Alþýðublaðið - 12.07.1996, Page 7

Alþýðublaðið - 12.07.1996, Page 7
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m a n n I í f um og saman við voru síðan lyf sem eru löngu hætt störfum og eyða ellinni sem fom og torskilin heiti í textum Megasar. í sjálfu sér hefði þetta verið hugguleg lesning ef hún hefði endurómað örvæntingu manna sem vom af veikum mætti að reyna að líkna konunni en höfðu til þess fá og gölluð meðul. En það var öðru nær. Öll skýrslan var skrif- uð af fullvissu - mér liggur við að segja sigurvissu - þess sem allt veit. Með ískaldri yfirvegun sendu læknarnir konuna í sjóðheitt bað. An þess að efast gáfu þeir henni insúlínsjokk. Þetta var eins og að lesa sjúkraskýrslur doktors Mengeles. Hann taldi sig líka starfa í krafti vísindalegrar þekkingar. Það er auðvelt fyrir okkur núna að hneykslast á heitum og köldum böðum á Kleppspítala á fyrri helmingi aldar- innar. Vísindalegri þekkingu hefur fleygt fram. Helgi Tómasson heitir Tómas Helgason nú. Lyfjafyrirtækin hafa fært honum ótrúlegt gallerí af lyfjum að þreifa sig áfram með. Fyrst kaffærðu aukaverkanimar nánast það gagn sem mátti hafa af þeim en á und- anfömum ámm hafa lyljafyrirtækin sett á markað nýjar kynslóðir lyfja sem byggja á rannsóknum á boðefnum heilans. Prósak er af þessum nýju kynslóðum lyíja. Alveg hreint helvíú hávísindalegt lyf. Veröldin er sjúkrahús Hafið þið legið á sjúkrahúsi? Þegar læknamir koma á stofugang þá spyija þeir mann ekki hvernig manni líður. Þeir mæla það. Stutt saga þess sem kalla má nútíma læknavísindi einkennist af því viðhorfi að maðurinn sé vél. Ef einhver hluti þessarar vélar virkar ekki eins og eðlilegt er talið, er hann lagfærður eða honum hent. í fyrstu vom læknar sér- fræðingar í vélgangi mannslíkamans, síðar urðu þeir sérfræðingar í einstökum vélarhlutum, ristli, ristiltotu. Þetta væri svo sem alit gott og blessað ef læknamir hefðu ekki sýkt hugmyndir okkar um heilbrigði um leið og þeir reyndu að lækna okkur. Núna er litið á fæðingu og dauða sem sjúkdóma, eðlileg náttúmleg hrynjandi lífsins er tmflun eða röskun í vélarganginum og við henni er bmgðist á sjúkrahúsunum. Það er sjúkt að eldast, krankleikamerki að þroskast. Veröld okkar er hætt að vera leiksvið þar sem guð var leik- stjórinn, hún er orðin að sjúkrahúsi. Doktor Kilder er guð. Og alveg á sama hátt og við vissum aldrei almennilega hvað það var sem guð ætlaðist til af okkur, hvað það var að vera guði þóknanleg, er okkur ekki ljóst hvað það er að vera heilbrigður. Að finna aldrei til? Að vera alltaf í góðu formi? Eða að koma sér alltaf í betra og betra form? Braggast og skána út í það óendanlega? Kjánalegastir lækna Geðlæknar vom lengst af - og em jafnvel enn - kjánalegastir lækna. Þeim var skammtað líffæri sem var mikið ólíkindatól. Það leit út eins og grautur en virtist geta allt. Trúir læknavísind- unum reyndu geðlæknamir að taka þetta líffæri til svipaðrar meðferðar og aðrir læknar beittu á sín líffæri. Þeir skám úr því bita og biðu til að sjá hvemig sjúkl- ingnum reiddi af. Þeir dældu insúh'ni í heilann eða settu á hann rafsttaum til að slá hann út af laginu. Og þar sem heilinn var eins og grautur reyndu þeir að sjóða hann og kæla til skiptis í von um að hann yrði eitthvað meðfærilegri, geril- sneyddari. A undanförnum áratugum hefur mælitækni ýmiskonar verið það eina í vísindalegri þekkingu sem hefur fleygt fram. Fyrir fáeinum tugum ára gátu menn í fyrsta skipti mælt það sem kallað er boðefni í heilanum. Þau em æði mörg og kenning mælingamanna gengur út á að hvert boðefni hafi ákveðnu hlutverki að gegna. Eitt flytur gleði, annað sársauka, þriðja angist og fjórða öryggi. Eftir nokkur ár munu menn geta einangrað öll þessi boðefni, skilgreint nákvæmt hlutverk þeirra