Alþýðublaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 P Ó I Undanfarið hafa verið umræður í fjölmiðlum um hvort Jón Baldvin Hannibalsson hyggist láta af for- mennsku í Alþýðuflokknum í haust. Af þessu tilefni sneri Alþýðublaðið sér til fólks úr öllum áttum og spurði: Er tímabært að Jón Baldvin láti af formennsku í Alþýðuflokknum? Að vera eða ekki vera - formaður Alþýðuflokksins Indriði G. Porsteins- son rithöfundur Þreytandi að vera sá eini gáfaði Mér finnst það ekki tímabært. Jón er seigur maður og mikill flokksfor- maður. Hitt er annað mál að hann verður að segja um það sjálfur. Menn hafa talað um að stjómarsamstarfið sé rólegt og gæti staðið lengi enn, og Al- þýðuflokkurinn því utan stjómar. En pólitíkin er einsog haustveðrin, þar skipast veður skjótt í lofti. Ég sæi eftir honum úr formannsstöðunni og úr pólitík, því mér hefur alltaf fundist hann góður pólitíkus. Hann hefur þor- að að tala um helga hluti, einsog Evr- ópumálin, sem enginn þorir að tala um þó ekki sé hægt að komast hjá því. Ekki emm við Ameríkuþjóð, þá hljót- um við að vera Evrópuþjóð og því verðum við að taka þátt í Évrópusam- starfi. Það var stór pólitísk ákvörðun að þora að tala þannig á íslandi. Jón Baldvin hefur alltaf virkað á mig sem maður sem þorir, og ég sé alltaf eftir mönnum sem hætta að þora. Þeir reiða nú ekki vitið í þverpokunum þessir pólitíkusar, og þá er kannski þreytandi að vera sá eini gáfaði á meðal þeirra. Ég trúi því ekki að hann sé að hætta nema það sé eitthvað plott þar á bak- við. Hann er stórpólitíkus í eðli sínu og glaðbeittur maður og það er synd og skömm ef hann verður ekki lengur í pólitrk. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Hirði ekki hverjir drepast Þar eigast þeir einir við sem ég hirði ekki hveijir drepast. Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson formaður Stúdentaráðs Vil sjá meiri kraft í honum Mér finnst það ekki. Ég held að til að mynda stjómarandstaðan megi ekki við því að missa einn þungavigtar- manninn í viðbót. Það gefur auga leið að það hefur kveðið mikið að Jóni í pólitfk á íslandi og hann er skemmti- legur pólitíkus. Ég mundi sakna hans ef hann hyrfi af sjónarsviðinu. Síðan held ég að ýmsar hugmyndir sem Al- þýðuflokkurinn og Jón Baldvin hafa barist fyrir séu af hinu góða og ég held að Alþýðuflokkurinn yrði veikari á eftir ef Jón Baldvin myndi hverfa á brott. Auk þess sé ég ekki hver ætti að taka við af honum. Mér finnst engan veginn tímabært að Jón Baldvin hverfi á braut. Hann var reyndar ekki áberandi á síðasta þingi en hann vann þrekvirki í síðustu kosningum íyrir Alþýðuflokkinn þeg- ar hann náði að rífa flokkinn upp úr þeim öldudal sem hann hafði verið í. Það er líklega einn stærsti sigur sem Jón Baldvin hefur unnið. Hins vegar virðist hann að einhveiju leyti vera að missa áhugann. Honum virðist ekki líka hið óbreytta þingmannslíf allt of vel. Ég mundi vilja sjá meiri kraft í honum en var á síðasta þingi. En ég held að það sé lífsspursmál fyrir stjómarandstöðuna að Jón Baldvin sé með og af fúllum krafti. Páll Pétursson félagsmálaráðherra Það verður líf eftir Jón Baldvin Ég veit ekki hvort það er tímabært fyrir Jón Baldvin að láta af for- mennsku í Alþýðuflokknum. Ég gæti hins vegar trúað því að hugur hans hvarflaði eitthvert annað. Hann hefur haft ákveðin fráhvarfseinkenni og finnur ekki alveg fjölina sína í stjóm- arandstöðunni. Það mundi hins vegar verða sjónarsviptir af honum í pólitík. Þetta er mikill gaipur og bardagamað- ur. Ef hann hættir er einboðið að Sig- hvatur Björgvinsson taki við af honum og hann yrði öflugur formaður og með annan og nokkuð traustari stíl en Jón Baldvin. Það er ekki nokkur vafi að það verður líf í Alþýðuflokknum eftir Jón Baldvin. Hann hefur verið formaður um skeið en það hafa verið aðrir eins menn í Alþýðuflokknum og alþýðu- flokksmenn þurfa svosem ekki að ör- vænta. Bryndís Hlöðvers- dóttir alþingismaður Með fyrrverandi ráðherra- syndróm Ég er þeirrar skoðunar að það sé al- mennt gott að endumýjun eigi sér stað í stjómmálum á íslandi og ég tek und- ir með nýkjömum forseta sem sagði í blaðaviðtali að