Alþýðublaðið - 05.09.1996, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 05.09.1996, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Bessastaðabækurnar Dagur29 Fimmtudagurinn 29. ágúst Um leið og ég beit í ristuðu brauð- sneiðina við morgunverðarborðið í morgun rann upp fyrir mér Ijós. Þar sem ég sat þama með brauðið að hálfu upp í mér, leit ég yfir borðið: Avaxta- safi, teketill, bolli, diskur, tvö bréf (hvorugt gluggaumslag - ekkert gluggaumslag næstu ijögur árm, þökk sé þjóð minni og mér), Mogginn, Al- þýðublaðið, Dagur-Tíminn (nýtt blað og engu skárri en hin - birti þó af mér tvær myndir í fyrsta tölublaði). Hvar á öðru byggðu bóli væri forseta boðið upp á slíkt starfsumhverfi? Hvemig á ég að geta skynjað, séð og áttað mig á lífi fólks, framtíð mannkyns, framþró- un sögunnar með þessa glugga út í heim? Þetta em svo sem ágæt blöð, hvert fyrir sína deild, en drottinn guð, þetta em engin Washington Post, eng- in Le Monde, engin Times, ekki einu sinni nein Pravda. Er nema von að mér finnist Clinton, Jeltsín, Chiracq og þeir allir hafa forskot? Ég tók út úr mér brauðsneiðina, gekk inn í setu- stofu, reif sjónvarpið úr sambandi og gekk með það inn í borðstofu. Skellti því upp á mitt borðið og stakk því í samband. Stillti á CNN og var sam- stundis kominn í samband við veröld- ina. Hættuástand í Tjetsjemu, óróleiki í Jerúsalem, ólga í Kúrdistan. Ég lyft- ist upp í stólnum. Þetta vom sko for- setafréttir í lagi. Ekki eitthvert væl um aflaleysi í Smugunni, læknaleysi á Hólmavík, kennaraskort á Neskaup- stað, innbrot í húsnæði Afengisráðs! Er nema von að ég hafi verið utan við mig undanfarið. Sá sem lætur íslenska fjölmiðla mata sig með útúrbomlegri heimsmynd sinni er dæmdur til að vera utan við sjálfan sig, utan alfara- leiðar, utan við framgang sögunnar. Þarna sat ég skyndilega beintengdur sjálfri veröldinni inn í borðstofunni minni og sá í hendi mér sniðuga milli- leiki í deilu Jeltsín við Tjetjena. Mikið væri gaman ef íbúar Melrakkasléttu hefðu í sér þann dug að skapa mér einhvem þesslegan starfsvettvang. En þar sem ég var sokkinn ofan í heims- málin heyrði ég einhvem ræskja sig. Búbba var kominn niður til morgun- verðar; Ég leit af skjánum en sá hana ekki. Ég hallaði mér örlítið en þó ekki það mikið að lokkurinn afvegaleiddist. Hún sat í stólnum sínum og benti á tækið: „Er þetta viðeigandi, Óli minn?“ spurði hún. „Guðrún Katrín mín,“ svaraði ég, „manstu fyrst er við hittumst og ég trúði þér fyrir því að ég ætlaði að verða forseti og jafnvel eitt- hvað enn meira en það?“ „Já, Ólafur minn,“ svaraði hún og áttaði sig á Guðrúnar Katrínar-sneiðinni. „Og hélstu þá að það hefði engin áhrif á heimilislíf okkar? Hélstu að ég gæti axlað alla þá ábyrgð sem þjóð mín vill fela mér og verið eftir sem áður eins og hver annar bókhaldari á leið til vinnu sinnar á morgnana? Heldur þú að forsetar leiki við bömin sín annars staðar en á myndum? Heldurðu að Clinton sé mikið að kyssa og leiða Hillary þegar enginn sér til? Nei, h'f okkar forsetanna er fóm, fóm, fóm og aftur fóm.