Alþýðublaðið - 26.07.1996, Side 4

Alþýðublaðið - 26.07.1996, Side 4
4 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996 ■ Magnús Jónsson leikari er hættur, farinn og nennir ekki að taka þátt í þessu íslenska leikhúsinu lengur. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við Magnús meðal annars um köfnunartilfinninguna sem var farin að þjaka hann /r Ífé I ' y Magnús Jónsson: Það er auðvitað erfitt að skilja við svona fallega og góða konu. En ég er núna eins og belja sem sleppt er úr fjósi á vorin. Og þá á ég ekki við að eltast við stelpur heldur er ég ein- hvern veginn ... óheftur. A-mynd:E.ÓI. Ahugi minn á leikhúsi núna er núll - segir Magnús og að besta ákvörðun sem hann hefur tekið sé að hafa sagt skilið við leikhúsið. adilakkinn er æðislegur - var það. Eg keypti hann á skít á priki þama úti í LA, 400 doll- ara. Svo þurfti ég að koma heim útaf Gus Gus. Okkur var boðið til sarnn- ingaviðræðna í Bretlandi og í kjölfarið vorum við upphitunarband fyrir Pro- digy þegar þeir komu héma. Daginn eftir að ég fór frá LA tók löggan bílinn vegna stöðumælasekta fyrri eiganda.“ Magnús Jónsson leikari og tónlist- armaður er einn fárra sem hefur sýnt þann kjark að rífa sig úr íslensku leik- húsi eftir að hafa komið þar ár sinni ágætlega fyrir borð. Og úr leikhúsinu af landi brott. Verið að ala upp lata leikara „Eg á eiginlega ekkert heimili. Ekki á ég heimili hér, hálfheimili í LA og er á vergangi. Eg var kominn með leiða á leikhúsi. algjörlega, og hef haft í tvö ár. Ég var svona þokkalega heill í tvö til þrjú ár eftir að ég kom úr Leik- listarskólanum en svo bara einhvern veginn...“ Magnús segir að í leikhúsi, einkum ef leikarar em á samningi, mæti þeir á samlestur, séu skikkaðir í hlutverk og hafi lítið um það að segja hvernig verkið sé lagt upp. „Það finnst mér dónalegt gagnvart leikurunum. Þeir em mataðir hugmyndum leikstjóra og leikmyndateiknara. Sumir fá kannski eitthvað út úr þessu en ekki ég. Þetta er verra en iðnaðarmennska. Verktak- ar em látnir taka einhveija ábyrgð en þama er ekki um það að ræða. Eftir að ég komst á samning þá var ekkert gaman að þessu lengur." Það hefur löngum verið talað um ís- lenska leikhúsið sem ormagryfju. Magnús veit ekki hvaða yfirlýsingar hann á að vera með í því sambandi. „Mér fmnst þetta rotið að mörgu leyti. Með skipulaginu er verið að ala upp lata leikara. Sérstaklega útfrá þessum fastráðningum. Svo þessi endalausa spéhræðsla. Ekki bara í leikhúsinu heldur öllu héma. Það þorir enginn að segja neitt og standa með því.“ Fjölmargir leikarar keppa að því að komast á fastan samning og sé miðað við þann ljölda sem sækir um í Leik- Jistarskólanum ár hvert virðist það vera stóri draumurinn. Magnús var búinn að vera á föstum samningi við Borgarleikhúsið í tvö ár þegar hann sagði bless. Síðustu leikritin sem hann tók þátt í vom Heimur dökku fiðrild- anna og Tvískinnungsóperan. ,Já, ég hætti bara og snéri mér alfarið að tón- listinni. Þar upplifi ég það ferli að vera með í sköpuninni frá A til Ö.“ Magn- ús hefur verið viðriðinn tónlist jafn lengi og leiklist, hann er í Silfurtónum og nú í Gus Gus. „Er ekki alltaf verið að tala um að listin eigi að vera áhætta? A föstum samningi ertu ekki að taka neina áhættu. Það er voðalegur misskilningur að leikarinn sé á ein- hverju voðalegu hengiflugi á sviðinu sjálfu þegar hann er að túlka. Mér finnst að þetta ætti að vera í stærra samhengi. Áhugi minn á leikhúsi núna er núll.