Alþýðublaðið - 12.07.1996, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.07.1996, Síða 3
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Lífið er töff í slagviðri hins pólitíska og opinbera lífs hafa sjóaðir strákar fyrir löngu sagt skilið við sveindóminn. Er ekki orðið tímabært að stelpurnar losi sig við meyjarhaftið og taki slaginn? Nokkurorð um væl Rannveigu Guðmundsdóttur, þing- flokksformanni Alþýðuflokksins, er miður glatt í geði megi marka grein sem hún ritaði í Alþýðublaðið hér á dögunum. Þar segir hún blaðið hafa síðustu misserin verið með „aðfmnsl- ur, ómálefnalega gagnrýni og allt að því niðrandi skrif um Vigdísi Finn- bogadóttur forseta". Eftir lestur grein- arinnar verður ekki annað séð en Rannveig líti svo á að Alþýðublaðið hafi margsinnis lagt af stað í rógsher- ferð gegn vænni og blíðlyndri konu sem unnið hafi hug og hjörtu um- heimsins þótt henni hafi ekki tekist að bræða hin kaldlyndu hjörtu ritstjómar Alþýðublaðsins. Hin ofsótta vera (for- seti Islands) er fómarlamb ritstjómar- stefnu hins illa þenkjandi karlveldis. Og hvarvetna er karlveldið að leggja deyðandi hönd á hin skapandi störf vel meinandi kvenna. Þegar Jó- hanna fór úr Alþýðuflokknum var hún vakin og sofin að segja þjóðinni að hún hefði verið undir hælnum á karl- rembunni Jóni Baldvini sem hefði gert sér tilvemna óbærilega. Þegar Össur Skarphéðinsson gagnrýndi Ingibjörgu Pálmadóttir fyrir stefnu hennar í heil- brigðismálum tilkynnti hún þjóðinni að það væri ekki nema von að hann væri ekki ánægður með störf hennar; hann væri nefnilega karlremba. Þegar Margrét Frímannsdóttir varð fyrir gagnrýni sem formaður Alþýðubanda- lagsins svaraði hún því til að hún væri gagnrýnd af því hún væri kona. Þessar konur komu allar auga á sömu flóttaleiðina; þær leituðu skjóls í kvenleika sínum. Skilaboð þeirra vom þau að gagnrýni á embættisfærslu konu jafngildi kvenfjandsamlegri af- stöðu. Skilaboð Rannveigar Guð- mundsdóttur til Alþýðublaðsins em á þessa sömu leið, píslarvættisleg, vælu- kennd og lítt drengileg. Lítum á hlut Vigdísar Finnboga- dóttur. Hún er opinber persóna, var ekki neydd í það hlutverk heldur bauð sig fram til þeirrar þjónustu. Og hún sótti ítrekað eftir því að gegna hlut- verkinu. Á erlendum vettvangi kom Vigdís fram sem fulltrúi þjóðar sinnar. Einn dag kom að því að einhveijir fslend- ingar vildu ekki ljá fagurgala hjali hennar við Li Peng um afstæði mann- réttinda og því síður fögnuðu þeir orð- um hennar þegar hún sagði þann kín- verska fjöldamorðingja vera „gáfaðan og greindan mann“. Reyndar em þetta orð sem sumir íslenskir eðalkratar hefðu vísast látið eftir sér að mæla í Kína, en engu að síður féllu þau okkur óbreyttu krötunum lítt í geð. Við gerð- um athugasemdir og það er hluti af „aðftnnslum, ómálefnalegri gagnrýni og allt að því niðrandi skrifum", sem Rannveig sakar okkur um. Mér sýnist hún óska þess að við hefðum hjalað með. Ja, einræðisherrar, með líf millj- óna á samviskunni, hafa löngum átt vini á ólíklegustu slóðum og svo er sagt að kvenhjörtu slái blíðar en önnur hjörtu, skilji betur og umberi meira. Grein Rannveigar kom í kjölfar fréttar Alþýðublaðsins þess efnis að Vigdísar Finnbogadóttur biðu milljón króna á ári í aukagreiðslur þegar hún léti af embætti, auk annars konar fríð- inda sem munu vera