúsdóttir ritstjóri Dægurmálaútvarpsins en hún mun hafa sagt starfi sínu lausu. ■ Dagskrárstjórastaðan á Rás 2 ■ ■ Ættir frekar að spyrja Markús Orn - segir Sigurður G. Tómasson um framtíð Rásar 2. „Ég hef ekki gert það upp við mig ennþá,“ sagði Sigurður G. Tómasson dagskrársljóri í samtali vi ðAlþýðublað- ið í gær er hann var spurður hvort hann hygðist sækja um stöðu dagskrárstjóra Rásar 2. Staðan hefur verið auglýst laus til umsóknar í tvígang og rennur umsóknarffestur út um næstu mánaðar- mót. „Ég var ráðinn í þessa stöðu til fjögurra ára og mér þykir að mörgu leyti eðlilegt að menn gegni ekki of lengi yfirmannastöðum, hvorki í út- varpi né annars staðar. Þú ættir frekar að spytja Magnús Öm Antonsson hvað sé fyrirhugað á Rás 2,“ sagði Sigurður. Honum var tilkynnt fyrir allnokkru að staðan yrði auglýst og sagði að við- brögð sfn við því væm svo sem engin. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins er h'tili áhugi meðal starfsmanna Ríkis- útvarpsins á því að sækja um starfið en nokkur stöðnun þykir hafa ríkt í dag- skrárstefnunni, auk þess sem fjármagn er mjög af skomum skammti. Queen Elizabet II lætur úr höfn. Ljósmyndari Alþýðublaðs- ins tók þessa rómantísku mynd á Ægisgarði í gær er breska skemmtiferðaskipið bjó sig undir að láta úr höfn. Um borð eru 1.500 farþegar og 7.100 manna starfslið. Ástfangna par- ið horfði dreymnum augum á eftir skipinu og hefði örugg- lega ekki slegið hendinni á móti því að eyða hveitibrauðs- dögum um borð. ■ Frá Pontíusi til Pílatusar r Friðarsteinn Astþórs kominn í leitirnar Frétt Alþýðublaðsins af týnda frið- arsteininum hans Astþórs Magnússon- ar Wium vakti mikla athygli. Steinn- inn reyndist vera uppí Sjónvarpi en forráðamenn RÚV hafa nú komið honum af sér og til friðarsinnans Ást- þórs. Alþýðublaðið komst yfir ábyrgð- arbréf til Ástþórs frá Pétri Guðfinns- syni framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Þar segir: .JEftir umræðuþátt í sjónvarpi hinn 28. júní sl. skilduð þér eftir stein sem í var skúffa með verðmætum, sem þér höfðuð óskað eftir að fréttastjóri Sjón- varps veitti viðtöku, en hann hafði af- þakkað. Hjálagt sendi ég yður innihald skúffunnar, en steinninn ásamt skúff- unni verður boðsendur til yðar á næstu dögum. Innihald skúffunnar: Öryggisbók, Sparisjóði vélstjóra Landsbankaávísun stfluð á Ástþór Magnússon Umslag frá Hummer-umboðinu 2 umslög merkt framlög í friðar- skúffu 1 umslag stflað á Ástþór Magnús- son 5 kr. peningur." Afrit af bréfinu var sent Boga Ág- ústssyni fréttastjóra Sjónvarps. SÓLSTOFU- OG SUMARBÚSTAÐAHÚSGÖGN KYNNINGARTILBOÐ: 20 % afsláttur næstu viku, allt settið, 2ja sæta sófi + 2 stólar + sófaborð + hliðarborð + blaðagrind, kr. 95.840 staðgreitt eða með VISA/EURO raðgreiðslum. 40ÁRAÁÁRINU hncnrA/'-'in (Verð eftir 12. júlí kr. 119.800) TAKMARKAÐ MAGN ' Ármúla44, "lusqogn Sími 553 2035. T

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.