Alþýðublaðið - 24.07.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1996, Síða 1
■ Embættistaka Ólafs Ragnars Nand Khemka sérstakur gestur Olafs Nand Khemka, ræðismaður Islands á Indlandi sem blandaðist með óvæntum hætti inní kosningabar- áttuna í vor, verður einn af 23 sér- stökum gestum Ólafs Ragnars Grímssonar við embættistöku hans eftir viku. Forsætisráðuneytið sendi í gær frá sér gestalista vegna emb- ættistökunnar, og er hann birtur í heild á baksíðu í dag. Kirkjan í kvik- myndagerð „Við féllum fyrir þessari hug- mynd,“ sagði Baldur Kristjánsson biskupsritari í samtali við Alþýðu- blaðið í gær um örstutta kynningar- mynd sem Þjóðkirkjan hefur látið gera fyrir ferðamenn. Baldur segir að myndin sé aðeins tvær til þrjár mínútur að lengd, og að þar sé ís- lenska þjóðkirkjan kynnt auk þess sem vikið er að sögu og menningu íslands. Myndbær annaðist fram- kvæmdina fyrir biskupsstofu og nemur kostnaður um 180 þúsund krónum, að sögn Baldurs. Hann sagði að myndin yrði sýnd á hótel- um og væru sýningar að hefjast þessa daga. ■ Fullvíst að nýr meirihluti verður myndaður í Hafnarfirði eftir að dómur féll í máli Jóhanns G. Bergþórssonar Líklegast að A-f lokkamir myndi meiríhluta máli, og hljótum því að skoða myndun meirihluta með öðrum.“ Alþýðubandalagsmenn eru mjög Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi: Höfum átt prýðilegt samstarf við Jóhann en bjuggumst ekki við því að menn fengju á sig dóma. „Það er svakalega erfitt að halda áfram samstarfinu eftir þetta. Menn geta ekki stungið höfðinu í sandinn og látið einsog ekkert sé,“ sagði áhrifamaður í Alþýðuflokknum í samtali við Alþýðublaðið í gær eftir að dómur gekk í máli Jóhanns G. Bergþórssonar í Héraðsdómi Reykjaness. Jóhann var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og í fjögurra milljón króna sekt fyr- ir fjárdrátt og skattalagabrot. Þeir alþýðuflokksmenn sem blað- ið ræddi við í gær töldu fullvíst að dómurinn hefði í för með sér að Al- þýðuflokkurinn í Hafnarfirði fyndi sig knúinn til að slíta samstarfi við Jóhann G. Bergþórsson og Eggert Borgar Þorvaldsson í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. I samtali við blaðið vildi Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi ekki ganga svo langt að segja að meirihlutinn væri úr sögunni, en sagði: „Málið er þannig vaxið að eðiilegt er að flokkurinn fundi um málið, fari yfir stöðuna og meti hvort þetta kallar á einhverjar breytingar. Við höfum að vísu átt prýðilegt samstarf við sjálfstæðismenn en við áttum ekki von á að menn fengju á sig dóma. Þessi dómur hefur vissulega veikt pólitíska stöðu samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum.“ Annar alþýðuflokksmaður sem blaðið ræddi við sagði: „Þetta verð- ur mjög erfitt mál. Við getum ekki staðið í því að verja Jóhann í þessu áhugasamir um að fylla skarð sjálf- stæðismannanna tveggja í meiri- hluta Hafnarfjarðar. Einn alþýðu- bandalagsmaður sem Alþýðublaðið ræddi við sagði að krafa yrði gerð um ópólitískan bæjarstjóra, en Ing- var Viktorsson oddviti Alþýðu- flokksins er núverandi bæjarstjóri. Um þessa kröfu sagði heimilda- maður í Alþýðuflokknum: „Ef Al- þýðubandalagið setur sig á háan hest munum við einfaldlega snið- ganga það, og mynda meirihiuta með Sjálfstæðisflokknum." Hann kvaðst hinsvegar telja að meirihluti alþýðuflokksmanna vildi helst starfa með Alþýðubandalag- inu. Stóll Jóhanns G. Bergþórssonar var auður í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en lögmaður hans, Bjarni Þór Óskars- son, mætti fyrir hans hönd. Allt bendir til að nýr meirihluti verði myndaður í Hafnarfirði í kjölfar dómsins. A-mynd: E.