Alþýðublaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996 s k o ð a n i r MMOUBLMIHI 21147. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Simi 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Tíminn líður Á forsíðu í gær tilkynnti Tíminn með stríðsletri að þriðja stóra dagblaðið líti senn dagsins ljós. Og reyndar verður spennandi að fylgjast með sameiningu Tímans og Dags, þótt útbreiðsla nýja blaðsins verði langtum minni en Morgunblaðsins og töluvert minni en DV. Bæði blöð koma með nokkuð drjúgan heiman- mund: Dagur hefur mikla útbreiðslu á Norðurlandi, og skákar jafnvel Morgunblaðinu, og Tíminn er öflugur víða á landsbyggð- inni þótt sala blaðsins hafi farið minnkandi hin síðari ár. Sameining Dags og Tímans hlýtur hinsvegar að vekja áleitnar spurningar um hringamyndun á fjölmiðlamarkaðinum. Frjáls fjölmiðlun hf., útgefandi DV, verður meirihlutaeigandi en eigend- ur íslenska útvarpsfélagsins hf. eru hinsvegar áhrifamestir í Fijálsri fjölmiðlun. Stöð 2, Bylgjan, DV og Dagur-Tíminn lúta því stjóm örfárra manna. Morgunblaðið og Stöð 3 mynda síðan aðra meginblokk á markaðinum. Þeir sem hafa amast við því að stjómmálaflokkar vasist í útgáfu sjá eflaust ástæðu til að kætast, enda er Alþýðublaðið nú eina dagblaðið sem gefíð er út af stjóm- málaflokki. Á hinn bóginn er firra ef menn halda að fjölmiðill sé þá fyrst „frjáls og óháður“ þegar tryggt er að pólitíkusar komi hvergi nærri. Þeir kaupsýslumenn sem á undanfömum ámm hafa tekið þátt í stríði um forræði yfir fjölmiðlunum gera það vitanlega vegna þess að fjölmiðlum fylgja völd og áhrif. Tíminn og Dagur em nánast jafnaldrar, blöðin vom stofnuð 1916 og 1917 en vom ekki gefin út daglega fyrren síðar. Bæði blöð fylgdu Framsóknarflokknum að málum, þótt nokkuð hafi dregið úr þeim tengslum allra síðustu ár. Það á sérstaklega við um Dag sem hefur náð að skapa sér sérstöðu sem málgagn Norð- lendinga fyrst og ffemst. Tíminn hefur hinsvegar til þessa dags verið málgagn Framsóknar, enda ritstjórinn fenginn úr þing- flokknum einsog glöggt kemur fram í ritstjómargreinum blaðs- ins. Á ýmsu hefur oltið með rekstur Tímans og Dags síðustu ár, sér í lagi hefur útgáfa Tímans verið ævintýraleg á köflum. Blöðin eiga hinsvegar hugmyndalega samleið og eflaust er markaður fyrir dagblað sem einbeitir sér að málefnum landsbyggðar. Eyjólfur Sveinsson framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar sagði í DV í gær að nýja blaðið myndi einkum verða í samkeppni við Morgunblaðið. Gert er ráð fyrir að það verði prentað í 14 þús- und eintökum fyrsta kastið, sem er reyndar meira en samanlögð útbreiðsla Tímans og Dags nú. Höfuðstöðvar' verða á Akureyri og þar verður blaðið prentað, en auk þess verður ritstjómarskrif- stofa í Reykjavík og fréttaritarar vítt og breitt um landið. Óneitanlega er nokkuð broslegt að framsóknarkálfamir tveir skuli leiddir saman á einn bás á vegum DV - þess blaðs sem ár- um saman hefur barist fyrir því að uppræta framsóknarsukkið í landbúnaðarkerfinu. Alltjent verður fróðlegt að sjá hvaða stefnu nýja blaðið tekur í þjóðmálum, en ekki er ástæða til annars en óska starfsmönnum Dags-Tímans velfamaðar á tímamótunum. ■ Gúrkur Ætli það sé mælikvarði á hversu sameiningarmál á vinstri væng eru mönnum hugleikin að umræða um þau hefst allajafna í vorbyrjun ár hvert, nær hámarki kringum sumarsól- stöður en smáfjarar síðan út og er að engu orðin um það leyti sem fé er rek- iðaffjalli? Þessi árstími er í blaðamennsku kenndur við gúrkur: en þá þurfa frétta- haukar að hafa úti allar klær