Alþýðublaðið - 09.08.1996, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996
s k o ð a n
21156. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Lýst eftir
heilbrigðisráðherra
Á síðasta kjörtímabili var stjómarandstæðingurinn Ingibjörg
Pálmadóttir í fararbroddi þeirra sem gagnrýndu aðgerðir þáver-
andi heilbrigðisráðherra. Þeir sem lesa noldmrra missera gamlar
ræður hennar munu ótvírætt komast að þeirri niðurstöðu að aldrei
hafi veikt fólk á íslandi átt ástríðufyllri málsvara. Stjómarand-
stæðingurinn Ingibjörg taldi það stappa nærri glæp að loka
sjúkradeildum og niðurskurður var bannorð. í kosningabaráttunni
í fyrra lagði Ingibjörg, einsog aðrir frambjóðendur Framsóknar-
flokksins, mikla áherslu á heilbrigðismál. Reyndar var helst á
framsóknarmönnum að skilja að velferðarkerfið íslenska riðaði til
falls eftir óhæfúverk vondra manna, og þörf væri snarpra björg-
unaraðgerða.
Það var því ekki ófyrirsynju að augu manna beindust að Ingi-
björgu Pálmadóttur þegar hún settist galvösk í stól heilbrigðisráð-
herra fyrir rúmu ári. Hún hefði ekki þurft að standa við nema
helming af stóm orðunum, og samt gerbylt íslenska heilbrigðis-
kerfinu. Framsóknarmenn sögðu í kosningabaráttunni að þeir ætl-
uðu að afnema þjónustugjöld á heilbrigðiskerfmu, stöðva lokanir
sjúkradeilda og stórauka þjónustu við ýmsa hópa, einkum öryrkja
og aldraða.
Hver er svo staðan núna, fimmtán mánuðum eftir að nýr heil-
brigðisráðherra tók við embætti? Staðan er þessi: Aldrei fyrr hef-
ur jafnmikið verið um lokanir sjúkradeilda. Stórlega er dregið úr
þjónustu við geðsjúka og aldraða. Þjónustugjöld hafa ekki verið
afnumin - heldur aukin. Stóm sjúkrahúsin í Reykjavík em að
komast í greiðsluþrot og gífurlegur vandi blasir við sjúkrahúsum
á landsbyggðinni. Þetta em verk flokksins sem fyrir rúmu ári
gekk til kosninga með fólk í fyrirrúmi.
Algert hmn blasir við á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna fjár-
skorts og hefur stjóm stofnunarinnar boðað sársaukafullar að-
gerðir til að mæta yfirvofandi greiðslustöðvun. Meðal annars þarf
að segja upp á annað hundrað starfsmönnum, loka deildum og
draga mjög úr mikilvægri þjónustu. Stjómarmenn sjúkrahússins
hafa sagt í ljölmiðlum að þeir hafi mánuðum saman reynt að fá
viðbrögð úr heilbrigðisráðuneytinu vegna hinnar alvarlegu stöðu.
Ingibjörg Pálmadóttir og ráðuneyti hennar hafa ekki virt stjóm
sjúkrahússins svars, en látið einsog málið sé þeim með öllu óvið-
komandi. Það var fyrst þegar stjóm sjúkrahússins tilkynnti opin-
berlega um niðurskurðinn að Ingibjörg Pálmadóttir fékkst til að
tjá sig um málið. Og hvað sagði ráðherra heilbrigðismála? Jú,
Ingibjörg Pálmadóttir átaldi stjómina harðlega og sagði að ekki
væri um neinar lausnir að ræða. Menn hefðu búist við að ráðherr-
ann hefði þá eitthvað til málanna að leggja. Öldungis ekki: eftir
að hafa farið hörðum orðum um stjóm sjúkrahússins hvarf ráð-
herrann aftur inn í björg ráðuneytisins.
