Alþýðublaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n Sameining hvers um hvað? Ég hlýt að hefja þessi skrif á þeirri afdráttarlausu fullyrðingu að ég botna ekkert í umræðunni um sameiningu „félagshyggjuaflanna", „vinstrisinnaðra", eða hvað það er nú nefnt hverju sinni. Þessi umræða hefur samt dunið yfir látlaust um nokkurt árabil - með mismiklum krafti þó. Skilgreiningin á þessum fyrirbrigðum, sem sameina á, virð- ist all teygjanleg og alltént mjög Pallborðið | Björn Arnórsson skrifar persónuleg. Þannig virtist eiga að sameina Framsóknarflokkinn inn í þennan söfnuð meðan hann var í stjórnarandstöðu - hins vegar voru nokkrar efasemdir um Alþýðu- flokkinn, sem í þá tíð var í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Nú virðist hins vegar enginn efast um það lengur að Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Þjóðvaki séu í húsum hæf, en nokkuð langt er síðan Framsóknarflokksins hefur verið minnst í þessu samhengi. Forsetakosningar og Reykjavíkurborg Það er síðan hátignarlegt þegar stjórnmálaspekingar setjast niður með miklum spekingssvip og lesa mikla vinstrisveiflu út úr kjörfylgi Ólafs Ragnars Grímssonar til for- setaembættis. Ætla ég að margir vina minna úr Sjálfstæðisflokknum sem kusu Ólaf verði ansi kindarleg- ir við þá tilhugsun að með því hafi þeir verið að lýsa stuðningi við eitt- hvað sem heitir vinstri, félags- hyggja eða jafnvel sósíalismi. Oll slík hugsun á við jafn lítil rök að styðjast og hugrenningar um að þeir sem ekki greiddu Guðrúnu atkvæði séu á móti jafnrétti kynjanna. Sigur R-listans í Reykjavík hefur ekkert inn í þessa umræðu að gera, því í þeim kosningum var að meg- instofni til tekist á um allt önnur mál en í alþingiskosningum. Eru þó margir óþreytandi í að benda á að þar sé að finna fordæmi fyrir því að kippa megi stoðum undan veldi Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. En um hvað snýst málið? Því get ég ekki svarað og efast reyndar um að nokkur geti gefið mér um það afdráttarlaust svar. Sannleikurinn er nefnilega sá að þessi umræða hefur verið ger- sneydd allri pólitískri hugsun. Það er talað um að sameina stjómmála- flokka án þess að skilgreint sé um hvað, og eins og fram hefur komið eru menn ekki einu sinni með það á hreinu hvaða stjómmálaflokka á að sameina. Enda eru hugtökin vinstri og fé- lagshyggjumaður orðin ansi inni- haldsrýr í nútímaþjóðfélagi - jafn- vel svo að gamall trotskisti eins og undirritaður hefur ekki minnstu hugmynd um hvar hann stendur á þessu sviði. Látum dæmin tala. EES og ESB í þessum málum báðum er ég hjartanlega ósammála Alþýðu- bandalaginu, og þar sem það virðist samkvæmt einhverri yfirskilvitlegri skilgreiningu talið vinstri sinnað, þá er ég þar með væntanlega hægri- maður. En bíðum við. Davíð Odds- son er í þessari viðmiðun ansi vinstrisinnaður - svo og sú fræga Thatcher. Gamanlaust er staðreynd að þetta mál verði seint notað til að skilgreina hægri og vinstri í pólit- ískri merkingu. En hvað um sameiningu félags- hyggjuafla? Ef við tölum í stjórn- málaflokkum þá virðist næsta auð- velt að sameina Alþýðubandalag, Framsókn og stóran hluta Sjálf- stæðisflokks og Kvennalista um Sannleikurinn er lík- legast sá að gamla flokkakerfið er ekki jafn úr sér gengið og margir skyldu ætla. þetta mál (sem allir hljóta nú að vera sammála um að er ekkert smá- mál). Alþýðuflokkur og Þjóðvaki og einhverjir úr Kvennalista gætu sameinast með hluta Sjálfstæðis- flokksins á hinum vængnum. Og segi nú hver sem vill hvor flokkur- inn í því tvíflokkakerfinu væri til vinstri eða til hægri. Landbúnaður, kjördæma- skipulag og fleira smálegt Afstaða til