að afla frétta - eða búa þær til. Einsog gengur | i Hrafn Jökulsson skrifar Misskiljið mig ekki: ég er ekki að draga úr nauðsyn þess að vinstrimenn tali saman. Vinstrimenn hafa reyndar lítið annað gert síðan þeir byrjuðu fyrst að kljúfa flokka sfna fyrir sjö tugum ára. Þeir hafa talað og talað. Og klofnað og klofnað. Nýjar kynslóðir hafa komið fram, ein af annarri, og sagt: Við ætlum ekki að láta urða okkur í skotgröfum fortíð- arinnar, við ætlum ekki að láta óskilj- anlega þvælu úr fortíðinni fjötra okkur í smáflokkatilverunni. Síðan hafa nýju kynslóðimar, ein af annarri, komið sér fyrir í skotgröfun- um og haldið áfram stríði sem enginn man lengur hvenær byijaði eða veit til hvers er verið að beijast. Svo kemur gúrkutíð með vopnahlé og samningaviðræður í fjölmiðlum. Svo er féð rekið af fjalli og stríðið heldur áfram. Björn Arnórsson hagfræðingur skrifaði grein í Alþýðublaðið í síðustu viku og bað menn að hætta þessu bulli. Hann benti á að ekki sé einsýnt að klastra saman litlu stjórnarand- stöðuflokkunum, enda séu ágreinings- línur í íslenskum stjómmálum dregnar þvers og kruss á núverandi flokka- skipan. Hann nefndi nokkur grund- vallarmál þar sem þessir flokkar eiga enga samleið, og klykkti reyndar út með því að segja að sameining Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennalista og Þjóðvaka myndi skerða lýðræðislegan rétt hans til kosninga. Hákon Gunnarsson viðskiptafræð- ingur svaraði Bimi fullum hálsi hér í blaðinu í gær. Hann viðurkennir fús- lega að það sé „bullandi ágreiningur" innan vinstrihreyfingarinnar „um hvemig taka beri á ýmsum þjóðfélags- málum“, en fmnst það ekki mikið til- tökumál: „Það er gott og gilt að gera meiri kröfur til sjálfs sín en annarra, en benda má á að það hefur verið gæfa Sjálfstæðisflokksins að hann er nokkurskonar regnhlífarsamtök ger- ólíkra hagsmunaafla. Fjórir af hverj- um tíu íslenskum kjósendum geta vel fellt sig við þetta fyrirkomulag og enginn spyr hvað til dæmis Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Egill Jónsson eigi sameiginlegt í stjórn- málaskoðunum, sem er nánast ekki neitt.“ Lítum nú aðeins á þetta vers. ISvo kemur gúrkutíð með vopnahlé og samn ingaviðræður í fjölmiðlum. Svo er féð rekið af fjalli og stríðið heldur áfram. Sjálfstæðisflokkurinn er hagsmuna- bandalag en ekki hefðbundinn stjóm- málaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er einsog guðsríki að því leyti að þar em margar vistarvemr: þar er pláss fyrir allar skoðanir. Fyrir vikið er flokkur- inn hinsvegar stelhulaust flykki. I síð- ustu kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins var sama hvar borið var nið- ur, flokkurinn reyndist ekki hafa stefnu í neinu máli. Ekki í sjávarút- vegsmálum, landbúnaðarmálum, Evr- ópumálum, velferðarmálum, mennta- málum - hvergi. Minnast menn þess að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram eitt einasta pólitískt stefnu- mál sem einhverju skiptir? Fyrir hvað stendur Davíð Oddsson í pólitík? Hvað hefur hann fram að færa - ann- að en fækka beri þingmönnum? Er eftirsóknarvert að stofna á vinstri væng „regnhlífarsamtök gerólíkra hagsmunaafla"? Segjum svo, að þegar við vöknum í fyrramálið hafi Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur, Kvennalisti og Þjóðvaki - og jafnvel Framsókn einsog sumir virðast vilja - sameinast í eina fylkingu. Hvemig stjómmála- flokkur væri það? Myndi hann fylgja fiskveiðistefnu Halldórs Ásgrímssonar eða Ágústs Einarssonar? Landbúnað- arstefnu Steingríms J. Sigfússonar eða Lúðvíks Bergvinssonar? Evrópustefnu