Alþýðublaðið - 24.07.1996, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐHD
5
1971.
kosningadagskrám Ríkisútvarps og
sjónvarps. Bréfið var tekið fyrir á
íúndi útvarpsráðs og vakti miklar um-
ræður. Einhverjir í útvarpsráði höfðu
heyrt ávæning af því að fulltrúar
Framboðsflokksins hygðust tjá sig
með gítarspili og söng og ætluðu jafn-
vel að flytja mál sitt á ensku. Fundur-
inn samþykkti einróma að aðeins ís-
lenskt mál yrði talað í dagskránni, en
ekki var einhugur um hvort sönglist
ætti erindi á framboðsfundum. Var
hún þó bönnuð. Þá mun hafa verið
skjalfest að ekki væri leyfilegt að
koma nakinn fram í kosningadagskrá
sjónvarps. Framboðsflokkurinn fékk
að taka þátt í allri kosningadagskrá
nema hringborðsumræðu í sjónvarps-
sal fimm dögum fyrir kosningar. Eng-
ar hringborðsumræður, en þess í stað
hélt O-flokkurinn hringborðsdansleik í
Glaumbæ. f auglýsingu fyrir dansleik-
inn er því lofað að Asta R. Jóhannes-
dóttir spili „sömu gömlu plötumar í
diskótekinu." Lokkandi boð, enda var
dansleikurinn mjög fjölsóttur og ríkti
þar glaðvær baráttuandi og sóknarhug-
ur.
Merkingarsnauð skrúðmælgi
Framboðsflokkurinn tók þátt í
flokkakynningu í sjónvarpi og fram-
boðsfundi í beinni útsendingu 1. júní.
Ýmist voru ræður frambjóðendanna
algjörlega frumsamdar eða soðnar
Útvarpsráð samþykkti
einróma að aðeins ís-
lenskt mál yrði talað í
kosningadagskránni,
en ekki var einhugur
um hvort sönglist ætti
erindi á framboðsfund-
um. Var hún þó bönn-
uð. Þá mun hafa verið
skjalfest að ekki væri
leyfilegt að koma nak-
inn fram í kosninga-
dagskrá sjónvarps.
uppúr stjórmálaskrifum héðan og það-
an. Til dæmis var mjög stuðst við ræð-
ur formanna stjórnmálaflokkanna á
landsfundum þeirra á liðnum vetri og
oft vom heilu kaflamir notaðir svo að
segja óbreyttir. A framboðsfundinum
1. júní hafði Vilhjálmur H. Vilhjálms-
son - sem skipaði „sjöunda baráttu-
sætið“ á listanum í Reykjavík - meðal
annars þetta að segja: „Frumskógur
stjómmálanna krefst gaumgæfilegrar
ígrundunar er þræða þarf öngstigið
milli róttækni og íhaldssemi. llialds er
þörf því eigi má afneita glæstum arfi
forfeðranna sem skapast hefur á harð-
drægum lífdögum liðinna kynslóða.
Nútíðin er skilgetið afkvæmi þess sem
var, hvítvoðungur sem þarf hlýju og
ástúð á norðurhjara veraldar. Róttœkni
er þörf, því að án hennar á sér ekki
stað heilbrigt endurmat á arfi feðranna,
en samband fortíðar og framtíðar má
ekki rofna í nútíðinni. Skylda vor er að
varðveita tunguna, bókmenntir vorar,
sögu og hina kristilegu lífsskoðun sem
sjáöldur augna vorra, þannig að þjóðin
Gunnlaugur Ástgeirsson: Okkar
vegna bjó útvarpsráð til þá reglu,
sem enn er gild, að í lokaumræð-
um fyrir kosningar taki þeir einir
þátt sem eiga fulltrúa á þingi.
■ Gunnlaugur Ástgeirsson
kennari var stýrimaður
Framboðsflokksins og fjórði
maður á framboðslista í
Suðurlandskjördæmi:
Minkar í
Hugmyndin á bak við Framboðs-
flokkinn var tvíþætt; að gera grín að
stjórnmálamönnum með þeim al-
varlega undirtón að sýna framá hve
margt af því sem þeir segja er inni-
haldslaust. Og að prófa hversu langt
„kerfið" hleypti okkuref við gerðum
allt rétt, samkvæmt reglum og lög-
um. í tólf ár, þegar þessi hópur er að
komast til vits og ára, hafa sömu
mennirnir verið vlð völd í þjóðfélag-
inu. Og þó mörgum þyki nóg um
núna, voru stjórnunarstofnanir mun
lokaðri fyrir 25 árum. Við vildum at-
huga hvað svona hópur kæmist
langt - og við komumst raunar alla
leið. Okkar vegna bjó útvarpsráð til
þá reglu, sem enn er gild, að í loka-
umræðum fyrir kosningar taki þeir
einir þátt sem eiga fulltrúa á þingi.