og efnagreint. Þá mun okkar verða sýnt til- raunaglas með seigfljótandi glærum vökva og sagt að þama sé nú angistin hans Sartte og annað með eilítið gráli- tum vökva og sagt að þar sé guðsóttinn. Góður siðir verða í þriðja glasinu. Og lyíjafyrirtækin munu markaðssetja guð og Sartte undir nöfnunum Sartrófín og Theoxín. Og lítið merki á lyljaglösunum mun gefa til kynna að lyfin séu náttúm- væn, í þeim séu engin aukaefni, ekkert sem ekki er þegar til staðar { manns- Iíkamanum. Uppgötvun boðefnanna varð náttúr- lega eins og vítamínsprauta í rassinn á geðlæknisfræðinni. Þarna var það komið sem hún var að leita að, endanleg sönnun þess að andi er efni sem hægt er að stjóma með því að breyta efnasam- setningunni. Heilinn var ekki lengur beiskur grautur. Með pinkulítið af þessu og dulitlu af hinu var jafnvel hægt að gera hann að sætum búðingi. Boðefnin hreinsuðu endanlega kukl- orðið af geðlæknunum. Þeir vom orðnir læknar meðal lækna. Og hvað felst í því? Geðlæknar geta nú ráðist að birtingamyndum eðlilegrar hrynjandi tilvemnnar í sálarlífmu með sambæri- legri nákvæmni og aðrir læknar beita skurðarhnífnum. Þeir geta ekki gert okkur eilíf frekar en aðrir læknar, en þeir geta látið okkur líða eins og dauð- inn sé ekki til, hvorki endanlega né í hveiju augnabliki, látið okkur fmnast að allt sé i' stakasta lagi. Prósak er smíðað eftir allt-(-stakasta- lagi-boðefhi heilans. Peysufötin hennar ömmu Eg man ekki efdr ömmu minni nema á peysufötum og ég hef aldrei séð mynd af henni öðmvísi til fara. Gömul kona, eilítið ströng á svip, lágvaxin og í pey- sufötum. Þegar ég var unglingur var mér sagt að peysuföt væru táknmynd kúgunar kvenna, að þau væru misskilin þjóð- emisrembingur þar sem þau væm raun- vemlega stílfærð dönsk síðmiðaldatíska. Mér var líka sagt að það væri ægilega erfitt að ganga um og athafna sig svona uppáklædd og á heitum sumardögum væri það á við að spássera um helvíti. Ég held að amma mín hafi ekki velt þessu fyrir sér þegar hún kæddi sig á morgnana. Ég held að hún hafi ekki verið að klæðast þjóðemisstolti sínu eða tákni um stöðu sína sem kona. Ég held hún hafi verið að klæðast einkennis- búningi aldurs síns og virðingar. Hún var reynd og þroskuð kona og lífið hafði gert hana gamla og vitra. Það hefur stundum verið sagt að æskudýrkun einkenni nútímann. Ég sá strætó áðan og utan á honum lá tákn- mynd æskunnar, kona í málbandi einu fata, frjálslega sveipuðu um mittið. Ég veit það ekki. Ég held að menn allra tíma hafi dáðst að æskunni, jafnvel dýrkað hana. Það sem sker okkur frá öðm fólki, frá fyrsta helfisbúanum og til ömmu minnar, er fyrirlitning okkar á reynslu, þroska og aldri. Við höfum ekki trú á að lífið færi okkur neitt nema dauðann. Ég sé reglulega fréttir af starfsemi Félags eldri borgara eða Samtökum aldraðra í sjónvarpsfréttunum. Glatt og kátt fólk á jogging-göllum í bóling eða á leið í langferð í rútu. Og undir lok frétt- arinnar stekkur sjötugur fararstjórinn á adidasskónum sínum yfir eina tröppu upp í rútuna, svona til að sýna að gamalt fólk sé nú líka fólk. Öll sjálfsvirðing aldraðra er sótt í að það geti gert margt af því sem yngra fólk gerir; orðið ástfangið og sofið hjá, sleppt ffam af sér beislinu, tekið sig upp á gamals aldri og lagst í ferðalög eða háskólanám. Lífið er ekki búið þótt rnaður verði gamall, það er það eina líf sem einhvers er metið - líf óþroskaða unglingsins. Útúrdúr um sjálfan mig Ég var ffekar leiðinlegt bam. Ég var yngstur fjögurra bræðra og vildi verða fullorðinn jafn fljótt og þeir. Þegar ég var orðinn unglingur vildi ég verða enn eldri og sem ungur maður sannfærðist ég um að líf mitt fram að fertugu yrði bara forleikur að því sem þá tæki við. Hugsanir mínar væru bara heilaleikfimi svo heili minn