Alþýðublaðið - 24.07.1996, Side 7

Alþýðublaðið - 24.07.1996, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ n 7 m e n n ■ Listræn leiðrétting Var álitinn kjáni og fáráðlingur - segir Hákon Hertervig um listmálarann Lars Hertervig afabróður sinn. Atli Heimir Sveinsson tónskáld er að leggja síðustu hönd á óperu um norska listmálarann Lars Hertervig. I viðtali við Atla Heimi í Alþýðublað- inu síðastliðinn þriðjudag, var rangt farið með nafn listmálarans. Hákon Hertervig arkitekt hafði samband við Alþýðublaðið tilþess að benda á vit- leysuna, en Lars Hertervig var afa- bróðir hans og bera þeir sama nafnið. „Lars Hertervig listmálari fæddist árið 1830 á Vesturströnd Noregs og dó 1902,“ segir Hákon Hertervig. „Hann var einn níu systkina, en Knút- ur, sjö árum yngri bróðir hans kom til íslands nokkru fyrir aldamótin til að kenna Austfirðingum síldveiðar. Knútur hafði með sér ungan son sinn, Casper, sem er afi minn. Árið 1906 drukknar Knútur við vinnu sína, en sonur hans flengdist hér í nokkur ár. Ég vissi alltaf af listmálaranum afa- bróður mínum; fyrst í gegnum pabba, og þegar ég er sjö ára strákur eignast ég bók um hann eftir listfræðinginn Aslaug Blytt. Óli Tynes kunningi pabba og sfldarspekúlant á Siglufrrði, þar sem ég er fæddur og uppalinn, færði mér bókina. Lars Hertervig komst til náms fyrir tilstilli kaupmanns nokkurs sem tók hann undir sinn vemdarvæng. Þegar hann lauk námi, hálfþrítugur, voru menn famir að álíta hann sinnisveikan og var hann nánast læstur inni á spít- ala. Hann dó náttúrlega úr fátækt og örbirgð einsog allir sem stunduðu svona lagað á þessum tíma, sérstak- lega vegna þess að hann var álitinn dálítill kjáni og fáráðlingur. Enginn hafði trú á því sem hann var að gera. Það er um 1939 þegar Aslaug Blytt listfræðingur ríkislistasafnsins í Osló gefur út veglegt rit um Hertervig að hann er hafinn til vegs og virðingar. Hákon Hertervig: Listfræðingur listasafnsins í Osló hóf að grennslast fyrir um ættina í þeim tilgangi að finna myndir eftir Hertervig. Holger Koefoed, sem gegnir því sama embætti núna, hefur gefið út nokkrar bækur um Hertervig og hóf að grennslast fyrir um ættina í þeim til- gangi að reyna að finna myndir eftir Hertervig. Koefoed komst að því að Knútur bróðir Lars hefði farið til fs- lands, og komst í samband við mig. Fleiri bræður Lars fóru til fjarlægra landa, og listfræðinga gmnaði að þess- ir menn, sem höfðu bein í nefinu til að ferðast langar leiðir, hefðu kannski haft með sér einhver verk eftir bróður sinn. En fyrir utan okkur fimm syst- kinin hér, hafa engir ættingjar komið í leitimar - og við eigum engar myndir í fómm okkar. En það varð uppi fótur og fit þegar ég sagði Norðmönnunum að ég ætti þessa bók eftir Blytt, sem Óli Tynes gaf mér sem bami, vegna þess að þeir vissu ekki betur en aðeins eitt eintak væri til af bókinni, í ríkisbókasafninu í Osló. Þetta er ansi stór og mikil bók, gefrn út í Osló árið 1939, en upplagið eyðilagðist við innrás Þjóðveija í Nor- eg. Á þeirra tíma mælikvarða hefur þetta verið mikið ritverk, meira að segja prýtt litmyndum. Óli Tynes hef- ur líklega pantað bókina sérstaklega frá Noregi, til þess að gefa mér hana 1939. Ég hef haldið sambandi við norsku listfræðingana og þegar Listasafnið í Osló hélt uppá 150 ára afmæli Lars Hertervig árið 1980, var mér boðið út