Alþýðublaðið - 27.08.1996, Page 5

Alþýðublaðið - 27.08.1996, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 r ALÞÝÐUBLAÐK) Ó I Í t í 5 k stöðu, þarsem formaður heilbrigðis- og tryggingamálanefndar, Össur Skarphéðinssbn, er í stjórnarand- stöðu.“ j TuðjsgicV rigs^ ' . 6 Asta Ragnheiður segir að svo virð- ist sem heilbrigðisráðherrann fái alls ekki nægan stuðning ffá samráðherr- um sínum. „Og það er einsog hún fái ekki nægilegu ráðið, en Friðrik Sop- husson fjáxmálaráðherra ráði ferðinni í heilbrigðismálunum. En sem ráðherra verður Ingibjörg að axla ábyrgð. Hún ber ábyrgð á heilbrigðismálum og verður að standa vörð um þau.“ Margréti Frímannsdóttur finnst Ingibjörg standa ein gagnvart fjárveit- ingavaldinu, „en það er kannski líka okkur í . stj ómarandstöðunni að kenna , því við bþíi|rfi;einskOEðað ufaræðmui’. •• við héiibrigðisráðúnéytið, því við héldum að. Friðrik Sophusson meinti eitthvað með því þegar hann talaði um aukið sjálfstæði ráðuneyta og stofnana sem heyra undir hvert ráðuneyti. Þessu trúðum við, en mér finnst hafa komið berlega í ljós, sérstaklega í kjaradeilu heilsugæslulækna, að það er Fjármálaráðuneytið sem fer með völdin og er með puttana í öllu. Tal um sjálfstæði ráðuneyta og stofnana er kjaftæði." Hefur heilbrigðisráðherra hæfa ráðgjafa? Hvorki Stufla né Lára Margrét segj- ast þekkja til ráðgjafa Ingibjargar, og þaraf leiðandi geta þau ekki lagt mat á þá, en Lára Margrét bætir við: ,Margt nýtt fólk hefur hafið störf í Heilbrigð- isráðuneytinu, en það kemur reyndar frá stjómunarsviðum ríkisspítala." Ásta Ragnheiður segist viss um að ráðgjafarnir gætu verið betri. „Mér finnst ráðuneytið hafa verið slappt undir stjórn Ingibjargar; við sjáum læknadeiluna, hvemig tekið var á ijár- lögunum um síðustu áramót og hversu illa ígrundaðar tillögur vom lagðar þar fram. Ég hefði talið þessar tillögur ganga þvert á stefnu Framsóknar- flokksins í heilbrigðismálum - alla vega framtil þessa kjörtímabils." Margrét Frímannsdóttir segist lítið um ráðgjafana vita, „en miðað við stefnuleysið, mættu þeir sannarlega vera meira afgerandi." Þorir vonandi að berja í borðið Aðspurður hvort Ingibjörg Pálma- dóttir valdi starfí heilbrigðisráðherra segir sjálfstæðismaðurinn Sturla Böðvarsson: „Það getur ekki verið að Framsóknarflokkurinn tefli fram öðm en hæfu fólki til að gegna ráðherra- embætti." Ásta Ragnheiður segir emb- ætti heilbrigðisráðherra eitt það erfið- asta og að mikið mæði á Ingibjörgu. „En ég vonast ennþá til þess að hún sýni að hún sé sú sem völdin hafí. Að hún þori að beíja í borðið, því ég held hún eigi það til.V Ingólfur segir að heilbrigðisráðherra verði að fá kjör- tímabilið til að vinna í þessum málum áður en dómur er lagður á störf hans, „ég vil ekki dæma hana úr leik. Við Við höium öll stutt ifið bakið á Ingibjörgu einsog við höfum frekast getað. En hún er ráðherrann og því beinist kastijósið að henni. erum ekki að berjast á móti heilbrigð- isráðherra en við óskum efdr samstarfr til að vinna úr erfiðum málum. Við lít- um svo á að við séum r samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið “ Þingmaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist telja að störf heilbrigðisráðherra réðust, offar af þv£ 'isem eidbættismerHi í heilhrigðisþjón-, ustunni Víem að togast á um, heldur en að heilbrigðisráðherra sjálfur mót- aði eigin stefnu. „Oft og tfðum komast sömu stefnumálin í gegn, sama hver ráðherrann er.“ Hann bætir við að það séu ekki eingöngu embættismenn sem hafr áhrif þar á, „heldur hafa ákveðnir aðilar nánast gert það að vinnu sinni að berjast fyrir ákveðinni stefnu í þessum veigamikla málaflokki. Þess vegna er þetta ráðuneyti oft mjög þungt £ vöfum.