Alþýðublaðið - 16.08.1996, Page 5
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Vegna einstaklega góðra viðbragða frá
lesendum heldur Alþýðublaðið áfram að
birta úr dagbókum sem virðast vera eftir
herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta
íslenska lýðveldisins.
Dagur8
Fimmtudagurinn 8. ágúst
Enn einn dagurinn á skrifstofu
forseta Islands. Ég kom staðráðinn í
að láta ekki bjóða mér einhveija skáta
eða sportista lengur heldur grípa til
minna eigin ráða. Forsetinn getur
hringt í alla, er sagt, kallað hvem sem
er á sinn fund. Ég horfði á símann. Ég
gat ekki hringt í Dabba, hann hefði
haldið að ég ætlaði að sleikja úr
honum fýluna. Ég gat heldur ekki
hringt í Óla hiskup, hann hefði
ábyggilega farið að gráta og haldið að
ég væri að styðja hann. Eg gat ekki
hringt í Óla Alþingisforseta eftir að
hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki
að gerast póstur fyrir mig. Ég vissi
ekki einu sinni hver er forseti
Hæstaréttar, þeir eru allir einhvern
veginn eins, alvarlegir og í skikkju.
En hvem gat ég þá hringt í? Forsetinn
hringir ekki bara í einhvem Pétur eða
Pál. Guð má vita hvernig mér datt
Heimir Steinsson í hug en ég var
búinn að hringja í hann áður en ég
áttaði mig. Hann talaði í hálftíma um
að hann væri á leiðinni niður á skrif-
stofu til mín. Spurði hvort ég væri
fluttur á Sóleyjargötuna en ég sagði
nei, nei. Sagði að ég væri í stjómar-
ráðshúsinu. Sem betur fer les Heimir
hvorki blöðin né hlustar á útvarp og
hann kokgleypti þetta. Ég kállaði á
bílstjórann minn og rauk út. Sagði
honum að keyra út á Nes. Mig langaði
út á Seltjamames til að hugsa minn
gang á kunnuglegum slóðum en hann
keyrði mig beint út á Álftanes. Það
urðu allir hissa á að sjá mig kominn
svona snemma heim úr vinnunni, en
ég sagðist þurfa að semja ræðu og
lokaði að mér inni á skrifstofu. Sat þar
í stól og hugsaði um hvemig komið
væri fyrir þeim manni sem leiddist
svo mikið að hann hringdi í Heimi
Steinsson.
Dagur9
Föstudagurinn 9. ágúst
Það var verið að setja Jeltsín inn í
sitt forsetaembætti á forsíðu Moggans.
Hann var með keðju um hálsinn sem
var glettilega lík minni. Sumt er þá
svipað með mér og öðmm forsetum, -
hugsaði ég. Síðan gaumgæfði ég andl-
itið á kollega mínum. Það var útlifað,
líflaust og sokkið. Samt var þessi
maður að koma úr mánaðarfríi og á
leið í annað mánaðarfrí. „Hvað er
Jeltsín búinn að vera forseti lengi?“
spurði ég Búbbu. „Ja, fimm ár, held
ég,“ svaraði hún. „Var hann byijaður
að drekka þegar hann varð forseti?“
spurði ég. „Já, eitthvað en ekki eins
mikið og undanfarið, held ég,“ sagði
Búbba. Mig setti hljóðan. Ef til vill
var ekkert gaman að vera forseti.
Nixon virtist ekki líða vel, Clinton er
alltaf eins og hann búist við að vera
ásakaður um bamanauðganir á hverri
stundu, Georg II varð geðveikur,
Napóleon eitthvað skrítinn líka,
Alexander mikli dó ungur, Ceasar
var drepinn, Maó nennti þessu ekki
og lagðist með heilu sellunum af ung-
stelpum, Stalín leiddist svo að það tók
menn þrjú ár að fatta að hann var
dauður. Það fór hrollur um mig. „Er
þér kalt?‘.‘ spurði Búbba. ,,Nei,“ sagði
ég ólundarlega. En það var eitthvað
að. Það var eitthvað alls ekki eins og
það átti að vera. Það var ekkert gaman
að vera forseti.
Dagur10
Laugardagurinn 10. ágúst
Þegar ég vaknaði var ég aumur í
hendinni. Fyrir framan spegilinn á
baðherberginu var ég að hugsa um að
ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég
gæti ekki sofið á sömu hliðinni allt
mitt líf. En ég áttaði mig. Ég áttaði
mig á hvemig uppgjöfin var að læsa
sig um hugsanir mínar. „Ætlarðu að
gefast upp núna þegar þér eru allir
vegir færir, herra Ólafur?“ spurði ég
spegilmynd mína. „Herra Ólafur
Ragnar," flýtti ég mér síðan að segja.
Herra Ólafur er biskupinn en ekkixég.