Mikilvægt var að þetta voru aðrar
sjónvarpskosningarnar, og sjónvarp-
ið er geysilega áhrifamikið og fram-
boðið vakti óhemju athygli. Við-
brögð sem við fengum á framboðs-
fundum í Suðurlands og Reykjanes-
kjördæmi voru með ólíkindum. Það
var nánast sama hvað við sögðum -
stundum var fyndnin ekki sérlega
djúphugsuð - salurinn veltist um af
hlátri. Frá þessu var ein undantekn-
ing; Hvolsvöllur. Rangárvallarsýslan
var svo harðsvírað Framsóknar- og
Sjálfstæðisbæli að það að verið væri
að gera grín að þeirra mönnum var
nánast Guðlast.
Við komum þarna einsog minkar í
hænsnabú... smám saman verður
fjölmiðlabylting og los kemst á
flokkakerfið. Hvort sem framboðið
var orsakavaldur eða vitnisburður
þessara breytinga."
verði áfram í frumtengslum við sinn
þjóðlega umhverfisveruleika, en fljóti
ekki sofandi að feigðarósi eftiröpunar
erlendra atferlishátta.“
Jörgen Ingi Hansen, annar maður í
Reykjaneskjördæmi, útskýrði nokkur
lykilorð stjómmálanna, og byrjaði á
svonefndri byggðastefnu: „Hún vamar
því að kjósendur séu fluttir á milli
kjördæma og atkvæði á milli kjör-
kassa. Þetta á að sjálfsögðu jafnt við
um þéttbyggð, dreifbyggð og óbyggð
landssvæði. Þetta hugtak er annars ná-
tengt jafnvæginu í byggð landsins,
öðra slagorði, en svo nefnist stefna sú
sem er ætlað að koma í veg fyrir að
ójafnvægi sé á milli jafnvægisins í hin-
um ýmsu byggðum landsins. Þessari
stefnu er ætlaða að skapa aukið af-
komuöryggi, það er að segja að öllum
landsmönnum verði örugglega tryggð-
ir afkomendur."
Gunnlaugur Astgeirsson gerði grein
fyrir stefnu flokksins í helstu dægur-
málum: „Stefna Framboðsflokksins í
landhelgismálinu er ótvíræð. Stefna
Framboðsflokksins í menntamálum er
að auka menntun. Stefna Framboðs-
flokksins í tryggingamálum er að bæta
tryggingar. Stefna Framboðsflokksins
í landhelgismálinu
er skýlaus. Stefna
Framboðsflokks-
ins f húsbygginga-
málum er að
stækka fbúðir með
því að minnka her-
bergi. Stefna
Framboðsflokks-
ins í samgöngu-
málum er að auka
samgöngur. Stefna
Framboðsflokks-
ins í brúarmálum
er að breikka brýr.
Stefna Framboðs-
flokksins í land-
helgismálinu er
markviss. Stefna
flokksins í vega-
gerðarmálum er að
lagður verði liring-
vegur umhverfis
landið, hringvegur
í hverju kjördæmi,
í hverri sýslu og í
hverri sveit, þann-
ig að landið verði
allt markað stórum
o-um. Stefna flokksins í hafnarmálum
er að dýpka hafnir. Stefnan í siglinga-
málunt er norð-norð-austur. Stefnan í
landhelgismálinu er fastmótuð.“
Þingmannadraumur
Að kvöldi 3. júní fóru ffam stjóm-
málaumræður í útvarpssal, í beinni út-
sendingu. Samhæfður undirbúningur
fyrir fundinn var lítill, nema hvað sam-
eiginleg ákvörðun hafði verið tekin um
það hverjir yrðu talsmenn Framboðs-
flokksins. Það voru Sigurður Jóhanns-
son, efsti maður á lista flokksins í
Reykjavtk, Rúnar Ármann Arthúrsson,
efsti maður í Suðurlandskjördæmi og
Einar Örn Stefánsson, háseti. Þetta
kvöld gerðist það að efsti maður í
Reykjavík brást framboðshugsjóninni í
grundvallaratriðum; hann flutti alvar-
lega ræðu. Sigurður hóf mál sitt á að
tala um þá alvöru og gagnrýni sem í
rauninni fælist að baki framboði
flokksins og minntist á að íslensk
stjómmál væru úr tengslum við raun-
veruleikann. „Eg hef sýnt að ég hugsa
lítið um mín atkvæði; ég bý yfir hug-
myndaflugi og miklum upplýsingum.
