Alþýðublaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 m a n n I Marineraóur hvalur i soja og engifer Villiandargalantin Villisveppir í smjörkœnum Heitreykt fjallableikja Appelsínulegin sjóbleikja Laxakótelettur með „Hollandaisesósu " Reyktur lax með piparrótarsósu Graflax með sinnepssósu Reyktur áll Ostar í úrvali Allt með tilheyrandi meðlœti Rétta aukil Þá munu þeir félagar Jacques og Emanuel galdra fram ýmsa forvitnilega og gómsæta rétti að hætti Lyon húa, úr íslensku villibráðinni. Bonne appetitl við óðinstorg Borðapantanir i síma 552 5090 Borðapantanir í sínta 562 0200 Borgarstjóri ákvað fyrir tveimur árum að gera könnun á launamun kynja hjá borginni. Sú skýrsla liggur fyrir Konur fá 55% af heildarlaunum karla hjá borginni „Gangur þessara mála ræðst þó auðvitað að hluta til af því hvernig viðsemjendur bregðast við," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Konur fá í allt um 55% af heildar- launum karla hjá borginni en þegar tekið er tillit til málaflokks, hlutfalls karla í stéttarfélagi, starfsaldurs og aldurs var launamunur milli kynjanna 15,5 %í mars í fyrra en lækkaði niður í 14% þegar skoðaðar voru launa- greiðslur íyrir október. Þetta kemur fram í skýrslu um samanburð á laun- um karla og kvenna hjá borginni í mars og október árið 1995, sem Fé- lagsvísindastofnun vann íyrir Reykja- víkurborg. Þetta er áþekk niðurstaða og hefur komið út úr launakönnunum, ríkisins og bankanna, en í þessari könnun var þó beitt annarri aðferð, ekki var skoð- að sérstakt úrtak heldur öll laun sem borgin greiddi út til fastráðinna starfs- manna sinna í mars og október á síð- asta ári, að undanskildum æðstu stjórnendum og sumum forstöðu- mönnum einstakra stofnanna, þar sem aðstandendur töldu að það myndi ýkja launamuninn um of en 24 af 27 æðstu stjómendum hjá borginni eru karlar. Launamunur milli kynja á öðr- um Norðurlöndum er milli sjö og tíu prósent. Hluti af verksviði jafnréttisnefnda Borgin hyggst gefa þessum málum sérstakan gaum er samningar losna nú um áramótin en að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra var einnig höfð hliðsjón af þessu atriði við gerð síðustu kjarasamninga en launamunurinn minnkaði hlutfallslega á tímabilinu frá mars til október, 1995. „Þetta er hlutur sem þarf að vinnast á mörgum vígstöðvum í senn,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Gang- ur þessara mála ræðst af því að hluta til hvernig viðsemjendur bregðast við.“ Liggur í sporslum og aukagreiðslum Launamunurinn er mun minni þeg- ar dagvinnulaun eru skoðuð, en konur voru með 91 prósent af dagvinnu- í Perl lIBJll í Oöiusvéuim Stjömukokkarnir Jacques Bertrand og Emanuel Destrait frá Michelin veitingastaðnum Les Cédres í Lyon, starfa með matreiðslu- mönnum Perlunnar og Óðinsvéa. Fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld frá 3. til 20. október. Sérvalin Cötes du Rhóne vín frá M. Chapoutier verða á villibráðar- vínseðli okkar. launum karla í mars þetta sama ár. En launamunurinn eykst verulega þegar um heildarlaun er að ræða. Þetta kem- ur líka fram í því að lauiiamunur er mun minni hvað varðar fólk undir þrí- tugu sem fær síður allskyns’auka- greiðslur. Launamunur kynjanna er heldur ekki jafn mikill í mjúku málunum sem eru yfirleitt ver metin til launa, en það á við um allar þær stéttir þar sem konur eru í meirihluta. Sem dæmi þá höfðu konur sem starfa hjá Félagsmálastofnun, um það bil 88% af heildarlaunum karla í mars í fyrra en hjá Borgarverkfræðingi á sama tíma höfðu konur 62% af heildarlaun- um karla. Að sögn Guðbjargar Andr- eu Jónsdóttur sem vann skýrsluna fyr- ir Reykjavíkurborg reyndist ekki mögulegt, út.frá þeim gögnum sem lágu fyrir, að fara ofan í saumana á því við skýrslugerðina hvað væri óunnin yfirvinna og hvaða yfirvinna væri unnin. Það sama má segja um bílastyrki, hvort um er að ræða akstur í vinnutíma eða hreinar sporslur. Það má því reikna með að launamunurinn sé enn meiri en kemur fram f skýrsl- unni. Þetta er atriði sem hefur reynst einna erfiðast viðgangs þegar kemur að því að breyta launaþróun. „Yfir- vinnugreiðslur eru hluti af starfskjör- um einstaklinga og verður ekki breytt nema að segja upp samningum," segir Ingibjörg Sólrún en hún sagði jafn- framt að borgin myndi leita leiða til að jafna þennan mun með því að leggja til við kjarasamninga að sér- stök áhersla verði lögð á að rétta hlut kvenna.“Það á líka að vera hluti af verksviði jafnréttisnefnda innan borg- arstofnanna að skoða þessi mál- og koma með tillögur til úrbóta," segir Ingibjörg Sólrún." „I jafnréttisáætluninni frá því í maí er fyrst og fremst að finna markmið. Hver stofnun á síðan að gera leiðar- lýsingu og reyna að framfylgja henni. Við erum nú með tæki til að byrja á verkefni sem er mjög flókið í fram- kvæmd," segir Hildur Jónsdóttir jafn- réttisfulltrúi. Móðurmálssjóðurinn eflist Stefnt að reglubundnari verðlaunaveit- ingum -segirSveinn Skorri Höskuldsson formaður sjóðsstjórnar. „Hugmyndin er sú að veita styrki með reglubundnari hætti og oftar en verið hefur um sinn,“ segir Sveinn Skorri Hösk- uldsson, formaður sjóðsstjórnar minningarsjóðs Björns Jónsson- ar - Móðurmálssjóðnum, í sam- tali við Alþýðublaðið. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV hlaut í vikunni verðlaun úr Móðurmálssjónum, að upphæð 60 þúsund, fyrir afbragðs stíl en verðlaunin eru aðeins veitt þeim sem hafa blaðamennsku að aðal- starfi. Jónas er tólfti biaðamað- urinn á fimmtíu árum til að hreppa verðlaunin. Sveinn Skorri segir sjóðsstjórnina hafa fullan hug á því að efla sjóðinn og hefur leitað til fyrirtækja og stofnana með ósk um framlög. Menntamálaráðherra hefur til- kynnt að ríkisstjórnin ætii að heiðra minningu Björns Jóns- sonar með 200 þúsund króna framlagi. Þá hefur Morgunblað- ið tilkynnt sjóðsstjórninni að það gefi Móðurmálssjóðnum 100 þúsund af sama tilefni. K

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.