“ Guðný vildi ekki tjá sig um það hvort Ingibjörg valdi embættinu, „en þetta er tvúnælalaust erfitt embætti og hún virðist vera úti £ miðju foraðinu. Það er gffurlegur ágreiningur um stefhu £ heilbrigðismálum, og þessari ríkisstjóm hefur ekki tekist að fá fylgi við það sem hún vill gera. Og það er ekki einu sinni ljóst hvað hún vill gera. Það er um 40 prósent fjárlaga fs- lenska rfkisins að ræða, heilbrigðis- stéttimar em öflugur þrýstihópur, og þetta er gffurlega erfiður hópur að hafa á móti sér. Mér sýnist þetta reyn- ast Ingibjörgu mjög erfitt, einsog það myndi kannski reynast hverjum sem er. Ég vil vekja athygli á því að þeir heilbrigðisráðherrar sem verið hafa, virðast hafa staðið f ströngu. Þetta er ekki einkamál Ingibjargar." Margrét Frímannsdóttir tekur í sama streng: „Þegar ég segi að það sé stefnuleysi í ráðuneytinu er ég þar með að segja að sá ráðherra sem þar situr hafi ekki staðið sig nógu vel. Þarmeð er ekki sagt að nokkur þeirra sem sitja í núverandi ríkisstjóm ráði betur við það.“ Guðmundur J. Guðmundsson segir brýnast í heilbrigðismálum Islendinga er að fá Ingibjörgu úr ráðherrastól. „Skilyrðislaust. Mér er sagt að þessi kona sé frá Akranesi og ég held það fari ekkert illa um hana þar. Það sýnir manndómsleysi í íslendingum að þeir em búnir að horfa á þennan vesalings ráðherra koma flissandi eða brosandi í sjónvaipið, og enginn krefst þess að hún segi af sér. Framsókn á mikið af góðu fólki, jafnvel þingmönnum, og ég vil benda þeim á að oft hefur verið pólitískt heilsuleysi á mönnum. Síðan má ræða, einsog gert hefur verið um árabil, hvemig leysa eigi vanda heil- brigðisþjónustunnar." Ráðherrann verður að berjast - segir Sighvatur Björgvinsson þingmaður Alþýðuflokksins og fyrrverandi heil- brigðisráðherra. Sighvatur Björgvinsson: Hagsmunaátökin í heil- brigðiskerfinu, bæði á milli stétta og aðila þar, eru feikilega mikil. En það er ráðherrann sem á að ráða. ,JÉg vil ekki dæma um frammistöðu heilbrigðisráðherra. Ingibjörg Pálma- dóttir tók við starfi eftir mig, en hafði gagnrýnt mig mjög harkalega þegar ég var í ráðuneytinu - því er ég ekki mjög trúverðugur dómari um hennar hlut. Ég hef ekki gagnrýnt hana, og vil ekki gera það, en ég hef lýst skoðun minni á mörgum þeim hlutum sem hún hefur beitt sér fyrir í ráðuneytinu. Eg reyni að leggja eins faglegt mat og ég get, miðað við þá stöðu sem heil- brigðisráðuneytið er í, og finnst margt athugavert. Mér fannst til dæmis rangt að hætta við hálfnað verk, einsog þeg- ar hún afnam tilvísanakerfið. Það varð til þess að þessi deila við heilsugæslu- læknana skapaðist," segir Sighvatur. Sjúkrasamlög eða „valfrjálst stýrikerfi" „Heilbrigðisráðherra féllst á hug- myndir lækna um nýja uppbyggingu heilsugæslunnar. Liður í því sam- komulagi, er svokallað „valfrjálst stýrikerfi", sem hefur ekkert með stýrikerfi að gera. Ráð er gert fyrir því að fólk krossi í viðeigandi reit á skatt- skýrslu, og fallist á að borga fast ár- gjald, og fá þannig meiri fyrirgreiðslu ríkisins í greiðslu lækniskostnaðar. Þetta er ekki stýrikerfi, heldur er verið að bjóða viðbótartryggingar í heil- brigðisþjónustu, gegn gjaldi. Eftir ein- hvem tíma verður þetta kölluð trygg- ingaþjónusta, og þá er hægt að spytja sig að því, hvort það sé hlutverk ríkis- sjóðs að starfa sem tryggingafélag. Þar erum við komin hálfa leiðina inní bandaríska kerfið, sem byggir sig svona upp. Það finnst mér ekki góð latína. Ég hefði viljað endurvekja sjúkra- samlögin