Alþýðublaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
r
Sigur Olafs er ósigur jafnaöarmanna
í kjölfar forsetakosninga hefur
nokkuð verið rætt um þýðingu þeirra
fyrir vinstri væng íslenskra stjórn-
mála. Tveir ffambjóðendur sem koma
úr röðum félagshyggjufólks fengu
samtals hátt í sjötíu prósent atkvæða
og hafa margir viljað túlka það sem
vísbendingu um styrk vinstri hreyf-
inga. Að mínu mati er þó afar vafa-
samt að gefa sér það að línumar liggi
á þennan hátt. Vissulega má segja að
ef fylgi flokka og flokksbrota á vinstri
Pallborðið
Hreinn
fcj. * Ba . Hreinsson
skrifar
væng er lagt saman kemur í ljós að
styrkurinn er hátt uppi í þónokkuð en
það er ekkert nýtt því þannig hefur
það alltaf verið. Það er því afar mikil
hræsni að sperra sig upp í sparifótun-
um og gaspra um styrk hreyfingar
sem hefur aldrei borið gæfu til að
vinna saman. Félagshyggjuöflin á Is-
landi hafa allt frá stofnun lýðveldisins
ávallt verið með í kring um helming
kjósenda á bak við sig þannig að það
em engin ný tíðindi að þannig sé það í
dag. Félagshygguöflin hafa hins vegar
aldrei kosið að vinna saman sem ein
heild og hafa misklíð og persónulegar
deilur verið tilgangurinn sem helgar
meðalið. Flokkamir hafa frekar kosið
að vinna með hægri öflum í krafti
þess að í þess konar stjómum er að
finna rneiri völd fyrir einstaka flokks-
menn og hefur sala kosningaloforða
verið réttlætt með þeim hætti.
Þetta pólitíska landslag hefúr síðan
mótað lýðveldið þannig að það þjóð-
félag sem við búum við í dag er skil-
getið afkvæmi þessara bræðingshug-
mynda og plásturspólitíkur sem notast
hefur verið við í ísienskum ríkisstjóm-
um. Þess vegna er hræsni að segja að
Þess vegna er hræsni að segja að árangur
Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar
Agnarsdóttur sé sigur fyrir vinstri hreyfing-
una. Þessi árangur er þvert á móti æpandi
dæmi um það að sá samtakamáttur sem býr
í félagshyggjufólki fær ekki að njóta sín í því
flokkakerfi sem við búum við í dag.
árangur Ólafs Ragnars Grímssonar og
Guðrúnar Agnarsdóttur sé sigur fyrir
vinstri hreyfinguna. Þessi árangur er
þvert á móti æpandi dæmi um það að
sá samtakamáttur sem býr í félags-
hyggjufólki fær ekki að njóta sín í því
flokkakerfi sem við búum við í dag.
Þess vegna er grátlegt að sjá fólk eins
og Svavar Gestsson, Össur Skarphéð-
insson og Jóhönnu Sigurðardóttur
(dæmi tekin af handahófi) tala um
þennan góða árangur, því hvað ætla
þau sér að gera í kjölfar þessa og hvað
hafa þau verið að gera síðustu árin.
Þau em fulltrúar félagshyggjufólksins,
sem kom svona sterkt fram í forseta-
kosningunum, en samt em þau ekki að
vinna saman í flokki. Þess vegna er
það mitt mat að ekki sé hægt að túlka
forsetakosningarnar sem merki um
styrk vinstri manna.
Mín túlkun á niðurstöðum þessara
kosninga er sú að þetta sé enn ein
sönnun þess að vinstri hreyfmgin er
afar veikburða. Þetta segi ég vegna
þess að hreyfmg sem er svona stór og
inniheldur ótal manneskjur sem hafa
mikið fram að færa í pólitík getur ekki
unnið saman. Það fólk sem tilbúið er
að styðja grundvallarhugmyndir jafn-
aðarmanna hefur aldrei fengið kjósan-
legan valkost og því hefur þessi stóri
þjóðfélagshópur aldrei fengið tækifæri
til að móta þjóðfélagið eftir sínu höfði.
Hvemig væri nú að setjast aðeins nið-
ur eins og fólk og ræða málin án þess
að ráðherrastólar eða formannsemb-
ætti séu til umræðu. Fömm að tala um
pólitík og reynum að móta framtíðar-
sýn fyrir fólkið í landinu sem ekki á
fyrir mat vegna þess að jafnaðarmenn
hafa aldrei getað unnið saman.
Höfundur er félagsráðgjafi.
h i n u m e g í n
"FarSide" eftir Gary Larson
Rithöfundurinn Friðrik
Erlingsson skrifar nú
af kappi viðtalsbók sem
Vaka Helgafell hyggst
gefa út fyrir næstu jól.
Viðfangsefnið er Pétur
prestur í Laufási sem vak-
ið hefur athygli og aðdáun
í erfiðum veikindum.
