Alþýðublaðið - 12.07.1996, Side 6

Alþýðublaðið - 12.07.1996, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 m a n n I í f ■ íslendingar eru þunglyndasta þjóð í heimi. Allavega borða íslendingar meira af þunglyndislyfum en aðrir, allt upp í þrefalt meira en frændur vorir á Norðurlöndum. Gunnar Smári Egilsson fjallar hér um þessa staðreynd og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert að flestu því fólki sem gleypir þunglyndislyfin annað en lífið sjálft. Og að hér sé rekin heilbrigðisstefna sem er í andstöðu við eðlilega hrynjandi lífsins og reki fleyg í undirstöðu menningar okkar- að án kross sé engin upprisa, án þjáningar sé engin þroski Fúllyndasta þjóð í heimi Þegar mér þótti lífið hastarlegt við ungan dreng, og var eitthvað að sífra um það við móður mína, greip hún nánast alltaf til sömu setningarinnar: Þeir eiga bágt sem eiga bágara en þú, Smári minn. Það þurfti að vera eitthvað að til að ég fengi meðaumkvun hjá mömmu. Hún neitaði að vorkenna mér fyrir það eitt að vera til og bar ömmu mína fyrir því, að það væri öllum óhollt að verða fyrir slíku. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég komst að því að íslendingar eiga Norðurlandamet í geðdeyfð - eða því sem hét þunglyndi þegar ég var að alast upp. Geðdeyfðin hefur lagst svo þungt á þjóðina að í morgun tóku tíu þúsund íslendingar lyf við geðdeyfðinni í sér til þess að komast í gegnum daginn. Það eru helmingi fleiri meðbræðra okkar en kusu Astþór Magnússon í forsetakosningunum, og sjá þá flestir hversu alvarlegt ástandið er. Og enn hryllilegra verður það þegar haft er í huga að fyrir réttum sjö árum tóku aðeins þrjú jrúsund íslendingar sambærileg lyf á degi hverjum. Það hefur því steypst þunglyndisfaraldur yfir þjóðina. Og það án þess að nokkur tæki eftir því - fyrir utan þá þunglyndu og læknana þeirra, að sjálfsögðu. Við hin héldum í fávisku okkar að við tilheyrðum enn hamingjusömustu þjóð í heimi. En það er öðru nær. Það hefur komið í ljós að sú þjóð á voðalega bágt sem á bágara en við Islendingar. Það er ljótt að gera grín að veiku fólki. Þetta sagði mamma mér líka ungum og þurfti ekki að bera neinn fyrir því. Ég er heldur ekki að gera grín að veiku fólki. Þvert á móti held ég að helmingur — jafnvel tveir þriðju — þeirra sem tóku geðdeyfðarlyf í morgun séu að gera grín að mér. Og þó held ég fyrst og fremst að læknar þessa fólks séu að gera grín að mér og öðrum skattgreiðendum. Það er heilög sannfæring mín - og ég dreg ömmu mína heitna fram til vitnis um það - að það er ekkert að þessu fólki annað en líftð sjálft. Og ég er jafn sann- færður um að það er hrein geggjun - vitfirring - að læknar séu að gefa þessu fólki lyf við óumflýjanlegum fylgi- fiskum lífsins. Og svo er það náttúrlega glapræði að hinn snauði ríkissjóður og skattpíndur almúginn borgi brúsann. Ef þessu fólki líður eitthvað illa getur það farið í lagningu á eigin kostnað. Það gerði mamma. Læknamir geta síðan stundað tilraunir sínar með lyfrn á sjálf- um sér og á eigin reikning. Eitt tónlistarhús étið við þunglyndi En ef til vill á maður ekki að láta svona. Ef til vill á maður að geyma stóru orðin. Þangað til eitthvað stórt gerist. Þangað til himinn og jörð farast. En athugum að minnsta kosti hvað þetta er stórt, þetta með geðdeyfðina. Fyrir sjö árum greiddu sjúklingar og ríki nánast jafn mikið íyrir fjóra flokka lyfja: meltingarlyf, hjartalyf, sýkingarlyf og tauga- og geðlyf. Þessir flokkar skáru sig nokkuð frá öðrum lyfjaflokkum vegna þess hversu dýrir þeir vom - um 600 milljónir króna hver flokkur. Síðan þá hefur kostnaður af sýkingarlyfjum staðið í stað, 10 prósent meira er greitt fyrir hjartalyfin og 11 prósent meira fýrir meltingarlyfin. Núna greiða sjúkl- ingar og ríki hins vegar 130 prósent meira fyrir tauga- og geðlyf en fyrir aðeins sjö ámm. Á þessum stutta tíma hefur kostnaður sjúklinga