ÓI. Hrafn Jökulsson skrifar um gúrku og sameiningarmál, Gunnar Smári Egilsson um menningarvita og geðlyf, Guðrún Vilmundardóttir um hinn sigursæla O-flokk... ■ Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur kynnir sér tillögur um aðhaldsaðgerðir Málið er ekki auð- velt viðfangs - segir Jóhannes Pálmason forstjóri sjúkrahússins. Sjúkrahús Reykjavíkur er í miklum fjárhagsvanda og vantar um það bil 250 milljónir til að geta haldið óbreyttri starfsemi út árið. Á sínum tíma fól stjórn sjúkrahússins fram- kvæmdastjórn að móta tillögur um sparnaðaraðgerðir. Stjórn spítalans fékk tillögumar til umfjöllunar í gær, en mun ekki taka afstöðu til þeirra fyrr en á fimmtudag. Kristín Á. Ólafsdóttir stjómarfor- maður Sjúkrahúss Reykjavíkur verst allra frétta af tillögunum og segir ekki tímabært að greina frá þeim fyrr en eftir stjómarfundinn á fimmtudag. Jó- hannes Pálmason forstjóri sjúkrahúss- ins vildi heldur ekki tjá sig um hugs- anlegar aðgerðir að svo stöddu. „Við höfum verið í aðhaldsaðgerð- um og munum halda áfram á sömu braut. Það er ennþá gat í dæminu sem erfitt er að fylla upp í. Málið er ekki auðvelt viðfangs," sagði Jóhannes í samtali við Alþýðublaðið. Jóhannes sagði að sjúkrahús víða um land ættu við rekstrarvanda að stríða og sæju illa fram úr þeim vanda. „Það er ekki verra ástand hér en víða utan Reykja- víkur,“ sagði Jóhannes. Einsog Alþýðublaðið hefur greint frá blasir við stórfelldur niðurskurður, uppsagnir starfsfólks og lokanir deilda. ■ Óhefðbundnar lækningar í Kjós í sambandi við gamlan kunningja úrfyrri jarðvist - segir Guðmundur Skarphéð- insson hjá Dulheimum Um næstu helgi verður haldin úti- hátíð um óhefðbundnar lækningar og heilun við Meðalfellsvatn í Kjós. Dul- heimar, ný fræðslumiðstöð andlegrar vitundar, skipuleggja hátíðina sem hefst á föstudag. I stóru samkomu- tjaldi verða haldnir fyrirlestrar, um- ræðufundir og skyggnilýsingar en einnig verður boðið uppá einkafundi á afviknum stöðum. Fjöldinn allur af fyrirlesurum verður á hátíðinni og margt er á efnisskránni, til dæmis kristalheilun, áruteikningar, skyggni- lýsingar og ljóslíkamavinna. Alþýðu- blaðið hafði samband við Guðmund Skarphéðinsson, sem fæst meðal ann- ars við kristalheilun, djúpárujöfnun og áruteikningar hjá Dulheimum, og bað hann að útskýra nokkur atriði. „Grundvallarteóría fræðanna er að það sé töluvert meira við manninn en þessi efnislíkami sem skröltir hér á jörðunni. Maðurinn er andi sem bygg- ir upp efnislegan líkama, en er annars samsettur af ljósvaka, sem við köllum tilfinningalíkama, og huglíkama. Kroppurinn sjálfur, efnislíkaminn, er einsog rótin á blóminu. Hann tekur næringu úr umhverfinu, skilar úrgangi og getur geislað vellíðan eða vanlíðan. Áran er orkuhjúpur líkamans. Rússar fundu fyrir mörgum árum upp hátíðni- tæki til þess að taka myndir af orku- hjúpnum sem er í kringum hvem ein- stakling, og hafa verið að þróa þessa tækni og nota hana við ýmsar rann- sóknir. Rússar eru mjög framarlega í fræðigreininni, hafa til dæmis þjálfað fólk í hugsanaflutningi í framhaldi af þessum uppfinningum. Bandaríkja- menn tóku vísindin upp eftir þeim og hafa náð mjög langt í að skilja upp- byggingu mannsins." Hvað eru kríslalheilun og djúpáru- jöfnun? „Kristallar eru verkfærin sem ég nota til heilunar, en kristallar eru næmir fyrir orku og mikið notaðir í ýmisskonar rafeindaiðnaði. Djúpáru- jöfnun byggist á því að vinna með orkustöðvamar í líkamanum, að jafna orkunni út, þannig að áran nái þeirri þenslu og því heilbrigði sem henni er eðlileg. Árujöfnunin virkar bæði á andlegu og líkamlegu hliðina, því ef andinn er vel á sig kominn er líkaminn það líka. Áran og orkulíkamarnir halda kerfinu í efnislíkamanum gang- andi ef við leyfum því ferli að eiga sér stað. En áruteikning? „Ég teikna ámna sem einstaklingur Guðmundur Skarphéðinsson: Mað- urinn er annað og meira en skröit- andi efnislíkami. sendir írá sér, þá liti sem koma fram. Hver litur ámnnar er á sérstakri orku- tíðni og táknar ákveðna tilfinninga- sveiflu. Svona finnur maður út hvað angrar fólk, hvort sem það eru sjúk- dómar, tilfinningasveiflur eða eitthvað sem fólk er að kryfja til mergjar. Til þess að sjá liti ámnnar þarf skyggni- gáfu. Ég er í sambandi við leiðbein- anda, gamlan kunningja úr fyrri jarð- yist.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.