Alþýðublaðið - 09.08.1996, Side 1
■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri efast stórlega um að samruni
stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík leiði til sparnaðar
Engin svör frá heilbrigðisráðuneytinu
- segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og vill sjá úttekt
hlutlausra aðila á hvað sparast við samruna.
„Mín afstaða er sú að það sé í
verkahring stjómmálamanna að gæta
hagsmuna almennings," segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í
samtali við Alþýðublaðið. „Ef hægt er
að sýna fram á það með óyggjandi
hætti - sem ekki hefur verið gert - að
það sé ótvírætt hagræði og spamaður
af slíkri sameiningu og að það tryggi
góða þjónustu við sjúklinga, þá er ég
tilbúin að skoða það mál. Hinsvegar
þýðir ekki að tala um þetta sem ein-
hverja allsherjar lausn meðan ekki
hefur farið fram nein úttekt á því.“
Sameining Sjúkrahúss Reykjavíkur
og Ríkisspítala hefur verið sem töfra-
orð á vömm Ingibjargar Pálmadóttur
heilbrigðisráðherra hvað varðar spam-
að í heilbrigðiskerfmu. Ingibjörg Sól-
rún efast stórlega um réttmæti þeirrar
skoðunar. „Eg er ekkert sannfærð um
að sammni leiði til spamaðar. Eg sé
ekki spamaðinn meðan starfsemin er í
tveimur byggingum. Ef eitthvað á að
sparast við samruna held ég að starf-
semin verði að vera undir einu þaki,“
segir Ingibjörg Sólrún.
I Alþýðublaðinu í gær gagnrýndi
Sighvatur Björgvinsson Ingibjörgu
Pálmadóttur harkalega í fyrir að axla
ekki ábyrgð í málefnum Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún tekur
undir þá gagnrýni að engar lausnir
hafi verið í boði hjá heilbrigðisráð-
herra. „Það er alveg ljóst að Sjúkrahús
Reykjavíkur hefur gripið til marghátt-
aðra sparnaðar- og hagræðingarað-
gerða sem meðal annars hefur leitt til
þess að þegar er búið að leggja niður
45 sjúkrarúm. Það er alveg ljóst að ef
spítalinn fær ekki þessa fjármuni, 250
milljónir sem vantar uppá á þessu ári
og auðvitað því næsta löca, þá er ekk-
ert um annað að ræða en að skera
burtu ákveðna þætti í starfseminni.
Það er það sem sjúkrahússtjómin horf-
ist í augu við þegar hún leggur fram
sínar tillögur. Ef það er ekki þetta sem
ráðuneytið vill og telur að þetta megi
ekki gerast verður það að svara því
hvað á þá að gerast eða leggja fram
fjármunina. Þau svör hafa ekki komið
fram,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Hún segir það hafi verið langur og
flókinn ferill að sameina Landakot og
Borgarspítalann sem hófst 1991 og
lauk ekki fyrr en á þessu ári. „Það em
talsvert minni stofnanir en Sjúkrahús
Reykjavíkur og Landspítalinn. Sam-
raninn verður ekki eins og hendi sé
veifað og mörg flókin úrlausnarefiú í
því sambandi sem varða starfsmanna-
málin.“ Ingibjörg Sólrún telur nauð-
syn að hlutlausir aðilar geri úttekt á
því hvað sparist við sameiningu spítal-
anna. „Það er mikilvægt svo hægt sé
að tala um þetta á einhveijum vitræn-
um nótum.“
„Fyrsta fylleríið er ein
mikilvægasta saga hvers
einstaklings. Þettaerferð
með fyrirheiti; seiðandi
myrkurheimursem býður
uppáallt sem góðum sög-
um fylgir: áflog, ástir, hrekki
og heimkomu reynslunni
ríkari. Fylleríið er hinn sér
íslenski sýndarveruleiki,"
segir Guðmundur Andri
Thorsson vikupiltur.