“ Magnús talar um að starf leikarans sé alveg hræðilega illa launað. Ef menn fái ekki sómasamlega greitt fyr- ir vinnu sína skila þeir ekki góðu verki. Það á við um allt hér á landi. „Það er mjög erfitt að búa í þessu samfélagi. Og undir þessum kringum- stæðum í ofanálag. Fólk þorir sjaldn- ast að hreyfa sig vegna ýmissa skuld- bindinga. Þetta er lamandi ástand. Þú hættir að hafa skoðanir. Og ef þú hef- ur skoðanir hefur þú þær bara fyrir þig og þá byggist upp alveg geðveik frústrasjón. Þú ferð heim og tuðar alla til helvítis þar...“ Magnús segir það frábært ef ein- hver fmnur sig í þessu. Hann gerir það bara ekki. „Ef einhver hefur þessar sömu tilfinningar og ég þá á hann að fara. Ég set þetta ekki í samhengi við eitthvað hugrekki. Maður þarf að gera það sem maður þarf að gera. Ef þú gerir það ekki kæfirðu vonina og áhættuna." Samningur við breskt útgáfufyrirtæki Fyrir höndum er vinna með Gus Gus fjöllistahópnum og Magnús er hérlendis núna vegna þess. „Við erum búin að gera samning við 4AD, út- gáfufyrirtæki í Bretlandi. Við erum að breyta plötu sem við gáfum út fyrir jól. Það er höfundarréttaratriði varð- andi hljóðmyndir sem við fengum að láni. Það þarf að búa þær til aftur. Magnús er sáttur við lífið þessa stund- ina. „Ég er farinn að hitta görnlu vin- ina aftur sem ég týndi þegar ég fór í skólann og svo framvegis. Þetta getur maður þegar maður hættir í leikhús- inu, allar helgar frí og hægt að huga að öðrum hlutum. Það er frábært að lifa og þetta er ein flottasta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu: Að hætta í ís- lensku leikhúsi." Magnús lék í kvikntyndinni Evicted sem tekin var í LA í vor og hugsan- lega eru fleiri verkefni í farvatninu. Magnús er ekkert að stressa sig á því. Hann stefnir að komast í masterpróf með handritaskrif og leikstjórn sem aðalfag. Það tekur langan tíma að sækja um og skólagangan verður ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Eins og stendur býr Magnús hjá Birni Baldvinssyni sem betur er þekktur hér á landi sem Bjössi Basti en hann er búsettur í LA og starfar við kvik- myndir og málun þar. Þar kallar hann sig Buzz Baldvinsson. Örsaga um Buzz og Hugh Grant Nýleg saga af Buzz rifjast upp. Hann er einn fárra sem hefur áhuga á fótbolta í LA og að næturlagi fór hann á krá þar sem sýnt var frá EM fyrr í sumar. Fámennt var á barnum og Bjössi sat við hlið manns sem greini- lega hélt með Englandi. Seint og um síðir tók Buzz eftir því að maðurinn var enginn annar en leikarinn Hugh Grant. Ágætur kunningskapur tókst með hinum höfðingjadjarfa Islendingi og Grant sem ákváðu að fá sér snarl saman eftir leik. Þegar svo Buzz keyrði leikarann áleiðis heim hrökk upp úr Hugh Grant: Eigum við ekki að fá okkur mellu? Það kom á Buzz sem kváði. Þá tók hann eftir því að Englendingurinn glotti við tönn. En þetta er útúrdúr. Og svo áfram með samninginn Aftur að Gus Gus. „Þetta er nú eng- inn milljónasamningur en hann gerir okkur kleift að búa við fullkomið frelsi og allan tíma sem við kærum okkur um,“ segir Magnús. „Hér á Is- landi búa menn við dýr stúdíó og mikla tímapressu. Verið er að mixa plötumar í stressi til að ná þeim út fyr- ir jólamarkaðinn. Svo hafa krakkamir kannski ekki einu sinni gaman að þessu. Þetta eru jólagjafir sem eldra fólk kaupir og krakkamir fara svo og skipta þessu. Markaðurinn á íslandi er ákaflega óspennandi, lítill og eina stefnan er sú að tónlistin sé útvarps- væn. Það hentar mér ekki. Það hentar öðmm.