Alþýðublaðið - 27.08.1996, Síða 4

Alþýðublaðið - 27.08.1996, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 p ó I i 1 í k Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra er nú einhver umdeildasti stjórnmála- maður landsins. Guðrún Vilmundardóttir fór í saumana á störfum ráðherrans og veltir því meðal annars fyrir sér hvort hún hafi óhæfa ráðgjafa og hvort sjálfstæðis- menn styðji ekki heilshugar við bakið á henni n ræður # 5C m m rr ferðmni Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur verið í eldlínunni síðan hún tók við embætti í fyrra. Mjög er um- deilt hvernig hún hefur tekið á viðkvæmum málum, en þess er skemmst að minnast að í nýlegri könnun Gall- ups lýsti aðeins þriðjungur kjósenda Framsóknar ánægju með störf ráðherrans. Alþýðublaðið ræddi við ýmsa sem til þekkja og bað þá að meta störf Ingibjargar frá ýmsum sjónarhólum. Flokkssystur Ingibjargar í Fram- sóknarflokknum eru sammála um að Ingibjörg hafi staðið sig vel. „Auðvit- að hefur þetta verið erfitt, því hún hef- ur haft þröng fjárráð. En það er náttúr- lega ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á því,“ segir Valgerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir tekur í sama streng: „Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að draga úr halla fjárlaga, til þess að senda komandi kynslóðum ekki him- inháan reikning. Heilbrigðisráðuneyt- ið er umfangsmesta ráðuneytið, þar liggja um 40 prósent fjárlaga, þannig að aðhald sem veitt hefur verið í fjár- lögum kemur þar verulega fram. Ekki er verið að lækka útgjöld, heldur hemja þenslu og mér fmnst Ingibjörgu hafa tekist vel upp við þetta verkefni." Lára Margrét Ragnarsdóttir þing- maður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í heilbrigðisnefnd Alþingis segir heil- brigðisráðherra í mjög erfiðri aðstöðu, vegna þess að nú sé málum svo komið að ekki sé hægt að skera meira niður. „Heilbrigðisráðherrar á undanfömum árum, hversu velviljaðir sem þeir hafa verið málaflokknum, hafa verið í erf- iðri aðstöðu." Sturla Böðvarsson, samþingmaður Ingibjargar úr Vesturlandskjördæmi, kvartar yfir því að mótuð og öguð stefna í heilbrigðismálum hafi ekki komið nógu vel í ljós „þó þannig kunni að vera unnið.“ Hann segir enn- ffemur: „Það er nauðsynlegt að horfa til lengri tíma en dagsins í dag þegar ijallað er um heilbrigðismálin." Guðný Guðbjömsdóttir þingmaður Kvennalista, segist ekki geta gefið faglegt mat, þarsem hún sitji ekki í heilbrigðisnefnd, „en mér virðist þetta ganga mjög erfiðlega. Maður hélt, vegna þess að hún er fagmaður, að hún gæti sinnt starfinu af meira næmi en forveri hennar. En þetta er erfiður geiri, og einsog er virðist allt vera í rúst. Það er ekki hægt að segja ann- að.“ Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins segir að það sem vanti í heilbrigðismálum sé skýr stefnumörkun: „Öll vandamál sem koma inn í Heilbrigðisráðuneytið virðast fara í óleysanlega hnúta, öllum til tjóns. Þegar ráðuneytið gefst upp í ráðleysi sínu, er skipaður „tijsjónar- maður", og það er svar ráðuneytisins við öllum vanda. Og ekki virðist gerð krafa til þess að tilsjónarmaðurinn hafi nokkurt vit á þeim verkefnum sem hann er að fást við.“ Guðmundur J. Guðmundsson fyrr- verandi alþingismaður og formaður Dagsbrúnar segir að Ingibjörg hafi aukið allan niðurskurð og skerðingar, en að nú taki steininn úr; „Grensás lokað, geðdeild Borgarspítalans að mestu lokað og eitthvað um 80 sjúkra- rúm höfð auð. Hvemig á að ráðstafa þessum eignum; á kannski að leigja þær út éða seljá'þær? fofanálag ér!hún búin að skerða og snuða sjúklinga og ellilífeyrisþega samfellt í miðjum kær- leikanum. Þetta fólk hefur borgað skil- víslega sína skatta síðan það var 16 ára, og átti von á að heilbrigðisþjón- usta yrði í sem bestu lagi. En þá er einhver kona ofanaf Akranesi búin að rústa allt þetta niður. Ingibjörg Pálma- dóttir er stærsta vandamálið í heil- brigðisþjónustunni." Ingólfur H. Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir það eiga eftir að koma í ljós hvemig Ingi- björg leysi vanda Sjúkrahúss Reykja- víkur, og þá sérstaklega geðdeildanna, „því einsog tillögur stjómar Sjúkra- hússins segja til um er gert ráð fyrir talsverðum niðurskurði." Og Ingólfur segir frammistöðu Ingibjargar ekki góða, hvað varðar sumarlokanir á geð- deildum Ríkisspítala. „Þar hafa deildir verið lokaðar í sumar og líka bama og unglingageðdeild. Það er tiltölulega nýtt að lokanir á geðdeildum hafi ver- ið svona miklar. Þetta var reynt í fyrra og aftur núna og fjárhagslega virðist ekki vera neinn spamaður af þessu, einsog fram kemur í skýrslu ríkisend- urskoðunar. Ástandið, sem af þessu skapast, er gersamlega óviðunandi." Sumir ráðherrar eru vanda- mál Sturla Þórðarson nefndi plúsa og mínusa í starfi Ingibjargar: „Mér fannst ágætt hjá Ingibjörgu að ná nið- urstöðu með heilsugæslulæknum um breytt skipulag í heilsugæsluþjónustu, en á sama hátt fannst mér jafnslæmt að ekki skyldi fylgja því tenging við kjaramál læknanna." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Þjóðvaka og fulltrúi í heil- brigðisnefnd er sama sinnis: „Mér fannst hún standa sig ágætlega þegar hún náði samkomulagi um ffamtíðar- skipan heilsugæslunnar - það var áður en allt klúðraðist. Auðvitað hefðu samningar við lækna um kjör þeirra átt að fylgja með. Það hefði forðað okkur frá því óheillaástandi sem við .stöndum ffamnii fyrir í.dag.? Ðg húa:;, er ósátt við önnur vinnubrögð, „sér- staklega gagnvart lífeyrisþegum. Bótagreiðslur til þeirra sem verst standa hafa verið skomar niður, stuðn- ingur við fatlaða hefur minnkað, og þjónustugjöld hafa verið aukin. Ég hefði haldið að hún sem hjúkrunar- fræðingur hefði skilning á því að þetta fólk er ekki aflögufært. Og það er skelfilegt hvernig hefur verið farið með sjúkrahúsin hér á Reykjavíkur- svæðinu. Það er alvarleg atlaga að heilbrigðiskerfinu, sem Ingibjörg hef- ur ekki spymt fótum við.“ Margrét Frímannsdóttir segir að það eina sem henni finnist þó lofsvert í störfum heilbrigðisráðherra sé að hafa fallist á tillögur sem heilsugæslulækn- ar bám fram um uppbyggingu og efl- ingu heilsugæslusviðsins. „Það skiptir máli, en það er hinsvegar slæmt að læknar skyldu þurfa að segja störfum sínum lausum til að sýna ffamá alvöru málsms." Guðmundur J. Guðmundsson sér ekki nokkum jákvæðan hlut í starfi Ingibjargar Pálmadóttur: „Hún er táknrænt dæmi um að sumir ráðherrar eru vandamál. Ingibjörg samþykkti íjárlögin, en svo kemur uppúr kafinu að 250 milljónir vantar í sjúkrahús Reykjavíkur, fyrir utan annað. Það hafði hún ekki hugmynd um. Fyrir liggur að þurfi að hætta að borga starfsfólki laun. Ingibjörg hafði ekki hugmynd um það að 250 milljónir myndi vanta í sjúkrahúsið, þó hún hafi farið ítarlega yfir íjárlögin. Hvers kon- ar ráðherra er þetta eiginlega? Það er slíkt níðmgsverk að loka Grensásdeild að ef það væri annar en ráðherra, sem að gerði slíkt, myndi hann hiklaust vera dæmdur til refsmgar í langt tugt- hús. En Ingibjörg bara blómstrar og kemur glansandi kát í sjónvarpið og útvarpið og segir að þetta sé aMt Ijár- málaráðuneytinu að kenna.