Ég fann að ég yrði að taka meiri
stjóm. Það þýddi ekki að sitja og bíða
eftir að Kornelíus sendi mig hingað
og þangað. Ef það var ætlast til að ég
færi á íþróttamót^gæti ég allt eins séð
um það sjálfur. Eg greip rúnstykki á
leið minni í gegnum eldhúsið, fletti
Mogganum á hlaupum og sá hvert ég
ætlaði: Strandblakmót í Nauthólsvík.
Það gat ekki verið vitlausara en
grindahlaup. Ég kallaði á bflstjórann
og sagði honum að keyra í
Nauthólsvík. Hann varð eitthvað
kindarlegur og auðsjáanlega óvanur
því að aka um með röggsaman forseta
í aftursætinu. Það voru átján áhorf-
endur í Nauthólsvík og þar af sextán
keppendur sýndist mér. Hinir tveir
vom dómarar. Á vellinum vom ijórir
að kasta á milli sín bolta. Rok og rign-
ing. Þetta var aumkunarverðara en
Galtalækur. Þar var þó nokkur fjöldi
og þar þóttist fólk hafa gaman að. Það
var engu líkara en þetta fólk hafi verið
dæmt til að horfa á blak áður en því
var sjálfu fómað á vellinum. Ég bretti
upp frakkakragann og mglaði greiðs-
lunni. Þetta myndi kosta að ég yrði að
vera með hámet meira og minna í tvo
daga en það varð að hafa það. Þetta
var annar kosturinn við lokkinn. Án
hans er ég óþekkjanlegur, líkari
Arthúri Björgvin Bollasyni en sjál-
fum mér. Ég sneri aftur að bflnum og
hélt heim. Talaði á leiðinni um
hvemig ég hafði næstum dmkknað í
Nauthólsvfldnni þegar ég var bam og
að ég færi oft þangað á dögum sem
þessum. Það var einmitt svona veður
þann daginn. Bflstjórinn spurði hvort
ég væri ekki frá ísafirði og ég sagðist
hafa verið í heimsókn hjá frændfólki
Dagur11
Sunnudagurinn n.ágúst
Hvemig fer Elísabet drottning að á
Ascot? Hún hlýtur að hafa með sér
pall eða eitthvað til að standa á svo
hún þurfi ekki að horfa beint upp í
hrossin. Hér heima eru menn það
miklir sveitamenn að þeir senda
forsetann út á beran völlinn að óska
knöpunum til hamingju með sigurinn
á Islandsmótinu. Forsetinn réttir hönd-
ina hátt í loft upp og finnur að einhver
hristir hana um leið og hann horfist í
augu við hestinn. „Til hamingju,“
muldrar forsetinn og veit ekki hvort
hann er að tala við hest eða mann.
Hesturinn hneggjar og knapinn segir
eitthvað sem berst burt með vindinum.
Rnapinn ríður á hesti sínum á braut.
Forsetinn gengur lúpulegur aftur til
sætis. Áhorfendur klappa fyrir þessum
viðræðum milli tegunda. Og svo nýr
sigurvegari, nýjar viðræður við hross,
nýtt klapp. Hvað vill þessi þjóð með
forseta sinn?
Dagur12
Mánudagurinn 12. ágúst
Einkennilegur maður, hann Davíð.
Ég var búinn að undirbúa mig fyrir
okkar fyrsta fund svo hann færi ekki
að reyna að vaða ofan í mig. Þegar
hann spurði hvort ég notaði mjólk í
kaffið sagði ég: „Það er punkturinn
yfir i-ið,“ en hann kippti sér ekki upp
við það. „Það er mikið skjól hér á
skrifstofu þinni,“ sagði ég til að egna
hann, en hann sagði að þetta væri nú
ekki skrifstofan sín. Þetta væri fyrrum
skrifstofa forseta íslands. Svo sagði
hami eitthvað sem honum fannst íyn-
dið og af því hann var svo ánægður
með það sjálfur fór ég líka að hlæja án
þess að ætla það. Og þannig var allur
fundurinn. Hann talaði og hló. Ég hló
næstum eingöngu, sagði einhverjar
tvær þrjár setningar. Og hló að þes-
sum týpísku sjálfshóls bröndurum
Davíðs sem mér hafa aldrei fundist
fyndnir. En hann er svo ánægður með
þá sjálfur að maður er farinn að hlæja
áður en maður fattar að þeir eru ekkert
fyndnir. Svo klappaði hann mér á
öxlina þegar ég fór út. Mér leið eins
og Isafirði í gamla daga þegar enginn
tók almennilega mark á mér, stráknum
hans Gríms rakara.
Dagur13
Þriðjudagurinn 13. ágúst
Taktu þér tak maður, - var það
fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vak-
naði. Þú ert í nýju djobbi, það er
eðlilegt að vera svolítið vankaður
fyrst, en nú er komið nóg. Nú gerirðu
eitthvað! Þama kannaðist ég við sjálf-
an mig. Svona var ég vanur að vera.
