Alþýðublaðið - 25.07.1996, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 25.07.1996, Qupperneq 8
Alla daga MMMELMB Alla daga Fimmtudagur 25. júlí 1996 109. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Ófullir mótorhjólatöffarar standa fyrir útihátíðinni Járnfákurinn Hells Angels festa aldrei rætur hér — segir Atli Bergmann fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. „Auðvitað hafa Hells Angels leitað hér hófanna eins og andskotinn sjálfur líkt og annars staðar. En þeir festa aldrei rætur hér - Islenskir mótorhjóla- menn munu standa í vegi fyrir því. Flestir erum við meðlimir í regnhlífar- samtökum Sniglanna og þar ráða allt önnur gildi ferðinni og önnur mál til umfjöllunar svo sem öryggismál," seg- ir Atli Bergmann. Hann er fram- kvæmdastjóri útihá- tíðarinnar Járnfák- urinn sem mótor- hjólasamtökin Vær- ingjar standa fyrir. Fjölmörg minni samtök mótorhjóla- samtaka eru á Is- landi og Væringjar eru eitt þeirra. Þetta er í annað skiptið sem þeir standa fyr- ir útihátíð og að sögn Atla tókst mjög vel til síðast. Járnfákurinn er með undirtitlinum sum- armót Væringja, haldið helgina 26.- Atli Bergmann: Menn eru almennt hræddir um að tjá sig um Hells Angels. 28. júlí í Aratungu. Ýmsir skemmti- kraftar munu koma fram með gaman- mál og söng. Götuleikhús verður fyrir yngri kynslóðina og hjólaleikir svo fátt eitt sé nefnt. Hljómsveitimar Virdian Green og K.F.U.M. and the andskotans leika fyrir dansi. Auk þess verða fundir að hætti AA, NA (Narcotic Anomyn- us) og ALAnon (aðstandendur alkóhól- ista). Atli segir Væringja búa við rokkandi félagatal og til dæmis eru engar konur í félaginu núna þó að svo hafi verið í upphafi. „Þá var þetta hálfgerður hjónaklúbbur en sá mórall fjaraði út. Auðvitað væri gaman að fá konur í klúbbinn.“ Væringjar hafa markað sér þá sér- stöðu að vera vímulaus samtök með öllu. „Okkur finnst einfaldlega ekki passa að vera fullir á mótorhjólum,“ segir Atli og samsinnir því að vissulega sé edrúmennska og mótorhjól ekki eitt- hvað sem fólk tengir almennt saman. „Klúbburinn byggist í kringum okkar edrúmennsku og lífsstíl en við kjósum að ferðast á vélfákum.“ Væringar hafa tekið að sér gæslu fyrir tónleikahaldara. Hin alræmdu Hells Angels’samtök hafa einnig fengist við það í gegnum tíðina. , Já, það er rétt. En Væringjar eru algjör andstæða Hells Angels og slíkra klúbba sem þrífast á ofbeldi, meintri fíkniefnasölu og yfirgangi við önnur mótorhjólasamtök," segir Atli. „Hér geta allir verið með sín merki eða „Color“ án þess að nokkur finni að því. Hér eru sem betur fer allir vinir og eng- in klúbbastríð eins og tíðkast víða er- lendis.“ Atli Bergmann segir alla hafa mik- inn áhuga á Hells Angels en honum er ekkert vel við að vera að opinbera vitneskju sína um þann félagskap né segja álit sitt á hon- um. „Menn eru al- mennt hræddir um að tjá sig um Hells Angels. Ég vil til dæmis gjaman geta farið óhultur um Kaupmannahöfn án þess að einhver þar geti haft eitthvað misjafnt eftir mér um þá.‘ Hann segist ekki vita um neinn ís- lending sem er meðlimur í Hells Ang- els þó að þeir séu með undirdeildir út um allan heim. , J>að voru nokkrir Islendingar í Bull Shits samtökunum í Danmörku. Hells Angels þurrkuðu þau samtök út út,“ segir Atli. Eins og áður sagði eru flestir íslensk- ir mótorhjólamenn í Sniglunum en auk þess eru ýmsar minni deildir til. „Óska- böm Óðins er einn klúbburinn en þeir em aðalega í því að smíða hjól. Þetta er virkur og góður klúbbur og þeir eru með mót eins og við um Verslunar- mannahelgina. Saxar em uppmnalega frá Akureyri en þar er Siggi pönk lykil- maður. Hrafnar er mótorhjólaklúbbur innan mannræktarfélags sem kallast ættbálkurinn. Þeir ætla að fjölmenna á Jámfákinn. Vættir er nýr félagsskapur sem á eftir að marka sér sérstöðu. Þá má nefna Hvítabirni sem eru gamlir mótorhjólamenn sem voru meðal stofnenda Sniglanna. Þeir eiga stór Harley Davidson mótorhjól og em allir miklir og traustir náungar," segir Atli Bergmann. Geimverur og forsetaframbjóðandi / gær þokadi Pétur Kr. Hafstein loks af stóru flettiskilti við Miklubraut, mánuði eftir forsetakosningar. Meðan mynd Péturs smámáðist út skýrðist uggvænlegt geimfar morðóðra geimvera úr myndinni Independence Day... A-mynd: e.