Alþýðublaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 19bo ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Við höfum stigið skref IÞví hefur verið haldið fram að þingmenn Alþýðuflokks- ins verði ekki bundnir stefnumótun flokksstjórnar og flokksþings Alþýðuflokksins en þetta er alrangt. Höldum áfram að láta verkin tala Þau góðu tíðindi bárust þjóðinni í fyrradag að Alþýðuflokkurinn og Þjóðvaki hafa sæst. Það er sögulegur viðburður að þingflokkar Alþýðu- flokks og Þjóðvaka hafa ákveðið að setjast að einu borði og mynda saman þingflokk jafnaðarmanna. Með þeirri ákvörðun erum við að stíga skref sem getur orðið upphaf þróunar sem í fyll- ingu tímans leiðir jafnaðarmenn sam- an til dáða. Alþýðuflokkur og Þjóð- Pallborðið | > >_ n Guðmundsdóttir vaki eru ekki að sameinast en með sameiginlegum þingflokki og þeirri viðurkenningu á sameiginlegum stefnumiðum sem í þeirri aðgerð felst opnast farvegur til víðtækara sam- starfs. Þingflokkur jafnaðarmanna er sammála um að nú sé stigið skref sem getur leitt okkar á nýjar brautir, að mikilvægt sé að láta verkin tala en forðast stórtækar yfirlýsingar. Þessir flokkar hafa sömu áherslur Það hefur komið skýrt fram á um- liðnum vetri að ekki ber mikið á milli í áherslum Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Þingmenn flokkanna hafa staðið sam- an um fjölmörg þeirra mála sem þing- menn flokkanna hafa flutt og í afstöðu til stórmála ríkisstjórnar unnu þessir flokkar vel saman. f upphafi komandi þings mun þingflokkurinn kynna máiaskrá sína og áherslur. Samstaða er um að beita sér í málefnum fjöl- skyídunnar, þ.m.t. velferðar- og heil- brigðísmálum, skattamálum, nýsköp- un atvinnulífsins og menntamálum, auk þess sem áhersla verður lögð á samvinnu við launafólk. Þingflokkur jafnaðarmanna mun að sjálfsögðu starfa undir merki jafnaðarstefnunnar og byggja á stefnuskrám Alþýðu- flokksins og Þjóðvaka. Því hefur verið haldið fram að þingmenn Alþýðu- flokksins verði ekki bundnir stefnu- mótun flokksstjómar og flokksþings Alþýðuflokksins en þetta er alrangt. Þingmenn Þjóðvaka em ekki bundnir af stefnuskrá Alþýðuflokksins en þingmenn Alþýðuflokksins em það á sama hátt og áður. Alþýðuflokkurinn á svo sannarlega eftir sem áður sína sjö þingmenn, en nú í þingflokki Al- þýðuflokks og Þjóðvaka - þingflokki jafhaðarmanna. Þecjar viö látum verkin tala A liðnum árum hefur farið fram sí- endurtekin umræða um samfylkingu og sameiningu jafnaðarmanna. Enda- lausar vangaveltur um stöðu jafnaðar- manna og veikleika sem felist í sundr- un jafnaðarmanna í margar flokka. Þessi umræða hefur helst haft þau áhrif að veikja flokkana því svo lengi má tala um getuleysi vegna smæðar og sundmngar að fólki finnist tilgang- slítið að halla sér að þessum flokkum. Þess vegna er svo mikilvægt að láta verkin tala. Það höfum við gert að þessu sinni. Við höfum sameinað þingflokka og ákveðið að setja af stað þróun sem getur, ef vel tekst til, leitt það fólk saman sem áður hefur fylgt mismunandi framboðum. Við erum ekki að búa til hér og nú nýtt framboð. Við emm ekki að leggja Alþýðuflokk- inn niður. Við emm ekki að ráðast á Alþýðubandalagið með því að ráða fagmann úr þeirra röðum