Alþýðublaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996
■ Margrét Elísabet Olafsdóttir skrifar í pistli frá París um deilur í frönskum
stjórnmálum, úrræðalausa ríkisstjórn og stjórnarandstöðu í tilvistarkreppu. Það er
því engin furða þótt Frakkar sé þunglyndir um þessar mundir...
Sameinast vinstrimenn
- í Frakklandi?
Mótmæli í París. Frakkar eru allra manna duglegastir við að efna til verkfalla og fara í kröfugöngur. Allt stefnir í heitan vetur. A-mynd: hj
Þá er búið að boða fyrsta verkfall
vetrarins. Dagsetningin er 30.
september. Einsog við var að
búast voru það kennarar sem tóku af
skarið og tilkynntu um verkfall þegar
gmnn- og menntaskólar landsins vom
settir á þriðjudaginn. Kennarar höfðu
hótað aðgerðum strax í júlí þegar ljóst
var að menntamálaráðherra, Francois
Bayrou, ætlaði að segja upp nokkur
þúsund aðstoðarkennurum, einsog
þeir eru kallaðir hér sem hafa ekki
kennararéttindi. Þarsem Bayrou hafði
ekki skipt um skoðun í sumarfríinu
ákváðu kennarar að halda útifund
laugardaginn 21. september og nú em
þeir einnig ákveðnir í að fara í verk-
fall. Fækkun kennara þýðir meiri yfir-
vinnu fyrir þá sem sitja áfram, skort á
tíma til að sinna nemendum sem eiga í
námserfiðleikum og loks segjast þeir
ekki hafa fengið fjármagn sem þurfti
til að kaupa bækur í samræmi við fyr-
irhugaðar breytingar á námskrá í sum-
um árgöngum. Þetta em aðeins nokk-
ur atriði en í stuttu máli em kennarar
sannfærðir um að menntastefna ríkis-
stjórnarinnar sé afturför sem muni
,enda í ógöngum.
Formenn hinna ýmsu stéttarfélaga,
þar á meðal öflugusm verkalýðshreyf-
inga landsins, hafa verið að spá því
síðustu vikur að haustið muni verða
viðburðaríkt. Launþegar í landinu séu
búnir að fá sig fullsadda af núverandi
ástandi, auknu atvinnuleysi og minnk-
andi kaupmætti. Ekki em þó allir jafn
sannfærðir um að til tíðinda muni
draga. Þar á meðal er Nicole Notat,
formaður eins stærsta verkalýðsfé-
lagsins (CPDT), en hún er sú eina sem
sýndi samningsvilja í upphafi verk-
fallsbaráttunnar í fyrrahaust, svo lá
klofhingi í röðum hennar manna. Not-
at vill meina að þó forystan sé tilbúin í
slaginn, þá geti hún ekki skipað fé-
lagsmönnum sínum í verkfall. Marc
Blondel, formaður Verkalýðsfýlking-
arinnar (sem er alls ekki eins langt til
vinstri og nafnið gefúr til kynna) hefur
orðið að taka undir þetta sjónarmið,
minnugur þess að það vom óvarkár
ummæli forsætisráðherrans Alains
Juppé í garð opinberra starfsmanna í
fyrrahaust sem kom skriðunni af stað í
fyrra, þegar hann var við það að ná
þegjandi og hljóðalaust í gegn breyt-
ingum á franska almannatrygginga-
kerftnu, en ekki skipanir frá verka-
lýðshreyfingunni. Forystan neyðist
því til að bíða átekta tií mánaðamóta
og láta kennaraverkfallið taka púlsinn
á þjóðarsálinni, stuðningi almennings
og um leið átta sig á baráttuvilja hinna
ýmsu launþegahópa.
