Alþýðublaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MMBUBUBIB 21168. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Hræringar á blaðamarkaöi Fyrir hálfum öðrum áratug vom gefin út sex dagblöð á íslandi: Alþýðublaðið, Dagblaðið, Morgunblaðið, Tíminn, Vísir og Þjóð- viljinn. Óneitanlega er nú öðmvísi um að litast: Það eina sem eft- ir er af Þjóðviljanum em hundrað milljón króna skuldir í skúffu í Landsbankanum; erkifjendumir á Vísi og Dagblaðinu féllust í faðma fyrir margt löngu; og í gær rann Tíminn sitt skeið á enda. Af gömlu blöðunum standa því einungis Morgunblaðið og Al- þýðublaðið eftir. Einhvemtíma hefði þótt tíðindum sæta að Al- þýðublaðið ætti sér lengri lífdaga auðið en blöðin fjögur sem horfin em af markaðinum í núverandi mynd. Með samrnna Tímans og Dags lýkur með formlegum hætti af- skiptum Framsóknarflokksins af blaðaútgáfu, og er Alþýðublaðið eina dagblaðið sem nú er í eigu stjómmálaflokks. Það hefur verið lenska síðustu ár að amast við því að stjómmálaflokkar vasist í útgáfu, og reyndar ekki alveg að ástæðulausu. En í þeirri umræðu ber talsvert á tilhneigingu til að kalla fjölmiðla þá fyrst „fijálsa“, þegar tryggt er að pólitíkusar koma þar hvergi nærri. Þannig er mörgum tíðrætt um „fijálsu“ stöðvamar á ljósvakamarkaðinum, og „fijáls og óháð“ dagblöð. Þetta er vitanlega misskilningur, og miklu nær að tala um einkareknar stöðvar eða blöð. Að baki stærstu íjölmiðla landsins standa ijársterkir og valdamiklir menn, sem í sumum tilvikum hafa mun meiri áhrif en flestir pólitíkusar. í þessu sambandi er líka afar athyglisvert að skoða hvemig öfl- ugar fjölmiðlablokkir em að verða næsta einráðar á markaðinum. íslenska útvarpsfélagið, sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna, er stór hluthafi í Fijálsri íjölmiðlun, útgefanda DV, sem aftur er meiri- hlutaeigandi Dags-Tímans. Þetta veldi keppir við Morgunblaðið, langöflugasta dagblað landsins, sem gert hefur árangurslitlar til- raunir til að ná fótfestu á sjónvarpsmarkaðinum. Það þarf því til dæmis ekki að setja á langar tölur um að Dagur-Tíminn er ekki frjáls og öllum óháður: Honum era sett markmið af eigendum Frjálsrar fjölmiðlunar og þess verður vandlega gætt að Dagur- Tíminn troði ekki DV um tær. Þá er þess tæpast að vænta að DV eða Dagur-Tíminn flytji gagnrýnar fréttir sem varða eigendur ís- lenska útvarpsfélagsins - alveg burtséð frá því ágæta fólki sem starfar á nýja blaðinu. Spennandi verður að fylgjast með framvindu íslenskra fjöl- miðla, og óvíst að stofnun Dags-Tímans sé „síðasta útkall“ á blaðamarkaðinum á þessari öld, einsog Stefán Jón Hafstein rit- stjóri hefur sagt. Alþýðublaðið mun fylgjast með þeim hræring- um af áhuga. Þótt það sé nú eina „flokksblaðið" gegnir það öðra hlutverki en að vera safnaðarbréf. Alþýðublaðið hefur síðustu tvö ár lagt áherslu á að sinna umljöllun um stjómmál, samfélagsmál og menningu, og oft verið farvegur fyrir þarfa umræðu. Blaðið hefur oft lent í ólgusjó á þeim 77 áram sem liðin era frá stofnun þess. Oft hefur litlu munað að Alþýðublaðið hrataði fyrir ættem- isstapa, en ávallt hefur það hjálpast af. Alþýðublaðið, roskið