og ríkis af tauga- og geð- lyfjum aukist úr 640 milljónum í 1.460 milljónir. Helminginn af þessum 820 milljón krónum má rekja til eins undirflokks í þessum breiða flokki lyfja: geðdeyfðarlyfja. Og nánast allar þær rúmu 400 milljónir em tilkomnar vegna lyfs sem almenningur þekkir best sem tískulyfið Prósak. Það er reyndar ekki selt undir því nafni hérlendis heldur heitir ýmist Fontex, Flúoxín, Tingus eða Seról. En þetta er meira og minna allt sama prósakið. Fyrir sjö ámm vom um þijú þúsund Islendingar á geðdeyfðarlyfjum á hvetj- um tíma. Núna eru þeir orðnir tíu þúsund. Og þar sem aðeins hluti þessa fólks er á lyfjum allan árins hring, má gera ráð fyrir að á síðasta ári hafí um tuttugu, jafnvel allt upp í þijátíu þúsund manns tekið inn þunglyndislyf. Þrátt fyrir að sala á þessum lyfjum hafi einnig tekið kipp á öðrum Norðurlöndum í kjölfar markaðssetn- ingar á Prósaki í lok síðasta áratugar eða byrjun þessa, eiga frændur vorir enn langt í land með að nálgast neyslu okkar á þunglyndislyfjum. Svíar komast næst okkur en þyrftu samt að auka lyfja- notkunina um 50 prósent til að halda í við okkur. Norðmenn þyrftu að fjölga þunglyndum um tvo þriðju, Danir og Finnar að tvöfalda lyfjaátið og Færeyingar - okkar nánustu frændur - þyrftu að þrefalda útgáfu lyfseðla á þunglyndislyf og kæmust þó varla með tæmar þar sem þunglyndir íslendingar draga á eftir sér hælana. Er nema von að ég sé hissa. En þó fólk hafi gefið mér upp hinar furðulegustu ástæður fyrir því að Iæknar settu það á Prósak, hef ég ekki enn fundið neinn sem hefur fengið það vegna þess að hann var hissa. Ég ætla því að reyna að átta mig á þessari... ja, mér liggur við að segja stórkostlegu tilraun læknastéttarinnar með þjóðarsál- ina. Og fyrir þá sem finnst ekkert stórkostlegt nema það kosti nóg af peningum, vil ég benda á að ef læknar hefðu haldið jafn vel aftur af sér við útgáfu lyfseðla á geðdeyfðarlyfin og þeir gerðu varðandi sýkingarlyfin, þá hefðu almenningur og ríkissjóður sparað sér 1.175 milljónir síðan 1989. Það er á við tvö og hálft hús handa Hæstarétti eða eitt tónlistarhús. Tveir andstæðingar Prósaks „Sál mín er hrygg allt til dauða,“ sagði Jesú í Getsemane-garðinum. Það var fyrir tíma Prósaksins. Jesú fékk því ekki notið líknar þess og örvænti á krossinum um að faðirinn hefði yftrgef- ið sig, í stað þess að kæra sig kollóttan um það. Mér er reyndar til efs að Jesú hefði þegið Prósak þótt Pétur hefði boðið honum það í Getsemane. Ef svo væri hefði hann líklega reynt að leggja sig með lærisveinunum í stað þess að vaka og þjást. Jesú fór aldrei í neinar grafgöt- ur með að fagnaðarerindi hans fylgdi þjáning. Hann sagði fólki að axla kross sinn og fylgja sér. Áu krossins fær enginn að vera með. Hann er inntökuskilyrði. Án kross, engin upprisa - án þjáningar, enginn þroski. .JLífið er erfitt," sagði Búdda eftir að hafa reynt bæði að lifa í vellystingum og svelta sig undir tré. Hvorugt virkaði vel og Búdda komst að því, að best væri að fara milliveginn; sætta sig við að lífið er bæði ljúft og sárt. En Búdda fannst þessi bitru sannindi ekki sár. Honum fannst þau ljúf. Mér er líka til efs að Búdda hefði þegið Prósak. Hann hefði allt eins getað snúið heim í höll sína og deyft sig með vellystingunum sem hann flúði upphaflega. Búdda lagði ekki trúnað á að maður sem finnur til eigi bágt. Hann trúði að maður sem finnur aldrei til eigi bágt. Við lifum á tímum margskipts sannleika, og eigum því auðvelt með að segja sem svo, að þótt Jesú hafi getað lifað með sinni angist, þá sé ekki þar með sagt að til þess sé ætlast af okkur. Það sem sé trúarlega rétt geti verið læknisfræðilega rangt. Auk þess hafi Jesú verið guðlegrar ættar og því lengra í ópið í honum en okkur hinum. Þetta er náttúrlega villutrú. Aðaltrixið hjá guði með að senda Jesú úl jarðar var að hann yrði maður, lifði eins og maður, þjáðist