Alþýðublaðið - 12.07.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 12.07.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ s k o ö a n FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 21141. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Borg á sandi Eitt þúsund íjögur hundruð tuttugu og sex íslendingar sögðu sig úr þjóðkirkjunni á fyrra helmingi ársins, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Nokkuð hefur kvamast úr þjóðkirkjunni síðustu ár, en nú er hægt að tala um flótta þaðan. Athyghsvert er að flestir sem segja skilið við kirkjuna skrá sig utan trúfélaga. Það er efalítið vísbending um, að margir ganga úr kirkjunni nán- ast nauðugir viljugir: ekki vegna þess að þeir leiti á vit annarra trúfélaga heldur vegna þess að þeim ofbýður ástandið í kirkju Ól- afs Skúlasonar. Hneyksli, karp og klögumál hafa skekið kirkjuna, svo segja má að hún logi stafna á milli. Virðing fólks fyrir prestastéttinni er líka mjög til þurrðar gengin vegna þessa, einsog síra Geir Waage, formaður Prestafélagsins, benti á í fjölmiðlum í vikunni. Núver- andi biskup skorti alltaf festu og myndugleika til að setja niður deilur og miðla málum, en eftir að hann lenti sjálfur í iðu ásakana um kynferðislega áreitni hefur hann alls ekki verið þess umkom- inn að leiða kirkjuna á erfiðum tímum. Yfirbragð kirkjunnar nú er annað og ömurlegra en í tíð herra Sigurbjöms Einarssonar. Þá var þjóðkirkjan íslenska borg á bjargi traust - nú er hún byggð á sandi. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni hversvegna friður ríkti að heita má samfellt innan þjóðkirkj- unnar í tíð herra Sigurbjöms og herra Péturs Sigurgeirssonar, en nú gegnir kirkjan sama hlutverki og konungsfjölskyldan hjá Bret- um: stöðug uppspretta hneykslismála og slúðurs. Sumir ráðvilltir klerkar hafa þá tilhneigingu að kenna fjölmiðlum um allt írafárið, en sú er vitanlega ekki raunin. Klerkastéttin virðist því miður ein- fær um að mola undirstöður kirkjunnar. Hinn kunni kennimaður, séra Ragnar Fjalar Lámsson prófastur, sagði aðspurður í fjölmiðlum um flóttann úr kirkjunni að óvinir hennar notuðu tækifærið þegar hún liggur vel við höggi. Þetta er hin argasta firra. Þjóðkirkjan á íslandi á áreiðanlega hvorki marga né máttuga óvini: til þess er hún einfaldlega of valdalaus og veik- burða. Prófasturinn sýndi hinsvegar líka þann heiðarleika að við- urkenna, að ásakanir á hendur biskupi eigi þátt í því, hve margir hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni. Reyndar er óþarfi að nota tæpi- tungu í þessu sambandi: flestir sem segja sig úr þjóðkirkjunni em með því að segja álit sitt á biskupi íslands. Jón „gralíari" og forseti Islands Á þessum ömurlega tíma í sögu þjóðarinnar taldi þorri íslenskrar alþýðu að upphefð henn- ar fælist mest í því að mega sýna æðstu em- bættismönnum fleðulæti. Og því miður finnst enn, eins og dæmi sanna herra ritstjóri, alþýðufólk sem gleðst í þeim gjörningi að flaðra upp um „fína fólkið". Frakkar hafa gert að þjóðhátíðardegi og kalla Bastilludag. Upp úr þeim átökum byrjaði að þróast það lýðræði sem við lifum við og höfum í heiðri