Alþýðublaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996 I e ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 i k h ú s * »! Sara og Eleanor. Eftir að hafa hlaupist á brott bjuggu þær saman í einkar farsælli sambúð sem vakti umtal og athygli um alla Evrópu. Eleanor lést árið 1829. Þær höfðu þá búið saman í rúm fimmtíu ár. „Það er nær ómögulegt að lýsa tilfinningum fbúanna," skrifaði blaðamaður sem var viðstaddur útför hennar, „búðimar voru lokaðar, menn lögðu niður vinnu og alls staðar sáust tár á hvörmum. Menn íklæddust sorgarklæðum og þeir fátæku sem hún hafði ætíð sýnt örlæti hörmuðu lát hennar.“ Sara var svo yfirkomin af sorg að hún treysti sér ekíci í jarðarförina. Hún lést tveimur árum síðar. Afturgengnar jómfrúr Síðast spurðist til sambýliskvenn- anna um miðjan íjórða áratug þessarar aldar. Einn færasti læknir Englands, Mary Gordon sem þá var á áttræðis- aldri, var gestur á heimili sálkönnuð- arins Carls Jung þegar hana dreymdi að hún hefði farið að skoða rústir klausturs í grennd við Llangollan, en þangað hafði hún ekki komið síðan hún var unglingur. Jung sagði henni að þangað yrði hún að fara til að fá nánari skýringu á draumnum. Gordon gerði það sem fyrir hana var lagt, en varð engu nær um merkingu draums- ins. f sömu ferð skoðaði hún heimili Eleanor og Söru og fannst hún verða áþreifanlega vör við nálægð þeirra sem henni þótti einkennilegt því hún hafði aldrei haft sérstakan áhuga á lífshlaupi þeirra. Tæpu ári síðar var hún aftur á sömu slóðum, skoðaði húsið öðru sinni en varð ekki vör við návist kvennanna. Vonsvikin hélt hún ífá húsinu en mætti þá tveimur konum sem hún vissi samstundis að voru El- eanor og Sara. Hún tók þær tali og þær mæltu sér mót í húsinu klukkan níu um kvöldið. Þangað kom Gordon á tilskyldum tíma, settist inn í bókaherbergið og beið. Hún þurfti ekki að bíða lengi þar til Eleanor birtist með bók sem hún setti í eina bókahilluna áður en hún fékk sér sæti. Sara kom á hæla henni. Konurnar ræddu nú allítarlega um hjónabönd, getnaðarvamir og mennt- un kvenna, en allt voru þetta heldur sérkennileg umræðuefni þegar haft er í huga að í lifanda lífi vom vinkonum- ar lítt gefnar fyrir langar viðræður um þjóðfélagsmál. Mary Gordon hélt af fundinum hin ánægðasta, með efni í bók sem vakti nokkra athygli en þótti með ólíkindum ævintýralegt. Engar frekari sögur fara af því að vinkonumar hafi gefið sig á tal við tuttugustu aldar menn. Og því hvíla þær vísast i friði. Á legstein þeirra í Llangollan eru rituð, sam- kvæmt ósk Söm, þessi orð úr Jobsbók: „Þær hverfa aldrei aftur til húss síns og heimili þeirra þekkir þær ekki framar.“ ■ Ahugamennska - í orðsins neikvæðustu merkingu Verkefni: Stone Free Höfundur: Jim Cartwright Þýðing og leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Hljóðhönnun: Gunnar Árnason Sýningarstaður: Leikfélag íslands - Borgarleikhúsið - Stóra sviðið. Jim Cartwright hefur með verk- um sfnum aflað sér mikilla vin- sælda hér á landi. Virðist litlu máli skipta hversu mikið er í verkin spunnið - áhorfendur flykkjast í leikhúsið.- Fyrsta verk hans, Strœt- ið, er að sönnu prýðilega skrifað og býður upp á fjölbreytt persónu- safn. Samúð höfundarins með því utangarðsfólki sem þar er lýst er augljós og gefur leikritinu vissa dýpt og fyllingu. En þau verk sem fylgdu í kjölfarið hafa hins vegar verið mun lakari, og raunar fær maður það á tilfinninguna að höf- undurinn hafi ósköp lítið að segja. Leikhús Arnór Benónýsson skrifar um leiklist Þetta nýjasta verk hans er byggt upp á svipaðan hátt og Taktu lagið Lóa sem sýnt hefur verið við mikl- ar vinsældir í Þjóðleikhúsinu. Vin- sæl tónlist er burðarás beggja verkanna og í kringum hana er síð- an ofin atburðarás sem er hið eig- inlega höfundarverk Jim Cartw- rights. Stone Free er hins vegar miklu verra verk en Taktu lagið Lóa af þeirri einföldu ástæðu að atburðarásin og persónusköpun höfundar er nánast engin. Raunar finnst mér á mörkunum að kalla þetta verk leikrit, miklu fremur er um að ræða