landbúnaðar segir ekki mikið meira um vinstri og hægri en Evrópumálin. Ekki veit ég hvort Alþýðubandalagið hefur skipt um skoðun síðan Steingrímur var landbúnaðarráðherra, en enn sýnist mér að sameining mundi verða milli Alþýðubandalags, Framsóknar og stórs hluta Sjálfstæðisflokks, en Alþýðuflokkur, Þjóðvaki og Kvennalisti(?) auk hluta Sjálfstæð- isflokks í hinum arminum. I kjördæmamálinu er Alþýðu- flokkurinn að ég best veit einn með samþykkta stefnu um að gera land- ið að einu kjördæmi. Hinir segjast vera að gera upp hug sinn. Grund- vallarmál, en hjálpar tæpast til að skilgreina hægri og vinstri. Eða hvað? Auðlindaskattur eða stefna í sjáv- arútvegsmálum og um eignarrétt al- menninga - eigum við ekki að láta staðar numið að sinni? Ekki meir - ekki meir Sannleikurinn er líklegast sá að gamla flokkakerfið er ekki jafn úr sér gengið og margir skyldu ætla. Enda virðast kjósendur á þeirri skoðun miðað við þátttöku í alþing- iskosningum undanfarinna áratuga að til nokkurs sé að vinna að efla einn flokkinn á kostnað annarra. Alltént er ég sannfærður um, að ef um uppstokkun á því kerfi á að verða þá verður hún aldrei á þann hátt að einhverjir flokkar sameinist í einn - ef til vill að undanskildum Þjóðvaka og Alþýðuflokki, þar sem erfitt er að finna raunveruleg pólit- ísk ágreiningsefni milli flokkanna. Ef um uppstokkun verður að ræða, þá verður hún í kringum ákveðin málefni og þá verður hún á þann hátt að hlutar stjórnmálaflokka sameinast hlutum annarra stjórn- málaflokka gegn fyrri flokksbræðr- um. Ætla ég að nokkuð megi ganga á áður en sú stund rennur upp. Það sem meira er, þá ætla ég bara að vona að þessari ópólitísku um- ræðu fari nú að linna. Því það mundi skerða lýðræðislegan rétt minn til kosninga ef Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag, Framsóknar- flokkur, Kvennalisti og Þjóðvaki mundu renna saman í einn stjórn- málaflokk. Það mundi hreinlega fækka möguleikum mínum til að hafa áhrif á vægi ákveðinna þjóð- mála. Þar eru til dæmis öll þau mál sem ég hef nefnt í þessum pistli. Hins vegar er allt annað mál að ýmsir flokkar á Alþingi geta sam- einast um að vinna að ákveðnum þjóðþrifamálum. Gallinn er bara sá að þeir geta líka sameinast um að vinna gegn þeim. Höfundur er hagfræðingur hjá BSRB. Tíðindamenn Alþýðu- blaðsins hafa bent blað- inu á að það séu skemmti- leg tengsl Framsóknar- flokksins við eigendur þeirra húsakynna sem fyr- irhugað er að Landmæling- ar íslands flytji í uppá Skaga. Byggingafyrirtæki sem heitir Metró-Áral á húsið en stjórnarformaður þess er Ómar Kristjáns- son sem í seinni tíð er best sem auglýsingaskelfir í ný- afstöðnum forsetakosning- um. Ómar er hálfbróðir Guðmundar G. Þórarins- sonar framsóknarmanns. maður. Leikarar eru frá ýmsum löndum, meðal annars íslandi: Hilmir Snær Guðnason, Ing- var E. Siguð- urðsson og Edda Heiðrún Bach- mann fara með hlutverk í mynd- sendur hafa gjörbreyst, inni. Margir íslendingar samgöngur betri, tölvu- og koma einnig að tæknilegu Innan rikisbatter- ísins er Hagsýslu- stofnun sem tók þetta mál út árið 1994 og svo aftur núna áður en Guðmundur Bjarnason fram- sóknarráðherra ákvað flutning- ana. Nú munu for- símasamskipti betri og síð- ast en ekki síst þykja húsa- kynni undir starfsemina nú fýsilegri kostur. Sá sem hefur yfir Hagsýslustofnun ríkisins að segja heitir Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins og fyrrum poppari í hljómsveitinni Upplyfting... Nú standa yfir tökur á kvikmynd hér á landi sem framleidd er af Finn- um og Frökkum. Finnsk kona er leikstjóri og einnig er finnskur kvikmyndatöku- hliðinni og Snorri Freyr Hilmarsson sér