Alþýðublaðið - 16.10.1996, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐHD
3
s k o ð a n i r
Ihaldið nýbúið - en svo komum við!!!
IMeira að segja formaður Framsóknarflokksins er
að verða frjálshyggjugaur í samanburði við formann
Sjálfstæðisflokksins.
Nú hefur íhaldið í landinu nýlokið
sínu landsþingi þar sem stærsta
málið var hvetjir selji okkur ótíndum
almúgamönnum guðaveigar. Formað-
urinn hárprúði gaf tóninn strax í upp-
hafi fundar um hvað ætti ekki að fjalla
á þinginu, málin sem ekki væru á dag-
skrá. Það skyldi helst ekki ræða um
sjávarútvegsmál og alls ekki veiði-
leyfagjald. Blátt bann var að sjálf-
Pallborð I
■ Tryggvi
Harðarson
sögðu lagt við öllu hjali um að ef til
vill væri óvitlaust að skoða mögulega
aðilda að EB. Ekki þurfti að taka fram
á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að
allt byltingarkjaftæði um kjarajöfnun
eða hærri laun til þeirra sem minnst
bera út bítum var stranglega bannað.
Allri hjörðinni bar hins vegar að jarma
í kór um ágæti landbúnaðarkerfisins
og fagna núvernadi fiskveiðistefnu
með sporðaköstum.
Davíð leggur línurnar
Það sem hæst bar á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins fyrir utan brenn-
heita umræðu um brennivínssölu og
áskrift að ríkisútvarpinu var jafnréttis-
umræðan. Sjálfstæðisflokkurinn var
lýstur stærsta kvenfélag landsins og
konur og karla skyldu hafa jafnan rétt
til að vera jöfn. Svo illa stæði bara á
hjá Sjálfstæðisflokknum núna að eng-
ar frambærilegar konur væru í flokkn-
um til að gegna æðstu embættum í
flokki og ríkisstjórn. Formaðurinn
lýsti því skorinort yfir að slíkt kynni
að breytast á næstu öld. Alltaf sami
Matthildingurinn.
Nú stendur fyrir dyrum flokksþing
Alþýðuflokksins. Ég held að Davíð sé
í raun búinn að leggja línurnar um
hvað við jafnaðarmenn munum ræða á
flokksþingi Alþýðuflokksins. Það
liggur í augum uppi að allt það sem
hann bannaði umræðu um á sínu þingi
verður þungamiðjan í umræðum á
flokksþingi Alþýðuflokksins.
Ber þar fyrst að nefnda kvótabrask
sægreifanna. Svo er komið að öllum
almenningi blöskrar hvernig örfáir
kvótakóngar maka krókinn með sölu
eða leigu veiðiheimilda sem lögum
samkvæmt eiga að vera sameiginleg
auðlind þjóðarinnar.
Þá er ljóst að kjaramálin verða eitt
aðalviðfangsefni flokksþings Alþýðu-
flokksins með það fyrir augum að
rétta hlut hins almenna launamanns.
Það er þjóðinni til háborinnar skamm-
ar að stór hluti launafólks í fullu starfi
geti ekki framfleytt sér og sínum. Nú
þegar hagvöxtur hefur aukist mjög á
ný hlýtur það að vera skýlaus krafa að
launþegar þessa lands, sam hafa borið
hitann og þungann af þjóðarsáttar-
samningunum, fái sínar fómir endur-
greiddar.
Út úr korti að sópa málinu
útí horn
Þrátt fyrir skiptar skoðanir þjóðar-
innar um ágæti Évrópusambandsins er
út úr korti að sópa málinu útí horn.
Það á að vera á dagskrá og í það
minnsta að láta á það reyna hvort Is-
lendingum tekst að ná viðunandi
samningum við EB. Það er engan veg-
inn sjálfgefið en aulaháttur formanns
Sjálfstæðisflokksins felst í því að þora
ekki að láta á það reyna.
Það er alveg ljóst að Sjálfstæðis-
flokkurinn er helsti varðhundur
óbreyttrar stefnu í landbúnaðar- og
sjávarútvegsmálum. Meira að segja
formaður Framsóknarflokksins er að
verða frjálshyggjugaur í samanburði
við formann Sjálfstæðisflokksins.
Hins vegar sakna ég þess persónulega
að þau Sif og Hjálmar, Framsóknar-
þingmenn Reykjaneskjördæmis, fylgi
eftir þeirri sjávarútvegsstefhu sem þau
lofuðu kjósendum sínum fyrir síðustu
kosningar.
Þau mál sem ég hef hér drepið á
hljóta að verða megin viðfangsefni
Alþýðuflokksins á komandi flokks-
þingi. Það eru þau mál sem brenna
heitast á þjóðinni. Það eru þau mál
sem ekki fást rædd í Sjálfstæðis-
flokknum.
Til þess að geta gert sér raunhæfar
vonir um að breyta megi þessum hlut-
um til betri vegar er alveg ljóst að til
verður að koma víðtæk samvinna
þeirra sem telja sig félagshyggjufólk
og tilheyra launþegahreyfingum
landsins. Þá og því aðeins geta ís-
lenskir jafnaðarmenn brotið af sér
ægivald íhaldsins og gert sér vonir um
réttlátt þjóðfélag jafhaðar og frelsis.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Alþýöuflokksins I Hafnarfirði.