ói. ■ Hagyrðingar, ritstjórar og listamenn að sunnan í Vopnaskaki á Vopnafirði Aðkomumönnum ekki boðið aftur verði þeir ekki til friðs - segir Sigríður Sverris- dóttir menningarforkólfur á Vopnafirði. „Vopnaskak á Vopnafirði er sam- bland af Verslunarmannahelgi og menningarhátíð; djamm og menning fara nefnilega afskaplega vel saman,“ segir Sigríður Sverrisdóttir, formaður menningarmálanefndar á Vopnafirði. „Hátíðin hefst sunnudaginn þegar við opnum málverkasýningu í íþróttahús- inu, þar sem efnilegar heimakonur sýna verk sín. f næstu viku verður boðið uppá skemmtilega dagskrá öll kvöld, sem fólk getur tekið þátt í eftir vinnu. Á fimmtudagskvöldið hefst „mín dag- skrá“, einsog ég segi - sem formaður menningamálanefndar er ég alltaf með dálítinn egóisma í gangi. Ég hef sér- staklega gaman af dagskránni á fimmtudag, sem við köllum: „Með ís- lenskuna að vopni“, og er sambland af sagnameistara- og hagyrðingakvöldi. Fimm sagnamenn verða á staðnum; Mörður Árnason íslenskufræðingur, Jón Kristjánsson þingmaður og ritstjóri Tímans, Hrafn Jökulsson ritstjóri Al- þýðublaðsins, Einar Njálsson bæjar- stjóri á Húsavík og Vilhjálmur Hjálm- arsson frá Brekku. Hagyrðingar verða Kristján frá Gilhaga, Osk Þorkelsdóttir frá Húsavík og Hákon Aðalsteinsson. Allt verður þetta undir styrkri stjórn Hallgríms Helgasonar rithöfundar. f fyrra fylgdust 440 manns með sams- konar dagskrá - í 800 manna byggðar- lagi. Á föstudag hefst hið eiginlega Vopnaskak, sem stendur með sleitu- lausum hátíðahöldum alla helgina. Brandarakeppni bama, útigrill, veiði- mót, fjársjóðsleit, fjölskyldutónleikar og dansleikir. Á laugardag er Bursta- fellsdagur; en Vopnafjörður á eitt merkasta minjasafn á landinu, Bursta- fellið. í lynra renndu um það bil 1.500 manns í gegnum bæinn, en 3-400 að- komumenn hafa verið hér allan tím- ann.“ Þið treystið ú gott veður? „Hér er alltaf gott veður.“ Og áttu von á því að allt fari vel fram? „Á Vopnafirði eru allir prúðir og stilltir! Hátíðin verður ekki eyðilögð með neinni vitleysu. Aðkomumennim- ir vita að þeim verður ekki boðið aftur ef þeir em ekki til friðs - og hingað vilja allir koma aftur! Þeir fá ekki dropa af víni fyrren skemmtuninni er lokið - og þá ekki á okkar vegum held- ur geta þeir farið á barinn. Hér em eng- ir blaðamenn að fylgjast með því sem þeir gera, svo þeir geta hagað sér ein- sog þeir vilja - mín vegna mega þeir sleppa ffam af sér beislinu. Það er bara skemmtilegra." Er öflug menningarstarfsemi á Vopnafirði? „Menningarmálanefndin er mjög ak- tív, ekki bara þessa tíu daga á ári. Þó menningarlíf heimamanna sé öflugt, þá gildir þó máltækið heimskt er heimaa- lið bam; við verðum að fá listamenn í heimsókn til okkar. Og ég held að það sé mjög gott fyrir listamenn úr Reykja- vík að líta hér við. I byrjun desember er hér haldin bókmenntahátíð, sem er orð- in fræg meðal rithöfunda í Reykjavík, þó ég segi sjálf frá. Nú er áhugafólk að safna fyrir flygli og þá skapast enn fleiri möguleikar. Við höfum fengið margar leiksýningar fyrir böm í heim- sókn - en mér finnst mjög mikilvægt að ala upp leikhúsunnendur. Og af hveiju á allt að fara fram í Reykjavík? Markaðurinn hlýtur að fara að mett- ast.“ Afhverju er hollt fyrir listamennfrá Reykjavík að líta við á Vopmfirði? „Listamenn em margir í svo lokuð- um klíkum, hitta ekki nema hver ann- an; það þarf ekki nema líta inná kaffi- húsin í Reykjavík til að skilja hvað ég meina. Hér hitta þeir almúgann. Smnd- um frekar illa upplýstan einsog maður segir - við sitjum ekki hér og ræðum bókmenntir ffarn og aftur, þó við séum vel fær um það. Hér em þeir innan um flóruna, hitta breiðán hóp fólks og kynnast öðmm hugsunarhætti. Vopnafjörður er paradís í mínum augum. Það er ágætt að koma til Reykjavíkur tilað komast í leikhúsin - en helst vildi ég að leikhúsin væru hér.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.