Alþýðublaðið - 02.08.1996, Side 3

Alþýðublaðið - 02.08.1996, Side 3
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n Hvað er að gerast íFjármálaráðuneytinu? Fréttatilkynning fjármálaráðuneytis- ins um afkomuhorfur ríkissjóðs á árinu 1996 er tilefhið að fyrirsögn þess- arar greinar. Fréttatilkynningin er vill- andi. í henni er ekki sagt ósatt, en fyrir- sögninni er hagað á þann veg að hún blekkir. Framsetningin varð þannig til þess að fjöimiðlum yfirsást hin raun- verulega niðurstaða. Aðalfrétt þeirra allra var að samkvæmt fréttatiikynn- ingunni væri það niðurstaða fjármála- Háborðið Sighvatur Björgvinsson skrifar J ráðuneytisins að halli á rekstri ríkis- sjóðs yrði innan marka fjárlaga á árinu 1996, eða um 4,5 milljarðar króna. Á þeim forsendum var meðal annars rætt við íjármálaráðherra og hvorki hann né embættismenn ráðuneytisins gerðu neitt til þess að leiðrétta misskilning- inn. Sé fiéttatilkynningin lesin öli kem- ur nefhilega í ljós að fjármálaráðuneyt- ið spáir hvorki meira né minna en 10 þúsuhd króna halla á rekstri ríkissjóðs umframáætlun fjárlaga eða samtals um 14 milljörðum króna. Þetta er hins veg- ar orðáð á þann veg að auðvelt er að misskilja. Það er gert með því að að- skilja annars vegar afkomuhorfumar á rekstrargrunni og á greiðslugrunni hins vegar. Því er nefnilega bætt við, svona í framhjáhlaupi í fréttatilkynningunni að auk þeirra útgjalda sem þar em áætluð á ársgmndvelli, miðað við útgjöld fyrri helming ársins, muni bætast við 10 milljarða króna vaxtagreiðslur umfram útgjaldaáætlun ljárlaga. Þetta fór fram hjá fréttamönnum, enda þannig fram sett í fféttatilkynningunni, og urðu þeir því undrunin uppmáluð þegar fram k'omu nbkkmrn dögum síðar áætlanir ríkisendurskoðunar um afkomuhorfur ríkissjóðs á árinu 1996, þar sem halli er áætlaður að verði 11,7 milljarðar króna. Þetta þótti fréttamönnum skjóta skökku við, þó svo áætlun ríkisendur- skoðunar um hallarekstur ríkissjóðs sé röskum 2 milljörðum króna minni en fjármálaráðuneytið áætlar sé fréttatil- kynning þess lesin í samhengi. „Auk þess má geta þess..." Fréttatilkynning fjármálaráðuneytis- ins minnti mig á atvik, sem gerðist fyrir mörgum ámm á þeim ágæta fjölmiðli, sem birtir þessi skrif - Alþýðublaðinu. Ungur fréttamaður var þá að leita eftir fréttum af landsbyggðinni og skilaði sínum landsbyggðarpistli til ritstjóra. Þar var meðal annars grennslast fyrir um mannlíf á Seyðisfnði. Eftir frásagn- ir fréttamanns um að allt væri þar mannheilt, veður gott, aflabrögð all- sæmileg og félagslíf á góðu róli kom þessi setning alveg í lokin: „Auk þess má geta þess að nú em taldar líkur á að sprengjur sem vom í olíuskipinu El- Grillo, sem sökkt var í Seyðisfjarðar- höfh á stríðsárunum, séu allar virkar." Svona var nefhilega fféttatilkynning fjármálaráðuneytisins úr garði gerð. Áuk þess má geta þess að vegna ákvörðunar fjármálaráðherra að inn- kalla ríkisskuldabréf á árinu 1996 falla til gjalda úr ríkissjóði 10 þúsund millj- arðar króna sem ekki var gert ráð fyrir í útgjaldaáætlun fjárlaga. Sprengjan kom sum sé alveg í lokin. Svona í ffamhjáhlaupi. Algert