Blaðsíða tvö
„Tilfellið er að þegar
maður er nýkominn af
bátnum, einsog þeir orða
það hér, er nýbúinn títt litinn
hornauga og því um að gera
að eyða grunsemdum hið
allra fyrsta. Best að segja
sem oftast „I love America"
einsog rússneskur mál-
kunningi minn gerir.
Eða fara í sundlaugarsam-
kvæmi þegar þau bjóðast,"
segir í bréfi frá Kristni Jóni
Guðmundssyni í New
York... Sjá miðopnu
Brjálaðar konur og María mey
Þórunn Guðmundsdóttir söngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleik-
ari koma fram á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í
næstu viku. „Efnisskráin er fjölbreytt; fyrsta lagið segir frá brjáiaðri konu,
það næsta frá Maríu mey," segir Þórunn Guðmundsdóttir söngkona i
samtali við Alþýðublaðið. „Við munum flytja verk eftir enska tónskáldið
Purcell, íslensk þjóðlög í útsetningu Karls O. Runólfssonar og verk eftir
Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, Jón Leifs og
Hjálmar H. Ragnarsson. Elsta tónskáldið er fætt árið 1659 og það yngsta
1952. Við hefjum tónleikana með Purceil, og fikrum okkur svo áfram í
tíma; næst koma íslensku þjóðlögin, þá íslensku frumherjarnir og tónleik-
arnir enda á lagi eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Ég held að fólk njóti þess að
heyra tónlist sem það kannast við og ókunna tóna í bland."
■ Grandi hf. fyrstu 6 mánuði ársins
119 milljónirtil hluthafa
■ Formaður Bandalags íslenskra listamanna gagnrýnir að LR ráðstafi
fjárveitingu sem ætluð ertil starfsemi sjálfstæðra listamanna
Forkastanlegt erindi Hjálmars
- segir Páll Baldvin Baldvinsson stjórnarmaður í Leik-
félagi Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún: LR hefur rétt til að
ráðstafa Borgarleikhúsinu og enginn annar.
Hagnaður Granda og dótturfyrir-
tæki þess, Faxamjöls, nam 215 millj-
ónum króna á fyrstu sex mánuðum
þessa árs. Arið áður var hagnaðurinn
141 milljón fyrir sama tímabil. Heild-
arafli togara Granda var um 18 þús-
und tonn, en árið áður uni 16.700
tonn, en það er 41% aukning. Mesta
aukningin var í frystingu á loðnu, úr
1.700 tonnum í 2.900 tonn. Félagið
mun fá um 19 þúsund tonna afla-
kvota innan landhelgi á nýju kvótaári
sem hefst 1. september. Helstu fjár-
festingar Granda á árinu eru hlutabréf
í Þormóði ramma hf. og að Snorri
Sturluson RE-219 var endurbættur. f
mars gerði Faxamjöl samning um
smíði nýrrar fiskimjölsverksmiðju,
sem taka á til starfa í ársbyrjun 1997.
Eigið fé Granda er nú 2.115 milljónir
króna og hefur það aukist um 154
milljónir frá áramótum. Á límabilinu
greiddi félagið 10% arð til hluthafa,
119 milljónir króna, en 1. ágúst voru
hluthafar 822.
Grandi gerir út fjóra frystitogara,
ijóra ísfisktogara og rekur frystihús í
Norðurgarði og í Grandagarði hluta
úr ári. Starfsmenn eru að meðaltali
um 430. Faxamjöl gerir út eitt loðnu-
skip og starfrækir fiskimjölsverk-
smiðju í Örfyrisey, starfsmenn þess
eru að meðaltali 22.