“ Eftir að hafa útskýrt þetta fyrir Búbbu sneri ég mér aftur að CNN. Irland. Major er bara ekki rétti maðurinn í það mál. Það er spuming hvort ekki væri hægt að leysa þessa deilu ef óháður aðili kæmi að henni, maður frá þjóð sem hefur átt farsæld samskipti við Breta gegnum aldimar og er skyldur írum. Maður frá landi eins og Islandi, maður eins og ég. Ég ákvað að missa þessa hugmynd út úr mér einhvem tímann þegar ég kemst í tæri við breska sendiherrann. Dagur30 Föstudagurinn 30. ágúst Morgunstund á Hrafnseyri, fæðing- arstað kollega míns, Jóns Sigurðsson- ar. Lítill hópur manna vafrar um hlað- ið, að því er virðist stefnulaust. f miðj- um hópnum er maður með krans. Það er ég. Ég finn það á göngulagi mínu að ég er staddur á helgri jörð. Um þessa jörð gekk forveri minn, maður- inn sem hefur trúað mér fyrir kyndli sínum að bera áfram til komandi kyn- slóða. Hér erum við eitt, ég og Jón, lærimeistarinn og sá sem á eftir að blása nýju lífi í boðskap meistara síns. Sókrates og Plató, Marx og Lenín, Móse og Jesú, Jón og ég - sagan er full af svona tvíeykjum. Þegar ég lagði blómsveig á minnisvarða Jóns vissi ég að eftir öld eða svo kæmi ann- ar maður og legði blómsveig á minn minnisvarða. Þannig er lífið og sagan. Með þetta í huga flutti ég innblásna ræðu um Jón en var þó allt eins að tala um mig, Jón var ég og ég var Jón. Á eftir renndum við til Þingeyrar. Mér var hlátur í brjósti. Litli strákurinn snýr aftur sem forseti. Hvað segið þið nú? Ha! Ég get svarið að mig langaði að bruna í gegnum bæinn, skrúfa nið- ur rúðuna og hrópa ókvæðisorðum að þessu pakki sem aldrei virti mig neins, sá ekki í mér það sem ég var, átti eftir að verða og myndi verða um ókominn aldur. Sem betur fer lét ég það ekki eftir mér heldur skemmti ég mér við að hlusta á fólkið bjóða herra forsetan- um að setjast, bjóða herra forsetanum að smakka, bjóða herra forsetanum að hlýða á. Ég var formlegur í framkomu og gaf lítið uppi um hvemig mér leið. En greip til gamals trix frá Jesú og tal- aði mest við bömin. Ég trúi að fólkið hafi skilið sneiðina. Dagur 31 Laugardagurinn 31. ágúst Æ, ég veit ekki. Það getur verið þreytandi að vera forseti á opinberu ferðalagi. Sérstaklega heima hjá sér. Þessir grey Vestfirðingar geta ekki boðið upp á aðra en einhverja sýslu- menn og presta að heilsa. I gær var ég dreginn að Holti að heilsa upp á séra Gunnar og frú Ágústu. Ætli þau eigi ekki að vera menningarelítan á þess- um guðsvolaða kjálka? Er furða þótt allir bestu synir Vestfjarða flytjist burt upp úr fermingu? Hér á ísafirði var ég kynntur fyrir einhverjum úr Litla leik- klúbbnum. Pælið í því! Litla leik- klúbbnum! Ekki þjóðarleikhúsinu, konunglega ballettinum - nei, nei, Litli leikklúbburinn, það er toppurinn. Eini jákvæði punkturinn var æskuheimili forsetans. Ég hafði verið með hálf- gerða magapínu yfir að það væri hrör- legt og alls ekki hæft til endurbygg- ingar. En það var bara sætt, lítið en reisulegt miðað við stærð - ekki ósvipað og lítill drengur með stóra drauma. Þarna mætti vel setja eina fræðimannaíbúð og velsamansett bókasafn án þess að þrengja þyrfti að æskuíbúð forsetans svo unga fólkið í landinu gæti sótt þangað kraft og þor, innblástur í líf þessa manns sem braust óstuddur til mennta