Rífa mig upp á rassgatinu á morgnana
og keyra mig með hörkunni í gegnum
daginn. Ég hrinti mér fram á baðher-
bergi, smrtaði í mig morgunmat, henti
mér út í bfl, rak mig inn á skrifstofu
og skipaði mér að taka upp símann og
hringja £ Ingibjörgu Pálmadóttur.
„Er ekki þessi læknadeila komin á það
stig að eðlilegt sé að kalla forsetann
til? Er ekki orðið bil á milli þjóðarvilja
og læknavilja?" spurði ég. „Nei, það
held ég ekki,“ sagði hún, „þetta er
bara venjuleg kjaradeila, Óli minn.“
Djöfull er mér illa við þegar fólk
kallar mig Óla. Ég leitaði að svari en
fann ekki. ,Jæja, Inga mín,“ sagði ég
til að segja eitthvað, „hvað er að frétta
af honum Páli mínum?“ „Hvaða
Páli?“ spurði hún. „Nú honum Páh á
Höllustöðum, eruð þið ekki gift
ennþá?“ sagði ég. „Sigrún
Magnúsdóttir var gift honum síðast
þegar ég vissi,“ sagði hún.
Almáttugur, hvflík klemma, ég virðist
aldrei geta þekkt þessar framsók-
narkellingar sundur. „Bara að grínast,"
sagði ég í ofboði og lagði á. Afhveiju
snýst allt í höndunum á mér? Afhveiju
er ég eini maðurinn sem get rætt við
Ingibjörgu Pálmadóttur og virst í
meira ójafnvægi en hún? Ég hélt að
það væri aðal íslenska heilbrigðiskerf-
isins að heilbrigðisráðherrann væri
með taugaáfall.
Dagur14
Miðvikudagurinn 14. ágúst
Önnur tilraun til lyfta forsetaem-
bættinu upp. Hringdi í danska sendi-
herrann og kallaði hann á minn fund.
Hann kom með spægipylsu með sér
og gaf mér. Ég vildi ræða við hann um
landhelgisdeiluna og sagði að við
hlytum að komast að samkomulagi.
Hann sagði mér að hafa ekki nokkrar
áhyggjur af því, þetta mál væri í
góðum höndum. Ég sagðist óttast að
þetta gæti undið upp á sig en hann
sagði mér að slappa af. Ég benti
honum á hvaða afleiðingar handrita-
málið hefði haft fyrir samskipti
þjóðanna en hann klappaði mér á
handarbakið og sagði: Svona, svona.
Hann tók ekki mark á mér. Hann
talaði til mín eins og ég væri
móðursjúkur. Sneri talinu sfðan að
Búbbu og tvíburunum. Spurði hvort
við værum farin að huga að
Danmerkurferðinni í haust. Sagðist
vera með kveðju frá Margréti drotm-
ingu og hennar fólki. I hveiju var ég
lentur? Voru þetta aukin verkefni sem
hæfðu auknum þroska mínum? Átti ég
að verða einhver séníkelling sem sæti
að spjalli um íjölskylduhagi einhvers
kóngafólks? Mig langaði að berja
sendiherrann með spægipylsunni sem
hann gaf mér. Afhveiju er fólki ekki
boðið upp á starfskynningu hjá
forsetaembættinu áður en það veður út
í þá vitleysu að bjóða sig fram? ■
Ungir jafnaðarmenn
Framkvæmdastjórnarfundur verður haldinn í dag, föstu-
daginn 16. ágúst, kl. 17:00 á annarri hæð Alþýðuhúss-
ins, Hverfisgötu 8-10. Dagskrá var send í fundarboði.
Kl. 18:00 hittumst við síðan öll og keyrum upp í Mos-
fellssveit, þar sem bíða okkar hross til útreiðar. Hesta-
ferðin er öllum opin en betra að tilkynna um þátttöku
með einhverjum fyrirvara í síma 5529244.
F.h. stjórnar
Framkvæmdastjóri
Kópavogsbúar
- jafnaðarmenn,
takið eftir!
Vetrarstarf Alþýðuflokksfélags Kópavogs er að hefjast.
Opinn fundur næsta mánudag, þann 19. ágúst, kl. 20:30.
Dagskrá:
Fundartímar í vetur
Málefnaþing félagsins
Útgáfumál
Flokksþingið
Almennar umræður um stjórnmálastandið
Mætum og tökum þátt í öflugu vetrarstarfi frá upphafi.
F.h. stjórnar
Magnús Árni Magnússon, formaður.
Aðalfundur kjördæmis-
ráðs Alþýðuflokksins
á Vestf jörðum
verður haldinn að Núpi í Dýrafirði 23. og 24. ágúst 1996.
Fyrirhugað er að fundurinn byrji með sameiginlegum
kvöldverði föstudaginn 23. ágúst og Ijúki síðdegis laug-
ardaginn 24. ágúst.
Dagskrá auglýst síðar.
Stjórnin