og ráðsett, býður Dag-Tímann velkominn á blaðamarkaðinn og óskar honum alls hins besta í hörðum heimi. Ljóð dagsins Eg slæmi stundum hendinni í tækið klukkan 18:45. Þegar ég er alveg að krepera eftir ljóðlausan dag við tölvuna. En þá er einmitt á dagskrá einn af liðum sumarsins: „Ljóð dagsins". Á Rás Eitt. Það er vel til fundið hjá þeim útvarpsmönnum að færa manni Bókmenntir einmitt þegar maður hefur eytt deginum í að skrifa sínar Djókmenntir. Vikupiltar | 1 Hallgrímur Helgason skrifar Þessi þáttur er góð hugmynd. Þessi þáttur gæti verið góð hugmynd. Ef ekki væri framkvæmdin með end- emum. Umsjónarmaður þáttarins er Njörður P. Njarðvík, einn af útnjörðum íslenskrar menningar. Hann kynnir ljóð dagsins og ýtir því úr vör með stuttum inngangi sem yfirleitt er sæmilega fullur af klisjum eins og finnum fyrir návist dauðans og endurspeglun sálar í landslagi; þessum frösum sem hanga enn á herðatijánum í fatahenginu uppí Háskóla og umsjónarmaður hefur greiðan aðgang að - þrátt fyrir sumar- lokun stofnunarinnar - vegna þess að hann kennir þar og er með lykil. En ljóð þurfa á inngangs-klisjum að halda. Að þeim loknum ber ekki eins mikið á klisjum skáldsins. Og þessar gömlu handpijónuðu yfirhafnir úr fatahenginu í Háskólanum koma þægilega yfir mann þegar maður hefiir nýlokið við að skrifa kaldrifjaðan kafla. Eins og lúin lopapeysa sem er löngu hætt að stinga. En við þessar yfirhafnir bætist svo þessi yfirhafni tónn. Mærðin í máli Njarðar er slfk að hún beinlínis lekur úr tækinu. Að loknum lestrinum verður maður að bregða bréfi úr eldhúsrúll- unni á tækið. Og þá er um að gera að vera snöggur. Því mærðarfitan er náskyld hamsatólginni og storknar á augabragði eftir snertingu við and- rúmsloftið. Nema hvað. Inngangi fylgir síðan „Ljóð dagsins" sem oft er ágæt- lega - þó stundum óskiljanlega - valið. Það er svo lesið af einhveijum mér alls ókunnugum Petrínum og Pálum þessa lands í tóni sem að vísu er önnur tegund af mærð, ekki eins meistaralega lærð, en fita engu að síður, fita sem fer ákaflega illa í njarðartólgina: Sértu ekki nógu snöggur með „húsbréfið", eins og móðir mín kallar eldhúsrúllu- afrifið, brennur allt fast á viðtækinu og það verður einhvemveginn allt vax- borið. Eftir það dugir ekkert annað en oddmjór hnífur. Þessi þáttur kallar því á stöðug þrif. Allt þetta stúss veldur því að ég hef ekki hlustað á þessa þætti sem skyldi og er ég þó mestur klisju-unnandi. „Ljóð dagsins" minnir helst á „Orð dagsins". Síðan hvenær varð ljóðið svo heilagt? Þegar það dó? Er ljóðið dautt? Miðað við helgislepjuna sem lekur úr tækinu klukkan 18:45 eru dánar- og jarðarfregnimar sem fylgja bara með allra hressasta móti. F y r i r nokkrumárum voru haldnar ljóðahátíðir hér í landi með slag- o r ð i n u „Ljóðið lifir“. Til hvers þurfti að segja fólki það? Ekki nema vegna þess að það var að deyja. Óþarft er að hamra á því um mann í fullu fjöri að hann lifi. „Hann lifir“ er aðeins sagt um um þann sem liggur dauðvona, þann sem hjarir. Og ljóðið hjarir. Á gömlu hjörunum uppí Háskóla sem menn-ingar-nirðir landsins smyija mærðar-fitu á hveijum degi rétt fyrir