Hjörleifs eða Jóns Baldvins? Og svo framvegis. Þeir sem vilja stofna stóra nýja flokkinn strax í fyrramálið ansa svona spumingum af yfirlæti mannkynsfrels- arans: Þetta er karp um dægurmál sem við eigum að hefja okkur yfrr í þágu málstaðafins. Hvaða málstaðar? Þess málstaðar að stofna regnhlífarsamtök gerólíkra hagsmunaafla, stimpla þau sem „vinstriflpkk" og ná völdum í næstu kosningum? Hákon Gunnarsson segir í grein sinni: „Auðvitað þarf íslensk vinstri- hreyfmg að taka afstöðu til afgerandi mála sem snerta íslenska framtíð. Með nokkur skýr almenn markmið að leið- arljósi um hagkvæmni og réttlæti í ís- lensku þjóðfélagi og áherslur um ný- sköpun í atvinnulífi, menntun og betri ráðstöfun framleiðsluþátta er kominn nægjanlegur rammi fyrir sameiningu vinstrimanna í þessu smáríki sem við búum í.“ Jæja? Hver getur ekki skrifað Undir þessi ákaflega almennu marfcmið? Hagkvæmni, réttlæti, nýsköpun, menntun - bæði Egill á Seljavöllum og Hannes Hólmsteinn myndu skrifa undir þetta án þess að hugsa sig um. Það er leiðigjamt til lengdar þegar stórpólitísk mál eru afgreidd sem smotterí; og það sé tóm smámunasemi að velta fyrir sér eignarhaldi á auð- lindum íslands, aðild að Evrópusam- bandinu, helsjúku og rándýru land- búnaðarkerfi og svo framvegis og svo framvegis. Af grein Hákons mátti ráða að hon- um þótti Björn Arnórsson hafa í frammi stórfelld veisluspjöll. En þó undirbúningur hafi staðið í sjö tugi ára er veislan bara ekki byrjuð - og þess- vegna ekki skrýtið þótt sumir standist ekki mátið og næli sér í gúrku. ■ Ú I í Atburðir dagsins 1567 María Skotadrottning af- salar sér krúnunni eftir að mót- mælendur sigruðu lið hennar við Carberry Hill. 1704 Bretar ná Gíbraltar af Spánverjum. 1896 Nunnur komu til lands- ins, þær fyrstu eftir siðaskipti. 1956 Vinstristjórn Hermanns Jónassonar tók við völd- um.1967 Heilsíðuauglýsing í stórblaðinu Tlte Times þarsem þess er krafist að neysla kanna- bis-efna verði leyfð. Bítlamir eru meðal þeirra sem skrifa undir. 1980 Breski leikarinn Peter Sellers deyr úr hjarta- áfalli. 1987 Breska rithöfundin- um og milljónamæringnum Jeffrey Archer dæmd 500 þús- und pund í miskabætur frá dag- blaðinu Star sem hafði fullyrt að hann ætti í sambandi við vændiskonu. Afmælisbörn dagsins Simon Bolívar 1783, suður- amerískur stjómmálamaður og herforingi sem frelsaði Kólom- bíu, Venezúela og Ekvador undan yfirráðum Spánverja. Alexendre Dumas 1802, franskur rithöfundur. Amelia Eahart 1898, fyrsta konan sem flaug ein síns liðs yfir Atlants- hafið. Peter Yates 1928, breskur kvikmyndaleikstjóri. Annáisbrot dagsins Kom skrímsli á land undir Snæfellsjökli að stærð sem hestur með tveimur homum á höfði og þremur upp úr bakinu. Mælifellsannáll 1700. Gróði dagsins Ég hef ekki efni á því að sóa tíma mínum í það að græða peninga. Jean L.R. Agassiz. Málsháttur dagsins Fjandans mikið er eftir enn, sagði presturinn. Launung dagsins Til þess talar maður að leyna hugsun sinni. Halldór Kiljan Laxness; Atómstödin. Orð dagsins Sdlar minnar sorg ei herð, seka Drottinn ndðar, afþví Jesús eitt fyrir verð okkur keypti báðar. Agnes Magnúsdóttir, kveöið til Skáld-Rósu. Skák dagsins Italski skákmeistarinn Tatai hefur marga fjömna sopið, en aldrei hefur hann náð í fremstu röð. Hann er í aðalhlutverki í skák dagsins, sem tefld var í Dubai árið 1984. Tatai hefur svart og á leik á borði gegn Ca- talan. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Hel+! Hvítur gafst upp enda tapar hann nú liði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.