og valda. Ólafs- Alþýðublaðið Aðeins 950 krónur á mánuði//n>7g<i« eða sendu okkur línu eða símbréf Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu Nafn Heimilisfang Bæjarfélag Kennitala Ég óska eftir að greiöa með greiöslukorti númer: Gildir til: gíróseðli hús? Stofnun Ólafs Ragnars Gríms- sonar? Hvort tveggja kæmi til greina. Ólafshús er ef til vill of akureyrískt. Ólafsbúð er kannski of torfkofalegt. Ólafssetur er hins vegar ekki galið. Eg hef einhver ár til að ákveða mig. Dagur32 Sunnudagurinn 1. september Afhverju er verið að draga forseta lýðveldisins inn í Vigur? Er forsetinn eitthvert fyrirbrigði sem á að hættu að lognast út af, deyja út? Afhveiju er sí- fellt verið að nudda mér upp úr ein- hverju horfnu, einhverju veiku og deyjandi, einhverju stöðnuðu? Hvar eru verksmiðjurnar, framkvæmdin, framtíðin, hugrekkið, framsóknin? Ég hellti mér yfir Komí í bámum á leið- inni inn Isafjarðardjúpið. „Komí, hver heldurðu að ég sé?“ spurði ég. , Ja, ég veit ekki,“ svaraði hann, varkár sem fyrr. „Forsetinn?" bætti hann síðan við með spumarhljóm. „Jájá, en hvemig forseti, Komí, hvernig forseti?" „Ja, bara venjulegur forseti,“ svaraði kján- inn. „Þarna er það Korní, Þarna er ástæðan fyrir því að ég fæ ekki að blómstra, verða sá sem ég get verið. Þú ert að reyna að gera einhveija Vig- dísi út mér. Skilurðu það ekki? Ég vil ekki vera Vigdís. Ég vil vera eitthvað nýtt, eitthvað skemmtilegt, eitthvað öðmvísi." Komí horfði á mig. Síðan spurði hann: „Hvað viltu vera, herra forseti?" Ég horfði á hann á móti: „Ég var að enda við að segja þér það.“ Komí horfði skilningssljór á mig. Svo þóttist hann skilja og sagði: ,J2mmitt.“ Og fór neðan þilja. Hann ætlaði að hugsa sinn gang og ef ég þekki kauða rétt þá kemur hann upp með eitthvað fáránlegt. Dagur33 Mánudagurinn 2. september Frystihús, tölvufyrirtæki, bakarí. Alls ekki nógu gott en þó í áttina. Mér datt ekki neitt í hug að segja í frysti- húsinu, gætti þess samt að fetta ekki upp á nefið, en mikið ájietta fólk vont að vinna í þessari lykt. I tölvufyrirtæk- inu var ég í essinu mínu. Bendi fólki á að lausnin til að yfirvinna átthagafjötr- ana væri á Intemetinu. Á Netinu getur maður verið sá sem maður vill vera og þarf ekki að vera Islendingur, Vest- firðingur eða ísfirðingur frekar en maður vill. Ef við lokumst inni í átt- högum okkar og ættlandi höfum við í raun engan sjens á að verða fram- kvæmdastjórar Sameinuðu þjóðanna. Ef við emm sífellt að leysa vandamál- in heima hjá okkur þá komust við aldrei í að leysa vandamál heimsins. Þetta sagði ég svona meira og minna, en gætti samt að klæða hugsanir mínar í búning sem venjulegt fólk getur skil- ið. Það er kross okkar stórmennanna, að geta aldrei talað hreint út. Ekki skyldi ég hvað Korní var að meina með því að draga mig í bakarí, hefur sjálfsagt haldið að ég væri sonur bak- ara en ekki rakara og ætlað að móðga mig. Ég sneri þessu upp í grín og bað um Napóleonskökur og fékk nokkrar með mér í poka til að maula í flugvél- inni á leiðinni suður. Og þar sem ég sat og borðaði kökumar sá ég fyrir mér ferð nn'na að vestan og til Bessa- staða í ljósi Napóleons. Óli grís