Alþýðublaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 8
# Ji Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 Bókiö bíla meö fyrirvara í síma 438 1120 og HMMBLOIB Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 Bókiö bíla meö fyrirvara í síma 438 1120 og Miðvikudagur 17. júlí 1996 104. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Guðmundur Ólafsson var nýlega kosinn stjórnamaður í fimm manna forsætis- nefnd Evrópska æskulýðsráðsins. Ráð þetta markar söguleg tímamót, það er fyrsta félagið sem fær viðurkenningu Evrópubandalagsins þó það hafi lönd utan banda- lagsins innan sinna vébanda „ Ungt fólk sameinast" Aðalfundurinn sem kaus Guðmund í stjóm var haldinn í Cork á írlandi fyrir tíu dögum. Guðmundur, sem er 23 ára námsmaður, hefur gegnt for- mennsku í skiptinemasamtökunum At- þjóðleg ungmennaskipti í fjögur ár. „Með stofnun þessara samtaka fer ungt fólk í Evrópu á undan Evrópu,“ segir Guðmundur. „Draumur Evrópu- bandalagsins er náttúrlega að sameina alla Evrópu, fjölga aðildarlöndum, en þeir treysta sér ekki til þess að láta af því verða strax. Unga fólkið fer á und- an og segir: „Núna sameinumst við“. Langur aðdragandi er að stofnun Evr- ópska æskulýðsráðsins, sem er í raun regnhlífasamtök þriggja evrópska ungmennasambanda. Regnhlífasam- tök þessi taka formlega til starfa I. janúar á næsta ári.“ Það hefur varla verið þrautalaust að fá viðurkenningu Evrópusam- bandsins, úrþví að lönd utan sam- bandsins takaþátt ístarfinu? „Samningaviðræður við Evrópuráð- ið þar sem öll Evrópulöndin em þegar aðilar gengu þrautalaust fyrir sig. Evr- ópubandalagið á hins vegar erfiðara með að sætta sig við ýmsa hluti. Ein- sog til dæmis að forseti nýja sam- bandsins geti verið ffá landi sem er ut- an Evrópusambandsins, eða að við getum tekist á við verkefni í löndum sem ekki eru í sambandinu og svo framvegis. Það em auðvitað svo mikl- ir peningar í spilinu - semog andlit Evrópubandalagsins. Samningavið- ræður eru enn ekki í höfn, og við verðum líklega að láta eitthvað undan áður en yfir lýkur, en á næsta aðal- fundi í desember verður allt að vera klárt. En það verður ekki aftur snúið; Evrópska æskulýðsráðið er orðið að vemleika svo Evrópubandalagið getur ekki sagt stopp. Það er ekki nema eðli- legt að þeir hiki, vegna þess að þeir vilja hafa hvert smáatriði á hreinu. I fyrstu varaði fólk okkur við ráða- gerðinni og taldi þetta ómögulegt - en það hefur tekist. Þetta er mjög mikil- vægt skref, því nú þegar þessi þrjú samtök hafa sameinað krafta sína, eig- um við auðveldar með að láta í okkur heyra - og láta hlusta á okkur. Og okkur finnst mjög mikilvægt að öll Evrópulöndin taki þátt í þessu starfi. Menn hafa sagt að viðurkenning Evr- ópubandalagsins á sambandi sem hafi meðlimi utan bandalagsins innan sinna vébanda sé sögulegt skref. Næsta ár munum við leggja áherslu á tvö mál: Atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu, sem er alvarlegt vandamál í mörgum Evrópulandanna, og vímu- efnanotkun ungs fólks.