án fordæmis. Viðbrögð við þessari frétt hafa verið á einn veg eins og lesendabréf dagblað- anna og orð þjóðarsálarinnar sýna. Þjóðinni ofbýður og sér ekki tilgang- inn með þessu austri öllu. En að mati Rannveigar er þama annað dæmi um „aðfinnslur, ómálefnalega gagnrýni og allt að því niðrandi skrif‘. Hver er glæpurinn? Samkvæmt túlkun Rannveigar felst hann í því að skýra frá því sem sagt var og gjört. Hver er hin ómálefnalega gagnrýni? Samkvæmt túlkun Rannveigar felst hún í því að blaðið neitar að hneigja höfuð sitt í samþykki. Fréttin var ósanngjöm og ámælisverð vegna þess að kona varð miðdepill hennar. Frétta- flutningurinn er þarmeð orðinn að of- sókn. Nú er það einu sinni svo að þeir einstaklingar sem veljast í áhrifastöður hljóta að gera sér grein fyrir því að störfum þeirra fylgir ábyrgð. Hluti af þeirri ábyrgð felst í því að taka ákvarðanir sem geta mælst misjafn- lega fyrir. Og stundum verða þessir einstaklingar að þola gagnrýni vegna orða sinna og gjörða. Lífið er nefni- lega töff. Ekki bara hjá þeim sem heita Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Jón Baldvin. Heldur líka hjá þeim sem heita Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir. I slagviðri hins pólitíska og opin- bera lífs hafa sjóaðir strákar fyrir löngu sagt skilið við sveindóminn. Er ekki orðið tímabært að stelpumar losi sig við meyjarhaftið og taki slaginn? J Ó N Ó S K.A R m e n n Það hefur vakið athygli Vík- verja hve notkun GSM-síma virðist hafa aukist mikið síðustu mánuði. Víkverji hefur vökult auga meö mannlífinu hverju sinni. Mogginn í gær. Því miður hef ég ekki töfralausnina; ég hef hugsað mér að láta gáfukonum eftir að finna lausn á því. Guörún Kristjánsdóttir blaðakona vill rétta hlut kvenna og er á því aö ríki einhver leiö- indalognmolla í kvennabaráttunni: Það virö- ist ekki lengur vera „in" aö ræöa jafnrétti út frá kvenlegum sjónarmiðum. HP í gær. Bla, bla, hla, allan liðlangan daginn. Ekki furða þótt karlarn- ir þeirra verði þreyttir á þeim. Skáldkonan Barbara Cartland nálgast hundraö ára aldurinn og gefur ekki mikiö fyrir vitsmuni kynsystra sinna. DV vitnar í Daily Telegraph í gær. Ég tel að markmið mín og leikmanna liðsins hafi ekki farið saman. Ingi Björn Albertsson hætti í gær sem þjálf- ari FH-inga. Nú er spurningin hvort það var Ingi Björn eöa leikmenn liðsins sem stefna í 3. deildina. DV í gær. A Ahugamenn um forseta íslands ættu að taka næsta fimmtudagskvöld frá því þá verður á dagskrá Rík- issjónvarpsins athyglisverð- ur japanskur sjónvarpsþáttur um Vigdísi Finnbogadótt- ur. Samkæmt heimildum Al- þýdubladins er mikið um handabönd og kveðjur í þættinum... Indverska prinsessan Le- oncie, sem til skamms tíma gekk undir nafninu ís- prinsessan, fer á kostum í viðtali nýju Séd og heyrt. Hún vandar íslendingum ekki kveðjurnar, segir þá hafa haldið sér niðri og hún væri kominn á toppinn ef ekki væri fyrir búsetu hér- lendis. Leoncie er einkar uppsigað við íslenskar kon- ur: „Þetta eru kynferðislega klikkaðar kerfiskonur [...] Ef ég væri feit og Ijót létu þær mig kannski i friði. íslenskar konur eru þröngsýnar og hatursfullar með minnimátt- arkennd og ég á bara að..." Og lengra gengur hið prúða Alþýdublad ekki í tilvitnun- um í indversku prinsessuna. Hún er nú flutttil Bandaríkj- anna og mun ferð