Alþýðublaðið - 26.07.1996, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 26.07.1996, Qupperneq 5
I FOSTUDAGUR 26. JULI 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ ■ Yngsta dóttir Karl Marx erfði greind hans og pólitíska hæfileika en ævi henn- ar markaðist af óhamingju í einkalífi og tæplega fertug fyrirfór hún sér. Kolbrún Bergþórsdóttir segir frá Eleanor Marx Mérfinnst við ekki hafa verið mjög vondar manneskjur Jenný er líkust mér, en Tussy er ég,“ sagði Karl Marx eitt sinn, og konumar sem hann gerði þar að umtalsefni voru Jenný, elsta dóttir hans og Eleanor, sú yngsta. Tussy var gælunafn Eleanor, en hún var sú eina af þremur dætrum Marx sem erfði stjómmálagáfu hans og innsæi. Líkt og faðirinn lifði hún fyrir málstaðinn, barðist af þrautseigju og virtist aldrei efast. En þessi kona sem virtist búa yf- ir óbilandi kjarki og nægilegri trú til að komast yfir alla hjalla missti loks sjónar á tilganginum og fyrirfór sér. Þeir sem gerst þekktu til efuðust ekki um að dáðlaus sambýlismaður hennar til margra ára, Edward Aveling, bæri alla ábyrgð á dauða hennar. Á fyrstu hjónabandsárum sínum höfðu Karl Marx og Jenný eiginkona hans búið við sára fátækt og barna- missi. Þegar yngsta dóttir þeirra Elea- nor fæddist hafi hagur fjölskyldunnar þó vænkast allnokkuð. En baslið hafði skilið eftir ör. Þegar dætur Marx vom uppkomnar steig franski róttæklingur- inn Paul Lafargue í vænginn við eina þeirra, Láru. I bréfi til hans sagði Marx: „Þú veist að ég hef fómað fjárhags- legu öryggi í þágu málstaðarins. Ég iðrast þess ekki. Þvert á móti. Ætti ég að byrja upp á nýtt mundi ég gera það sama. En ég mundi ekki giftast. Að svo miklu leyti sem það er á mínu valdi hyggst ég forða dóttur minni frá vosbúðinni sem hefur eyðilagt líf móður hennar." Marx fékk ekki forðað Láru dóttur sinni frá lítt gæfulegum örlögum, fremur en Jenný og Eleanor. Dætur Marx áttu fremur gleðisnauða ævi. Jenný og Lára giftust frönskum rót- tæklingum, sem börðust fyrir réttlátara þjóðfélagi af miklu kappi, en jafnrétti innan heimilisins var þar ekki á dag- skrá. Eiginmennirnir eyddu sem minnstum tíma heima hjá sér og alls ekki J stakk búnir til að sjá fyrir fjöl- skyldum sínurn. Það kom í hlut eigin- kvennanna að sjá um heimilishaldið og bamauppeldi við vonlitlar aðstæð- ur. Jenný eignaðist fjögur börn og fjárhagsáhyggjur og streð rændu hana fljótlega heilsunni. Lára fæddi einnig böm en hennar hlutskipti var að horfa á þau deyja, hvert á fætur öðm. Meðan eldri systumar bösluðu var Eleanor leynilega trúlofuð. Hún hafði orðið ástfangin sautján ára gömul og það af enn einum róttækum frans- manni. Foreldramir lögðust eindregið gegn sambandi þeirra og Eleanor sem mat föður sinn umfram aðra menn var miður sín vegna andstöðu hans. Hún trúlofaðist ástmanni sínum á laun og þau stunduðu leynilegt tilhugalíf í tíu ár áður en Eleanor sleit loks trúlofun- inni. Stuttu síðar lést Jenný systir henn- ar, og Marx, sem þá var orðinn ekkill, tók lát hennar afar nærri sér því hún hafði verið eftirlætis dóttir hans. Hann lést ári síðar. r Enginn maður getur verið eins slæmur og útlit Aveling gefur til kynna, sagði kunningi Aveling um sambýlismann Eleanor Marx, en nær allir sem kynntust manninum fengu óbeit á honum. Þeir sem til þekktu töldu hann ábyrgan