og kom þar fram á opnun sýningarinn- ar. Sjálfur er ég hrifinn af myndum Hertervig - það eru rómantískar landslagsmyndir, oft mjög dramatísk- ar. Það er skiljanlegt að mönnum hafi fundist hann undarlegur - svona eins- og þegar menn skoðuðu fyrst drauma- myndir Kjíirvals." EJS óskar eftir sölufulltrúum og tæknimönnum EJS er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsinga- tækni. Þjónusta EJS nær til flestra hliða nútíma upplýs- inga- og samskiptatækni, allt frá sölu og þjónustu á heimsþekktum vél- og hugbúnaði, til nýsmíða og þróunar á hugbúnaði og lausnum fyrir atvinnulífið, hérlendis sem erlendis. EJS leggur metnað sinn í að bjóða starfsöryggi, jafnrétti, sanngjörn laun og jákvætt, gefandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsfólks, sjálfstæði og hópvinnu. Vegna stóraukinna verkefna óskar EJS eftir að ráða öfl- uga og áhugasama einstaklinga sem fyrst, til starfa í verslun, söludeild og netþjónustu. EJS versiun Starfið felst í almennri sölu á tölvubúnaði til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Leitað er að einstaklingum með góða grunnmenntun, góða framkomu og þjónustulund. Reynsla af tölvunotkun nauðsynleg. Umsóknir berist Guðjóni Kr. Guðjónssyni verslunarstjóra fyrir 7. ágúst merktar: „Starfsumsókn - Verslun". EJS söludeild Söludeild annast dagleg samskipti við fyrirtæki og stofn- anir, veitir ráðgjöf varðandi kaup á tölvubúnaði og upp- byggingu upplýsingarkerfa og annast samskipti við er- lenda birgja. Leitað er að einstaklingum með framhalds- menntun t.d. í töælvunar-, viðskipta- eða verkfræði. Við- komandi þurfa að eiga auðvelt með hópvinnu, hafa gott vald á mæltu og rituðu máli og hafa góða framkomu. Þekking og reynsla í upplýsingataekni er æskileg. Umsóknir berist Skúla Valberg Ólafssyni sölustjora fyrir 7. ágúst merktar: „Starfsumsókn - Söludeild". EJS Netþjónusta Netþjónusta annast þjónustu og uppsetningu á tölvunet- um, vélbúnaði og hugbúnaði. Leitað er að einstaklingum með framhaldsmenntun t.d. í tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði eða tæknifræði. Þekking á Microsoft hugbúnaði og uppbyggingu netkerfa æskileg. Umsóknir berist Helga Þór Guðmundssyni framkvæmda- stjóra þjónustusviðs fyrir 7. ágúst merktar „Starfsum- sókn - IMetþjónusta". ■ Norræna húsið Staður konunnar Þórey Sigþórsdóttir leikkona kynnir skáldskap nokkurra efnilegra skáld- kvenna Islands í Norræna húsinu á fimmtudagskvöld. Dagskráin hefst með einleiknum Skilaboð til Dimmu eða „Meddelande till Dimma“ eftir El- ísabetu Jökulsdóttur í sænskri þýðingu Ylvu Hellerud. Þórey hefur flutt verk- ið áður, til dæmis á Nordisk Forum í Finnlandi í fyrrasumar. Þá mun Þórey kynna skáldskap Elísabetar, Gerðar Kristnýjar, Kristínar Ómarsdóttur og Lindu Vilhjálmsdóttur á afar óhefð- bundinn hátt, en hún hefur tekið sér í not ólíka listmiðla til að koma ljóðum á framfæri. Umgjörð ljóðanna er „staður konunnar", það er að segja heimilið, þar sem hugmyndimar fæð- ast í daglegu amstri. Ljóðin verða flutt á íslensku og sænsku. Dagskráin hefst klukkan átta og er aðgangur ókeypis. Þórey Sigþórsdóttir leikkona kynn- ir skáldkonur íslands í Norræna húsinu á fimmtudagskvöid. ■ Reinhold Richter skrifar BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 105 REYKJAVÍK SÍMI 563 2340 MYNDSENDIR 562 3219 Hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag íbúðabyggðar á Grafarholti í samstarfi við Árkitektafélag ís- lands. Rétt til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar. Veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 3,25 millj. og til innkaupa kr. 500 þús. Fremstir meðal jafningja Vissulega getur forsetinn skipað sér í hóp sinna jafningja en þar eru ekki Jón og Gunna og börnin þeirra þrjú með sinn sjötíu prósent jaðarskatt. að fer að líða að því að blessaður álagningarseðillinn birtist inn um bréfalúguna. Ég verð að viðurkenna að ég fyllist alltaf óskiljanlegum kvíða í þann mund sem ég opna seðilinn. Getur verið að skattstjórinn hafi fund- ið einhverjar yfirsjónir hjá mér og bætt á mig álögum, eða á ég einhveija aura inni hjá skattinum? Oftar en ekki verð ég fyrir von- brigðum, vaxtabætumar rýma, bama- bætumar sömuleiðis og strætómiðinn frá atvinnurekandanum er skattlagður og ekki má gleyma grautnum í mötu- neytinu. Allt er þetta skattlagt eftir settum reglum og tekjutengingum. Svo koma dagblöðin. Þar les ég um forstöðumann í ofsatrúarsöfnuði, sem nánast tekjulaus, á og rekur margmillj- ón króna jeppa og glæsilegt einbýlis- hús og hóteleiganda með fimmtíu þús- und króna mánaðarlaun. Ég les um tekjuskattlausar fjölskyldur sem eiga eða hafa afnot af mörg hundmð fer- meta sumarvillum við Þingvallavatn, hafa afnot af bifreiðum eftir þörfum, utanlandsferðum eftir þörfum, hús- búnaði og matvælum eftir þörfum, vélsleðum og laxveiðiám eftir þörfum. Öfundsjúkur spyr maður, hvemig geta aumir bamabótaþegar lifað við slíkar allsnægtir, fólk sem borgar ekki eina einustu krónu til samfélagsins í formi skatta? Skattrannsóknarstjóri fræddi okkur á því í sjónvarpsþættinum hans Stef- áns í vetur að skattareglurnar bjóði upp á þetta og allt sé þetta eðlilegt, eftir settum reglum og löglegt. í kosningabaráttunni til forseta kom einhvers staðar fram að forsetinn geti varla talið sig fremstan meðal jafn- ingja meðan hann þarf ekki að borga til samneyslunnar. Vissulega getur forsetinn skipað sér í hóp sinna jafn- ingja en þar em ekki Jón og Gunna og bömin þeirra þrjú með sinn sjötíu pró- sent jaðarskatt. Það em þau og þeirra jafningjar sem halda forseta vomm og hans jafningjum uppi. ■ Gert er ráð fyrir því, að höfundar tillagna, sem dómnefnd vel- ur í 1. 2. og 3. sæti, eigi þess kost að útfæra nánar afmarkað- an hluta samkeppnissvæðisins á þeim forsendum og hug- myndum, sem höfundar verðlaunatillögunnar í 1. sæti byggir á. Ennfremur getur Borgarskipulag/skipulagsnefnd falið ein- stökum öðrum keppendum lokaútfærslu minni afmarkaðra reita á samkeppnissvæðinu. Borgarskipulag hefur heildarum- sjón með áframhaldandi skipulagsvinnu í hverfinu öllu í sam- ráði við höfund þeirrartiliögu, sem hlýtur 1. verðlaun. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust á skrifstofu Arkitektafélags íslands á milli kl. 8.00 og 12.00 virka daga frá og með miðvikudegi 12. júlí 1996. Önnur gögn verða afhent á sama stað gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5.000,- @Meginmál = Skiladagur er föstudagur 15. nóvember 1996. Fyrirspurnartími þátttakenda hefur verið framlengdur til 2. september. Svör við fyrirspurnum munu liggja fyrir 16. september. Áætlað er að dómnefnd Ijúki störfum í desember 1996.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.