aukaat- riði. „Svona gera menn ekki" „Svona gera menn ekki“. Stofnanir hins opinbera, hvort sem þær heita Seðlabanki, Þjóðhagsstofnun eða fjár- málaráðuneyti, eiga ekki að setja upp- lýsingar sínar ffam með þessum hætti. Þær eiga að vera skýrar, aðgengilegar og óhlutdrægar. Annað grefur undan trausti manna á fullkomnum heiðar- leika þessara stofnana. Þær eiga að segja alveg satt en ekki hémmbil satt og þær eiga ekki vísvitandi að ýta undir misskilning. Ég kemst ekki hjá því að álíta að einmitt það hafi verið gert í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytis og Og hinir ágætu fræðimenn Háskóla íslands, hvar eru þeir? Hvað leggja þeir til mála að undanskildum Þor- valdi Gylfasyni, sem er eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni? Þráinn Eggertsson, sá eini fyrir utan Þorvald, sem lét eitthvað frá sér fara af skynsamlegu viti í opinberri umræðu, er farinn úr landi. Sjálfsagt orðinn uppgefinn. við skulum minnast þess að hér er ekki um að ræða fréttatilkynningu pólitísks fjármálaráðherra, túlkun hans eða út- leggingu á staðreyndum, sem hann hef- ur að sjálfsögðu fullt leyfi til að gera eins og honum þykir henta, heldur ffétt fjármálaráðuneytisins sem er ein af þýðingarmestu stofnunum sem fjalla um efnahagsmál og þjóðarbúskap. Ég spyr því: Hvað er eiginlega að gerast í fjármálaráðuneytinu? Þessi framgang- smáti er langt fyrir neðan virðingu þess. Hvers vegna? Næst er eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna eru menn að þessu? Við því er ekkert svar. Skýringin á því að fjár- málaráðherra er að keyra ríkissjóð tíu milljarða fram úr fjárlögum, er einfald- lega sú að fjármálaráðherra tók þá ákvörðun að innkalla ríkisskuldabréf sem áttu síðar eftir að fjalla í gjalddaga. Þetta vom svonefnd ,Aúlubréf‘, það er bréf þar sem vextir og verðbætur safti- ast upp og koma ekki til greiðslu fyiT en á innlausnardegi. Sú ákvörðun að innkalla þessi bréf nú varð til þess að vextir upp á tíu milljarða króna gjald- féllu á árinu 1996, sem ekki var gert ráð fyrir að kæmu til greiðslu á árinu við fjárlagagerð. Með endurfjármögn- un þessara lána tókst fjármálaráðuneyt- inu hins vegar að lækka vaxtagreiðslur ríkissjóðs ffá því, sem ella hefði orðið á gildistíma bréfanna um 2 milljarða króna, þannig að ákvörðunin um inn- köllunina sparar ríkissjóði umtalsvert fé þegar til lengri tíma er litið. Það er því síður en svo nokkuð gagnrýnisvert við ákvörðun ráðuneytisins um innköll- un, sem leiðir til 14 milljarða króna halla á ríkissjóði á árinu 1996 sam- kvæmt áliti fjármálaráðuneytisins sé fféttatilkynning þess lesin í samhengi. Hvers vegna vom menn þá að þessum æfingum, þessum feluleik? Var það kannski vegna þess, að fjármálaráðu- neytið hélt að fféttamenn myndu ekki skilja svona einfaldan hlut, einblína bara á hallatöluna 14 milljarða og það yrði erfitt fyrir ráðherrann? Em emb- ættismenn fjármálaráðuneytisins komnir í póhtískan hráskinnaleik? Undir hramminum Umræða um efhahagsmál á íslandi er því miður ekki oft á háu plani. Seðlabanki og Þjóðhagsstofnun hafa yfirleitt ekki skoðanir, jafnvel á grund- vallarmálefnum svo sem réttri eða rangri stefnu í atvinnumálum þjóðar- innar, stöðu og hlutverki landsins í sammnaferli Evrópuþjóða og svo ffam- vegis. Jafhvel hér á árunum áður þegar við alþýðuflokksmenn börðumst fyrir afhámi hins óréttláta kerfis neikvæðra vaxta þagði Seðlabankinn, hafði enga opinbera skoðun. Framámenn þar á bæ hvísluðu að vísu í eym okkar að þetta væri nú fjári gott hjá okkur, og allt saman rétt og satt - en þögðu opinber- lega, nema Bjami Bragi Jónsson. Og hinir ágætu fræðimenn Háskóla fs- lands, hvar em þeir? Hvað leggja þeir til mála að undanskildum Þorvaldi Gylfasyni, sem er eins og rödd hróp- andans í eyðimörkinni? Þráinn Egg- ertsson, sá eini fyrir utan Þorvald, sem lét eitthvað frá sér fara af skynsamlegu viti í opinberri umræðu, er farinn úr landi. Sjálfsagt orðinn uppgefmn. Hinir eru allir undir hramminum. Þora ekki. Upphefðin og framinn spretta af rótum þagnarinnar. Baráttan um brauðið háð á kostnað betri vitund- ar. „O tempora, o mores.“B að kraumar í hinum pólit- ísku pottum í Hafnarfirði. Einkum eru Alþýðuflokks- menn beggja blands en há- værar eru þær raddir sem segja að með því að „- vernda" Jóhann G. Berg- þórsson sé flokkurinn að fremja pólrtískt sjálfsmorð. Jóna Osk Guðjónsdóttir, formáður fulltrúaráðs Alþýð- flokksins í Hafnarfirði, boð- aði til fundar stjórnar full- trúaráðs á sama tíma og Al- þýðubandalagsfélagið og Al- þýðuflokksfélagið funduðu. Það er til marks um það, að sögn flokksfélaga, að það eigi að kæfa málið. En Magnús Hafsteinsson for- maður Alþýðuflokksfélags- ins og félagar hans ætla ekki að ætla ekki að láta þagga niður í sér og einn þeirra sagði í samtali við Alþýdu- bladiö tími kónganna væri liðinn: „Ingvar Viktorsson er dragbítur í samstarfi vinstriflokkanna en byltingin er hafin. Það þarf að um- bylta þessu ástandi sem nærist á pólitískum hrossa- kaupum. egar Ólafur Ragnar Grímsson var blessaður í Dómkirkjunni í gær var far- ið með trúarjátninguna og faðirvorið eins og tíðkast við slík tækifæri. Gestir í kirkj- unni tóku flestir undir. Hins vegar var eftir því tekið að nokkir úr hópi þingmanna Alþýðubandalags og ein- staka kratar þögðu þunnu hljóði enda eru pólitísk markmið margra þeirra ekki mörkuð af mjög svo trúar- legum viðhorfum... Og aftur af embættistök- unni. Gestir kirkjunnar voru aðframkomnir af hita í dómkirkjunni og notuðu dagskránna óspart sem blæ- vængi. Þó lifnaði yfir mörg- um þegar Ólafur Skúlason biskup í ræðu sinni talaði um að varast beri úlfa í sauðagærum. Vísun þessi kallaði fram glott hjá nokkr- um kirkjugesta sem liklega hefurfundist þessi líking fremur óheppileg þegar haft er í huga að þarna var verið að vígja í embætti stjórn- málamann sem oft hefur þótt tækifærissinnaður... Eins og menn geta gert sér í hugarlund var þetta enginn gleðidagur í lífi Dav- íðs Oddssonar. Var til þess tekið að honum virtist lífsins ómögulegt að leyna leiðri lund sinni þegar í þinghúsið var komið. Virðuleiki forsæt- isráðherra var víðsfjarri þar sem hann sat, ásamt hand- höfum forsetavaldsins, líkari því sem væri hann heima hjá sér uppí sófa að horfa Véstein Hafsteinsson kasta kringlu... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson „Lalli er skræfa... Lalli er skræfa... Lalli er skræfa..." a Ætlar þú að fara úr borginni um Verslunarmannahelgina? Hrefna Lind Borgþórs- dóttir föröunarfræðingur: Já, ég fer á námskeiðahald í London. íris Ægisdóttir verslunar- maður: Nei, ég ætla bara að halda mig í borginni. Jón Sigurgeirsson verka- maður: Já, ég ætla á Halló Akureyri. Einar Halldórsson starfs- maður Pósts og síma: Nei, ég ætla bara að vera í róleg- heitunum heima hjá mér. Sigurður Róbertsson verslunarmaður: Heima er best. Ég hef skrifað vikulegan pistil í blaðið í 2 ár, haft af því ánægju og vonandi hef ég ekki þreytt lesendur mína. Reyndar þætti mér vænt um að heyra frá einhverjum þeirra, mig er að finna í símaskránni. Leó E. Löve skrifar tregablandinn pistil sinn í Tímann og viröist eiga í dæmigerðri krísu rithöfundarins: Þaö vantar viöbrögö. Tíminn í gær. Fræg er ferðin sem aldrei var farin, frægur verður forsetakonsertinn sem aldrei var haldinn og lengi verður í minnum haft forsetaframboðið sem Davíð lagði aldrei í. Oddur Ólafsson leggur út af tónleikunum Guömundar Emilssonar til heiðurs Ólafi Ragnari sem aldrei voru haldnir í pistli sín- um Á víöavangi. Tíminn í gær. Eyjólfur [Sveinsson] sagði að ekki yrði nákvæmlega gefið upp hvenær fyrsta blaðið liti dagsins ljós. Frétt í Mogganum í gær um Dag-Tímann. íslendingar deila um flest. Embætti þjóðhöfðingjans hefur að langmestu leyti verið hafið yfir dægurþras. Á undan- förnum vikum hefur verið haft á orði, að þetta kunni að breytast eins og margt annað. Sú breyt- ing yrði ekki til bóta. Leiðarahöfundur Moggans í gær varar við breytingum. Bittenú! íslensk dúkkuiísa í 3. sæti Aöalfyrirsögn á forsíöu HP í gær. Ólafur Grímsson og stuðningsmenn hans gáfu þjóðinni langt nef í nýafstöðnum kosningum. Þeir neituðu að ræða mái sem brunnu á mörgum. Þorsteinn Arnalds verkfræðingum harmar það að Ólafur Ragnar sé sestur í forsetastól og vill að hann biðji þjóðina afsökunar á þvi hvernig hann reyndi að þagga niöur alla málefnalega umræðu. DV í gær. Þeir mörgu sjúklingar, og langþreyttir aðstandendur þeirra, sem nú eru enn einu sinni gerðir að leiksoppum í ógeðfelldri valdabaráttu milli hóps embættismanna og stjórn- málamanna, eiga heimtingu á að ráðherra fjármála og heilbrigð- ismála sýni loks þann manndóm sem þarf til að koma sjúkrahús- málum á höfuðborgarsvæðinu í mannsæmandi horf. Elías Snæland Jónsson í leiðara DV í gær. fréttaskot úr fortíð Landráðadómur Ráðstjómin [í Sovétríkjunum] hefir látið taka af lífi einn katólskan prest, en dæmt fleiri til dauða fyrir landráð. Hefir dómurinn vakið gremju í ríkjum Vestur-Evrópu og kristnu kirkjunni. Kátlegt er næstum, að þetta skuli vera símað hingað, þegar þess er aldrei getið í skeytum, þótt foringjar verkamanna séu teknir af lífi hrönnum saman án dóms og laga í Vestur-Evrópuríkjunum, og hvorki stjómir né kirkja hreyfa hönd eða fót og fá heldur enga aðkenning af gremju, þótt landráða- menn séu teknir af lífi þar. Alþýðublaðið, laugardaginn 7. apríl 1923.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.