fyrir sjálfsmorði Eleanor. Snýkjudýrið Aveling Þegar Marx lést hafði Eleanor hafxð ástarsamband við náttúrfræðinginn Edward Aveling. Hún hefði vart getað vatið sér óheppilegri ástmann. Það eru engar ýkjur að segja að nær allir sem kynntust Aveling hafi fyrirlitið hann. Einn félaga Avelings sagði um hann: „Enginn maður getur verið eins slæm- ur og útlit Aveling gefur til kynna“, en flestir voru á því að innrætið væri enn ómerkitegra en útlitið. Bemard Shaw lýsti venjum hans svo: „Á einurn og sama degi fékk hann lánuð sex penny frá fátækasta manninum sem hann rakst á, og bar því við að hann hefði gleymt buddunni sinni. Síðan fékk hann að láni þrjú hundruð pund frá þeim ríkasta undir því yfirskyni að hann væri að losa sig úr skulduin, en skuldirnar borgaði hann aldrei." Shaw, sem var ekki í hópi þeirra sem verst var við Aveling, sagði að hann minnti sig helst á skriðdýr og notaði hann sem fyrirmynd að málaranum Louis Dubedat í leikriti sínu Doctor’s Dilemna. Aveling var prestssonur sem heill- aðist af kenningum Darwins og lagði stund á náttúruvísindi. Sérgrein hans var h'feðlisfræði og hann þótti bæði af- burða námsmaður og framúrskarandi kennari. En það vom líklega einu af- rek hans í lífi sem einkenndist af hneykslismálum og miður geðslegri hegðun. Aveling giftist tuttugu og þriggja ára gamall, Betl Frank, sveitastúlku sem erft hafði væna fúlgu eftir föður sinn. Þau slitu fljótlega samvistum, án þess að skilja að lögum. Edward sagði að þau hefðu orðið ásátt um að slíta hjónabandirxu, en bróðir hans hélt því hins vegar fram að hann hefði gifst Bell eingöngu vegna arfsins og hefði Eleanor Marx. Hún er ég, sagði faðir hennar, en hún naut sín aldrei til jafns við hann þrátt fyrir afburða hæfileika á pólitíska sviðinu. yfirgefið hana þegar hann sá fram á að geta ekki haft meira af henni. Aveling var flagari af lífi og sál, svikull, lyginn, þjófóttur og siðspilltur - og það er engu logið þegar sagt er að þá sé einungis fátt upptalið af hin- um fjölmörgu löstum fians. Það var mönnunt hulin ráðgáta hvað jafn vel gerð stúlka og Eleanor sá við hann. Aveling naut reyndar nokkurrar kven- hylli og kann að hafa höfðað til móð- urkenndar hjá ástkonum sínurn, sem fiestar virðast hafa trúað því að allt það slæma er hann gerði aðhefðist hann í ógáti. „Faðir minn sagði að ég minnti meir á dreng en stúlku. Það var Ed- ward sem dró fram það kvenlega í mér. Ég laðaðist að honum án þess að ráða við það,“ sagði Eleanor. Þau tóku upp sambúð sem færði henni ekkert nema óhamingju. Hann dundaði við að sólunda föðurarfí hennar, sló lán sem hann lét hana um að greiða og leitaði á náðir annarra kvenna. Eleanor umbar athæfi hans með þolinmæði - að því er virtist. Einn daginn bugaðist hún og tók inn eitur en vinum hennar tókst að bjarga lífi hennar. Og hún reis upp, sveipaði sig þolinmæði og hélt enn um stund áfram að lifa. Ef ég hef fórnað mér... Þegar Eleanor var sautján ára hafði móðir hennar orð á því að yngsta dótt- ir sín virtist lifa og hrærast í pólitík. Eleanor talaði af sama krafti og faðir- inn um stéttabaráttuna, kommúnista- byltinguna og hina skaðlegu trú sem væri ópíum fólksins. Hún hélt þrum- andi ræður á baráttufundum, skipu- lagði verkföll og mótmælafundi og vann að stofnun verkalýðsfélaga. Hún bjó yfir ótvíræðum