„Þetta er furðuleg afskiptasemi. Ég
man ekki til þess að áður hafi verið
ráðist með svo freklegum hætti að
Leikfélagi Reykjavíkur, og þetta er
gert í þann sem mund sem félagið
fagnar hundrað ára afmæli. Stjórn
Bandalags íslenskra hstamanna ætti að
vera fullkunnugt um að Leikfélagið
var um langt skeið vagga danslistar,
sönglistar og leiklistar á Islandi,“ sagði
Páll Baldvin Baldvinsson, stjórnar-
maður í Leikfélagi Reykjavíkur (LR)
og fýrram listrænn ráðunautur Borgar-
leikhússins, í samtali við Alþýðublaðið
í gær um bréf sem stjóm Bandalags ís-
lenskra listamanna sendi borgarstjóra
lyrir nokkru.
Á síðasta leikári var 10 milljóna
aukaijárveitingu ráðstafað af fé nefnda
borgarinnar til Borgarleikhússins til að
taka inn aðra starfsemi í húsið svo sem
tónleika og aðra leikhópa. I bréfinu,
sem undirritað er af Hjálmari H. Ragn-
arssyni fyrir hönd BIL, er gagnrýnt að
LR ráði því hveijir koma í húsið. „Það
er í samræmi við stofnsamþykkt Borg-
arleikhússins að Leikfélag Reykjavík-
ur hefur réttinn til að ráðstafa húsinu til
leiklistarstarfsemi og enginn annar,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri. í tilefni afmælisársins
1997 var ákveðið að hækka íjárveiting
þessa árs úr 120 milljónum í 140. „Það
sem Hjálmar var að tala um var að
nefndir borgarinnar ættu að koma að
því að úthluta fénu og ákveða sjálfar
hveijir þetta yrðu sem fá styrk,“ segir
Ingibjörg Sólrún. „Eg er búin að svara
Hjálmari og útskýra fyrir honum
hvemig samvinna borgarinnar og LR
er. Það er skýrt kveðið á um það að LR
ráðstafi húsinu til listrænnar starfsemi.
Þar af leiðandi getur ekki menningar-
málanefnd ákveðið að setja eitthvað
inní Borgarleikhúsið heldur verður
Leikfélagið að koma að því máli.
Þetta var ákveðið að prófa þetta, að
taka lfá 10 milljónir frá af styrktarfé
nefndanna til að styrkja aðra starfsemi
í Borgarleikhúsinu í samráði við LR.
Þetta gafst mjög vel því á síðasta ári
var mjög ljölbreytt starfsemi og met-
aðsókn. Fyrir þó þessar 10 milljónir
náðist þó þessi árangri.
Bréf stjómar BÍL hefur vakið mjög
mikla reiði í LR, en það var eingöngu
sent Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,
og fréttu stjómendur Borgarleikhússins
fyrst af því á skotspónum.
Páll Baldvin sagði að flestum ætti
að vera ljóst að Leikfélag Reykjavíkur
er annar eigandi Borgarleikhússins,
ásamt Reykjavrkurborg. Hann sagði að
í kjölfar skýrslu sem lögð var fram í
fyrravor hefði verið tekin ákvörðun
um að auka við starfsemina í Borgar-
leikhúsinu og gefa listamönnum úr öll-
um áttum tækifæri til að nýta sér að-
stöðuna. Lagt hefði verið til í skýrsl-
unni að borgin legði til 15 milljónir
króna í þessu skyni, en aðeins hefðu
fengist 10 milljónir þegar til kastanna
kom.
„Ég veit ekki hvað stjóm BÍL er að
hugsa,“ segir Páll Baldvin. „Mér finnst
erindi þeirra forkastanlegt og málið
verður sannarlega tekið upp á vett-
vangi fagfélaganna sem að bandalag-
inu standa.“
Hann sagðist ekki hafa séð bréf
stjómar BÍL, sem ekki hefði „sýnt þá
lágmarkskurteisi að senda okkur r
Leikfélaginu það. En þessir herramenn
eiga eftir að útskýra hversvegna þeir
reyna að grafa undan starfsemi LR.“
Ekki náðist í Hjálmar H. Ragnars-
son vegna þessa máls þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir.