Alþýðublaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o d a n i r 1 8 0 Pallborðið | Gunnar Alexander ! Ólafsson skrifar Þessi afstaða þykir mér vera úr tengslum við allan veruleikann. Skoðum dæmið aðeins nánar. Hallalaus fjárlög, fyrir mér, er mark- mið sem allar sitjandi rikisstjómir eiga að stefna að, burtséð hvort vel eða illa árar í efnahagslífi. Fyrir mér er halli á fjárlögum ekkert annað en fölsk Kfss- kjör. Því staða ríkissjóðs á hverjum tíma segir til um hve há skattprósent- an eigi að vera og hve hátt þjónustust- ig ríkið eigi að veita. Ef útgjöld ríkis- ins eru meiri en tekjur þess, þá eru lífskjör fólks hér á landi röng. Að mínu mati er halli á ríkissjóði siðlaus skattlagning á þá sem erfa eiga landið. Það er ofar mínum skilningi hvemig menn halda að halli á ríkissjóði komi ekki niður á einhveijum. Hallarekstur ríkisstjóðs, allt frá árinu 1985 hefur haft þær afleiðingar að skuldir ríkisins hafa margfaldast. Og ég spyr: Hver á að borga þessar skuldir? Þau sem stofnuðu til þeirra eða þau sem ekki vom spurð, en fá reikning fyrir þess- um skuldum seinna í formi hækkandi skatta, minni þjónustu og svo fram- Hallalaus Mikil umræða hefur átt sér stað um það takmark ríkisstjórnar- innar um að næstu fjárlög verði halla- laus. Umræðan hefur farið svo langt að sumir hafa sagt að ríkissjóð beri að reka með „umtalsverðum afgangi" á næsta ári. Viðbrögð manna við þess- um áætlunum eru mismunandi, eins og við mátti búast. En verst þykir mér þau viðbrögð manna (sérstaklega úr verkalyðshreyfingunni) að tala um hallalaus fjárlög sem eitthvað sem bíða má með. fjárlög? IAð mínu mati er halli á ríkissjóði siðlaus skattlagning á þá sem erfa eiga landið. Það er ofar mínum skilningi hvernig menn halda að haiii á ríkissjóði komi ekki niður á einhverjum. vegis? Með hallalausum ríkisrekstri nást mörg markmið í einu. I fyrsta lagi er tekið á skuldasöfnun í eitt skipti fyrir öll, í stað þess að ýta skuldavandanum áfram. I öðru lagi duga tekjur ríkisins fyrir útgjöldum þess, sem þýðir að skattprósentan er ekki röng. I þriðja og síðasta lagi er verið að láta þá sem til skuldanna stofnuðu, borga þessar skuldir í stað þess að láta komandi kynslóðir greiða þær. Mér finnst gagnrýni á markmið rík- isstjórnarinnar um hallalaus fjárlög vera röng. Menn eiga ekki að gagn- rýna markmiðið í sjálfu sér, heldur eiga menn að gagnrýna aðferðimar að markmiðinu. Fyrir mitt leyti get ég sagt að ég er í mörgum atriðum á móti aðferðum ríkisstjómarinnar að mark- miðinu, en ef ríkisstjóminni tekst að ná hallalausum íjárlögum, burtséð frá aðferðunum að markmiðinu, á hún hrós skilið! Höfundur er annar varaformaður SUJ. v i t i m e n n Eina vonin er að þingmenn hefjist handa við lagagerð um málefni réttargeðsjúkra. Grétar Sigurbergsson réttargeðlæknir á Sogni. Blés upp í deyjandi fíkni- efnaneytenda. Fyrirsögn á forsíðu DV í gær. Eiginkonan Norma er nýja leynivopnið hans Majors. DV. Gott væri, að dóms- málaráðuneytið íslenzka hætti að vernda klám og færi í staðinn að hafa frumkvæði að alþjóðlegu samstarfi um verndun fólks gegn klámi. Jónas Kristjánsson í leiðara DV. Margir bíða spenntir eftir ævisögu Benjamfns H.J. Eiríkssonar sem Hannes Hólmsteinn Giss- urarson skráir. Benjamín á að baki ævintýralegan feril og getur sagt margt af pólit- ískum átökum í vinstrihreyf- ingunni á fjórða og fimmta áratugnum. Hann getur þannig upplýst ýmislegt sem varðar klofning Alþýðu- flokksins 1938, þegar Héðni Valdimarssyni var vikið úr flokkum. Benjamín staðhæfir að Héðinn hafi leitað eftir því síðar að fá inngöngu í flokk- inn, eftir að uppúr sauð mill- um hans og kommúnista, en að forystumenn Alþýðu- flokksins hafi þvertekið fyrir að fá hann aftur í sínar rað- Kynlegur leiðari Morgunb/aðsins í gær þarsem það hljóp til varnar Þorsteini Pálssyni vegna grein- ar Bolla Valgarðs- sonar í Alþýðublaðinu fyrr í vikunni. Þetta ýtti undir bráðskemmtiiegan orðróm um að Þorsteinn ætti að verða arftaki Matthf asar Johannessens sem ritstjóra Morgunblaðsins. Ýmsum hefur þótt þetta frá- leit samsæriskenning, enda allajafna ekki miklir kærleikar millum Þorsteins og Mogg- ans. Hitt er jafnvíst, að Dav- íð Oddsson gæti hugsað sér fátt betra en að losna við Þorstein úr ríkisstjórn og þingflokki sjálfstæðis- manna... Forsetaframbjóðendurnir okkar hafa enn ekki skilað reikningum og vantar víst mikið uppá hjá öllum að jmdar nái saman - að Ást- þóri Magnús- syni undanskild- um. Flestir efndu til happdrætta og þannig átti að draga í kosninga- happdrætti Pét- urs Kr. Haf- steins í síðustu viku. Ýmsir góðir vinningar voru i boði, og því hefur það komið óþreyjufull- um eigendum happdrættis- miðanna á óvart, að upplýs- ingasíminn reyndistvera ótengdur... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson c&st&oyj 9 Hvað finnst þér um nýtt hús Hæstaréttar? Guðrún Hansdóttir bankamaður: Ég kann ekki að meta það frekar en Ráðhús- ið. Svo er það alltof grænt. Þorsteinn Sigurðsson gullsmiður: Mér finnst það í lagi. Þetta þurfti að koma. Kristín Benediktsdóttir nemi: Mér finnst það fallegt og staðsetningin frábær. Daði Daðason sjálfstæður atvinnurekandi: Mér lýst vel á það. Þetta er fallegt hús en mætti vera betur staðsett. Kristín Guðmundsdóttir húsmóðir: Mér finnst það fallegt og vonandi bætir þetta vinnuaðstöðu þeirra sem jjama vinna því sú gamla var til skammar. Hverju svarar Mogginn núna? Okkar menn stóðu sig samt vel á Ólympíuleikunum í Atlanta þótt við sæjum þá ekki oft á verðlaunapalli. Benedikt Axelsson kennari að líta á björtu hliðarnar í DV í gær. Lúpínan er nytsöm þjóðarjurt. Gunnlaugur Þórðarson hvílir sig á forsetanum í Mogganum í gær. ísland talið eitt mesta ævintýraland heims. Morgunblaðið upplýsti þetta í gær. Fimmtán minkar skotnir — forsetinn fylgdist með. DV í gær. fréttaskot úr fortíð Karl, hinn afdankaði. Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Spánn og Frakkland hafa neitað Karli fyrv. Austurríkiskeisara landvist og hefir Sviss því framlengt dvalarleyfið þar. Alþýðublaöið föstudaginn 26. ágúst 1921.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.