í viðtali við Alþýðublaðið í gær sagði Sighvatur Björgvinsson
fyrrverandi heilbrigðisráðherra að það væri með ólíkindum að
yfirmaður heilbrigðismála geti komið sér undan ábyrgð af afleið-
ingum stefnu sinnar. Hann sagði: „Hvemig stendur á því að heil-
brigðisráðherra sleppur við það aftur og aftur að standa fyrir máli
sínu og afleiðingum eigin stefnu?“ Og Sighvatur, er fékk sem
heilbrigðisráðherra að kynnast orrahríð fjölmiðla nánar en flestir
stjómmálamenn í seinni tíð, segir ennfremur: „Það er fráleitt að
fjölmiðlar skuli dag eftir dag tönnlast á því að stjóm spítalans sé
að gera skelfilega hluti, þegar það er Ingibjörg Pálmadóttir sem
skipar stjóminni að skera niður um 250 milljónir. Stjórnin hefur
þráast við í hálft ár og kemur með tillögur nú þegar spítalinn er
hættur að geta borgað annað en laun. Þá er ráðist á stjómina, jafn-
vel af ráðherra sjálfum, fyrir vitlausar tillögur. Það sjá náttúrlega
allir, að þetta nær engri átt. Ábyrgðin hvílir alfarið á Ingibjörgu
Pálmadóttur."
En Ingibjörg Pálmadóttir er stikkfrí. Hún getur látið loka deild-
um í meira mæli en dæmi em um, svelt sjúkrahúsin og þrengt að
hag geðsjúkra og aldraðra - og látið einsog þetta komi henni ekk-
ert við. Þessvegna ber allt að sama bmnni: Það er enginn heil-
brigðisráðherra á íslandi. ■
Þar eru blessuð börnin
full...
Fyrsta fylleríið er ein mikilvægasta saga hvers einstak-
lings. Þetta er ferð með fyrirheiti; seiðandi myrkur
heimur sem býður upp á allt sem góðum sögum fylgir:
áflog, ástir, hrekki og heimkomu reynslunni ríkari.
ar var bölv, klám, öskur, spýja,
áflog, beinbrot og önnur skemmt-
an,“ segir í Atómstöðinni um eitthvert
unglingapartíið þegar pabbi og
mamma eru að heiman og nú um
fimmtíu árum síðar virðast íslensk
ungmenni bregðast við áfengi og for-
eldrafjarvist af viðlíka sturlun - fara
um í flokkum gargandi og gólandi,
slítandi blóm og sparkandi í grindverk
og síma því nú er íjör, og fjörkippimir
hjá blessuðum bömunum ámóta líf-
legir og hjá hauslausum hænum.
Ástandið í landinu líkist helst borgara-
styijöld, og athugandi hvort ekki ætti
á næsta ári að kveða til friðargæslu-
liða ffá Sameinuðu þjóðunum.
Því ég á heima á Ælandi Ælandi og
Ælandi þessa einu helgi ársins, ferða-
helgina sem kennd er við það eina
fólk í landinu sem fær ekki að þjóna
sinni lund með því að fara á einhvem
annan stað en það býr á til þess að
gubba yfir hann.
Staðir um allt land kepptust um að
fá til sín drykkjulýðinn úr Reykjavík.
Slik er ákefðin að manni finnst eigin-
lega spuming hvort hér sé ekki komin
ný tegund af ferðaþjónustu sem ís-
lendingar ættu að hasla sér völl í: að
taka við illþýði og leyfa því að leika
sér, nóg er plássið. Kannski athugandi
fyrir eitthvert blankt bæjarfélagið að
bjóða næst Hells Angels að halda Evr-
ópumót sitt...
Valkostimir vora sem sé óteljandi
en Akureyri bauð að þessu sinni best:
heilan bæ til að rústa. Sú var tíð að
Akureyringar þóttist hátt yfir alla aðra
landsmenn hafnir. Þegar ég var lítill
drengur hjá afa og ömmu á Akureyri
og hætti mér út nægði minn sunn-
lenski framburður til að mér var ræki-
lega gefið til kynna að sem helvítis-
bölvaður hálfvithi að sunnan skyldi ég
halda mig á mottunni. Síðan eru mörg
ár og nú nægir mér að borga nóg og
þá má ég gubba yfir allt Ráðhústorgið.
Sovétríkin hrundu og með þeim
Akureyri, og nú er svo komið fyrir
þessum stolta bæ sem aldrei vildi sjá
neitt að sunnan að ráðamenn þar hafa
opnað bæjarhliðin fyrir öllum þeim
sem þurfa athafnasvæði fyrir allt það
sem þeir fá ekki að gera heima hjá sér
- þeim er það velkomið, bara ef þeir
borga. Og ekki stóð á gestunum. Þeir
streymdu að sunnan rétt eins og aust-
ur-gotneskir barbaraflokkar inn í Róm
forðum og hertóku hann, grenjandi •-
Halló Akureyri!* Felmtraðir bæjarbú-
ar líktu fallega bænum sínum við
Sarajevo, allt á tjá og Uindri, vargöld,
vindöld.
Forráðamenn hátíðarinnar blésu á
allt þetta tal og sögðu neikvæðni fjöl-
miðanna - það eina sem þyrfti að bæta
úr væri að koma upp sérstökum ein-
angranarbúðum fyrir full böm á næsta
ári þar sem þau gætu þjónað sinni
lund. Bara ef þau borga. Hvernig
a
stendur á þessari vargöld? Hví
skemmtir fólk sér svona? Um árabil
hefur Áfengisvarnarráð innprentað
þjóðinni að vín sé ekki siðaðra manna
drykkur heldur skjótvirk aðferð við að
koma sér í öngvit. Bamafyllerí á ís-
landi er vissulega harmleikur eins og
héraðslæknirinn á Akureyri sagði áður
en bæjaryfirvöldum tókst að þagga
málið niður. Og það vekur manni
grunsemdir um að þrátt fyrir allar
græjumar hljóti líf bama og unglinga
að vera óbærilega leiðinlegt alla jafn-
an, grátt og viðburðasnautt. Raunar
þarf ekki annað en að horfa á andlitið
á venjulegum reykvískum unglingi í
strætó til að fá þær grunsemdir stað-
festar - leiðinn sem skín út úr slíku
andliti er yfirþyrmandi.
Þeim leiðist sem sagt og lái þeim
það hver sem vill. En fleira kemur til.
Það er sjálfsagt satt og rétt sem sífellt
er klifað á að stærstur hluti bama og
unglinga „er til fyrirmyndar“, það er
að segja kútveltist ekki í drykkjuflog-
um fyrir hunda og manna fótum - fínt
hjá þeim - en öll hin börnin eru of
mörg, of full, of brjáluð og umfram
allt of normal að öðra leyti til að hægt
sé að loka augunum með slíku já-
kvæðnihjali; það er ekkert eðlilegt við
það að vel alið miðstéttarbarn úr út-
hverfi skuli telja sig þurfa að drekka
eins og sjóari í landlegu eftir margra
mánaða erfitt úthald eða bóndi í kaup-
staðaferð eftir langvinnan þurrk. Slík
hegðun ætti ekki að vera genetísk. Og
ekki hafa börnin þetta úr amerísku
bíómyndunum sem þau liggja yfir og
sagðar era móta þau umfram annað.
Þetta er félagslegt og stendur djúpum
rótum. Hér á landi ríkir þögult en al-
mennt samþykki við slíkri hegðun,
Ú S t
þótt foreldrar hvetji ekki til hennar
hneigjast þeir til að líta á hana sem
eðlilegan gang lífsins. Þá er jafhvel lit-
ið á ærlegt verslunarmannahelgarfyll-
erí sem manndómsvígslu. Þá fyrst er
viðkomandi kominn í fullorðinna
manna tölu. Fermdur. Með sömu
reynslu að baki og við. Vertu trúr allt
til dauðans...