tónleika sem eru skreyttir með eintalsköflum sem engan veginn hanga saman eða búa yfir einhverri dramatískri spennu. Ég er alveg hissa á höf- undi sem lætur svona verk frá sér fara og hefur geð í sér til að taka laun fyrir. Þýðing Magnúsar Geirs virkaði fremur hrá og hroðvirknisleg, hins vegar er erfitt um það að dæma þegar frumtextinn er ekki til sam- anburðar. Leikstjórn Magnúsar bar augljós merki reynsluleysi og fákunnáttu. Þannig virtust leikararnir hafa gengið sjálfala og afleiðingin var ofleikur, grunnfærin persónusköp- un og almennt agaleysi. Áhuga- mennska í þess orðs neikvæðustu merkingu. Sú hugmynd að setja hluta áhorfenda upp á svið og láta þá þannig verða hluta leikmyndar- innar gengur ekki upp og þessi tví- skipting áhorfenda verður til þess að illa gengur að fókussera sýning- una með þeim afleiðingum að tengsl milli salar og sviðs verða lítil sem engin. Þessi áhorfenda- hópur á sviðinu er síðan einfald- lega fyrir leikurunum og skapar endalaus vandræði með stöður og staðsetningar á sviðinu. Til að bíta höfuðið af skömminni er síðan sum atriðin látin fara fram á pöll- um upp um alla veggi sem slítur sundurlaust verk meira í sundur en hollt getur talist. Notkun leikstjór- ans á aukaleikurnum er síðan kap- ítuli útaf fyrir sig, en annað slagið mátti sjá nokkra slfka reika um sviðið; að því er best varð séð án stefnu eða tilgangs. Reyndar var allt þetta móverk hið vandræðaleg- asta og minnti meir á árshátíð í grunnskóla en metnaðarfullt og þróttmikið atvinnuleikhús. En víst er Magnúsi Geir vorkunn með þetta handónýta verk í höndunum. Vond leiksýning, þar sem saman fer vont leik- rit, léleg leikstjórn og vandræðalegur ofleikur. Tónlistin stendur þó fyrir sínu. Þessarar sýn- ingar verður fyrst og fremst minnst fyrir kraft- mikla og einbeitta kynningarvinnu Axel Hallkell hefur gert margar góðar leikmyndir að undanförnu, en hér eru honum mislagðar hend- ur. Leikmyndin er hroðvirknisleg og stíllaus og hjálpar hvorki leik- urum né framvindu verksins. Sú ákvörðun að hafa leikarana upp á sviði þrengir líka kost leikmynda- hönnuðarins og vinnur húsið sjálft gegn þessari uppsetningaraðferð sem betur hefði sómt sér í hlut- lausara og opnara rými. Búningar Þórunnar Elísabetar eru svona samtíningur og sitthvað, og gat þannig skilað anda hippa- tímans, þó mig minni að tíska þess tíma hafi verið fremur kröfuhörð og einlit. Lýsing Lárusar Björnssonar var dæmigerð tónleikalýsing og ágæt- lega heppnuð sem slík. Leikararnir stóðu sig eins og að framan var lýst og einlitir skúff- ukarakterar voru alls ráðandi. Ing- var Sigurðsson er sá leikari sem mest mæðir á í tveimur ólíkum hlutverkum ferðalangs og vítiseng- ils. Nú er engum blöðum um það að fletta að Ingvar er hæfileika- mikill og flinkur leikari en hér er hann ekki t essinu sínu. Þannig virðist hann vera að festast í ákveðinni persónu sent fyrst kom fram í sýningu Þjóðleikhússins á Don Juan í vetur og gekk síðan aftur í Sem yður þóknast og er síð- an mætt hér og kallast ferðalangur. Vítisengill hans var síðan ofleikinn með miklum tilþrifum. Maður ger- ir einfaldlega orðið meiri kröfur til Ingvars en þetta. Jóhann G. Jó- hannsson virtist vera einna einlæg- astur í sköpun sinni sem hinn örlít- ið hallærislegi Al, þó stundum færi hann yfir strikið og ofléki sem aðr- ir, en það hlýtur að skrifast á leik- stjórnina. Þá er komið að því sem upp úr stóð, tónlistinni sent var afbragðs- vel flutt og er tónlistarstjórnandan- um, Jóni Ólafssyni, til sóma. Þau Emilíana Torrini og Daníel Har- aldsson glansa sem söngvarar og raunar er með ólíkindum hversu Emilíana hefur þroskaða og mikla rödd miðað við ungan aldur. Sé einhver stjarna í þessari sýningu þá er það hún. Niðurstaða: Vond leiksýning, þar sem saman fer vont leikrit, iéleg leikstjórn og vandræða- legur ofleikur. Tónlistin stend- ur þó fyrir sínu. Þessarar sýn- ingar verður fyrst og fremst minnst fyrir kraftmikla og ein- beitta kynningarvinnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.