í dag. Einn ávöxtur þeirrar lýðræðisþró- unar er hugmyndafræði jafnaðarstefn- unar sem hefur valið sér kjörorðin jafnrétti og frelsi. Jaíhrétti sem stend- ur fyrir að engin manneskja er borin annarri æðri og með forréttindi til lífs- ins gæða. Frelsi sem stendur íyrir að allir hafi rétt til að hafa skoðanir og tjá þær. Að Bauluhúsa-Gvendur megi segja sína skoðun á Sigurði lögmanni án þess að vera hýddur fyrir allra sjónum. Tímaskekkja Ástæða þess, herra ritstjóri, að ég set saman þessi skrif og bið yður fyrir þau í blaði jafnaðarmanna er sú að undanfarið hefur birst í fjölmiðlum landsins hugsanaháttur er að mínum dómi sem jafnaðarmanns er ótvíræð tímaskekkja. Hugsanaháttur sem er Jóns Hreggviðssonar megin við Ba- stilludaginn og því nær venjum mið- alda en nútímans. Eitt dæmi um þennan hugsanahátt er sú tillaga að fyrrverandi æðstu emb- ættismenn skuli fá rétt til meðlags af almannafé vegna fyrir virðingarstöðu. Með þeirri tillögu finnst mér glitta í vanhugsað afturhvarf til þeirra við- horfa er ríktu þegar aðalsmenn voru taldir æðri sauðsvörtum almúganum. Armað dæmi um hugsanahátt sem er Jóns Hreggviðssonar megin við Ba- stilludaginn er sú tímaskekkja að íjöl- miðlar megi ekki fjalla um æðsta embættismann þjóðarinnar með sama hætti og hina íslendingana. Höfundur er þinglóðs Alþýðuflokksins. Herra ritstjóri. I tilefhi Bastillu-dagsins 14. júlí og umræðu um forsetakosningar og for- setaembættið á íslandi bið ég yður að birta eftirfarandi í blaði jafnaðar- manna, Alþýðublaðinu. Alþýðufólk og aðalsmenn Á ofanverðri sautjándu öld lét Jón Nikulásson af Akranesi, auknefndur grallari, þau orð falla á Öxarárþingi „að kóngurinn Kristján V, ætti tvö böm fram hjá drottningu sinni“. Þó ummæli Jóns væm dagsönn þá varð það að ráði að hann skyldi kaghýddur eftir tilsögn lögmanna og fógeta „óorðvömm drengjum til viðvömnar" og að þeirri hegningu meðtekinni var hann látinn slá sjálfan sig tvisvar á munninn. Háborðið Birgir Dýrfjörð skrifar Sextán árum síðar var annar orð- djarfur maður af Akranesi, Jón Hregg- viðsson á Efra-Reyni, sóttur til saka fyrir smánarorð sem honum féllu af munni í ölæði upp á kóngsins síðu. Það þótti reyndar ekki sannað að öl- æðisraus Jóns hefði beinst að kóngin- um og yfirvöld töldu þess ekki þörf því Jón Hreggviðsson var, eins og þér herra ritstjóri, „þekktur að stráklegu og óráðvandlegu orðatiltæki, öðmm til ertingar og ófriðsemi". Því var Jóni dæmd stórkostleg húðlátsrefsins og þar að auki var hann látinn slá sig þrisvar upp á hvoftinn „sér og sinni óráðvandri lygatungu til minnilegrar smánar og fyrirlitningar". Tveim ámm þar á eftir reyndi höfð- ingjadjarfur Vestfirðingur, Bauluhúsa- Gvendur í Dýrafirði, að veija æm sína með því að segja að með ásökun á sig fyrir fjölmæli þá gerðist Sigurður Björnsson lögmaðurinn sjálfur fjöl- mælismaður. Slíkt virðingarleysi gagnvart einum af æðstu embættis- mönnum landsins var þá stórlega refsivert, og Bauluhúsa-Gvendur varð að þola stórhýðingu með tilheyrandi húðláti. Á þessum ömurlega tíma í sögu þjóðarinnar taldi þorri íslenskrar al- þýðu að upphefð hennar fælist mest í því