og fela þeim tiltekin verk- efhi, og Ingibjörg hafði lýst sig sam- málajiessari hugmynd í upphafi ferils- ins. f samningum milli ríkisins, sem .kaupii þgónustuna, og, læknanna sem selja hana, vantar þriðja aðilann, það er að segja fúlltrúa þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Samningar við hið ópersónulega ríkisvald, eru aðrir, helduren þeir sem væru gerðir í sam- vinnu við sjúklinga. Með því að end- urvekja sjúkrasamlögin væri hægt fela þeim að taka við ákveðnum viðfangs- efnum, svosem einsog heilsugæslu- þjónustunni. Sjúkrasamlögin myndu semja við heilsugæslulækna, og hugs- anlega sérfræðinga, og þá yrði staða ráðuneytisins gagnvart seljendum þjónustunnar miklu sterkari helduren hún er núna. Líkar hugmyndir eru of- arlega á baugi hjá vestrænum heilsu- hagfræðingum, sem hafa verið að ræða vandamál heilbrigðiskerfisins, en þeir hafa áhyggjur af því að búið sé að taka þá sem nota þjónustuna út fyr- ir sviga. Um þetta ræddi heilbrigðisráðherra í upphafi síns ferils. En hugmyndir um að endurvekja sjúkrasamlögin hafa alltaf sætt andstöðu Sjálfstæðisflokks- ins, vegna þess að það kallar á ákveð- ið gjald, sem yrði litið á einsog skatt. Og skattur er eitur í þeirra beinum. En þegar sú leið er farin, að hver og einn ræður því sjálfur, hvort hann taki þessa úyggingu eða ekki, flokkast það ekki sem skattur. Og þá finnst sjálf- stæðismönnum þetta í lagi.“ Heimilislæknar umboðs- menn sjúklinga „Bretar hafa náð góðum árangri með kerfi, þar sem heimilislæknirinn er umboðsmaður sjúklingsins, einnig gagnvart sérfræðingum. Ég hafði sem heilbrigðisráðherra undirbúið tilraun, til að reyna svipaða leið og búið var að stinga út tvo staði; heilsugæsluna á Seltjarnarnesi og á Akureyri, til reynslu. fbúasamsetningin á svæðun- um er skoðuð; hvað eru böm hátt hlut- fall af íbúunum, hvað er margt fólk 67 ára og eldra, vegna þess að læknis- kostnaður þeirra á þessu skeiði er meiri en yngra fólks. Síðan hefði ég reynt að ná samkomulagi við heilsu- gæslulækna á þessum tveimur stöð- um, um að þeir fengju fasta árlega fjárveitingu, miðað við samsetningu og fjölda sjúklinga sem þeir eiga að þjóna, og þeir ættu síðan sjálfir að sjá um að greiða alla utanspítalaþjónustu. Þar með taldar rannsóknir og fleira, þegar sjúklingurinn er ekki lagður inn. Þetta er tilraunarinnar virði. Málið var í undirbúningi, en þessu var öllu pakk- að saman.“ Fjárhaglsgar úttektir hafa ekki veriö gerðar „Samkomulagið, sem gert hefur verið við heilsugæslulækna, er að mestu leyti óunnið, hvað varðar fjár- hagslegar úttektir. Heilbrigðisráðherra i. gerir. til dæmis ráð fyrir því, að ráða 19 nýja heilsugæslulækna í Reykjavík. Til þess þarf hún verulegt viðbótarfé. Hingað til hefur heilbrigðisráðuneytið ekki fengið heimild innan fjárlaga, nema fyrir 5 nýjum stöðum á ári, yfir landið allt. Hverju læknisstarfi sem ráðið er í, fylgja önnur störf, einsog hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og læknaritara. Samfara 19 nýjum heilsu- gæslulæknum þarf ekki færri en 35 stöðuheimildir til viðbótar. Sem er margfalt meira en menn hafa haft úr að spila, og ég á eftir að sjá Fjármála- ráðuneytið samþykkja þetta. Ingibjörg hefur sagt að til þess að taka upp það sem hún kallar valfijálst stýrikeifi, þurfi 1500 krónur á hvem mann sem vill fara þessa leiðina. Ef sá kostnaður sem þessu myndi fylgja er skoðaður, og þær niðurfellingar á kostnaði sem þeir ættu að njóta sem tækju þessa tryggingu, sjá menn það í hendi sér að verið er að tala um að minnsta kosti tvöfalda þá upphæð. Það á alveg eftir að útfæra þetta