Og ef ég kemst á þing skal ég lofa að
taka að mér óvinsæl málefni. Ég skal
ná til þjóðarinnar. Og þjóðin skal ná til
mín þegar hún vill... Landsmenn góð-
ir. Kjósið Framboðsflokkinn - þjóðin
þarfnast hans.“ Rúnar Ármann, sem
átti að tala í næstu umferð, gat ómögu-
lega flutt sína undirbúnu ræðu eftir
þennan málflutning, en spann uppúr
sér ræðu, þar sem hann reyndi að
draga úr áhrifum sem Sigurður kynni
að hafa haft á hlustendur. Brúaði hann
þannig bilið, svo þriðji og síðasti
ræðumaður flokksins þetta kvöld flutti
undirbúna ræðu sem var í einu og öllu
í anda Framboðsflokksins. Eftir þessar
umræður var Sigurður sniðgenginn í
starfi flokksins og varpaði þetta nokkr-
um skugga á flokksstarfið.
Framboðsflokkurinn tók þátt í fram-
boðsfundum á Selfossi, Hvolsvelli og í
Vestmannaeyjum. Gunnlaugur Ást-
geirsson, Einar Öm Stefánsson, Rúnar
Ármann Arthúrsson og Sigríður
Magnúsdóttir tóku til máls á þessum
fundum og var málflutningur þar offast
mun staðbundnari en verið hafði í rík-
isfjölmiðlum og blaðaviðtölum. Á Sel-
fossi tók Rúnar Ármann svo til máls:
„Ingólfur Jónsson, núverandi og til-
vonandi fyrrverandi ráðherra, hefur
haft allan veg og vanda af landbúnað-
armálum. Hafi hann þökk fyrir. En við
núllistar höfum á takteinum lausn allra
vandamálanna, það er að segja kal,
uppblástur, offramleiðsla og allt þetta.
Við erum á þeirri
skoðun að steypa
eigi saman Se-
mentsverksmiðju
ríkisins og Áburð-
arverksmiðju ríkis-
ins. Það verði gert
til þess að kleift
verði að framleiða
varanlegan áburð
sem ekki þarf að
bera á nema einu
sinni.“ Ýmis bar-
áttumál kjördæ-
manna voru tekin
fyrir og ráðherr-
um, ríkisstjórn og
stjórnarandstöðu
var hrósað fyrir vel
unnin störf á liðn-
um árum og mis-
tök þökkuð þús-
undfalt. Yfirleitt
var gerður góður
rómur að málflutn-
ingi Framboðs-
flokksins og var
oft talsvert fleira
fólk í salnum á
meðan O-frambjóðendur fluttu sínar
ræður en endranær. Hvolsvöllur var
reyndar sérkennileg undantekning, þar
sem svo virtist sem aðeins sjálfstæðis-
menn og framsóknarmenn væru í saln-
um - sátu hvorir sínum megin, brúna-
þungir.
Kosningadagurinn 13. júní rann upp
bjartur og fagur. Þann daginn voru
framboðsmenn nokkuð á ferli, dreifðu
plakötum og blésu sápukúlur, en þar
sem þetta hvort tveggja flokkast að
sjálfsögðu undir áróður á kjörstað var
lögregla ekki lengi að stöðva jafnólög-
legt athæfi. Framboðsflokkurinn hafði
tekið á leigu sal í Bolholti - sem kall-
aðist kosningaskrifstofa þann daginn -
og þangað tóku ntenn að streyma um
kvöldið. I salnum í Bolholti fylgdist
næstum allur flokkurinn með úrslitum
kosninganna langt fram eftir nóttu.
Strax og fyrstu tölur birtust úr Reykja-
vík var ljóst að útilokað var að Fram-
boðsflokkurinn fengi mann kjörinn á
þing - og létti flestum flokksmönnum
stórum. O-flokkurinn fékk 3 prósent
atkvæða í Reykjavík, 3,2 prósent í
Reykjaneskjördæmi og 1,9 prósent at-
kvæða í Suðurlandskjördæmi. Þetta
kvöld, semog næstu nótt, fór fram erfi-
drykkja Framboðsflokksins, því þetta
var í síðasta sinn sem flokksmenn
komu saman vegna beinna aðgerða í
þágu flokksins. ■
&iJ~t
Hringborðsdansleikur
Framboðsflokksins
R«ykJ»vlk, 10. Jdní 1971.
Un lelS og «g þakka boð 4 ð«n*lelk
1 Glaunbc 8. Júní. icx 4g þáðl ekkl, er.ður-
sendl <g l.ér eieð boðekortlð tll þess ao
ekkl furfl »6 grelðe skeseitsnsskktt sf
■ðc&ngunlðe, len ekkl er noteður.
Framboðsflokkurinn fékk ekki að
taka þátt i hringborðsumræðum í
sjónvarpi 5 dögum fyrir kosningar
en hélt þess í stað hringborðsdans-
leik og bauð ölium frambjóöendum
„litlu flokkanna". Þáverandi
menntamálaráðherra endursendi
boðið með þeim ummælum að
óþarfi væri að greiða skemmtana-
skatt af ónotuðum aðgöngumiða.