eins og maður, gleddist eins og maður. Ef Jesú hefði tekið með sér svo mikið sem gramm af guðdómi til jarðarinnar hefði hann verið óhæfur sem vegurinn, sannleikurinn og lífið fyrir okkur mennina. Hann væri frat. Jesú læknaði sjúka, og væri líklega í dag kallaður hómópati, kuklari. En af öllum sögum um lækningar hans skín hins vegar vantrú hans á tilgang þeirra. Hann hafði enga trú á að það gerði fólki gott að húrra heilbrigðismælikvarða þeirra upp í ímyndaðan núllpunkt með einhveijum töfrabrögðum. Á einum stað bað hann Iærisveinana í guðs bænum að bjarga sér frá sjúklingum sem þrengdu að honum. Honum blöskraði heimtufrekja þeirra, krafan um að verða heilbrigður í hvelli. Jesú bauðst ekki tíl að bjarga fólki frá allri lífsins ólukku. Hann bauð fólki upp á styrk til að þola hana og útsýni yfir og í gegnum hana. Búdda var um margt svipaður karakt- er og Jesú enda hafa menn viljað draga kenningar hans í efa með svipuðum rökum; að enginn einn maður geti verið svona þolinn gagnvart lífinu, að hann hafi ekki verið einn heldur margir, eins- konar samheiti yfir góða parta úr mörg- um mönnum. Við sem erum alltaf einir getum því aðeins tekið temmilega mikið mark á kenningum Búdda. Það er eitthvað við óvægni þessara tveggja félaga sem fer í fínustu taugar manna á okkar tímum. Þessi fullvissa um að það sé ekki hægt að stytta sér leið í lífinu, að í því séu engir lukkupottar sem frýi menn ábyrgð, ekkert lottó, ekkert kínó, engin lengja. Þeir tala reyndar báðir um bónus, en það er ein- hver allt annar bónus en sá sem við þekkjum. Lyf við peningavanda Ég bið lesendur forláts á að hafa haft yfir þessi alkunnu sannindi um þá Jesú og Búdda. Mig langaði hins vegar að rifja þau hér upp, áður en ég tryði lesendum fyrir því hvers vegna nokkrar prósak-ætur fengu resept á lyfið. Þessu trúðu þær mér fýrir: Miðaldra maður fór til læknis og sagði að honum fyndist lífið ekki eins skemmtilegt og áður. Hann fékk Prósak. Miðaldra kona fór til læknis og trúði honum fyrir því að hún óttaðist aldurinn og yrði hrygg í hjarta sínu þegar hún tæki eftir hversu mjög æskublómi hen- nar hefði fölnað. Hún fékk Prósak. Rúmlega þrítug kona hringdi í lækni og sagði að vinkona hennar hefði mælt með Prósaki. Vinkonan hefði sagt að maður yrði allur eitthvað svo bjartsýnni, opnari, glaðari. Konan fékk Prósakið sem hún bað um. Ungur maður var stressaður í upplestrarfríinu fyrir vorprófin í háskólanum og hringdi í lækni. Hann fékk Prósak. Fertugur maður hafði þungar fjárhagsáhyggjur og sá ekki framúr peningavandræðum sínum. Hann fór því tíl læknis og fékk Prósak. Svonaer nú það. Er það vegna þess hversu illa innrætt- ur ég er, að mér finnst þetta fýndið? Þegar mér líður illa í sálinni líður mér illa út af einhveiju. Oftast er það vegna frekju, mér finnst að mér eigi að líða miklu betur en reyndin er. Stundum er það vegna þess að ég hef gert eitthvað sem ég átti ekki að gera, en oftar vegna þess að ég hef ekki gert eitthvað sem átti að gera. Ég hef aldrei orðið fyrir van- líðan, dottið ofan í hana, smitast af henni. Þegar mér líður illa, á ég það annað hvort skilið eða þá að eitthvað hefur hent mig eða þá sem mér eru kærir og ég hef ekki enn fúndið leið til að sætta mig við það eða skilja það. Þegar hamingjusöm fífl fóru úr tísku um árið var það vegna þess að fólk skynjaði að án vanlíðunar hafði það engin kennileiti á leið sinni gegnum lífið. Það flaut hlægjandi að feigðarósi. Hvers vegna hamingjusöm fífl eru aftur orðin hámóðins veit ég ekki. Ef til vill vegna þess að fólk áttaði sig á að þjáningarfull sjálfsvorkunn og fýla eru heldur ekki álitleg tíl þroska ein og sér. Maður þroskast ekki af þeirri þjáningu sem maður teygir sig eftir. Leiðin til mennsku liggur í gegnum þjáninguna Mestur hroki sem aum mannskepna getur verið haldin er sá að bera sig saman við guð, og gildir þá einu þótt guð hafi stigið