sam- komulag, og ég á eftir að sjá að hún geti staðið við þetta." Margt nýtt fólk er að vinna í heil- brigðisráðuneytinu, getur verið að ráðherra hafi óreynda ráðgjafa sér til hjálpar? „Það var mikil blóðtaka þegar svona margt reynt starfslið fór úr ráðuneytinu; ráðuneytisstjóri, stað- gengill hans og yfirlögífæðingur ráðu- neytisins og svo iramvegis. Það tekur ákveðinn tíma að fóta sig í nýju starfi, en þetta eru prýðilegir einstaklingar sem hún hefur fengið, svo hún hefur ágætis fólk sér til aðstoðar." Er Ingibjörg látin standa of mikið ein? „Það hefur alltaf verið svo að ráð- herrar standi einir. Hver ráðherra er náttúrlega ábyrgur fyrir sínu ráðu- neyti, og það fer ekki mikið fyrir því að menn gangi fram fyrir skjöldu til að styðja ráðherra í öðrum ráðuneyt- um í erfiðum verkum. Menn í svona stöðum eru afskaplega mikið einir, og hafa fáa tilað byggja á aðra en sjálfa sig.“ Er það ekki óeðlilegt, sérstaklega þegar svona erfiðlega virðist ganga? „Menn vita að hverju þeir ganga. Það er eins með starf ráðhena og öll önnur störf: Menn spretta ekki full- skapaðir fram. Menn þurfa að læra þessi verk einsog öll önnur. Þá kemur reynsla úr þinginu að góðu gagni; Fjárveitinganefndin er til dæmis mjög góður skóli, því hún gefur glögga yfir- sýn yfir alla þætti ríkisreksturins. Ingi- björg hefur ekki nema 4 ára þingsetu að baki þegar hún fer inní þetta erfiða ráðuneyti, og það háir henni örugg- lega. Á móti sér maður það, að sá ráð- herra Framsóknarflokksins sem átti sennilega erfiðast með að komast í ráðherrastól - Páll Pétursson var sá sem þingflokkurinn valdi síðast í ráð- herrastarf - hefur nýtt sér vel langa þingreynslu." Veldur hún ekki þessu embœtti? ,Úg vil ekki segja það. Ég vil ekkert um hennar atgervi segja, því ég er ekki maður sem getur dæmt um það. Hún er ágætis manneskja sem vill vel, er hlýleg og góð f öllum samskiptum, og sá hæfileiki hefur nýst henni vel. Hún hefur, einsog ég á sínum tíma, fyrst og fremst þurft að takast á við erfiðleika. Hún hefur ekki haft tæki- færi til að gera eitthvað mikið og nýtt, einsog maður segir." Það hefur verið sagt að sterkir hagsmunahópar hafi myndast innan heilbrigðiskerfisins, og að stefnumálin mótist oftar af þeirra áherslum held- uren að heilbrigðisráðherra fái að móta eigin stefnu. „Það er alveg rétt, að ákveðnir aðil- ar hafa mikilla hagsmuna að gæta, og berjast sterkt fyrir sínum málum. Hagsmunaátökin í heilbrigðiskerfinu, bæði á milli stétta og aðila þar, eru feikilega mikil. En það er ráðherrann sem á að ráða. Mér er fullkunnugt um það að embættismenn í Heilbrigðis- ráðuneytinu voru mér ekki alltaf sam- mála. Margt af því sem þeir gerðu, gerðu þeir að undirlagi ráðherra, og hefðu sjálfir viljað haga öðruvísi. Það er auðvitað ráðherrann sem ber ábyrgðina og hann verður að ráða.“ En ræður ráðherrann? „Hann fær að ráða ef hann vill það. En fyrir því verður að beijast. Það er ekki alltaf sem hans aðgerðir eru vin- sælar, hjá þeim sem hagsmuna eiga að gæta, eða kannski hjá embættismönn- um. En embættismenn leggja ekki stein í götu ráðherra. En það sem er svo erfitt í þessu ráðuneyti, er að greina á milli hagsmuna þeirra sem eru að selja vöru eða þjónustu, og hagsmuna sjúklinganna sem eiga að njóta þjónustunnar. Það er svo auðvelt fyrir þá sem eiga beinna fjárhagslega hagsmuna að gæta i þessu kerfi, að dulbúa sfna hagsmuni, með því að halda því ffam í krafti sinnar þekking- ar og aðstöðu, að það sem verið er að gera sé stefnt gegn sjúku fólki. Þar getur verið erfitt að greina á milli.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.