yrði tilbúinn að melta alla þá visku sem helltist yfir mig með aldrinum. Nú, þegar ég á bara tæp fimm ár í fertugt, er ég farinn að efast um að þetta verði svona. Líkast til verður líf mitt allt bara æfing fyrir það sem ég mun aldrei skilja eða átta mig almenni- lega á. Ég er að játa þetta hér, svo að lesand- anum sé ljóst að mér hefur aldrei liðið vel í þessum heimi sem fyrirlítur aldur og þroska. Þegar ég hætti að geta reimt skóna án þess að beygja hnén taldi ég mér trú um að ég væri að þroskast, þetta væri allt saman að koma. Ég rauk ekki út á líkamsræktarstöð til að fá hnén á mér gerð aftur sjö ára. Ég er núna staddur í miðri ungmann- dómskrísu og hefur aldrei liðið betur. Mér fmnst líf mitt á tímamótum og að eitthvað óvænt bíði rm'n, eitthvað sem ég hef ekki ímyndunarafl til að gera mér í hugarlund. Ég kveð ekki óstöðugleika æskunnar með söknuði, aðeins þakklæti fyrir að komið mér hingað í krísuna. Af skáldum, prestum og sálfræðingum Fyrirlitning nútímans á aldri og þros- ka birtist ekki síst í listinni. Það mætti til dæmis smala íslenskum rithöfundum saman og ferðast með þá um heiminn úl að sýna heimsbyggðinni hvemig fer fyrir fólki sem tekur ekki út eðlilegan þroska. Það kemur sér upp horfmni gul- löld æskunnar og lýsir henni með ljúf- sámm ttega og dempaðri kímni. Svo ég vitni í sjálfan mig, það rekur penna sinn á kaf í eigin bamsrass. Og prestamir? Þeir boða einhverja bamatrú sem er vita gagnslaus fullorðnu fólki. Góður guð sem passar allt og alla, í stað þess að gefa fólki styrk og örlitla leiðsögn til að nota það sem fólkið át af skilningstténu. Það er til arfsögn meðal mormóna í Bandaríkjunum sem segir að guð hafi verið að því kominn að gefast upp á manninum. Það hafði ræst svo illa úr honum, að guð sá ekki lengur neina von um bata. En áður en hann mannaði sig upp í að drekkja manninum í annað sinn kallaði hann á Jesú og Satan og spurði þá hvort þeir hefðu eitthvað það snjall- ræði sem gæú bjargað mannskepnunni. Satan benú guði á, að hann ætú herskara engla og ef hann sendi einn engil á hveija manneskju þá ætú þeim ekki að verða skotaskuld úr því að berja man- ninn til hlýðni. Banka á puttana á honum ef hann ætlaði að breyta rangt. Þetta fannst guði snjöll hugmynd. Jesú lagði hins vegar til að hann færi sjálfur til jarðar, gerðist maður meðal manna og sýndi fram á hvemig maðurinn gæú hagað lífi sínu, verið heill og ham- ingjusamur og guði þóknanlegur. Þetta fannst guði enn betri hugmynd og ákvað að láta á hana reyna. Satan fór í fýlu, gerði uppsteit og var á endanum hent út úr himnaríki. Jesú fór niður til jarðar og var krossfestur. Guð settist í helgan stein og hætti afskiptum sínum af manninum. Hann hafði gefið manninum allt það besta sem hann átti, frjálsan vilja og nokkuð góðar leiðbeiningar um hvemig með hann átti að fara. I ljósi þessarar sögu er ekki hægt að varast þá hugsun, hvort venjulegum íslenskum pokapresti þyki Satan ekki sniðugri sonur guðs en Jesú, hvort hann standi ekki hinni heilögu bamatrú nær. Það sagði mér maður á besta aldri að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með kennslubókina sem hann var látinn lesa í sálfræði í Háskólanum. Hún var 600 blaðsíður eða svo en aðeins 20 blaðsíður fjölluðu um þokkalega fullorðið fólk. Hann sagði að það væri eins og þær breytingar sem hann þyrfti að ganga í gegnum, sá þroski sem hann þurfti að taka út, væri ekki úl fýrir sálífæðinni. Og hann er það ekki. Ef læknar fæm almennt að dæla Prósaki í unglinga á gelgjuskeiði yrðu þeir grýttir. Ef þeir gefa eldra fólki Prósak við sínum þroskakrísum kippir sér enginn upp við það. Þroski fullorðins fólks er bara della sem best er að gleyma, deyfa og svæfa. Fyndið lyf En Prósakið? Já, það hjálpar okkur til að komast