“ Ein f erfiðum málum? Stjómarliðar þvertóku fyrir að Ingi- björg yæri látin standa ein í erfiðum niðurskurðis ;;Hún er svri; sáilnaftegaa ekki einangmð, hún Ingibjörg Pálma- dóttir. Hún er þannig persóna að það verður hún aldrei," segir Valgerður, og Siv segir að vegna mikillar skulda- söfnunar standi Framsókn heilshugar á bakvið þá stefnu að hemja rfkisút- gjöld. „Við emm að verja velferðar- kerfið og til þess þarf aðhald. Við höf- um öll stutt við bakið á Ingibjörgu einsog við höfum frekast getað. En hún er ráðherrann og því beinist kast- ljósið að henni. Þetta hefur verið erfitt, og verður sjálfsagf áfram, en hún hef- ur alla burði til að takast á við þétta verkefni." Sturla tók undir að mikil samstaða ríkti: „Ég held við stöndum allt um kring, samstarfsmenn hennar, að reyna að leysa úr þessum vandamál- um.“ Ingólfur segir að það verði að kalla forystu ríkisstjómarinnar til ábyrgðar „og þá er ég aðallega að tala um fjár- málaráðherra og forsætisráðherra. Þeir bera vitanlega ábyrgð á því sem er að gerast hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, enda er 1. þingmaður Reykvíkinga jafnframt forsætisráðherra. Ábyrgð þessara manna er mikil og mér finnst að þeir eigi að standa með heilbrigðis- ráðherra í því að kippa þessum málum í liðinn.“ Stuðningur Sjálfstæðis- flokksins við Ingibjörgu „Ég hef ekkert sérstaklega undan því að kvarta,“ segir Valgerður þegar hún er spurð að því hvort éamstarfs- flokkurinn styðji nógu vel við bakið á heilbrigðisráðherra, og bætir því við að henni finnist spumingamar voða- lega skrítnar: „Þið eruð alveg með hana á heilanum þama á Alþýðublað- inu, hana Ingibjörgu. Mér hefur æði oft fundist vera eitthvað neikvætt um hana á forsíðu.“ Valgerði fmnst ágætt að Alþýðublaðið tah við samstarfsfólk hennar, sem hrósi henni í hástert, „en ég gæti ímyndað mér að þið hefðuð ætlað að hafa það einhvern veginn öðravísi., Bn ég, hefieíkkert Tiejna já- kvættaðsegja Qnt'.störfilngibjárgár,’“/ Siv segir Ingibjörgu.háfa-fullan stuðning, en var ósátt við yfirlýsingar fjármálaráðherra á síðasta ári, „þess efnis að 10 fjármálaráðherrar væra í ríkisstjóminni; hann er að sjálfsögðu einn. Auðvitað reyna ráðherrar að halda sig innan fjárlaga og ná þeim tölum sem þeim var ætlað.“ Aðrir vora ósammála stjómarþing- mönnunum, og fannst Ingibjörg standa nokkuð ein í erfiðum málum. „Svo virðist sem hún eigi undir högg að sækja í baráttu við fjármálaráðherra og stefnu for.sætisráðherra áð .keyra hallalaus fjárlög í gégrf,ú;8egir- for- maður Geðhjálpar, „burtséð frá afleið- ingum. Það er spuming hvort hún hef- ur styrk til að standa á móti niður- skurðarkröfum fjármálaráðherra og stefhu forsætisráðherra í þeim efnum. Ég held að það skipti máli fyrir heil- brigðiskerfið að ráðherra standi vel á sínu gagnvart fjármálaráðherra. Það er ekki búið að afgreiða aukafjárveiting- ar til sjúkrahúsanna og það er heldur ekki búið að afgreiða fjárlög næsta árs.“ Guðnýju Guðbjörnsdóttur virðist Ingibjörg standa ein, en segist ekki vita hvemig staða Ingibjargar sé innan Framsóknarflokksins, en „innan þingsins var hún oft í mjög erfiðri Guðmundur: Ingibjörg Pálma- dóttir er stærsta vandamálið í heilbrigðisþjónustunni. Guðný Guðbjörnsdóttir: Ég vek athygli á því að þeir heil- brigðisráðherrar sem verið hafa, virðast hafa staðið í ströngu. Þetta er ekki einka- mál Ingibjargar. Siv Friðleifsdóttir: Þetta hefur verið erfitt, og verður sjálf- sagt áfram, en Ingibjörg hefur alla burði til að takast á við þetta verkefni. Sturla Böðvarsson: Það getur ekki verið að Framsóknar- flokkurinn tefli fram öðru en hæfu fólki til að gegna ráð- herraembætti. Margrét Frímannsdóttir: Öll vandamál sem koma inn í Heilbrigðisráðuneytið virðast fara í óleysanlega hnúta, öll- um til tjóns. Ásta Ragnheiður: Heilbrigðis- ráðuneytið hefur verið mjög slappt undir stjórn Ingibjarg- ar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.