það væri mjög mikil- vægt að endumýjun ætti sér stað bæði hvað varðar persónur og málefni. Hitt er annað mál að meðan menn eru virkir og hafa eitthvað fram að færa þá er ekki hægt að segja að það sé kom- inn tími á þá. Spumingin er hvort Jón Baldvin hafi eitthvað að segja við okkur eða ekki. Hann hefur verið mjög litríkur stjórnmálamaður og sterkur, spumingin er hins vegar hvort hann finni sig í því að vera það áfram og hafi kraft til að fara út í annað kjör- tímabil. Hann hefur verið með örlítinn fýrrverandi ráðherrasyndróm og mað- ur veit ekki hvort hann kemur til með að vara. En það er svo stutt síðan hann lét af ráðherraembætti að það er ekki hægt að meta nú strax hvaða kraft hann raunverulega hefur. A meðan hann hefur tiltrú sinna flokksmanna og þeir vilja fylkja sér um hann og hefur eitthvað fram að færa þá er hann til alls líklegur. Það er flokksmanna að velja sér formann, ekki mitt. Sveinn Válfells hjá Steypustöðinni Ekki mitt mál Ég er ekki í Alþýðuflokknum, svo þetta er ekki mitt mál. Jón Baldvin hefur staðið sig mjög vel, sérstaklega í utanríkismálum, en hvort hann lætur af formennsku er alfarið mál Alþýðu- flokksins, og á þau er ég ekki dóm- bær. Kristján Porvalds- son ritstjóri Ekki viss um að þingflokk- urinn bæri þess bætur Ef marka má fréttir þykir Jóni lík- lega tímabært að hætta. Annars er hann ólíkindatól og gæti þess vegna verið að hann sé að þreifa fyrir sér og fá meiri og breiðari stuðning við sig í formannsembættið en nokkru sinni fyrr, jafnvel þó að hann sé ekki óvanur rússneskum kosningum síðustu árin. Þótt enn eimi eftir af hæfileikum í þingflokki Alþýðuflokksins hefur greindarvísitalan þar farið hríðlækk- andi síðustu ár, lækkaði um helming þegar Kjartan Jóhannsson fór og enn seig á ógæfuhliðina þegar Jón Sig- urðsson yfirgaf skútuna. Hins vegar héldu einhverjirþyí fram a£ hún hefðj stigið aftur uppávið þegar Jóhanna hélt að hennar tími væri komin. En ég er ekki viss um að þessi litli þing- flokkur myndi nokkum tíma bera þess bætur ef Jón Baldvin færi núna méð fiillri virðingu fyrir Össuri, Guðmundi Áma og Sighvati. Válgerður Bjarna- dóttir deildarstjóri Jóns Bald- vins og flokksins að meta Ég held að það sé fyrst og fremst Jóns Baldvins og Alþýðuflokksins að meta það hvort tímabært er að hann láti af formennsku. Sem áhugamaður um stjómmál er ég hrifin af Jóni Bald- vini sem pólitíkusi, en ég hef ekkert fylgst með því hvernig hann hefur staðið sig sem flokksformaður. Það má kannski orða þetta sem svo, að ef Alþýðuflokkurinn hefur einhvem sem er tímabært að taki við af formannin- um, hlýtur það að vera hið besta mál og flokkurinn ekki á flæðiskeri stadd- ur. Þá er þar mannval mikið. i; Atli Rúnar Halldórs- son ráðgjafi Engir bjóða betur Það er af og frá. Hann er einn klár- asti pólitíkusinn okkar og ég get ekki séð að kratamir eða aðrir hafi efni á því að missa þennan mann úr foryst- unni. Ég skil hins vegar mætavel að hann sé hugsanlega orðinn lúinn og einhverjir aðrir lúnir á honum. En kratarnir bjóða ekki betur og engir aðrir flokkar heldur. Ég hef ekkert meira um það að segja. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur Helsti ný- sköpunar- maður í ís- i lenskri pólitík Síðustu tíu árin hefur Jón Baldvin verið helsti nýsköpunarmaður pólit- ískra hugmynda á Islandi. Hann hefiir þegar tryggt sér ömggan sess í stjóm- málasögunni þó ekki væri nema vegna EES-málsins. Af þessum ástæðum gæti hann í sjálfu sér ákveðið að draga sig.í hlé núna. Hins vegar er ekkert allt of mikið af hæfileikamönnum í íslenskum stjómmálum og eins og kannski alltaf er skorturinn hvað mestur á mönnum sem hafa bæði gaman af því að tala um máleíhi og burði til þess að gera það á heillegan og gagnrýnin hátt. Að þessu leytinu væri mikill sjónarsviptir af Jóni Baldvin kysi hann að draga sig nú í hlé. Ég hygg að hann gæti átt eftir nokkur mjög ftjó ár í íslenskum stjómmálum. Auk þess má bæta því við að Jón Baldvin er með skemmtilegustu stjóm- málamönnum landsins fyrir minn smekk. Það er heldur ekkert of mikið afþeim. t, * # * -**. *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.