pólitískum hæfi- leikum, sem nýttust henni ekki sem skyldi einfaldlega vegna þess að hún var kona í þjóðfélagi sem veitti kon- um ekki svigrúm til aðgerða á sama hátt og körlum. Árið 1895 lést Engels og á dánar- beði hans opinberaðist fjölskyldu- leyndarmál Marx fjölskyldunnar. Ráðskona Marx fjölskyldunnar hafði á sínum tíma eignast óskilgetinn son sem ólst upp á heimili fjölskyldunnar. Það var trú Marx-systranna að Engels væri faðir drengsins. En Engels sagði Eleanor á dánarbeði sínu að drengur- inn væri sonur Marx. Hálfbróðirinn, Freddy, hafði aldrei verið viðurkenndur sem einn af fjöl- skyldunni og ekki hlotið neina mennt- un. Eleanor fylltist nú mikilli sektar- kennd vegna framkomu íjölskyldunn- ar og reyndi að bæta fyrir það sem henni fannst hafa verið gert á hluta hans. Milli hálfsystkininna þróaðist mikil vinátta. Líkt og Marx-systumar hafi Freddy farið á mis við gæfu í einkalífi. Hann var giftur og átti son, en eiginkona hans hafði yfirgefið hann og Freddy ól upp son þeirra. Eleanor trúði Freddy fyrir óhamingju sinni í sambandi sínu við Aveling og hann hvatti hana til að yfirgefa hann. en það þótti henni ekki fýsilegur kostur. Við vin sinn sagði hún: „Einn kost- urinn er sá að yfirgefa Aveling og búa ein. Ég get það ekki, það rnyndi eyði- leggja hann og kæmi mér ekki að sér- stöku gagni... Ef ég hef fómað mér þá er ég einungis að gera það sama og móðir mín... En þótt síðustu ár hafi ekki fært mér hamingju þá finnst mér ég hafa verið, eins og foreldrar mírúr, trú sannfæringu minni og aldrei hræsnað. En að yfirgefa Aveling núna væri að láta örvæntinguna ná tökum á sér.“ Eleanor leit á samband sitt við Aveling sem verkefni sem hún hefði tekið að sér og mætti ekki gefa frá sér. Svo virðist sem henni hafi þótt vænt um hann, jafnvel eftir að hún gerði gert sér grein fyrir því hvaða mann hann hafði að geyma. Þrátta fyrir alla róttækni sína hafði Karl Marx borgaralegt fjölskyldulíf í hávegum. Hin róttæka dóttir hans var í öllu sammála honum, Iíka hvað varð- aði hlut fjölskyldunnar í samfélaginu. Hjónabandið skipti hana máli, og hana tók þungt að vera í óvígðri sambúð. Hún var sannfærð um að Aveling myndi giftast sér ef kona hans andað- ist. Ekki voru allir jafn sannfærðir. Bróðir Aveling sagði Eleanor að Ave- ling mundi aldrei giftast henni, ekki einu sinni eftir lát konu sinnar. Hann reyndist hafa á réttu að standa. Árið 1897 lést eiginkona Avelings og elsk- endunum var loks ftjálst að giftast. En Aveling hafði önnur áform. Eleanor og Aveling áttu sameigin- legan leiklistaráhuga. Eleanor hafði um tíma íhugað að verða leikkona. Aveling hafði sömu áform fyrir eigin hönd og kom þeim í framkvæmd. Hann skrifaði slæm leikrit sem hann lék í sjálfur, undir nafninu Alec Nel- son. Meðleikari hans í einu þeirra var ung leikkona Eva Frye. f júnímánuði 1897 giftist Alec Nelson Evu Frye. Síðasta orð mitt til þín Aveling þarfnaðist Eleanor sem sá honum fyrir skotsilfri og aðhlynningu. Hann sá því enga ástæðu til að segja henni frá hjónabandi sínu og hélt áfram sambúðinni eins og ekk- ert hefði í skorist. Heilsa Ave- ling var um þetta leyti orðirrn mjög slæm og Eleanor hjúkr- aði honum af stakri samvisku- semi. Þegar Aveling hélt í tveggja vikna siglingu að læknisráði varð hún eftir til að sinna pólitísku