um leik- myndina. Til stóð að Max von Sydow færi með að- alhlutverk í umræddri mynd en af einhverjum ástæðum varð ekki af því... Fátt er um annað rætt meðal þeirra sem til- heyra, og vilja tilheyra, hin- um íslenska aðli hverjum verði boðið að vera við- staddir þegar Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti í Alþingis- húsinu 1. ágúst. Sam- kvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu hefur megninu af boðsbréfum verið komið í póst. Þeir sem ekki verða búnir að fá boðskort á allra næstu dögum geta því afskrifað það fjörið. Ólafur Davíðs- son ráðuneytisstjóri og hans menn liggja á gesta- listanum eins og ormar á gulli enda er hér um fun- heitt félagslegt atriði að ræða... Húmor í sinni frumstæðustu mynd. Baldur Maríusson deildar- stjóri: Þeirra vegna, já. Sváfnir Hermannsson verslunarmaöur: Já, eins og pólitískt ástand er í dag þá verða þeir að gera það. Rannveig Möller kennari: Nei, þeir geta ekki starfað sarnan. Guðrún Lárusdóttir hús- móðir: Já, til að búa til einn öflugan jafnaðarmannaflokk verða þeir að gera það. Guðlaugur Guðmunds- son kennari: Já, það finnst mér. Jón er svo sáttfús þessa dagana að það ætti að geta gengið. m e n n Jafnvel ættarnafnið Líndal virkar framandlega í eyrum sumra sem álykta að öll ættar- nöfn hljóti að koma erlendis frá. Þannig hafa menn tilhneigingu til að misherya það sem væri það Lyngdal. (Einnig hef ég heyrt útúrsnúninga; svo sem Ljóðdal, Ljótdal og Lindal.) Tryggvi V. Líndal í DV í gær. Með þessu er óbeint verið að koma því inn hjá fólki, að það eigi alltaf að vera hresst, þótt slíkt ástand sé í hæsta máta óeðlilegt. Eðlilegt er, að fólk sé stundum hresst og stundum ekki. Jónas Kristjánsson um ofnotkun Islendinga á Prósaki í leiöara DV í gær. Svo virðist sem vitneskjan um að DV væri að vinna frétt um málið hafi komið því til leiðar að Matthías fékk þessar 25 þúsund krónur. Frétt í DV í gær. Ómissandi fjölmiðiil. „Standandi Iófaklapp“, sem á að tákna fögnuð og sérstaka viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu, er reynd- ar mjög ofnotað eins og margt annað í eftirhermum manna á útlendum siðum. Gunnar Stefánsson í leikdómi um Stone Free undir fyrirsögninni „Hvorki fugl né fiskur". Tíminn í gær. Sverrir er þekktur fyrir sína þrumuraust og beiska penna, en í viðtalinu talar hann af mikilli hógværð og virðingu um laxveiðarnar. í frétt Tímans af viðtali Sportveiðiblaðsins viö Sverri Hermannsson. Tíminn í gær. Alnetið er sífellt meira til umræðu manna á meðal og í fjölmiðlum. Víkverji með á nótunum í Mogganum í gær. Siðferðisboðskapur Ragnars er sá, að maður eigi ekki að gagnrýna vini, kunningja, forn- vini, flokksfélaga, kórfélaga eða nokkurn þann, sem maður þekkir! Þarna kemur Ragnar illa upp um bjagaða siðferðiskennd sína,... Halldór Halldórsson um Ragnar Kjartansson og hiö óendanlega Hafskipsmál. Ætla menn- irnir aldrei að þagna? Mogginn í gær. Þeir voru scttir inn í skóla í einu versta gettói Atlantaborgar. Hilmar Þorbjörnsson hjá Lögreglunni í Reykjavík um aðbúnað hinna hrekklaXisu ís- lensku lögreglumannanna og ólympíufara sem eru nú á heimleið. DV í gær. Neysla þunglyndislyfja hefur aukist til muna á síðustu árum frá því að nýtt lyf kom á markaðinn, Prósak. Tíminn í gær er síðastur í langri röð fjöl- miðla að benda á þá staðreynd, sem fram kom í grein Gunnars Smára í Alþýðublaðinu fyrir helgi, að íslendingar eru duglegastir Norðurlandabúa að bryðja geödeyfðarlyf. fréttaskot úr fortíð Fyrir kvenhatara Eignist „Kvenhatarann“. Askriftum veitt móttaka í síma 1269. Alþýðublaðið, 28. febrúar 1923.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.