Alþýðublaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 ■ Kolbrún Bergþórsdóttir skrapp á Vog, hitti Þórarín Tyrfingsson og spurði hann um umfang fíkniefnavandans, drykkfellda íslendinga og það hvort sögusögnin um alþýðuflokksálmuna eigi við rök að styðjast Ég er læknir, ekki siðapostuli Það er vitanlega ekki hægt að vera sáttur við þjóðfélag þar sem þarf að senda 7 prósent af karlmönnum yngri en 25 ára í áfengis- meðferð," er eitt af því fyrsta sem Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir þegar ég spyr hann um um- fang áfengis-og fíkniefnavandans í ís- lensku þjóðfélagi. Þórarinn kynnti ný- lega skýrslu þar kemur fram að tveir af hverjum þremur sjúklingum á Vogi undir 25 ára aldri hafi prófað amfet- amín. „Ég er búinn að vera í þessu starfi í mörg ár. Stundum rís maður upp og það rymur eitthvað í manni en ég er ekki viss um að það hafi nokkra þýð- ingu. Það þarf miklu meira til og satt að segja veit ég ekki hvað getur orðið til þess að við snúum af þessari braut,“ segir Þórarinn. ,JEn þessi vandi er ekki einskorðaður við ísland. Vinur minn, sem vinnur að meðferðarmálum í Svíþjóð, hefur alveg sömu sögu að segja, þar horfa menn upp á gríðarlega aukningu á amfetamínneyslu. Og eins er með Bretland.“ Og hver er ástœða þess að menn leiðast út íþessa notkun? „Stundum er ekki um annað að ræða en að menn í andvaraleysi og ævintýraleit prófa þessi efni og verða fyrir það sterkum vímuáhrifum að ekki verður aftur snúið. í öðrum til- vikum er aðdragandinn lengri og menn hafa leiðst út í félagsskap og umhverfi þar sem talið er eðlilegt að nota óleyfileg fíkniefni. Þar virðist vera um ansi stóran hóp að ræða. Maður fer að velta því fyrir sér hvað það merki að vera eðlilegur unglingur í dag; felst það kannski í því að prófa amfetamín?" Hefurðu orðið var við að það sé einhver sérstök manngerð sem er hœttara en öðrum við að ánetjast áfengi og fíkniefnum? „Við höfum velt því fyrir okkur hveijir eru í áhættuhóp. Það eina sem við getum sagt um það af einhverju viti er að ef einstaklingur er af ætt þar sem margir eiga við þennan vanda að stríða, þá er hann í áhættuhópi. Þeir sem búa við menningarlega lágkúru, lélegan aðbúnað og slæma menntun verða oft fómarlömb áfengis og fíkni- efna.“ Er ekki rétt að fcerri konur en karl- menn eigi við þessi vandamál að stríða? „Þær eru færri, kannski vegna þess að fram að þessu hefur þjóðfélagið veitt konum meira aðhald. Þær hafa sætt áberandi fordómum. Til þeirra eru gerðar þær kröfur að þær sinni bamauppeldinu og sýni af sér siðfág- un. Einnig hefur farið það orð af drykkfelldum konum að þær væru ,Það er ekkert kaffihúsa spiall hver er alkóhól isti Ol hver e Hcki. lauslátar. Allt eru þetta fordómar og endemis vitleysa en leiðir til þess að það er erfiðara fyrir konur að fara yfir þessi óeðlilegu mörk og inn í sjúk- dóminn. En þær sem gera það eiga þá á brattann að sækja vegna fordóma, og það setur mark á endurhæfinguna. Það em ýmsir þættir í meðferð fyrir konur sem þarf að sinna sérstakiega og með- al annars vegna þess að konumar em oft fordómafyllstar gagnvart sjálfum sér og byggja þá á einhveiju sem hef- ur verið komið inn í kollinn á þeim.“ Er aldurstakmark hér á þessari stofnun? „Nei, og það markast nú af því að fæstir byrja að drekka fyrir kyn- þroskaaldur. Það er með mennina eins og tilraunadýrin; það er ekki hægt að fá þau til að gerast alkóhólistar fyrr en þau em orðin kynþroska. í meðferð til okkar hafa komið sex- tán ára unglingar. Stundum er sagt að best sé að senda unglinga, sem eiga við áfengisvanda að etja, á sérstofnan- ir. Reynsla mín segir mér annað. Ung- linga með þennan vanda á að með- höndla með fullorðnu fólki.