að mega sýna æðstu embættis- mönnum fleðulæti. Og því miður finnst enn, eins og dæmi sanna herra ritstjóri, alþýðufólk sem gleðst í þeim gjömingi að flaðra upp um „fína fólk- ið“. Upphaf jafnaðarstefnu En annars staðar í heiminum og all löngu eftir ofantalda atburði rann upp fyrir alþýðufólki sá sannleikur að að- alsmenn og kóngar væru ekki frið- helgir vegna stöðu sinnar og embætta og ekkert betur af Guði gerðir eða æðri en það sjálft. Þetta fólk lét verkin tala þegar franskt alþýðufólk réðst á Bastilluna í París 14. júlí 1789, sem Samkvæmt skoðanakönnunum hefur meirihluti landsmanna síðustu ár verið þeirrar skoðunar að skilja beri að ríki og kirkju, enda hníga flest rök að því. Vitaskuld er tímaskekkja að íslenska ríkið taki að sér að halda uppi einum trúflokki. Það er óvirðing við þá sem tilheyra öðrum söfnuðum eða trúa ekki á nokkum guð. Umræða um aðskilnað ríkis og kirkju hefur vaxið undan- gengin misseri, ekki einasta vegna þess að þjóðkirkjan hefur glat- að trausti fólks, heldur ekki síður vegna þess, að æ fleiri gera sér grein fyrir því hversu fráleit sú tilhögun er að ríkisvaldið skipti sér af einkamálum á borð við guðstrú. Óskandi hefði verið að Atburdir dagsins 1536 Erasmus frá Rotterdam deyr: Gagnrýnandi, hugsuður og rithöfundur, einn mesti áhrifamaður aldarinnar. 1789 Eldar loga víða í París eftir tveggja daga uppþot. 1878 Tyrkir láta Bretum eftir Kýpur. 1947 Síldveiðiskipið Sverrir sökk á Skagagrunni. Það var áður olíuflutningaskip, smíðað 1928, hið fyrsta í íslenskri eign. 1952 Dwight D. Eisenhower fær lausn úr hemum til að geta gefið kost á sér sem forseti Bandaríkjanna. 1966 Raunvís- indastofnun Háskóla íslands tók til starfa. umræða um aðskilnað hefði farið fram æsingalaust og ekki í skugga hneykslismála, en klerkastéttin virðist staðráðin í að tor- tíma þjóðkirkjunni innan ffá. ■ Afmælisbörn dagsins Júlíus Sesar 100 f.Kr., róm- verskur herforingi sem varð einræðisherra. Henry Thoreau 1817, bandarískur rithöfundur. George Eastman 1854, banda- rískur uppfinningamaður, hannaði Kodak-myndavélina. Amadeo Modigliani 1884, ítalskur listamaður. Bill Cosby 1937, bandarískur leikari. Annálsbrot dagsins Þennan vetur á jólum var kona í Þingeyjarsýslu uppvís að því, að hafa borið út barn sitt og kastað í Skjálfandafljót. Annálar Páls Vídalíns, 1704. Tryggð dagsins Sá er ekki alltaf tryggastur sem silur kjur, heldur hinn sem kemur aftur. Halldór Laxness; Saíka Valka. Málsháttur dagsins Treyst ei tafli hálfunnu. Réttlæti dagsins Lögin gera ekki mannamun. Þau banna bæði ríkum og fá- tækum að sofa á berangri og betla mat. Anatole France. Orð dagsins Vcmdfarið er með vœnan grip, votta e'g það með sanni: siðuga konu, sjúlegt skip og samvizkuna ímunni. Stefán Ólafsson. Skák dagsins Allt er f uppnámi í skák dags- ins sem tefld var í Hamborg ár- ið 1965. Hallier hefur hvítt og á leik gegn Herman. Mát vofir yfir hvítum en hann finnur afar snjalla leið til sigurs. Hvítur leikur og vinnur. 1. Dg3+ Dxg3 2. Re7+! Rxe7 3. Bxf7 Mál! Biskupinn lúrði í horninu og beið síns tíma. Hann kont.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.