fréttir í þeirri von að málmgjallandi tómleiks-ískrið heyrist ekki. Mærðartónninn á reyndar ágætlega við lestur nútímaljóða dagsins. Maður skilur þau hvort eð er ekki og mærð fer ágætlega við mærð. En það tekur út yfir allan kvæðabálk þegar Pálurnar fara með ljóð í bundnu máli sem ort vom á öllu hraustlegri öld þegar skáld horfðust í augu við öldurótið og buðu því byrginn í stað þess að kommentara bara á það og bera saman við öldurótið í æ-volgum tebolla sálar sinnar. Hér er illa farið með rím og stuðla og allt lesið í einni flatneskju. Línur fá ekki að stan- da og njóta sín en em límdar saman með mærðarslefinu í munni upplesara. Kvæði em lesin eins og væm þau opin ljóð. Þannig verður „Ljóð dagsins" að litlum greiða við ljóðunnendur og hrein fráfæla ljóð-fælnari hlustendum Rásar Eitt sem munu þó reyndar fáir vera. í stöðugum framgangi listgreina hefur ljóðið orðið útundan, var skilið eftir í vörslu klisjukámugra forvarða menningarinnar. Landsins bestu synir og dætur gerðust því afhuga og snem sér að myndlist, auglýsingagerð, kvikmyndum, myndböndum, skáld- sagnaritun. Fyrir fimmtán ámm gengu frmmtán ljóðskáld um bæinn að selja sjálfsútgáfur. Sú er liðin tíð. Það yrkir enginn lengur. Enginn viti borinn maður. Það yrkir enginn lengur. Af viti. Aðeins vitleysingar fást enn við þessa fávísu iðju. Þetta varð mér ljóst þegar mér á dögunum barst í hendur ljóðavalið „Lífið sjálft" sem SÍBS gefur út sínum happdrættisvinningshöfum. (Nei, ég er ekki einn af þeim. Eg er einn af vit- leysingunum.) f þessari fremur fallegu útgáfu birta 145 ljóðskáld (já, þeir em svona margir vitleysingarnir) hug- renningar sínar í eigin handskrift og þá opinberast manni það blekblátt á hvítu að þetta fólk á við alvarleg veilindi að stríða. Bókin er reyndar tileinkuð „þeim sem búa við fötlun eða eiga við veikindi að stríða." Sálargutl nútíma- Ijóðlistar hefur reyndar um áraraðir seytlað til manns af síðum Lesbókarinnar en þegar það birtist manni ritað af eigin hendi skáldanna verður manni ljóst að nútíma ljóðhst er lítið annað en afrakstur og úrlausn ein- skonar hópþerapíu-verkefnis á ein- hverri geðdeildinni. Hér er borið stíft úr sama bmnni. Án þess að vera neinn geðlæknir er ég nokkuð viss um að þerapistinn ætti að vera ánægður með þennan árangur: Þennan mokstur úr haughúsum sálar- innar: Þessa andlegu hreinsun: „Ég þeyttist út í kuldann, tómið, myrkrið" og „ég valdi mér Hrúgald vanmáttar tilvem“ en „vegur minn lá um myrkan skóg“ þegar ég „gekk niður í fjöru að leita að kyrrð“ því “hér geymir skuggi minn sársauka líðinna tíma þegar einmana nótt stígur sín fyrstu spor“ þar til „úr þokumistri daganna koma draumarnir fljúgandi með strá í nefinu" og „vonin vex í dimmu gili“ því „í vitund andartaksins búa þær systur, von og birta“ og þó „höfuðið standi upp úr djúpi gleymsk- unnar“ þá „aleinn ég hvíli í aspanna flosi og endurminningar gref1 ó já! því „sé kafað til botns eftir mannlífsins dýpstu rökum“ þá “læðist um hugann ljúfsár minning" og þá er „kvölin horfin úr lauffýlgsnum hugans" já hún „hverfur í eigin skugga undir kvöld“ og viltu þá „viltu vera sólin mín og skína