Frægt er þegar sóknar-
börn í Laufásprestakalli
söfnuðu fé til kaupa á sér-
útbúnum traktor um árið
handa Pétri svo hann gæti
slegið tún sín. Undanfarna
tvo mánuði hefur Friðrik
búið á Laufási, spjallað
við Pétur og skrifað. Að
auki er Friðrik með stóra
sögulega skáldsögu i
vinnslu en hún byggir á
þekktum atburðum úr ís-
landssögunrii. Bók Frið-
riks, Vetrareldur, sem kom
út um síðustu jól seldist
vel þrátt fyrir misjafna
dóma gagnrýnenda...
r
Ibúð í Húsi Jóns Sig-
urðssonarí Kaup-
mannahöfn er eftirsótt til
dvalar og nú hefur úthlut-
unarnefnd skipuð þeim
Ólafi G. Einarssyni for-
seta Alþingis, Róbert
Trausta Árnasyni sendi-
herra í Kaupmannahöfn
og dr. Jakob Yngvason
veitt sex fræðimönnum
afnot af íbúðinni og er
hún því frátekin til ágúst-
mánaðar 1997. Þau sem fá
íbúðina til afnota eru
Drífa Pálsdóttir lög-
fræðingur, Sveinbjörn
Gizurarson lyfjafræðing-
ur, Hrafnhildur Ragn-
arsdóttir sálfræðingur,
Eiríkur Rögnvaldsson
málfræðingur, Ævar Pet-
ersen dýrafræðingur og
Jörundur Svavarsson
líffræðingur. Umsóknir
voru alls 36...
inn margreyndi og
snjalli blaðamaður Eg-
ill Helgason, en hann
hefur meðal annars starf-
að hjá Alþýðublaðinu, hef-
ur verið ráðinn til starfa
við fréttastofu Stöðvar 2.
Þó prentmiðlarnir hafi
verið vettvangur Egils að
mestu er hann ekki ókunn-
ur Ijósvakamiðlum en
hann starfaði fyrir margt
löngu hjá Ríkissjónvarp-
inu...
Hallgrímur Helgason
vikupiltur Alþýdu-
blaðsins er nú kominn til
landsins frá París og dvel-
ur nú í íbúð rithöfunda-
sambandsins í Hveragerði
þar sem hann er að leggja
lokahönd á skáldsögu sem
Mál og menning gefur út
fyrir næstu jól. Skáldsag-
an hefur ekki fengið nafn
ennþá en kvisast hefur út
að hinum prúðu MM
mönnum þyki sagan í
klúrara lagi. Með dvöl
sinni í Hveragerði fetar
Hallgrímur í spor Indriða
G. Þorsteinssonar, Jó-
hannesar úr Kötlum,
Gunnars Dals og Krist-
manns Guðmundssonar
sem þar hafa löngum set-
ið að skriftum...
Bíddu! Vægð!... Vægð!... Ég á konu, heimili, og rúmlega
þúsund egg í sultunni!
a
Telur þú að Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson muni eiga farsælt samstarf?
Ríkharður Björnsson líf-
eyrisþegi: Já, ég tel að þeir
geti aðlagast aðstæðum.
Gígja Grétarsdóttir þjónn:
Nei. Ekki farsælt en ég held að
það gangi.
Pétur Einarsson banka-
maður: Já, það tel ég. Þeir
leyfa sér það ekki að láta illa.
Ásdís Schram flugfreyja:
Þeir þurfa ekki að hafa neitt
samstarf. Allavega í algjöru
lágmarki.
Baldur Stefánsson fram-
leiðandi: Hveitibrauðsdagam-
ir verða ekki spennandi en þeir
gætu lært að elska hvor annan.
m e n n
Mjög vel. Mér finnst bara
rosalega gaman.
Þórhildur Þorleifsdóttir um nýja starfiö sem
leikhússtjóri Borgarleikhússins. Moggi á
laugardag.
Kossarnir eru ekkert kák og það
smellur í svo unun er að heyra.
Nils Olson Gadde sænskur vísindamaður
skrifaði þessa línu í dagbók sína á 19. öld
um íslendingana. Lesbók Moggans.
Það liggur nokkuð ljóst fyrir að
kommagrýlan er dauð.
Skúli Thoroddsen lögfræðingur um forseta-
kosningarnar. Mogginn á iaugardag.
Kommúnisminn er dauður og
hefur verið það lengi.
Þorvaldur Kr. Gunnarsson, Grettisgötu 58b.
Mogginn á laugardag.
Grikkinn Zorba veikur.
Fyrirsögn í Mogganum á laugardag. Við
nánari eftirgrenslan kemur í Ijós að það er
bandaríski leikarinn Anthony Quinn, sem lék
persónu Nikos Kasanzakis, sem er lasinn.
Mogginn laugardag.
Ert þú þessi hressa opna
manngerð sem átt auðvelt með
að umgangast fólk?
Stúdíó Ágústu og Hrafns að auglýsa eftir
starfskrafti í atvinnuauglýsingum Moggans
á sunnudag.
Hver skyldi trúa því, sem
þekkir mig og hefur heyrt til
mín undanfarna mánuði að ég
hefði staðið alein með tárin í
augunum fyrir framan sjón-
varpsskerminn kosninganóttina
og hrópað húrra af hrifningu
fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni
og fjölskyldu.
Lóa Konráðs, sem að vísu kaus Pétur Haf-
stein, í hrifningarvímu vegna nýkjörins for-
seta.
Ölvun var nokkur
en minni en oft áður.
Það er rétt að hafa vaöið fyrir neöan
sig og vera ekki of yfirlýsingaglaður.
Á forsíöu DV í gær.
Og víst er um það að einhverj-
um hentar einmitt nú að frú
Vigdís sé hálfgildings forseti
áfram þegar Ólafur Ragnar tek-
ur við embætti.
Ingveldur Sigurðardóttir í DV í gær.
forystugrein úr fortíð
Blað
veiðiþjófa
Blað veiðiþjófa og landhelgisnjósn-
ara, Morgunblaðið, hefir um hríð ver-
ið að tala um landhelgisgæzlu.
Úr forystugrein Alþýðublaðsins
21. ágúst 1937.