hjá þjáningunni sem er íylgifiskur h'fs- ins, leiðanum, doðanum og frekjunni sem tilheyrir kröfunni uin létt líf, eih'fa æsku, engin áföll. Það gerir okkur glað- lynd án þess að við höfum nokkuð til að gleðjast yfir. Bjartsýn, þótt ífamundan sé bara svart myrkur grafarinnar. Létt- sú'g á göngu okkar úl... eigum við ekki baraaðsegja: heljar. Prósak er lyf fyrir fólk sem ekkert amar að, annað en lífið sjálft. Og það þætti í versta falli eilítið hlægileg hugmynd ef samfélag okkar væri ekki orðið eins sjúkt og það er. Það þykir því ekki skondið heldur bráðsnjallt, svo snjallt að það fólk sem vill eldast og þroskast með Prósak að leiðarljósi fær ríkisstyrk eins og það sé að vinna ein- hver gustukaverk. í vetur sem leið sagði ekki-frétta- maðurinn Haukur Hauksson frá því að Prósak-umboðið á íslandi hefði boðist til að leysa Langholtskirkjudeiluna með lyfjagjöf. Það var fyndið. Bandarískur læknir lagði til á læloiaráðstefnu í íyrra- sumar að aðstoð Bandaríkjanna við Bosníumenn yrði fyrst og fremst í formi Prósaks. Hann trúði að það myndi leysa stríðið, setla átökin, fá múslima og Serba til að elska hvorir aðra. Það var líka fýndið. Þótt þessi Iæknir hafi talað í nafni vísindalegrar þekkingar er speki hans ekkert ófyndnari en Hauks Haukssonar. Læknirinn er meira segja skemmtilegri, þar sem hann ætlaði ekki að vera fyndinn. En er það fyndið að tíu þúsund íslendingar séu á geðdeyfðarlyfjum á hveijum úma, þegar aðeins þijú þúsund þurftu á þessum lyfjum að halda fyrir sjö árum? Er það íýndið að læknar rök- styðji þessa þróun með því að þunglyndi hafi hingað til verið stórlega vanmetinn sjúkdómur? Að fýla sé í raun sjúk- dómur? Auðvitað er það fýndið. En það hættir einhvem veginn að vera fyndið þegar maður áttar sig á, að hér er um opinbera heilbrigðissteftiu að ræða. Að ríkisvald- ið hafi ákveðið að verja tæpum 1.200 milljónum í að dæla Prósaki í fólk svo það geú áffam afneitað eðlilegum hrynj- anda lífsins. Hæú að þroskast. ,Uífið er erfiú," sagði Búdda. Það er svo erfitt að í raun er það ekkert nema mannlegt að gefast upp og kjósa fremur að skjóta sér undan hfinu en takast á við það. Það er skiljanlegt sem ákvörðun einstaklings. En sem opinber stjóm- valdsstefna er það hins vegar geggjun, vitfirring. Ekki kannski eins vitfirrt og sú opinbera stjómvaldsstefna Kfnveija á dögum menningarbyltingarinnar að nemendur skyldu éta kennara sína - en geggjað engu að síður. Til varnar kverúlöntum Ég hef áhyggjur af þessu. Svo miklar að ég ætú í raun að fá mér Prósak úl að geta slappað af. Annars er hætt við að ég breytist í kverúlant sem sífellt er að tuða eitthvað og passar svo illa inn í þetta áhyggjulausa og átakalausa kokt- eilboð samfélagsins, þetta prósakgilli. Ég gæti vaknað upp einn daginn og áttað mig á að ég hafi misst eitt ess úr föðumafninu. En ég trúi því að kverúlantamir hafi stundum rétt fýrir sér. Ég ttúi að hættan leynist þar sem við uggum ekki að okkur, að heimsendir komi eins og þjó- fur að nóttu. Við eigum því að láta kverúlantana halda fyrir okkur vöku en banna þeim það ekki. Og í ljósi tilfinningasveiflna sem hafa skollið á Alþýðublaðinu undanfarna daga vil ég enda þessa grein á úlvitnun í gamlan húsgang sem á ágætlega við okkar prósaksælu þjóð. Svoleiðis kemur dauði menningarinnar Svoleiðis kemur dauði menningarinnar Svoleiðis kemur dauði menningariimar Ekki í Rambo-búningi heldur dragt. En er það fyndið að tíu þúsund Islendingar séu á geðdeyfðarlyfjum á hverjum tíma, þegar aðeins þrjú þúsund þurftu á þessum lyfjum að halda fyrir sjö árum? Er það fyndið að læknar rökstyðji þessa þróun með því að þunglyndi hafi hingað til verið stórlega vanmetinn sjúkdómur? Að fýla sé í raun sjúkdómur?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.