Mótmælafundir og
verkföll
Það er ekki liðið ár síð-
an Frakkland var lamað í
allsherjarverkfalli sem
hófst með skæmverkföll-
um háskólanema snemma
hausts, en komst ekki á
flug fyrren lestarstjórar
ákváðu að leggja niður
vinnu. Þar sem ekki er
lengra um liðið, em verk-
follin enn fersk í minninu
og verður að segjast einsog er, að þeir
sem eru tilbúnir í annað eins núna
hljóta að vera búnir að fá sig fullsadda
af ástandinu. Verkföllum fylgja enda-
lausar fundasetur, opnir fundir þarsem
allir fá að tjá skoðun sína en engar
niðurstöður fást með tilheyrandi at-
kvæðagreiðslum, að ógleymdum
kröfúgöngunum, sem reyna vemlega á
taugamar þegar em jafnfjölmennar og
raunin var í fyrra. Fólksmergðin gerir
það að verkum að flestir verða að bíða
krókloppnir á sama punktinum í
marga klukkutíma eftir því að röðin
komi að þeim. Ekki bætti úr skák að
almenningssamgöngur í París lágu
niðri og öll aukaorkan fór í að koma
sér á milli staða, í og úr vinnu, á fundi
og af þeim. Það gleymir enginn þessu
verkfalli, ekki einu sinni þeir sem
upplifðu ’68. Höfúðborgin var einsog
í umsátri og það eina sem hélt verk-
fallsmönnum gangandi var hversu
fjölmennir þeir vom, mannhafið sem
þrátt fyrir allt mætti í allar kröfugöng-
ur gerði þátttakendum kleift að trúa
því að þetta væri einhvers virði, hefði
einhver áhrif. Niðurstaðan var hins-
vegar sú, að aðgerðimar lognuðust út-
af í jólafríinu og skildu eftir sig ein-
tóma lausa enda. Og þessa enda von-
ast verkalýðsforystan til að geta tekið
núna.
En til að verkfallsaðgerðir og kröfu-
göngur hafi einhver áhrif á ríkisstjóm
Alains Juppé verða þær að vera fjöl-
mennar. Helst almennar og áhrifa-
miklar. Frakkar fara svo oft í kröfu-
göngur að í París verður í hverri viku
röskun á umferð einhversstaðar í
borginni vegna þeirra.
Aðrir sem flykkst hafa útá götumar
að undanfömu era innflytjendur. Hóp-
urinn sem hafðist við í St. Bemards-
kirkju og stuðningsmenn þeirra hafa
verið iðnir við mótmælagöngur frá því
miðjan ágúst og er ekkert lát á mót-
mælum úr þeirri átt. Víst er að Juppé
og Chirac sluppu með skrekkinn með
því að láta öryggislögregluna bijótast
inn í kirkjuna að morgni 23. ágúst, að-
eins fímm dögum fyrir fyrsta ríkis-
stjórnarfund haustsins. Með því að
tvístra hópnum tókst að sveigja hjá
yfirvofandi klofningi í eigin röðum og
sefa hæstu ópin. En innflytjendum
hafði áður tekist að ýta við stjómar-
andstöðuflokkunum og þá ekki sfst
sósíalistum, sem ekki höfðu látið mik-
ið fyrir sér fara ffá því Lionel Jospin
beið ósigur fyrir Chirac í forsetakosn-
ingunum í fyrravor. Á hinn bóginn
hefur svo klúðurslega verið að málum
innflytjendanna úr St. Bemardskirkju
staðið, að því máli er enn ekki lokið
þrátt fyrir að búið sé að senda suma úr
landi og láta aðra fá dvalarleyfi. Rflris-
stjómin neyddist til að kalla saman
nefnd til að fjalla um lögin, kennd við
Charles Pasqua fyrrverandi innanrík-
isráðherra, sem em ein af rótum vand-
ans, því það hefúr reynst illgerlegt að
fara eftir þeim á samræmd-
anhátt.
Svartsýnir Frakkar
Þarsem ríkisstjómin.kom
saman í fyrsta skipti á
haustinu fyrir aðeins rúmri
viku, þá vom á sama tíma
birtar skoðanakannanir um
líðan þjóðarinnar. Hún
reyndist ekki með besta
móti. Frakkar em svartsýn-
ir. Unga kynslóðin trúir
ekki á framtíðina og þeir eldri eru
hræddir um ótryggan hag sinn. For-
eldrar landsins urðu áþreifanlega varir
við minnkandi kaupmátt í upphafi
skólaárs, því bamabætur lækkuðu til-
fmnanlega á sama tíma og skólavörur
hafa hækkað. Það var því ekki seinna
vænna fyrir Sósíalistaflokkinn, stærsta
stjómarandstöðuflokkinn, að láta í sér
heyra. Þeir létu verða af því um helg-
ina, þarsem menn úr forystunni
streymdu í ræðustól í „sumarháskóla"
flokksins í hafnborginni La Rochelle.
Lionel Jospin, formaður Sósíalista-
flokksins, hélt kraftmikla ræðu og dró
ekkert undan í átölum sínum á stefnu
ríkisstjómarinnar. Flokksmenn fengu
skýr skilaboð um að nú yrði að hefja
virka stjómarandstöðu í anda Franco-
is Mitterrands. Og lfldega var tími til
kominn, því í allan fyrravetur varðist
forystan máttleysislega þeim sem aug-
lýstu eftir skoðunum hennar. Einsog
formanni stjómarandstöðunnar sæmir
ásakaði Jospin Chirac um að hafa
svikið öll sín kosningaloforð og logið
að þjóðinni. Eina svar Chiracs er að
skamma þá einsog krakka sem „leyfa
sér að draga kjarkinn úr“ Frökkum.