Þessu fyrsta fylleríi eiga að fylgja
ævintýri, efniviður í sögu, mörg
skrautleg uppátæki. Það nægir engan
veginn að sitja bara í huggulegheitum
og sippa rauðvín. Það verður að stefna
marvisst inn í óreiðuna, þar sem sög-
urnar bíða. íslendingar eru nefnilega
hvað sem hver segir umfram allt
sagnaþjóð, fólk sem upplifir reynslu
sína í litlum sögum, miðlar lífi sínu og
skoðunum með litlum sögum, sviðset-
ur sig fýrir öllum hinum sem aðalper-
sónu í litlum sögum. Þess vegna líður
þeim yfirleitt svo vel í þynnkunni: þá
er verið að semja sögu úr raglingsleg-
um viðburðum næturinnar, smíða list-
ræna heild úr þeim með spennandi
framvindu, upphafi, risi og viðeigandi
endi, sníða burt óþægilega og óvið-
komandi atburði, túlka allt í ljósi hinn-
ar listrænu heildar. Svo eru bornar
saman bækur (sem er einmitt sérís-
lenskt og mjög viðeigandi máltæki):
Hvert fóruð þið? Hvar lentir þú? f
djeilinu maður... Fyrsta fylleríið er
ein mikilvægasta saga hvers einstak-
lings. Þetta er ferð með fyrirheiti;
seiðandi myrkur heimur sem býður
upp á allt sem góðum sögum fylgir:
áflog, ástir, hrekki og heimkomu
reynslunni ríkari.
Fylleríið er hinn séríslenski sýndar-
veraleiki. ■
a t a I 9 . á
Atburðir dagsins
1794 Napóleon Bónaparte
hershöfðingi handtekinn í Par-
ís, grunaður um stuðning við
kenningar Robespierres. 1851
Við slit þjóðfundar í Reykjavík
hrópa þingmenn: Vér mótmæl-
um allir! 1942 Mahatma Gand-
hi handtekinn í Lundúnum fyr-
ir kröfugerð um að Bretar fari
frá Indlandi. 1965 Singapore er
aðskilið frá Malasíu og verður
sjálfstætt ríki. 1967 Breski leik-
ritahöfundurinn Joe Orton, 34
ára, myrtur af áslmanni sínum.
1975 Rússneska tónskáldið
Dmitri Shostakovich deyr.
Hann samdi fyrstu sinfóníu
sína aðeins 18 árá gamall. 1979
Menntamálaráðuneytið gaf út
tilkynningu um friðun Bern-
höftstorfunnar í Reykjavík.
Afmælisbörn dagsins
Solomon Cutner 1902, bresk-
ur píanóleikari sem kom fyrst
fram aðeins átta ára gamall.
Robert Aldrich 1918, banda-
rískur kvikmyndaleikstjóri.
Philip Larkin 1922, breskt
ljóðskáld.
Annáisbrot dagsins
Þenna vetur á jólum var kona í
Þingeyjarsýslu uppvís að því,
að hafa borið út barn sitt og
kastað í Skjálfandafljót.
Annáll Páls Vídalíns 1704.
Rok dagsins
Að þrátta við konu er einsog að
reyna að lesa blað í roki.
Fjodor Dostojevskí.
Málsháttur dagsins
Aldrei þykir skassinu skömm
að sér.
Mikilmenni dagsins
Feitur þjónn er ekki mikill
maður. Barður þræli er mikill
maður, því í hans brjósti á
frelsið heima.
Arnas Arnæus í íslandsklukku
Halldórs Laxness.
Orð dagsins
Þó ég sökkvi í saltan mar
sú er rauna vörnin
ekki grætur ekkjan par
eða kveina bömin.
Magnús Sigurösson frá Heiði.
Skák dagsins
Hvíti kóngurinn er illa í sveit
settur í skák dagsins, einsog
svartur er fljótur að sýna l'rani
á. Svensson nokkur hefur svart
og á Ieik gegn Askelof; skákin
var tefld t' Svíþjóð 1981. Svart-
ur á fallega fórnarfléttu sem
leiðir þráðbeint til sigurs.
Svartur mátar í þremur leikj-
um.
1.... Hcl+!! 2. Hxel Dgl+! 3.
Kxgl Hxel Skák og mát.
Góðahelgi!