“ Sjálfskaparvítin geta verið sjúkdómur Kunningi minn einn bað mig fyrir spumingu sem er þessi; er ekki heilla- vœnlegra að líta á alkóhólisma sem syndfremur en sjúkdóm? „Nei, því synd er arfleifð af þeirri hugsun að undarleg hegðun sé komin frá Kölska sjálfum. Það er miklu al- farasælla að líta á áfengissýki sem sjúkdóm. Afengissýki uppfyllir öll læknisfræðileg skilyrði til að vera sjúkdómur. Og ef maður kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé sjúkdómur þá tekur maður á henni eins og sjúk- dómi. Þeir einstaklingar sem koma til okkar em líkamlega veikir og þurfa endurhæfingar við. Síðan má deila endalaust um það af hverju þeir em líkamlega veikir og hvort þeir eigi sjálfir einhveija sök á því. Eg spekúl- era ekki í því. Það er hlutverk siða- posmla að spekúlera í því. Ég er lækn- ir, ekki siðapostuli." En nú er stundum sagt að með viljastyrk œtti þetta fólk að geta lœkn- að sig sjálft. „Það getur það ekki vegna þess að áfengissýki er sjúkdómur. í þessari umræðu átta menn sig oft ekki á því að sjálfskaparvítin geta verið sjúk- dómur.“ Nú er oft talað af fyrirlitningu um meðferðarstofnanir, sagt aðfólk gangi þar inn og úr að vild, og komi einung- is til að hvíla sig áður en það tekur upp fyrra lífemi. „Þetta viðhorf kemur mér í rauninni ekki á óvart vegna þess að virkir alkó- hólistar em ekki að afla sér sérstakra vinsælda úti í þjóðfélaginu og ýmsir sem hafa haft samskipti við þá eru fullir beiskju og gremju. Það endur- speglast oft í umræðunni. Hitt er verra þegar málsmetandi menn, menn í Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur ákveðið að taka upp gamla venju og halda uppá frídag verslunarmanna hér í Reykjavík. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal hefur verið tekinn á leigu og verður opinn öllum félagsmönnum VR, svo og öllum Reykvíkingum án endurgjalds mánudaginn 5.ágúst n.k. Garðarnir verða opnir milli kl. 10:00 og18:00 þennan dag. Dagskrá Húsdýragarðsins: 10:45 Hreindýrum’gefið 11:00 Selum gefið 11:30 Hestar teymdir um garðinn 12:00 Refum og minkum gefið 13:00 Fuglagarðurinn opinn (í 1 klst.) 13:30 Kanínum klappað/Klapphorn 14:00 Svínum hleypt út 15:00 Hestar teymdir um garðinn 16:00 Selum gefið 16:30 Hestar, kindur og geitur settar í hús 17:00 Svínum gefið 17:10 Mjaltir í fjósi 17:45 Refum og minkum gefið Dagskrá Fjölskyldugarðsins: 14:00 Trjálfur og Mímmli 14:30 Hljómsveitin Hálft í hvoru 15:00 Brúðubíllinn 16:00 Trjálfur og Mímmli 16:30 Hljómsveitin Hálft í hvoru Verið velkomin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á frídegi verslunarmanna 5. ágúst 1996. Opið frá kl.10:00 til 18:00 VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Þórarinn Tyrfingsson: Það gleymist stundum að segja að það er ekki áfengið sjálft sem er hollt heldur eru önnur efni í því sem eru holl. Þetta er eins og að blanda saman B-vítamíni og strikníni og segja að B-vítamín- ið sé alveg ágætt. ábyrgðarstörfum, tala á þennan hátt. Þeir mega hugsa þannig, en eiga ekki að segja þá hugsun sína upphátt, því staðreyndin er sú að fólkið sem hefur verið oftast hér í meðferð er veikasta fólkið. Það er fólk sem er líkamlega veikast, hefur á brattann að sækja og þarf mest á meðferðinni að halda. Það er lang hagkvæmast fyrir þjóð- félagið að einbeita sér að því að reyna að veita þessu fólki góða meðferð, því ef við gerum það ekki þá fer þetta fólk bara eitthvert annað, kannski á götuna þar sem það skaðar meðbræður sína.“ Finnst þér aldrei óþœgilegt að um- gangast menn sem hafa einmitt gert það; skaðað meðbrœður sína? Fyll- istu aldrei reiði í garð þeirra einstak- linga? „Jú, jú, það kemur fyrir. Manni finnst kannski einhver ákveðinn ein- staklingur ógeðfelldur og stundum er tilfinningin réttmæt. En í svona starfi lærir maður einhvem veginn að leiða þær tilfinningar hjá sér. Ég er læknir og legg ekki siðferðilegt mat á gerðir sjúklinga minna. Þú getur eins spurt skurðlækni sem leggur f tímafreka að- gerð á sjúklingi, hvort það sé ástæða til að eyða tíma í að lækna menn sem allt eins mættu fara. Það er nákvæm- lega sama spurningin og þú ert að spyrja mig að.“ Engin alþýðuflokksálma Nú hef ég oft heyrt því haldið fram að listamenn missi andagiftina ef þeir luetta að drekka. „Já, það á við nokkur rök að styðj- ast. Þá em þeir orðnir það háðir vímu- efnum að þeir finna ekki gleðina og andann öðmvísi en að fá sér vímuefni. En þeir listamenn sem hafa komið til okkar og náð því að verða edrú kom- ast að því að þegar þeir hafa komist yfir þröskuld vímuefnanna þá eykst gleði þeirra og sköpunargáfa um allan helming.“ En nú erfólk sem getur fengið sér í glas án þess aðfara sér að voða. „Já, og mig varðar ekkert um það. Héma er fólk sem er sjúklingar og því fólki er ekki hægt að kenna að drekka." En þegar þú lest í blöðunum að nú sé komin enn ein könnunin frá vís- indamönnum sem sýni að tvö til þrjú rauðvínsglös á kvöldi séu bráðholl, hvaða hugsanir þjóta þá í gegnum liuga þinn ? „Það gleymist stundum að segja að það ér ekki áfengið sjálft sem er hollt heldur eru önnur efni í því sem eru holl. Þetta er eins og að blanda saman B-vítamíni og strikníni og segja að B- vítamínið sé alveg ágætt.“ Finnsl þér orðið hófdrykkja fárán- legt? - „Nei, ég held'að allir velði bindind- issamari með árunum, svo lengi sem þeir em ekki háðir víni. Allir sem lifa langa ævi komast ekki hjá því að sjá afleiðingarnar af áfengi og vímuefn- um, jafnaldrar og samferðamenn falla í valinn og börn og barnabörn geta ánetjast vímuefnum. Þegar fólk skynj- ar fáránleikann og tilgangsleysið í þessari gerviveröld vímuefna þá gerist það um leið bindindissamara." ,Það er eins mikið til í þvíoq að her Komi aldrei inn framsóknar maður. II Um tilvist alþýöuflokksálmunnar Já, en nú þekkir maður nokkur dœmi um konur á sjötugs og áttrœðis- aldri sem búa einar, drekka hálfa sherryflösku á dag og virðast alsœlar með tilveruna. „Ég held að þú sjáir, þegar þú skoð- ar málið, að það er miklu heillavæn- legra að gamlar konur hugsi um eitt- hvað annað en sherryglasið sitt á kvöldin." En eru þœr alkóhólistar? „Alkóhólismi er greindur eftir ákveðnum einkennum. Það er ekkert kaffihúsaspjall hver er alkóhólisti og hver ekki. Það þyrfti bara að greina hvort þessar konur eru alkóhólistar eða ekki, það er mjög einfalt.“ En efastu aldrei um að forsendum- ar sem þið gefið ykkur við greiningar geti verið umdeildar eða vafasamar? „Af hverju ættum við að gera það þegar búið er að sanna á vísindalegan hátt að greiningaraðferðirnar verða alltaf nákvæmari og nákvæmari? Ég veit hvað ég er með í höndunum." Er það re'tt að hér sé til sérstök al- þýðuflokksálma, eins og einstaka al- þýðujlokksmaður á til að gorta af? „Það er eins mikið til í því og að hér komi aldrei inn framsóknarmaður. Hins vegar er það eðli stofnunar sem hugar að starfsemi sinni og fjárveit- ingum á hverju hausti að gera vel við alljpstjómmálaflokka." ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.