hennar ut- an ekki hafa gengið hávaða- laust fyrir sig en Séð og heyrt mun fjalla nánar um það í næsta tölublaði... Séð og heyrt hefur gengið einkar vel undir ritstjórn þeirra Kristjáns Þorvalds- sonar og Bjarna Brynjólfs- sonar. Hugmynd Magnús- ar Hreggviðssonar, stjórn- arformanns Fróða, var sú að gefa tímaritið út til reynslu I ár áður en tekin yrði frekari ákvörðun um framtíð þess. Flest bendirtil þess að útgáf- an muni halda sínu striki. í herbúðum Fróða hafa menn verið að ræða möguleikana á því að gefa blaðið út viku- lega en vegna þess hve prentun blaðsins tekur lang- an tíma mun það ekki vera á döfinni. Ljóst er að blaðið hefur einhvers staðar höggvið skarð í kaupenda- hóp annarra blaða og tíma- rita. Líklegt má telja að eink- um hafi Helgarpósturinn og helgarblað DVorðið fyrir bú- sifjum vegna tilkomu blaðs- ins... Starfsemi Þróttar I Reykja- vík hefur aukist til muna á undanförnum árum og að- staða þeirra við Sæviðar- sundið er orðin of þröng. Það er mat Borgaryfirvalda sem hafa ákveðið að eftirláta félaginu Laugardalinn við litla kátínu Frammara sem hafa litið á dalinn sem sinn. Á árum áður sótti Fram ung- an efnivið sinn inní Teiga og Laugarneshverfi en uppá síðkastið hafa æ fleiri ungir og efnilegir íþróttamenn gengið í raðir þeirra rauð- röndóttu. Heyrst hafa raddir um að formaður Fram vilji flytja með félag sitt í Grafar- voginn en hvorki mun hafa verið sérstök hrifning meðal Grafarvogsbúa né gróinna Frammara með þá hug- mynd... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson MORÐOÐA RÚÐUÞURRKAN SNÝR AFTUR B Hver er eftirlætis sjónvarpsmaðurinn þinn? Sirrý Sigþórsdóttir vegfar- andi: Sigmundur Ernir Rún- arsson af því að hann hefur svo góða framkomu og er svo myndarlegur. Hulda Björk Sveinsdóttir, vinnur á veitingastað: Jón Ársæll. Hann er öðruvísi en allir aðrir. Jóhann Árnason faðir: Það er Jón Ársæll, Island í dag. Frank Sands viðskipta- fræðingur: Logi Bergmann Eiðsson er í miklu uppáhaldi hjá mér. Sigurlaug Hólm nemi: Það er hún Elín Hirst. Guðmundur Bjarnason, land- búnaðar- og umhverflsráðherra, er ætíð tilbúinn að styðja ýtr- ustu sérhagsmuni í landbúnaði gegn almannahagsmunum, svo sem ótal dæmi sanna. Jónas Kristjánsson sleppir ekki fastatakinu sem hann hefur á Guðmundi. Nú er þaö spurningin hvort rétt sé aö takmarka fjölda héraöa í miðhálendisnefnd. DV í gær. Sveitafélögin, sem liggja að há- lendinu, eiga ekki að hafa neinn rétt á hálendinu umfram þau sveitarfélög, sem fjær liggja. Enda er áratugareynsla fyrir því, að ábyrgðarmenn ofbeitar- innar eru sízt allra færir um að gæta almanna- og umhverfls- hagsmuna í máli þessu. Sami. Ég tel eðlilegt að virða eignar- réttinn og langmest af hálendinu er í eign sveitarfélaga og tilheyr- ir einstökum jörðum. Þjóðnýt- ing var töluvert tíðkuð í Sovét- ríkjunum og gafst frekar illa. Páll Pétursson bóndi og félagsmála- ráðherra í DV í gær. Á erlendu stöðvunum er fréttaefni og meðhöndlun þess með mjög stöðluðum hætti og þar er ekki að flnna neinn Ómar Ragnarsson. Helgarpósturinn fer ekki í felur meö skýlausa aödáun sina á Ómari Ragnarssyni í gær. fréttaskot úr fortíð Ný sfld Til sölu er ný síld síðan í sumar á Bergstaðastíg 45 (norðurenda á kjall- aranum). Alþýðublaðið, 28. febrúar 1923.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.