Juppé gekk h'tið betur að veijast og til-
raunir hans til að benda þjóðinni á að
ástand sé ekki eins slæmt og sumir
vildu halda vora einsog hvísl á móti
andstöðunni. Hann brá því á það ráð
að bjóða forkólfum stjómarflokkanna
í hádegismat í vikunni, og streyma
þeir nú til hans, Raymond Barre,
Francois Léotard og Valéry Gis-
card d’Estang og lofa allir að sýna
samstarfsvilja.
Jospin spyr á móti hvort það sé
verkfallsmönnunum og kúabændun-
um sem ráku bústofna sína í mót-
mælaskyni til Parísar að kenna að
þjóðin sé bölsýn og trúi ekki á fram-
tíðina.
Vandi sósíalista
Það mætti halda að hann hafi fund-
ið svarið. En svo er ekki. Sósíalistar
leita með logandi ljósi að efnahags-
stefnu sem lítur öðmvísi út en stefna
núverandi rfkisstjómar eða boðar eitt-
hvað annað en stefna Pierres heitins
Bérégovoy, síðasta forsætisráðherrans
í síðustu vinstristjóm. Framtíð þeirra
og möguleikar á að sannfæra kjósend-
ur í næstu þingkosningum, vorið
1998, veltur þó að einhverju leyti á
því að þeir detti ofan á frumlega hug-
mynd. í þeirri einlitu efnahagshug-
myndafræði sem nú ríkir á Vestur-
löndum eru valkostirnir hinsvegar
ekki á hveiju strái. Jospin og félagar
hans þurfa því á fundvísi að halda vilji
þeir geta boðið einhvem valkost. Þeir
hafa hinsvegar aðeins þrjá mánuði til
stefnu. Landsfundur flokksins verður
haldinn um miðjan desember og þá er
vissara að hafa eitthvað bitastætt tilbú-
ið ef andstaðan á ekki að vera hjómið
eitt. Þetta er í það minnsta skoðun
stórblaðsins Le Monde, og við treyst-
um skoðunum þess ágætlega.
Sósíalistar komast heldur ekki langt
á því að væna forsetann um lygi og
svik. Þeir verða bjóða feitari bita en
eiga að öðmm kosti á hættu að hljóma
einsog bergmál af andmælanda ríkis-
stjórnarinnar á hægri væng, Jean-
Marie Le Pen. Þar sem Le Pen er
æðsti yfirlýsti óvinur sósíalista yrði
það þeim seint til ífamdráttar. Það má
annars geta þess að núverandi meiri-
hlutaflokkar em um þessar mundir
hræddari við Le Pen en sósíalista, þró-
un sem franskir menntamenn og
mannréttindahópar fylgjast uggandi
méð.
Hugsanlegur mótleikur vinstri-
manna og aðferð til að ná athygli al-
mennings í þessari baráttu væri að
sameina krafta sína fyrir næstu kosn-
ingar. Það er auðvitað hætt við að slflc
sameining myndi aðeins efla baráttu-
vilja stjómarflokkanna, en hún gæti
lflca aukið sigurlflcur sósíalista í næstu
kosningum. Nasaþefur af slflcri sam-
einingu, sem á ekkert skylt við sam-
runa, barst frá bænum Sanguinet í
Landessýslu í suðvesturhluta landsins
um síðustu helgi. Þar héldu Græningj-
ar sinn sumarháskóla og fengu í heim-
sókn, sama daginn meira að segja, Li-
onel Jospin og Robert Hue formann
Kommúnistaflokksins. Engar ákvarð-
anir vom teknar enda margar hindran-,
ir í veginum fyrir slíku samstarfi qu
greinilegt að menn em famir að þreifa
fyrir sér. Þeir hafa þó tímann fyrir sér,
þótt allir stjómmálamenn landsins 'séu
leynt og ljóst að leita að stellingum
fyrir þingkosningamar 1998. Það er
ekki ýkja langt þangað til, en nógu
langt til að rúm sé fyrir óvænta at-
burðarás. Og fyrstu átökin hafa þegar
verið dagsett. ■
Hugsanlegur mótleikur vinstri-
manna og aðferð til að ná athygli
almennings í þessari baráttu
væri að sameina krafta sfna fyrir
næstu kosningar.