Asta Ragnheiður: A Selfossi kröfð-
umst við þess að Ingólfsfjal! yrði
flutt, þarsem það væri greinilegur
áróður á kjörstað að hafa fjallið í
kjördæminu, með Ingólf á Hellu í
framboði.
■ Ásta R. Jóhannesdóttir,
þingmaður Þjóðvaka, var
plötusnúður í Glaumbæ og
skipaði þriðja sæti á lista
flokksins í Reykjavík:
Þriðja
sætið var
kvennasæti
„Eftir 1968 varð ákveðin gerjun
meðal háskólastúdenta. Ungtfólk
var í uppreisn gegn hefðbundnum
gildum, gegn „kerfinu" og gegn
hægriöflunum. Við vildum andæfa
hægristjórninni, Viðreisnarstjórn-
inni, sem hafði verið óralengi við
völd, og notuðum þá aðferð að gera
stólpagrín að öllu saman - með
gagnrýnum undirtón. Ég var í þriðja
sæti í Reykjavík - sem var ekki útí
bláinn, því fyrir 25 árum voru konur
aldrei ofar á framboðslistum, en
prýddu gjarnan 3. sætið. Kosninga-
baráttan var bráðskemmtileg; til að
byrja með voru menn mjög tvístíg-
andi, vissu hreint ekki hvort þeir áttu
að taka okkur alvarlega. Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra átt-
aði sig fljótt á því hvað við vorum að
fara - og bauð okkur öllum að
ganga í Alþýðuflokkinn! Málflutning-
ur Framboðsflokksins kom gömlum
kerfisköllum oft úr jafnvægi; á Sel-
fossi kröfðumst við þess að Ingólfs-
fjall yrði flutt, þarsem það væri
greinilegur áróður á kjörstað að hafa
fjallið í kjördæminu, með Ingólf á
Hellu í framboði.
Ég hef verið að vasast í stjórnmál-
um alla tíð síðan... furðulegt nokk.
Og ég kynntist manninum mínum í
kosningabaráttunni... en þú meinar
líklega hvort O-flokkurinn hafi skilið
eitthvað eftir sig utan veggja heimil-
isins? Málflutningur okkar kynnti
ákveðna gagnrýna hugsun sem náði
til fólks og ég er sannfærð um að sú
vinstristjórn sem tók við eftir kosn-
ingarnar, hafi að hluta til verið af-
rakstur þessa framboðs."
Framboðsflokkurinn fékk O
0 Ei.ns og sikýnt hefur vierið frá
1 blöðum, hieíur nýr stjórnmáila-
flokkur, Framboðstilokkjurinn, vcv
ið stofnaður. Mun hann bjóða
fram í þremur kjördaamum tid
vænlan'legra aiþingiskosninga í
sumar.
Nú eru þrjú fioklksfélög starf-
Bndi ívþremur kjördæmum, þ. e.
Reykjavik, Rieykjanes- og Suður-
Jandskjördæmi og bjóða þau öll
fram ' til komandi kosninga.
í fréttatHikynningu frá félaginu
Alþýðublaðið 15. maí 1971
segir, að „tóldrög að stoifnun hans |
var hár meðalaildur frambjóðendai;
annarra flokka og ósamkomuilag:
þeirra um. h'elztu vieiferðarmáil!
þjóðcirinnar“.
Á kj örs t j órrtarí undum á'
fimm'tudag var samiþykiktur lista-
bókstafurinn O fyrir flokkinn. )
Framboðsflokkurinn hýggur á|
einhverja kosningastarifs'emi, en'
enn er elkkii ljóst hvaða stefnoi
verður tekin upp í baráttunni.
að þvi er annar maður á lista
| flokiksins í Rieykjaniesk.iör.dæmi,
' Jöngen Ingi Hanáen, aðalifram-
kvamd't'tjóri sagðá í viðtali við
bdaðið i gæ.r. „í>ar sem viið erum
wo nýir í pólitákimni viljum við
e|aki loifa neinu, sem við getum
ekld eiEnt“, sagði Jörgen.
Það *«• :bó ljós't, að ftökkwánn
mun steitna að kosningahapp-
drae'tti, þar siem meðal vinninga
verður ..horafótur með ilsig, noldk-
ur neiðSijól og al|þingissæli“, sem
fólki vérður ja-tnframt cefinn
kostur á að setjast í gegn vægu
gjaildi.
Þá munu fuliltrúar Framboðs-
flcikiks'ns t'fta ,þátt í sjónivarps-
umræðum og flokkakynningu
sjónvarpsir.s.
Þrír efstu menn ftökksins i
Rieykjaivík eru; Sigurður Jóhan"'
son, þjóðlagasöngvari, Fir"
Brynjólfsson, kennari og Ásta Jó.
hannsdóttir. nlötusnúður.