Alþýðublaðið - 25.07.1996, Side 2

Alþýðublaðið - 25.07.1996, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 s k o d a n i r MWOVBIMB 21148. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun Isafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Réttmætur arður þjóðarinnar Eiga réttlæti og hagkvæmni enn að bíða? spyr dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra í mjög athyglisverðri grein í Morg- unblaðinu í gær um veiðileyfagjald. Gylfi segir að megingalli fiskveiðistjómunar sé í því fólginn að markaðslögmálunum er ekki ætlað til fulls það hlutverk sem þeim ber í nútímaþjóðfélagi, og reynsla hefur sýnt að leiðir til hámarkshagkvæmni. Þá segir Gylfi: „Skömmtun er aldrei hagkvæm. Allur atvinnurekstur, einnig sjávarútvegur, á að vera í höndum þeirra, sem hagnýta framleiðsluöflin best. Það verður ekki tryggt nema á það sé látið reyna, hverjir séu reiðubúnir til þess að greiða hæst verð fyrir framleiðsluöflin í sjávarútvegi, meðal annars íyrir afnot af fiski- miðunum." Kvótakerfið í núverandi mynd leiðir vitanlega til þess að arður- inn af hagnýtingu fiskimiðanna kemur einvörðungu í hlut þeirra sem heimilaðar eru veiðar. Gylfi segir að vegna þeirra stjómunar- aðferða við fiskveiðar sem í fyrstu var beitt á íslandi hafi mátt búast við að arður af fiskveiðum rynni einkum til aukningar fiski- skipaflotans. Sú var enda raunin, einsog tölur sýna: „Á ámnum 1960-70 jókst aflaverðmætið um 26 prósent en verðmæti flotans um 32 prósent. En frá ámnum 1970- 1987 jókst aflaverðmætið um 106 prósent, en verðmæti flotans um 180 prósent. Um það leyti, sem heildarstjóm var komið á veiðamar 1984, var flotinn orðinn alltof stór og rekstur hans þjóðinni alltof dýr. Jafnframt hélt ofveiði áfram, og framtíðargrundvöllur hagkvæms sjávarút- vegs var þannig skertur.“ Harðar deilur um veiðileyfagjald hafa staðið allar götur síðan núverandi fiskveiðistjómunarkerfi var sett á laggimar. Þá höfðu Gylfi Þ. Gíslason, og margir fleiri, lengi bent á hlutverk veiði- gjalds í fiskveiðistjómun, „bæði til þess að tryggja aukna hag- kvæmni hennar, en þó einkum til þess að gæta þess réttlætissjón- armiðs, að fiskveiðiarðurinn renni til þjóðarheildarinnar, en ekki fýrst og fremst til ákveðinna útgerðarfyrirtækja.“ Gylfi segir að á þeim ámm sem liðin em síðan núverandi kerfi var lögfest, sé óhætt að fúllyrða að arður þjóðarinnar af fiski hefði numið ótöld- um milljörðum króna. Það séu heldur engar ýkjur að íslendingar hefðu að miklu leyti getað losnað við að greiða tekjuskatt ef veiðigjald hefði verið innheimt frá upphafi. Afsjúklingum og vinstri hreyf- ingu félagshyggjumanna sem snerta íslenska framtíð. Með nokkur skýr almenn markmið að leiðarljósi um hagkvœmni og rétt- lœti í íslensku þjóðfélagi og áhersl- ur um nýsköpun í íslensku atvinnu- lífi, ménntun og betri ráðstöfun framleiðsluþátta er kominn nœgjan- legur rammi fyrir sameiningu vinstri manna í þessu smáríki sem við búum Síðan segir: „Ef hugsjónir fé- lagshyggjufólks um jafnan rétt ein- staklinganna til tœkifœra og há- marksnýtingu hœfileika sinna til að byggja upp réttlátt þjóðfélag eiga að ná fram að ganga þarf hér breytt pólitískt umhverfi á vinstri vœngnum.