niður til jarðar svo við mættum bera okkur saman við hann. Til bjargar sálu minni verð ég því að draga fleiri til vitnis um gildi þjáningarinnar, aðra en Búdda, sjálfan mig og Jesú bróður besta. „Sá, sem ekki kollsigldi lífi sfnu, áður en hann tók að lifa, mun aldrei lifa,“ sagði Sören Kirkegaard. „Hver sá sem er ófær um að standa á oddi eins og sigurgyðja, án svima og lofthræðslu, mun aldrei vita hvað ham- ingjan er, og það sem verra er, mun aldrei gera neitt sem stuðlar að ham- ingju annarra," sagði Friedrich Nietzsche. Hvorugur þessara manna lifði lífi sem nú væri talið hamingjuríkt, svo ef til vill ættum við ekki að hlusta mikið á þá. Ef þeir kæmu labbandi í dag inn á heilsu- gæslustöðina og tryðu læknunum þar fyrir tilvistarkreppu sinni og lífshlaupi myndu þeir ganga út með resept á Prósak upp á vasann. Jean-Paul Sartre þyrfti heldur ekki lengi að útlista angist sína fyrir læknunum áður en þeir dældu í hann Prósaki. Egill Skallagrímsson þyrfti ekki að yrkja Sonatorek núna. það þjáði hug hans ekkert sem góður lyfja- kúr fær ekki lagað. Hallgrímur Pétursson hefði legið sína banalegu á Droplaugarstöðum með efnafræðilegt sælubros á vör, og ekki séð tilganginn í því að yrkja sig til guðs. Það er raunar sama hvar við leitum í samanlagðri menningarsögu okkar, hvergi nokkurs staðar finnum við menn sem trúa því að leiðin til mennsku liggi framhjá þjáningunni. Og ef lækna- vísindin teldu sig ekki yfir skítuga mennskuna hafin, þá þyrftum við ekki einu sinni að hugleiða þá delluhug- mynd. Leiðin til ómennsku liggur í gegnum leiðann Nú verð ég að draga aðeins í land. Allt þetta tal um þjáninguna á ein- hvem veginn illa við það fólk sem ég lýsti áðan og sagði mér að það hefði fengið Prósak við vanda sínum. Það sem þjáði það var einhvem veginn of léttvægt til að kallast þjáning. Leiði, fyla, doði, frekja eru réttari orð. Maður sem skuldar mikið og hefur af því áhyggjur er ekki veikur. Kona sem eldist eins og allt annað í sköpunarverki guðs er ekki sjúk. Maður sem er staddur á miðjum aldri, og veit ekki alveg hvað hann af sér að gera, er heldur ekki lasinn. Og kona sem vill vera hress og opin eins og vinkona hennar er heldur ekki veik. Éf þessu fólki vill líða ein- hvem veginn öðmvísi en því Iíður, og er ekki tilbúið að gera meira til þess en að taka pillu, þá líður því nákvæmlega eins og það á skilið. Að ætlast til annars er frekja. En afhverju er þetta fólk orðið að sjúklingum? Affiverju fær það fjárhagsaðstoð frá samborgurum sínum við að kveða niður frekjuna í sér með pillum? Síðan hvenær hættu Iæk- navísindin að einbeita sér að sjúkdóm- um og fóru í samkeppni við afþreyingariðnaðinn um að koma fólki í gott skap? Og afhverju kærir Jón Ólafs- son þetta ekki til Samkeppnisstofnunar og heimtar áskriftina að Stöð 2 og miðann í Regnbogann undir Tryggingastofnun? Auðvitað hef ég ekki grænan gmn um afhverju. Ég er bara eins og aðrir, alveg dæmalaust hlessa. En ég er með kenningar. Annars vegar að læknunum sé fyrst og fremst um að kenna. Hins vegar að það sé ein- foldun að kenna læknunum um þetta. Hávísindalegt kukl Þegar ég var rétt rúmlega tvítugur og vann á Kleppi var send þangað kona um sextugt sem var svo hátt uppi að við strákamir vomm settir í að halda henni niðri í rúminu. I pásum, einkum á næturvöktum, las ég sjúkraskýrslu hen- nar sem náði langt aftur fyrir seinna stríð. Á fyrstu síðunum mátti lesa hvernig læknarnir reyndu að koma henni til heilsu með heitum og köldum böðum, nokkrum síðum seinna voru þeir komnir með tröllatrú á insúlíngjöf í risaskömmtum, þar næst komu margar blaðsíður þar sem B-vítamín hafði tekið við aðalhlutverkinu og enn seinna vom læknismeðulin ekki mæld lengur í millilítmm heldur voltum. Læknamir vom orðnir eins og popparamir, komnir með Búrfellsvirkjun á bak við sig. Innan

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.