í verkefni. Við emm ekki að bijóta í bága við lög Alþýðuflokks með því að ráða mann utan Alþýðuflokksins til verkefnis á vegum þingflokks jafnaðarmanna. Þvert á móti emm við í verki að vekja vonir um að sem flestir geti fundið farveg að einu og sama markinu, þjóð- félagi jafnaðarmanna. IMú þurfum við að standa saman Það er ljóst að tilkynning um stofn- un nýs þingflokks jafhaðarmanna kom mjög á óvart. Formlegir fundir milli flokkanna spönnuðu fáa daga og það tókst að vinna í kyrrþey að verkefn- inu. Það hefur hins vegar sýnt sig að þegar áhrif hins óvænta em liðin hjá hefur borið á tilraunum til að gera þennan þýðingarmikla viðburð tor- tryggilegan. Þá er mikilvægt að Al- þýðuflokkurinn allur sé meðvitaður um styrk sinn og að hvaða marki hann hefur verið að stefna. Að flokksfólk bendi á að engin önnur ákvörðun hef- ur verið tekin en sú að sameina þing- flokka og að leggja upp í langferð. Það er ekki ferð án fyrirheits því skref fyrir skref getum við nálgast hið sam- eiginlega markmið ef við bara forð- umst æsing og yfirlýsingar. Höfundur er formaður þingflokks jafnaðarmanna. Einsog lesendur Alþýdu- bladsins vita var hæsta- réttarlögmönnum ekki boðið við vígslu nýja Hæstaréttar- hússins fyrr en á síðustu stundu. Á miðvikudagskvöld og fram á nótt streymdu dreifibréf frá skrifstofu lög- mannafélagsinstil lögmann- anna þar sem segir að Þor- steinn Pálsson hafi ákveðið að bjóða öllum hæstaréttar- lögmönnum við athöfnina. Jafnframt er tekið fram að boðið standi eftir sem áður hvað varðar fyrsta málflutn- inginn sem fer fram 9. sept- ember. Hæstaréttarlögmenn eru hvattirtil að mæta þá einnig. „Þetta er nú alveg til að bíta hausinn af skömm- inni," sagði einn hæstarrétt- arlögmanna í samtali við blaðið í gær. „Nú er Þor- steinn að reyna að redda þessu klúðri á síðustu stundu en því er hagað svo að skrif- stofufólk okkar er á nætur- vinnutaxta við að koma til okkar þessu boði og við sem félagsmenn borgum brús- ann," sagði hæstaréttarlög- maðurinn óhress. Hann segir að verið sé að bera í bakka- fullan lækinn að fá eitthvert boð í faxformi meðan sýslu- menn fá fíneríis boðskort... Forsíðuuppsláttur Helgar- póstsins í gær tengist þráðbeint átökunum í bæjar- málapólitík Hafnarfjarðar. Þar var sagt frá því með stríðs- letri að gjaldþrot Altaks sé farið til saksóknara og birt stór litmynd af Magnúsi Hafsteinssyni fram- kvæmdastjóra hins gjald- þrota fyrirtækis og núverandi formanni Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar. Við fréttum af því fyrir nokkru að pólitískir andstæðingar Magnúsar í Hafnarfirði hafi gengið á milli fjölmiðla og reynt að fá þá til að fjalla um málið til að koma höggi á Magnús. Fréttastofur Stöövar 2 og Sjónvarpsins vísuðu alfarið á bug að fjalla um málið, og sömu sögu er að segja af þeim dagblöðum sem leitað var til. Síðast bar andstæðinga Magnúsar að garði á Helgarpóstinum og þar var ekki fúlsað við mál- inu, en því slegið upp með látum... r Ymsir af þingmönnum Al- þýðubandalagsins eru bálillir yfir því að Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, skuli taka að sér sérstök verk- efni á vegum hins nýja þing- flokks jafnaðarmanna. Svav- ar Gestsson gagnrýndi þessa ráðstöfun harkalega og taldi hana siðlausa, og sumir félagar hans í þingflokknum hafa tekið í sama streng. Ein- ar Karl er þó tæpast að svíkja einn eða neinn, enda var honum bolað úr starfi fram- kvæmdastjóra með samein- uðu átaki Margrétar Frí- mannsdóttur og Svavars Gestssonar. Mörgum þótti framganga Margrétar skrýtin, enda Einar Karl arkitektinn bakvið sigur hennar á Stein- grími J. Sigfússyni í for- mannsslagnum í fyrra... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson frú Kartöfluhöfuð, hvað gerðist kvöldið sem eiginmaður þinn elti þig um allt hús með grænmetistætarann á lofti." Hvað finnst þér um sameinaðan þingflokk jafnaðarmanna? Kristólína G. Jónsdóttir fulltrúi: Ég vona að hann eigi eftir að vaxa og dafna. Ekki veitir okkur af. Jón Orri Magnússon píp- ari: Hann skiptir mig engu enda mundi ég aldrei kjósa jafnaðarmenn. Vilhjálmur Benediktsson pípari: Ég hefði viljað sjá sameiningu allra vinstri manna. Grímur Tómasson nemi: Þetta er hið besta mál. Ég vona að af frekari sameiningu verði. En ég verð hissa ef Kvenna- listinn gengur til liðs við þessa hreyfmgu. Örn Ragnarsson kennari: Mér lýst mjög vel á hana. Þeir hefðu átt að stíga skrefið tii fúlls. JÓN ÓSKAR m e n n Geðsjúkir menn eiga mjög auðvelt með að Ijúga. Þeir fá ánægju útúr því einu að hafa fólk að fíflum meðan lygar stjórnmálamanna hafa á kveðinn tilgang. David Cook, breskur sálfræöingur sem hefur komist aö því að stjórnmálamenn og geð- sjúklingar séu af sama meiði. DV. Ekki er nóg að þykjast lifa við tæknivæðingu, heldur ættum við að nota hana, óhrædd við byltinguna sem hún hefur í för með sér. Guðbergur Bergsson rithöfundur í DV í gær. Tími jafnaðarmanna er kominn. Jóhanna Siguröardóttir í DT í gær. Tími Jóhönnu á frjálsum markaði var liðinn og Þjóðvaki sofnaöur... Mestar áhyggjur hef ég af því hvað Jóhanna ætlar að segja kjósendum sínum, frjálslyndu fólki, sem hún dregur núna inní hið skelfilega hús Alþýðuflokksins. Stjórnmálaskýrandinn Guöni Ágústsson frá Simbakoti fór á kostum í DT í gær. Það er óttinn sem heldur þessu undarlega kerfi saman. Hver einustu samtök, sem ekki eru undir stjórn flokksins, hafa verið þurrkuð út. Samfélagið ein- kennist af einsemd þeirra, sem ekki þora að hafa eðlileg sam- skipti við annað fólk. Höfundur bókarinnar „Lýöveldi óttans" sem fjallar um írak undir stjórn Saddams Hússeins. Þakka ber Jóni Baldvini Hannibalssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur sérstaklega. Þeirra samvinna nú er stórmann- leg eftir það sem á undan er gengið. Stefán Jón Hafstein í forystugrein DT. Sálfræðingar segja Dutroux vanheilan á geði, mann sem neyði þá sem vinni að rannsókn málsins til að taka þátt í óhugn- anlegum leik; valdatafli, þarsem hann hafi tögldin og hagldirnar. Frétt í Morgunblaöinu um belgíska moröingjann og barnaníðinginn. Gott fyrir heilsuna að græða fullt af peningum. Fyrirsögn í Morgunblaöinu í gær. fréttaskot úr fortíð Tilkynning Þér sem hirtuð tómt sængurver í Kirkjugarðinum 4. þessa mánaðar, gerið svo vel að vitja um fiður í það á sama stað 7. þessa mánaðar. Alþýðublaðið, miðvikudaginn 6. október 1920.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.