“ Magnús segir að með samningnum hafi skapast möguleiki fyrir þau í Gus Gus að slappa af í listinni. Þeir sem tilheyra Gus Gus er kvikmyndafyrir- tækið Kjól og Anderson: „Siggi Kjart- ans, Stefán Árni, Stefán Stephensen og Baldur Stefánsson (Baldurssonar) framkvæmdastjóri. Svo eru ég, Daníel Ágúst Haraldsson, Hafdís Huld og teknóstrákamir í T-World: Birgir Þór- arinsson og Maggi Legó sem vill víst láta kalla sig Herr Legovich," segir Magnús. Emelíana Torrini tilheyrði hópnum og Magnús segist ekki vita nákvæmlega af hverju hún hætti. „Hún gaf út eitthvað metdót fyrir jólin og út úr því komu einhveijar þreifing- ar um samninga við aðila í Ameríku. Hún vildi frekar snúa sér að því. Við reynum öll að vera virk og Gus Gus skannar alla flómna: hljómsveit, ljós- ntyndun, stuttmyndir, hönnun, vídeó- gerð...“ Magnús segir möguleika vera að opnast í auknum mæli erlendis fyrir íslenska listamenn sem margir séu frá- bærir. „Þeir hafa bara ekki tækifæri til að þroskast hér. Stöðnunin er svo mik- il og aðstæður einhæfar og sterelíse- raðar. Áhrifin eru ennþá ameríska sjónvarpið - sorrí. Amerískt sjónvarp er reyndar alveg frábært." Hamingjusamir einfeldningar Kvikmyndaheimurinn í Hollywood er ekkert sem Magnús sér í hillingum en hann hefur fengist mikið við að leika fyrir framan kvikmyndatökuvél- ar. „Það er eina formið sem mér finnst gaman að í sambandi við leik. Vinnu- fyrirkomulagið í leikhúsinu er útí hött og hægara sagt en gert að breyta því eins og öðru hér á landi. Biskupinn? Afhverju er hann ekki rekinn? Af hveiju segir enginn: Hey! Hér er eitt- hvað að. Lögumjiað? Skrefið er aldrei stigið til fulls. Eg ekkert viss um að það sé vilji til að breyta þessu. Það gerist altént ekkert. Það þyrfti kannski að senda alla leikara á togara? Þetta á að vera blóð, sviti og tár. En það er það sjaldnast. Og ef það kemur upp þá er umbunin engin. Kaninn kann að peppa: Djöfull er þetta flott. Það getur vel verið að hann sé að ljúga því en þetta virkar. Þeir eru kannski kallaðir einfeldningar en þeirn líður vel og eru ófeimnir.“ Magnús var í sambúð með Margréti Vilhjálmsdóttur einni efnilegustu leik- konu landsins. Þau skildu fyrir mán- uði: „Það er auðvitað erfitt að skilja við svona fallega og góða konu. En ég er núna eins og belja sem sleppt er úr fjósi á vorin. Og þá á ég ekki við að eitast við stelpur heldur er ég einhvem veginn.. óheftur. En það á einkum við það að mér fannst ég vera að kafna í þessum leikhúsheimi og lífi sem bauð upp á endalausar endurtekningar." „Ég prumpa á þetta Það kannast eflaust margir við köfnunartilfinninguna sem Magnús lýsir: „Maður er alinn upp við það að þetta sé málið. Að vera kóminn á samning en er maður að sækjast eftir því? Þetta er ekki spurning um hug- rekki í mínum augum. Næstu fimmtíu árin ætla ég að vera þama, fara í sum- arleyfi þarna ef mér tekst að vinna mér inn nógu mikið í þessuni og þess- um aukadjobbum... Þetta er leiðin: menntaskóli,, örugg vinna, stofna heimili, börn, sumarbústaður, snjó- sleðar og þetta allt... hestar. Ég prunipa á þetta. Ég er ekki að gefa skít í þetta en eins og staðan er hjá mér núna er þetta ekki vænlegt." Og þegar Magnús bætir peninga- þættinum við þennan kokteil sinn er ekki frítt við að það fari að örla á efa- semdum hjá blaðamanni Alþýðublaðs- ins um ágæti hinnar íslensku vemndar sinnar - og gott betur: „Þessar pen- ingaáhyggjur héma em alveg geðveik- ar. Þú ert alltaf í þessum hring og kemst ekkert út úr honum. Þú þarft að vinna til að geta borgað þennan reikn- ing... og þennan. Svo er djammið því það er eina vonarglætan til að lifa héma og sætta sig við það: bulla og skemmta sér. Það er skattlagt í bak og fyrir. Það er munaður að geta keypt sér bjór fyrir helgi. Ef þetta elur ekki á alkóhólisma þá veit ég ekki hvað gerir það. Eftir tíu ár verð ég hugsanlega sæll og glaður með þetta fyrirkomu- lag. Það er bara ekki tímabært, mig langar að sjá heiminn.“ ■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.