“ Þetta er það sem ég get fundið út úr grein Hákonar um jákvœða skil- greiningu auk nokkurra neikvæðra vísbendinga eins og að setja NATO og ESB í fyrsta lagi undir sama hatt og í öðru lagi á bás með hunda- haldi. Afstaða til þessara mála á að „vera prívatmál hvers og eins, líkt og gildir um hundahald." I fram- haldi af þessu væri kannski rétt að fá lista hjá Hákoni yfir flokkun mála, það er annars vegar einka- málin og hins vegar þau mál sem eru sameiningar verðug. Ég er nokkuð sannfærður um að einkamál á borð við ESB munu fljótlega verða viðurkennt dagskrárefni stjórnmálaflokka og hreyfinga, þrátt fyrir allt. Skiptir þá litlu hvort menn eru með eða á móti. og gildir um hundahald." Mér sýnist -og má þar vel vera að ég hafi Hákon fyrir rangri sök - að hugmynd hans sé að búa til sam- nefnara þeirra mála sem þessir flokkar (Er Hákon að tala um stjórnarandstöðuflokkana og Fram- sókn?) geti sameinast um. hin verði einfaldlega lögð til hliðar. Vísbending í þessa átt er skýr- skotun Hákonar til Sjálfstæðis- flokksins. Fyrst hann getur samein- að Hannes Hólmstein og Egil Jóns- son - af hverju ekki við? Krufning á Sjálfstæðisflokknum er athyglis- verð og vafalaust má mikið af hon- um læra, jafnvel í vissum tilvikum til eftirbreytni. Athyglisverðast er þá að stoppa ekki við öfgadæmin í flokknum heldur ræða hvernig flokknum hefur heppnast að höfða til jafnaðarmanna (í skandinavískri merkingu). En er ekki unnt að sameinast um málefni Ég vil einnig vekja athygli á að ef til vill er unnt að sameinast um ákveðin málefni, sem ákveðin stjórnmálaöfl setji á oddinn í kosn- ingabaráttu og lofi að standa og falla með - jafnvel í stjórnarmynd- unarviðræðum við Sjálfstæðis- flokkinn. Ef til vill mætti meira að segja fá flokkinn þann til að sam- þykkja eitthvað af slíku góðgæti fyrir kosningar sem torveldaði að hlaupa burt frá loforðunum á eftir Á að túlka þetta þannig að Hákon vilji vinstri framboð sem ekki hafi neina stefnu í utanríkismálum? Grein Hákonar Gunnarssonar í Alþýðublaðinu 23. júlí, sem að nafninu til fjallar um grein undirrit- aðs, sem birtist í blaðinu 17. júlí er athyglisverð varðandi allt of al-' genga nálgun manna að viðfangs- efnum sínum. Málið snýst um að gera sér viðfangsefnið auðveldara viðfangs með því einfaldlega að skapa sjálfur viðfangsefnið og ein- beita sér síðan að því að fjalla um galla sköpunarverks síns. Þetta get- ur leitt til hinna skemmtilegustu stílæfinga, en er lítt fallið til að þróa áfram umræðu um það við- fangsefni sem eftir stendur, það er raunverulegar en ekki tilbúnar skoðanir, er maður þykist vera að fjalla um. Pallborðið | ■ Björn skrifar f stuttu máli má semsagt einfalda málið með því að lýsa yfir að ég tel þennan Björn Arnórsson, hagfræð- ing BSRB, sem Hákon Gunnarsson er að vekja upp með pistli sínum, lítt áhugaverðan pjakk inn í þessa umræðu. Gildir þá einu um þá skoðun þessa Björns að sveitar- stjórnarmál hafi lítið inn í pólitík að gera, að hann telur þjóðfélags- lega umræðu dagsins snúast að meira eða minna leyti um þau mál er takmarkaður hópur þjóðfélags- þegna eyddi töluverðu þreki í fyrir aldarfjórðungi eða svo, auk þess að ég