hugsjónastarfi sínu. Hún hafði enga hugmynd um tilvist Evu Aveling, sem vitaskuld fór í siglinguna með eiginmanni sínum. Eleanor gerðist nú æ van- sælli. Helsti trúnaðarvinur hennar var hálfbróðir hennar, Freddy, sem hún skrifaði ör- væntingarfull bréf: ,Mer finnst stundum Fred- dy að ekkert gangi okkur í hag- inn. Ég á við þig og mig. Ves- alings Jenný fékk vitaskuld sirrn skammt af sorgum og lán- leysi og Lára missti bömin sín. En Jenný var nógu lánsöm að deyja, og þó það hafi verið sárt fyrir bömin hennar, þá finnst mér stundum að það hafi verið fyrir bestu. Ég hefði ekki viljað sjá Jenný ganga í gegnum það sem ég hef gengið í gegnum. Mér firmst við ekki hafa verið mjög vondar manneskjur - og samt kæri Freddy, virðist eins og við fáum alla refsinguna.“ í öðru bréfi skrifaði hún: „Edward er farinn til London. Hann ætlar að hitta lækna og svo framvegis. Hann leyfði mér ekki að fara með. Það er lýsir engu öðru en grimmd og svo er margt sem hann vill ekki segja mér. Kæri Freddy, þú átt drenginn þinn - ég á ekkert og kem ekki auga á neitt sem er þess virði að lifa fyrir.“ En þótt óhamingjan og örvæntingin gripu hana oftlega heljartökum þá var hún í eðli sínu hugrökk og í bréfi til Freddy sagði hún yfirveguð: „Franskt - spakmæli segir að það að skilja sé það sama og að fyrirgefa. Mikil þjáning hefur kennt mér að skilja - og þess vegna þarf ég ekki einu sinni að fyrir- gefa. Eg get aðeins elskað." Svo fékk hún bréf. Enginn veit frá hveijum eða hvað í því stóð. Aveling brenndi bréfið eftir dauða hennar, en það hefur mjög trúlega verið frá eigin- konu hans sem mjög sennilega hefur skýrt Eleanor frá hjónabandi þeirra Avelings. Eftir fjórtán ára sambúð, þar sem Eleanor hafði lagt allt sitt af mörkum, þá stóð hún frammi fyrir þeirri stað- reynd að Aveling hafði í engu metið hana sem einstakling og félaga. Þessi skyndilega og óvænta vissa konx eins og feigðarsending. Það var ekki til neins að vinna, allt hafði verið byggt á blekkingu. Eleanor gafst upp. Hún sendi þjónustustúlku sína eftir blásýru sem hún sagðist ætla að nota til að lóga hundinum. Hún skildi eftir bréf til Aveling og þar stóð: „Elskan. Fljótlega verður þessu öllu lokið. Síð- asta orð mitt til þín eru það sama og ég hef sagt öll þessi löngu, dapurlegu ár - ástarkveðja." Hvenær drepur maður mann? Vinir og kunningjar Eleanor kenndu Aveling um dauða hennar og kornu fram við hann eins og væri hann úrkast. Þeir íhuguðu alvarlega að sækja hann til saka fyrir að eiga þátt í láti sambýliskonu sinnar og leituðu ráða hjá lögfræðingi. Eftir að lög- fræðngurinn hafði velt því fyrir sér stutta stund hvenær maður drepur mann og hvenær maður drepur ekki mann, ráðlagði hann þeim eindregið gegn því að fara dómstólaleiðina því allar sannanir skorti í málinu. „Það getur verið að þau séu snillingar en þau em ekki sérlega skynsöm,“ sagði lögfræðingurinn við vini sína. Aveling sýndi engin sérstök merki sorgar eftir lát Eleanor. Hann flutti til eiginkonu sinnar og sólundaði arfin- um sem hann hafði fengið eftir Elea- nor. Hann lifði hátt og lifði vel eftir dauða hennar en ekki lengi. Hann lést fjómm mánuðum eftir dauða Eleanor. „Synd að hann skyldi ekki deyja fyrr,“skrifaði einn vina Eleanor til annars vinar. ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.