leggur af stað frá Isafirði. Möðmvellingurinn á Þorskafjarðarheiði. Kjaftaskurinn kominn í Búðardal. Gasprarinn í Borgamesi. Ólafur Ragnar á Akranesi. Formaður Alþýðubandalagsins stígur um borð í Akraborgina. Forsetinn kominn til höfuðborgarinnar. Herra Ólafur Ragnar Grímsson kemur til Bessastaða. Dagur34 Þriðjudagurinn 3. september Ég finn hvemig mér er að takast að sameina þjóðina að baki mér. Dagur og Tíminn hafa sameinast. Nú eru Þjóðvaki og Alþýðuflokkurinn að renna saman. Næst verður það Sjón- varpið og Stöð 2. Hvað mun fólk segja eftir tíu ár eða svo? Jú, Vigdísi gróðursetti einhver tré en Ólafur Ragnar sáði frækomum friðar og sam- einingar í hjörtu mannanna. Mikið djöfull lýst mér orðið vel á mig í þessu embætti. Þetta á við mig. Ég er forset- inn og forsetinn er ég. Þjóðin á forset- ann og forsetinn á þjóðina. Einhvem veginn svona hef ég alltaf séð þetta fyrir mér. Ríkið, það er ég. „Islenska lýðveldið, góðan daginn,“ missti ég út úr mér þegar ég svaraði í símann á Sóleyjargötunni. Það var Korní að minna mig á bandaríska sendiherrann. Kallinn var kominn með trúnaðarbréf- ið sitt til landsins og hvetjum ætlaði hann að rétta það? Æ, æ, hver var það nú aftur? Jú, það var herra ég sjálfur. „Jújú, kallinn minn,“ ætlaði ég að segja við hann, „ég trúi þér, ég trúi þér.“ Hvað ætli trúnaðarbréf sé ann- ars? Ekki get ég spurt Komí, ég ætla ekki að gleðja hann með því. Hann kæmi með einhvem fyrirlestur aftan úr fymdinni. Og um leið og ég fór að hugsa um þetta helltist þessi tilfinning yfir mig, að meira en helmingur af þessu djobbi mínu væri aftan úr fymd- inni, eitthvað sem tilheyrði Korní frekar en mér. Ég hristi þetta af mér og lét vaða í sendiherrann. Jæja, hvemig hefur Clinton það? En Hillary og Chelsea? Ég er meira að segja orð- inn frábær í þessu innihaldslausa di- plómataþvaðri. Dagur 35 Miðvikudagurinn 4. september Ég sat megnið af deginum og reyndi að setja saman ræðu fyrir vígslu Hæstaréttarhússins á morgun. Það var bara helvíti strembið. Ég var í einhverjum sameiningarham en sá ekki alveg hverju ég gat sameinað Hæstarétt. Auk þess sat í mér einhver kergja. Síðast þegar ég fór í Hæstarétt var ég dæmdur fyrir að afnema lög sem ég þó setti sjálfur. Ég sé ekki al- veg hvað dómurunum kemur það við. Ólafur gaf og Ólafur tók, lofað sé nafn Ólafs, hefði verið viðeigandi niður- staða. En þess í stað umluðu þeir eitt- hvað um réttindi opinberra starfs- manna. Er ljármálaráðherra og forseti þá ekki opinberir starfsmenn? Æ, ég veit það ekki, það er einhver gorgeir í þessum dómumm sem ég kann ekki við. Ég get ekki treyst fólki sem er klætt í silkisloppa í vinnunni. Loks gafst ég upp og fletti upp í ræðu- safni embættisins og fann ágætt kom sem Vigdís hélt við vígslu Snorrastofu í Reykholti, strikaði út menningu og setti réttarfar í staðinn, strikaði yfir víg Snorra og setti gamla sáttmála í staðinn, hélt megninu af tungunni, landinu, þjóðinni og því öllu. Það má hún Vigdís mín eiga að ræðan hennar dugir við nánast hvað sem er og maður þarf svo sáralitlu að breyta. Síung klassík, það er það sem hún Vigdís er. ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.