á mig þegar kuldinn sígur í sáji- na“? því þá aðeins „þá gæti nu'n bot- nþungabirtuþrátekiðtilmáls."' .' Hér hefur semsagt hin botnþu'ngá birtuþrá tekið til m'ál's. Því „hjarta skáldsins er þröngt og fátt sem það kýs“ annað en eitthvað sem „flýgur á gullnum vængjum inn í laufgrænan skóg“ þar sem „öjákrónur kyssa fætur okkar“ og strá „marglitum blómum yfir einmana hjarta“. Allt í kringum mann „svífa ljóðin íjólublá túrkisrauð í morgunkyrrð." Og öll eru þau handskrifuð af misskjálf- andi eða sjálfsdúllandi hendi sjúkl- ingsins. Það eina sem vantar á er „PS. Hvað lestu úr skriftinni?" Svar: Guð hjálpi þér. Erlendur nokkur Jónsson súmmerar þetta allt saman ágætlega upp í ljóði sínu „Ferðin". Hér er komin prýðileg greinargerð á afstöðu þessara skálda til þerapíu-verkefnis síns: „Yst við sjónhring, á skyggðum haffleti minn- inganna flýtur ljóðið eins og svartur bátur undir kvöld.“ Ég neyðist því miður til að leiðrétta þetta. Hér mun því miðúr farið með rangt mál: Ljóðið er ekki svartur bátur í kvöldmyrkri á skuggalegum haffleti minninganna. Nei. Hann er fremur skrautlega málaður leikfangabátur sem er með fjarstýringu, en hún er að vísu hætt að virka fyrir nokkru, og hann situr svona vélar- og hjálparvana útá steindauðum og drullubrúnum polli á miðju svona malarplani. Fremur lágu plani. E a g a t a 1 3 O á g ú s t Atburðir dagsins 1483 Lúðvík XI deyr. Hann sameinaði Frakkland í kjölfar hundrað ára stríðsins. 1720 Jón Vídalín Skálholtsbiskup lést á leið norður Kaldadal. 1779 Hið íslenska lærdómslistafélag stofnað í Kaupmannahöfn með það að markmiði að fræða Is- lendinga í bústjómarefnum og bæta vísindakunnáttu þeirra og bókmenntasmekk. 1860 Fyrstu lestimar byrja að ganga í Bret- landi. 1939 Byrjað að flytja böm frá breskum borgum þar- sem stríð virðist óumflýjanlegt. 1941 Þjóðverjar umkringja Leníngrad. 1963 Komið á beinu símasambandi milli Hvíta hússins og Kremlar. Afmælisbörn dagsins Jacques Louis David 1748, hirðmálari Napóleons keisara. Raymond Massey 1896, kan- adískur leikari. Dennis Healey 1917, breskur stjómmálamaður úr Verkamannaflokknum, fjár- málaráðherra um skeið. Einar Olason 1957, ljósmyndari. Annálsbrot dagsins Féllu Tyrkjar aptur inn í Þýzkaiand eptir upphvatningu Franskra, og færðu stríð upp á keisarann. Allir þeir þýzku furstar og Pólskir halda með keisaranum. Eyrarannáll 1685. I/öntun dagsins Það sem vantar í heiminum er fleiri lítillátir snillingar. Við er- um svo fáir eftir. Oscar Levant. Málsháttur dagsins Ég er mikilvirkur í skorpunum, sagði hvílrækinn. Spurning dagsins Hver hefur pínst meira fyrir hinn í þessum heimi, guð fyrir mennina eða mennirnir fyrir guð? Snæfríöur í íslandsklukku Halldórs Laxness. Orð dagsins Vilji maður vandur í vera breytni sinni gengur illa að fá sig frí fyrir veröldinni. Jón Mýrdal. Skák dagsins King hefur svart og á leik gegn Hodgson. Svarti hrókurinn er í talsverðu uppnámi en King snýr vöm í sókn. svartur með Hxg3+! Svartur leikur og vinnur. 1. ... Hc3! Hvíta drottningin er fönguð og taflið tapað. Ef hvít- ur leikur drottningu á al svarar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.