“ Hvemig er staðið að Æskulýðsmál- um á íslandi? „Ungmennastarf almennt finnst mér ekki nógu sterkt, og menn ekki nógu duglegir við að láta í sér heyra. Það er ákveðinn konflikt í skipulagi æsku- lýðsmála hér á landi. Hér er annars vegar Æskulýðssamband íslands og svo Æskulýðsráð, sem starfar innan menntamálaráðuneytisins. Æskulýðs- sambandið, regnhlífasamtök ung- mennasambanda á íslandi, er mjög illa statt. Þáð er ekki sérstaklega viður- kennt, hefur til dæmis engan starfs- mann, og þyrfti að hafa meira svig- rúm. Æskulýðsráðið, sem starfar inn- an menntamálaráðuneytisins tekur stærsta hlutverkið af Æskulýðssam- bandinu. I flestum öðrum löndum eru æskulýðssamböndin sá aðili sem ráð- herra ráðfærir sig við, en hér á landi sér Æskulýðsráðið um það hlutverk. Ungmennafélög leita til ráðherra um styrki og annað slfkt, en ekki til Æsku- lýðráðs sem ætti að vera í forystu. Það er nauðsynlegt að hafa æsku- lýðsfulltrúa í ráðuneytinu, en Æsku- lýðssambandið, regnhlífasamtökin, ættu að taka við forystuhlutverki Æskulýðsráðs. Ókosturinn við að hafa forystu æskulýðsmála innan veggja ráðuneytisins er að hún verður pólit- ísk, getur breyst með nýrri rfkisstjóm og nýjum ráðherra. Svona var málum áður hagað í flestum löndum en það hefur breyst. Öfgadæmi í þessa veru er að til dæmis í Malasíu er ráðherra sjálfur formaður Æskulýðssambands- ins í landi þar! Hættan er að æskulýðs- fulltrúi sé fulltrúi ákveðinnar pólitískr- ar stefnu. Innan Æskulýðssambanda eiga að vera margar stefnur ólíkra sa- mataka - það sem allir sameinast um er svo stefna sambandsins. Þá er mað- ur jú kominn niður á flatlendið. Eg veit til þess að Björn Bjarnason menntamálaráðherra er að skoða þessi mál, enda tími kominn til, núgildandi æskulýðslögi eru frá 1972 og mein- gölluð. Er Evrópa að einangra sig frá um- heiminum? Við viljum meina það, virkisveggir Evrópu em að vissu leyti að verða til. Innan Evrópu verður sífellt auðveld- ara að fara á milli, en við erum að loka á þá sem standa fyrir utan. En þessi samtök eru kannski fyrsta skrefið í rétta átt, ffá einangrunarstefnunni. Er Evrópubáhtið jafn þungt í vöfum og erfitt viðureignar og sumir vilja meina? „Að vissu leyti er þetta jafnmikið skrifræðisbákn og fólk vill meina. Þetta er auðvitað mjög stórt og maður þarf að læra ýmsar krókaleiðir um kerfið. Almennar umgengisreglur virka ekki þarna, maður þarf að læra nýja hegðan. I bákninu eru þúsundir vinnudýra, sem vinna verkin, sem við höfum átt gott samstarf við. Það að sækja ráðherrafundina er formsatriði, en oft þýðingarmikið því þar er komin endanleg staðfesting á hlutunum og þar taka fjölmiðlar eftir þeim. En keifið er virkt, það er að segja að maður getur látið það virka. Um leið og maður lærir leilaeglumar getur maður fengið báknið til að virka. Það er mjög þýðingarmikið fýrir okkur að Evrópska æskulýðsráðið er orðið svona stórt, því sem lítil eining er erf- itt að láta á sér bera. En maður verður að láta til sín heyra. Þarna er margt gott starf unnið, þó báknið sé stórt.“ Ertu hlynntur aðild Islands að Evr- ópusambandinu ? ,Já, persónulega er ég hlynntur að- ild. Eg hef alltaf sagt og segi enn að það er miklu betra að vera á bátnum og hafa áhrif innan frá heldur en að Guðmundur Ólafsson: Ef við höf- um tækifæri til að komast á stað- inn þar sem ákvarðarnirnar eru teknar, er það að sjálfsögðu þar sem við eigum að vera. beija veggina að utan. Ef við höfum tækifæri til að komast á staðinn þar sem ákvarðanimar em teknar, er það að sjálfsögðu þar sem við eigum að Vera. Ég held að okkar hag sé betur borgið fyrir innan. Án þess að við get- um sagt hingað erum við komin og hér stoppum við, vegna þess að við er- um komin með gott sæti.