viðurkenni þann veikleika að verða ansi þreyttur í framan þegar talið berst að hinni svonefndu 68- kynslóð. Þetta síðast nefnda er veikleiki, því þó ég sé fæddur 1945 og hafi aldrei haft minnsta snefil af hippatilhneigingum þá er ekki þar með sagt að þetta fólk hafi ekki haft ýmislegt til síns máls. Alltént er engin ástæða til að láta fordóm- ana alveg loka hlustunum. Að þessi Björn skuli síðan liggja undir grun um að setja ESB í staðinn fyrir Fjórða Alþjóðasambandið hlýtur að vekja upp spurningar um af hverju Hákon er yfirleitt að eyða púðri í þennan mann, þó ég telji mig skilja hárfín blæbrigði háðsins er Hákon flokkar hann með skynsömustu þjóðfélagsrýnum. Ýmislegt fleira mætti tína til. Þó lestur Hákonar á pistli mínum bendi til áhugaleysis af hans hálfu ætla ég þó einkum að velta vöngum yfir tveimur fullyrðingum í grein hans, þó ég hafi engan áhuga á að fjalla frekar um þennan Björn Há- konarson. Vinstri hreyfing í pistli sínum segir Hákon: „Auð- vitað þarf íslensk vinstri hreyfing að taka afstöðu til afgerandi mála En áfram veginn Þá nálgumst við viðfangsefnið. Hver eru þessi afgerandi mál sem Hákon vill fá fram í grundvöll vinstri hreyfingar? Er kosningaframboð, sem ekki gefur upp afstöðu til NATO og ESB trúverðugt til lengri tíma litið? Á að túlka þetta þannig að Hákon vilji vinstri framboð sem ekki hafi neina stefnu í utanríkismálum? Hvaða skýr almenn markmið (sic!) um hagkvæmni og réttlæti í íslensku þjóðfélagi og áherslur um nýsköpun í atvinnulífi, menntun og betri ráðstöfun framleiðsluþátta mynda vatnaskil á milli hægri og vinstri manna í þessari umræðu? Þarna lendum við strax í vanda. Ég benti á í grein minni að einmitt í þessum efnum skiptist meint vinstri hreyfing heldur betur í tvö horn. Á ég þar til dæmis við (um hag- kvæmni) afstöðu um þróun land- búnaðarmála en þar virðist tiltölu- lega auðvelt að sameina Framsókn- arflokk, Alþýðubandalag og hluta Sjálfstæðisflokks annars vegar og Alþýðuflokk, Þjóðvaka, Kvenna- lista (?) og hluta Sjálfstæðisflokks hins vegar. Sjávarútvegur, kjördæmismál og svo franívegis. Ég trúi ekki að það eigi að afgreiða þessi mál einnig sem „prívatmál hvers og eins, Iíkt (við útilokum aldrei kosningalof- orðasvik!). Ef til vill mætti slíkt verða þeim málum meira til framdráttar en nokkuð annað. í kjölfarið á slíku, eða jafnvel samtímis umræðu um slík mál, gæti opnast umræða fyrir aukið samstarf og jafnvel samruna sumra þessara afla. Hinsvegar getum við ekki litið fram hjá því að hætta er á að slíkur samnefnari, sem hefði að markmiði að sameina alla þessa flokka, yrði svo þröngur og innihaldsrýr eða al- mennur og þá jafnvel enn inni- haldsrýrari, að hann yrði ekki trú- verðugur til að standa undir fram- boði. En mikilvægt er að fara að setja fram efnisatriði þessa sam- nefnara til að þátttakendur geti fót- að sig í umræðunni. En munum umfram allt. Flokk- arnir eiga að vera tæki til að berjast fyrir ákveðnum málum. Flokkarnir eru umræða um form. Við þurfum að snúa þessu í umræðu um inni- hald. Og meinar Hákon í alvöru að hann óski eftir flokki sem rúmi stjórnarandstöðuflokkana og Fram- sókn, og sem að formi og efnistök- um líkist Sjálfstæðisflokknum