Alþýðublaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 1
■ Viðbrögð formanns Þjóðvaka við samruna við þingflokk Alþýðuflokks Merkileg pólitísk tíðindi Jóhanna: Það er mikilvægast að líta til framtíðar og persónur mega ekki þvælast fyrir þeirri þróun. - segir Jóhanna Sigurðardóttir en viðbrögð forystumanna Al- þýðubandalags hafa valdið henni vonbrigðum. ,,Þetta eru mjög ánægjuleg og merk tíðindi og ekki fráleitt að ætla að þetta geti verið upphafið að sögulegum sátt- um jafnaðarmanna á Islandi,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka í samtali við Alþýðublaðið um sameiningu þingflokka Alþýðu- flokks og Þjóðvaka. „Eg fagna því mjög að þessi niðurstaða er fengin. Til samstarfsins var gengið að miklum heilindum og allir staðráðnir í því að ná niðurstöðu sem væri trúverðug til þess að skila þeim árangri að efla jafn- aðarmannahreyfinguna og áhrif jafn- aðarstefnunnar í íslensku þjóðfélagi. Þessir tveir flokkar, og vonandi einnig hinir tveir stjómarandstöðuflokkamir, sjá að ef við eflum ekki hreyfingu jafnaðarmanna og vinnum að sam- runaferli sem fyrst getum við horft fram á það að framsóknarihaldið sitji hér langt fram á næstu öld. Það dugði til að ná þessari ánægjulegu niður- stöðu.“ Jóhanna segir þetta nýjan samstarfs- vettvang íyrir jafnaðarmenn sem gæti leitt til mikilla breytinga og umskipta í íslenskri pólitík. Hún telur þetta væn- legra skref heldur en að sameina flokkana. „Það er einusinni svo að jafnaðarmenn eru fjölmargir í þessu þjóðfélagi og finnast í öllum flokkum. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að þeir hafa ekki fundið sér farveg í þessu flokkakerfi sem við bú- um við. Með því að skapa nýjan sam- starfsvettvang, sem er óháður flokkun- um, er líklegra að hægt sé að laða fleiri jafnaðarmenn til samstarfs. Ég held að þetta sé ein alvarlegasta til- „Menn hafa haldið að þetta rit væri um hagfræði en svo er ekki, heldur um menntun íslendinga. Jón Ólafs- son skrifaði ritgerðina árið 1737 í Kaupmannahöfn. Hann byrjar á að tileinka Skúla Magnússyni ritið, og sennilega hafa þeir rætt efni þess, en Skúli var í Höfn um þetta leyti. Rit- gerðin var aðeins til í einu eintaki og mun lengi hafa verið í fórum Skúla en síðan hefur Jón forseti eignast það,“ segir Þórunn Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, en hún ritar inngang að Hagþenki eftir Jón Ólafs- son úr Grunnavfk. Jón var einn mesti fræðimaður átjándu aldar og mjög handgenginn Árna Magnússyni handritasafnara. Ritgerð sína nefndi Jón Hagþenki og tileinkaði það „öllum skynsömum og sanngjörnum mönnum er þessa síns föðurlands gagn stunda, velferð og velgengni." Ritið er gefið út sta- frétt og með ítarlegum inngangi Þór- unnar. Að útgáfunni standa „Góðvin- ir Grunnavíkur-Jóns“ með styrk frá Hagþenki, félagi höfunda á sviði fræðirita og kennslugagna, en félagið fékk einmitt nafn sitt af þessu riti Grunnvíkings. Hagþenkir er fyrsta rit sinnar teg- undar sem skrifað er fyrir íslendinga, og það var ekki fyrren nokkrum ára- tugum síðar að gefm voru út rit urn uppejdi bama í anda upplýsingarinn- ar á íslandi. Jón Ólafsson úr Grunna- vík hefur því verið frumkvöðull í raun sem gerð hefur verið í þá átt að hér verði til stór og sterkur jafnaðar- mannaflokkur líkt og er á öðrum Norðurlöndum." Formaður Þjóðvaka vildi ekki gera mikið úr fyrri ýfingum við Jón Bald- vin Hannibalsson. „Það liggur ljóst fyrir að við eigum ekki að vera að dröslast með fortíðina í þessu efni þegar við höfum fyrir okkur trúverð- ugan vettvang sem getur skilað ár- angri. Það er mikilvægast að líta til þessum efnum, einsog svo mörgum öðrum, sem hin fjölbreyttu fræðastörf hans bera vitni um. Ritið skiptist í fjóra hluta: „Um ungdómsins lærdóm“, „Um bókalær- dóm í skólagangi", „Urn utanlands- stúdía" og „Um brúkan alls þessa á fslandi". Þórunn segir að stíll Jóns sé mjög aðgengilegur og auðvelt að lesa hann, aukþess sem Jón hafi verið skemmti- legur fræðimaður. Lítið hefur verið gefið út af verkurn hans, en í bígerð er að gera bragarbót á því. Trúlegt er að næst verði gefin út ritgerð Jónsí um brunann mikla í Kaupmannahöfn árið 1728, en það mun vera ein besta sam- tímaheimildin um þá atburði. Þórunn Sigurðardóttir bók- menntafræðingur segir að stíll Jóns sé mjög aðgengilegur og auðvelt að lesa hann, aukþess sem Jón hafi verið •skemmtilegur fræðimaður. framtíðar og persónur mega ekki þvælast fyrir þeirri þróun." Jón Baldvin og Jóhanna gengu á fund Margrétar Frímannsdóttur for- | - segir Kristinn H. Gunnarsson j þingmaður Alþýðubandalags. ! „Mjög algengt að menn í for- ] ystusveit vinstrimanna séu ! móðugunargjarnir og í fýlu ] hvervið annan." I ! „Ég átti von á þessu fyrir þingsetn- ! ingu. Á skal að ósi stemma og þetta er ] rökrétt niðurstaða hjá þessum tveimur ] þingfíokkum og ég vona að þetta sé ] skref til góðs fyrir alþýðuna í landinu. | Það er það sem máli skiptir," segir ' Kristinn H. Gunnarsson þingmaður i Alþýðubandalags í samtali við Al- ! þýðublaðið ! í DT í gær er rætt við fjóra þing- ! menn Alþýðubandalagsins og þar ! kveður við fremur neikvæðan tón. manns Alþýðubandalagsins á dögun- um og Jóhanna segir ánægjulegt að Margrét hafi tekið undir óskir þeirra um að eiga gott samstarf áfram. „Það er mikilvægt að menn átti sig á því að þessi sameiningarferill og þessi sam- starfsvettvangur er opinn öllum hvort sem menn vilja koma nú að þessu starfi eða síðar. Það er von mín að Al- þýðubandalagið geri það.“ Viðbrögð þingmanna Alþýðu- bandalagsins hafa verið fremur nei- kvæð með þessi tíðindi. ,Já, þau hafa valið mér vonbrigðum. Mér finnst sem þeir forystumenn Alþýðuband- agsins sem hafa tjáð sig um þetta mál kannski ekki hafa áttað sig á hvaða pólitísku tíðindi eru hér á ferðinni. Formaður Alþýðubandalagsins talar um að hér sé ekkert að gerast annað en endurtekning á því sem gerðist varðandi Bandalag jafnaðarmanna og Borgaraflokkinn. Þingflokkur þeirra klofnaði og hluti þess gekk til liðs við aðra flokka á þingi. Þetta er allt annað og á sér litla samsvörun inní fortíðina. Við erum að stofna nýjan þingflokk. Margrét talar um inngöngu Þjóðvaka í þingflokk Alþýðuflokksins en á sama degi í öðru blaði talar Svavar Gestsson um að það sé búið að leggja niður þingflokk Alþýðuflokksins. Ég dreg þá ályktun að þau hafi ekki áttað sig á því hvað hér eru merkileg tíðindi á ferðinni. Þegar þau gera það er ég viss um að þau munu leggja lið þeim sam- runaferli sem nú er hafinn.“ Fyrirsagnirnar: Pólitísk úthreinsun, Nýtt starf sérkennilegt, Endurtekið efni og Engin stórtíðindi hafðar eftir þeim Margréti Frímanssdóttur, Svav- ari Gestssyni, Steingrími J. Sigfússyni og Ragnari Amalds segja sína sögu. Alþýðublaðið hefur heimildir fyrir því að lítil ánægja sé með þetta skref inn- an Alþýðubandalagsins en flokkurinn hélt þingflokksfund í gær. „Ég get bara svarað fyrir sjálfan mig,“ segir Kristinn. „Ég er ekki óánægður með þetta og vona að mönnum gangi vel í þvi sem þeir ætla sér. Mér líður ekki illa yfir þessu og er ekki óhamingjusamur. Auðvitað getur þetta haft breytingar í fór með sér. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því á næstu vikum. Þeir eiga sviðið núna og best að bíða átekta. Það er mjög al- Hallgrímur Helgason leysir læknadeiluna Tilvistarkrísa franskra jafnaðarmanna Dularfullu Hafnafjarð- armálin halda áfram Flestir kratar lukkuleg- ir með nýja þingflokk- inn Guðrún Vilmundardóttir ræðir við Aiain Sayag um franska súrrealist- ann Matta ■ alprent@itn.is AJbýðu- blaðið nettengt Alþýðublaðið hefur um skeið ver- ið tengt fntemetinu en fyrir skömmu var sett upp tölvutengt póstfang: al- prent@itn.is. Alþýðublaðið vill hvetja fólk til að senda línu með at- hugasemdum og hugmyndum um efnistök og efnisþætti. Þá er hægt að senda blaðinu greinar í gegnum tölv- upóstinn sem sparar setningavinnu og þannig hægt að koma pistlum fyrr í blaðið en áður. Útför Baldvins Jónssonar á mánudag Utför Baldvins Jónssonar hæstarétt- ailögmanns fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi mánudag, 9. september, klukkan 15. Baldvin lést í Kaupmannahöfn 1. september síðast- liðinn, 85 ára að aldri. Hans verður minnst í blaðinu í næstu viku. móðgast? gengt að menn í forystusveit vinstri- mamia séu móðugunargjamir og í fýlu hver við annan. Af hverju eigum við að móðgast þó kratarnir reyni að styrkja sig? Ég sé enga ástæðu til þess. Miklu frekar eigum við að reyna að tala við þá.“ Kristinn telur best að Margrét Frí- mannsdóttir svari því sjálf hvort hún sé óánægð með þetta skref í ljósi þess bréfs sem hún sendi til forystumanna stjómarandstöðuflokkanna fyrr í sum- ar þar sem hún boðaði til viðræðna um sameiningu. Einnig vildi hann ekki tjá sig um þá ákvörðun Einars Karls Har- aldssonar að taka að sér verkefni fyrir þingflokk jafnaðarmanna, en Einar Karl er lét nýverið af starfi fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalagsins. ■ Hagþenkir, rit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, gefið út í fyrsta skipti „Tileinkað öllum skynsömum og sanngjörnum mönnum...1 ■ Rannveig Guðmundsdóttir formaður þing- flokks jafnaðarmanna Þingmenn Alþýðuflokksins áfram bundnir af stefnuskrá „Við erum ekki að ráðast á Alþýðubandalagið með því að ráða fagmann úr þeirra röðum í verkefni." „Því hefur verið haldið fram að þingmenn Alþýðuflokksins verði ekki bundnir stefnumótun flokksstjómar og flokksþings Alþýðuflokksins en þetta er alrangt. Þingmenn Þjóðvaka em ekki bundnir af stefnuskrá Alþýðuflokksins en þing- menn Alþýðuflokksins em það á sama hátt og áður. Álþýðuflokkurinn á svo sannarlega eftir sem áður sína sjö þingmenn, en nú í þingflokki Alþýðuflokks og Þjóðvaka - þingflokki jafnaðarmanna,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir for- maður þingflokks jafnaðarmanna í grein í Alþýðublaðinu í dag. Rannveig fjallar meðal annars um gagnrýni sumra þingmanna Alþýðubanda- lagsins á ráðningu Einars Karls Haraldssonar í sérstök verkefni á vegum þing- flokks jafnaðarmanna og segir: „Við emm ekki að ráðast á Alþýðubandalagið með því að ráða fagmann úr þeirra röðum í verkefni. Við eram ekki að brjóta í bága við lög Alþýðuflokks með því að ráða mann utan Alþýðuflokksins til verk- efhis á vegum þingflokks jafnaðarmanna. Þvert á móti erum við í verki að vekja ! vonir um að sem flestir geti fundið farveg að einu og sama markinu, þjóðfélagi ! jafnaðarmanna.“ ! ■ Sameining þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka Afhverju eigum við að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.