“ Guðmundur Steinsson látinn Guðmundur Steinsson leikskáld er látinn 71 árs að aldri. Með honum er fallinn í valinn einn mikilvirkasti leik- ritahöfundur á íslandi. Guðmundur er líklega þekktastur fyrir verkið Stund- arfriður sem sýnt var við fádæma vin- sældir í Þjóðleikhúsinu auk þess sem það var fært upp í Dramaten í Stokk- hólmi, Konunglega í Kaupmannahöfn og víðar. Einnig var gerð sjónvarps- mynd eftir verkinu í Póllandi. Meðal athyglisverðra leikrita Guðmundar vom Forsetaefnið, fyrsta leikrit hans sem ffumsýnt var í Þjóðleikhúsinu ár- ið 1964, Garðveisla, Brúðarmyndin og Stakkaskipti (sem tekur upp þráð- inn þar sem frá var horfið í Stundar- ffiði). Einnig má nefna Sólarferð sem nú er verið að æfa í Póllandi og Lúkas en Eistlendingar gerðu kvikmynd byggða á verkinu. Um miðjan 7. ára- tuginn vann Guðmundur með leik- hópnum Grímu sem sýndi nokkur verka hans. Guðmundur Steinsson fæddist 19. apríl 1925 á Eyrarbakka og lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1946. Hann starfaði meðal annars sem fararstjóri og kennari auk þess sem hann lagði stund á nám erlendis. Hann sendi ffá sér skáldsögurnar Síld og Maríu- myndin á 6. áratugnum en sneri sér fljótlega uppúr því alfarið að leikrit- un. Guðmundur lætur eftir sig eigin- konu, dóttur og stjúpson en hann var giftur Kristbjörg Kjeld leikkonu. Kristnitökunn- ar minnst Einsog sagt hefur verið frá í fréttum var Júlíus Hafstein ráðinn framkvæmdastjóri hátíðarnefndar vegna þús- und ára kristnitökuafmælis sem haldið verður hátíðlegt eftir fjögur ár. Hátíðanefndin kom nýverið saman ásamt hinum nýja framkvæmda- stjóra. Á myndinni eru, frá vinstri: Júlíus Hafstein, séra Örn Bárður Jónsson fræðslustjóri þjóðkirkjunnar, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Ólafur Skúlason bisk- up og Haraldur Henrýsson forseti Hæstaréttar. í frétta- tilkynningu segir að nefndin muni ieggja áherslu á, að á næstu árum verði unnið ná- ið með fjölmörgum aðilum, svosem Alþingi, skólum og menningarstofnunum, að ýmsum verkefnum sem miði að því að vekja þjóðina til virkari vitundar um mikil- vægi kristnitökunnar og áhrifa kristinnar trúar á líf fólksins í landinu í þúsund ár. ■ Fornleifar í Reykjavík Minjastað- ir, mál og myndir 300 fomleifar hafa fundist á 148 stöðum í Reykjavík. Ulfur Másson staðgengill borgarminjavarðar sagði í samtali við Alþýðublaðið að í fyrra hefðu allir minjastaðir í borginni verið merktir. „Það hafði lengi stað- ið til, og í fyrra réð Árbæjarsafn Bjarna Einarsson fomleifafræðing til verksins. Hann útbjó Fomleifa- skrá Reykjavíkur og merkti minja- staðina." Allir minjastaðirnir eru merktir stöðuluðum skiltum með yfirskriftinni „borgarminjar", en nánari skýringa verður að leita í Fomleifaskránni, þar sem minjunum er lýst í máli og myndum og þær færðar á kort. „Skiltin hafa ýtt við fólki, sem vill fræðast nánar um minjastaðina," sagði Úlfur. Árbæj- arsafn fékk styrk úr Nýsköpunar- sjóði námsmanna til að ráða tvo starfsmenn til þess að útbúa texta á ítarleg skilti, sem sett verða við minjastaði. „Styrkur fékkst til að merkja nánar minjastaði í Laugar- nesi og á Skildinganesi, og jafnvel Öskjuhlíð og í Viðey. Það gefur auga leið að það þarf að setja upp ít- arlegri skilti á þá staði sem fólk kemur á, til dæmis þessa staði við nýja göngustíginn meðfram sjónum. Textinn verður allítarlegur og kannski einhverjar myndir fylgi honum,“ sagði Úlfur. Sigríður Björg Tómasdóttir sagnfræðinemi og Margrét Gunnarsdóttir, nýútskrifað- ur sagnfræðingur, eru að vinna text- ann, og skiltin verða sett upp í haust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.