ís- lenska? Höfundur er hagfræöingur hjá BSRB. Lögum samkvæmt eru fiskimiðin sameign þjóðarinnar. Það er hinsvegar dauður bókstafur. Kvótakerfið hefur þvert á móti leitt til þess að helsta auðlind íslendinga er að verða séreign örfárra sægreifa. Alþýðublaðið hefur áður bent á það, að vegna aflaaukn- ingar á næsta fiskveiðiári er verið að færa eigendum kvóta marga milljarða á silfurfati. Leiguverðmæti aukins þorskkvóta er að minnsta kosti hálfur þriðji milljarður króna og söluverðmæti kvótans er ekki undir fimmtán milljörðum. Þetta er ranglátt og siðlaust kerfi sem þjónar hinum fáu og stóru. Ályktunarorð dr. Gylfa Þ. Gíslasonar eru þessi: „Meginspumingin varðandi veiði- gjald er ekki, hvort hagkvæmara sé, að útgerðarfyrirtæki ráðstafi fiskiarðinum eða hann renni til almannaþarfa, heldur hitt, hvort réttlátt sé, að arðurinn, sem fylgir fiskistofnunum, falli allur í skaut útgerðarfyrirtækja, án þess að eigandi fiskistofnanna, þjóð- arheildin, fái réttmætan arð af eign sinni.“ ■ Atburðir dagsins 1510 Heklugos hófst. Steinn úr Heklu varð manni að bana í Skálholti og nokkrir létu lífið í Rangárvallasýslu. 1554 Blóð- María, drottning Englands, giftist Filip II Spánarkóngi. 1587 Kristin trú bönnuð í Jap- an og jesúítar reknir út landi. 1835 Enska skáldið Samuel Taylor Coleridge deyr. 1909 Frakkinn Louis Blériot flýgur flugvél sinn yfir Ermarsund. fyrstur manna. 1912 Hannes Hafstein varð ráðherra fslands öðru sinni. 1917 Hollenska dansmærin Mata Hari dæmd til dauða af frönskum herdómstól fyrir njósnir í þágu Þjóðverja, þrátt fyrir afar ótrúverðug sönnunargögn. 1943 Italski fas- istaleiðtoginn Benito Mussolini knúinn til afsagnar eftir innrás Bandamanna á Sikiley. 1985 Kvikmyndastjaman Rock Hud- son lagður á sjúkrahús vegna alnæmi. Afmælisbörn dagsins Arthur James Balfour 1848, breskur íhaldsmaður, forsætis- ráðherra 1916-1919. Walter Brennan 1894, bandarískur leikari og Óskarsverðlaunahaft. Steve Goodman 1948, banda- rískur lagahöfundur, samdi meðal annars The City of New Orleans fyrir Arlo Guthrie. Kolbrún Bergþórsdóttir 1957, blaðamaður. Skepnur dagsins Það er sorglegt til þess að vita, hversu mállausar skepnur eru fremri mörgum guðlausum. Jón Vídalín. Annálsbrot dagsins Föstudag næstan eptir páska þingaði Páll vicelögmaður að Skriðu í Hörgárdal, og dæmdi þar til dauða Sigríði Vigfús- dóttur úr Reykjadal fyrir bams- morð; henni drekkt daginn ept- ir í kílnum út og niður undan Möðruvöllum, og gerði góða iðran. Vallaannáll 170S. Söknuður dagsins Karlar sakna þess sem þeir hafa misst; konur þess sem þær aldrei fengu. Josh Billings. Málsháttur dagsins Oft verður gamall göltur af gríslingi. Orð dagsins Athuga þú hvað ellin sé ungdóms týndum fjöðrum falls er von aðfonm tré, fara mun þér sem öðrum. Páll Vldalín. Skák dagsins Kumaran hefur hvítt og á leik í skák dagsins gegn Kennedy. Hvítur er peði yfir en það ræð- ur þó ekki úrslitum, heldur álappaleg staða svarta kóngs- ins. Kumaran gerir útum taflið í einni svipan. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hxh7+! Svartur gafst upp. Drepi hann hrókinn fellur svarta drottningin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.