Eins og fram kemur á forsíðu blaðs-
ins eru í það minnsta þrjár bækur
væntanlegar sem fjalla með einum
eða öðrum hætti um Ólaf Ragnar
Grímsson forseta lýðveldisins. Pálmi
Jónasson er að vinna bók þar sem
pólitískur ferill hans er rakinn, Karl
Th. Birgisson er að vinna bók sem
fjallar um kosningabaráttu Ólafs
Ragnars í máli og myndum og Gunn-
ar Smóri Egilsson kemur við sögu
nýs forlags, Dægradvöl sem gefur út
Bessastaðabækurnar. Pálmi, Karl og
Gunnar Smári hafa allir starfað sem
blaðamenn á Pressunni sálugu, tveir
þeir síðarnefndu reyndar einnig sem
ritstjórar. Það er athyglisvert að velta
því fyrir sér hvað það er við Ólaf
Ragnar sem vekur þennan áhuga fyrr-
um rannsóknarblaðamanna Press-
unnar...
að hefur komið á daginn, eins og
Alþýöublaöid sagði reyndar frá
fyrir nokkru, að Páll Vilhjálmsson
ritstjóri Vikublaösins í félagi viö aöra,
hefur st kaup á Helgarpóstinum.
Helstu samverkarnenn hans á Viku-
blaðinu, þeir Fríðrik Þór Friðriksson
og Ólafur Þórðarson munu fylgja
honum yfir á blaðið sem kennt hefur
veriö við slúður og næturlífiö. Guð-
rún Krístjónsdóttir mun víkja úr rit-
stjórastóli en Alþýöublaöiö og hverfa
til annarra starfa. Friðrik Þór vann áð-
ur á Pressunni og Ólafur Þóröarson er
í Ríótríóinu auk þess að vera Ijós-
myndari. Nú þessa dagana er Páll að
leita liðsinnis en hann hefur látið hafa
það eftir sér að blaðið muni verða
skemmtilegt og vettvangur þjóðlífs-
umræðu. Hægt er að fullyrða að Lúö-
vík Bergvinsson mun ekki hafa
mikla trú á því en hann sagði í síðasta
HP að ef hann fengi einhverju að ráða
um refsingu fanga þá myndi hann
skylda þá til að lesa Vikublaðið reglu-
lega...
r
Ymsum þótti Porsteinn Pálsson
meira áberandi á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins en við mátti búast, og
ekki síður yljaði það gömlum lands-
fundarfulltrúum að sjá Þorsteinn og
Davíð Oddsson snúa bökum saman
í deilunni um sjávarútvegsmálin. Þar
er þó ekki um endurnýjað fóstbræðra-
lag þessara fornu fjenda að ræða,
heldur illa nauðsyn. Þorsteinn gekk
fram af harðfylgi gegn hverskonar
breytingum á kvótakerfinu og hlaut
stuðning Davíðs, enda vill forsætis-
ráðherra ekkert vesen. Talsmönnum
breytinga blöskraði framganga Þor-
steins eftir að þeir höfðu sitt fram í
sjávarútvegsnefnd. Davíð gekk hins-
vegar í aö miöla málum bakvið tjöld-
in, einsog fram kemur í fréttaviðtali
við Markús Möller í DV í gær. Hon-
um þykir lítil ástæöa til að tala um sig-
ur Þorsteins og segir: „Ef menn vilja
túlka það sem sigur fyrir Þorstein
Pálsson að tillaga sem hann haföi áö-
ur staöið aö því að fella var tekinn inn
með fulltingi Davíðs Oddssonar verða
þeir að eiga það við sjálfa sig. Við Þor-
steinn höfum báðir lesið Skugga-
Svein og vitum að það voru ekki að-
alkarakterarnir sem sögðu að leikslok-
um Sáuö þiö hvernig ég tók hann?„
Skilaboðin til Þorsteins gætu varla
verið skýrari...
Framsóknarmenn halda flokksþing
uppúr miðjum nóvember og inn-
anbúðarmenn segja okkur að þar
megi vænta líflegri pólitískra um-
ræðna en hjá Sjálfstæðisflokknum.
Talið er víst að hörö gagnrýni komi
fram á ýmislegt í framkvæmd stjórn-
arstefnunnar, og að verkin séu lítt í
samræmi við fögur orð um „fólk í fyr-
irrúmi". Þá er næsta víst að framsókn-
armenn munu taka af meiri alvöru á
sjávarútvegsmálum, enda engin tilvilj-
un að Halldór Ásgrímsson er nú að-
eins byrjaður að ýja að því að kvóta-
kerfið sé ekki heilagt og óumbreytan-
legt. Veiðileyfasinnar finnast í Fram-
sókn, og þeir hafa ráöiö ráðum sínum
að undanförnu og láta áreiðanlega að
sér kveða. Hinsvegar er ekki gert ráð
fyrir neinum breytingum á forystunni.
Halldór verður auðvitaö kyrr á sínum
stað, og sama máli gegnir efalítiö um
Guðmund Bjarnason varaformann.
Ritari Framsóknar er Ingibjörg
Pálmadóttir, og þótt hún sé náttúr-
lega umdeild er ekki talið ómaksins
vert að hrinda henni úr þeim sessi,
sem litlu skiptir...
h i n u m e g i n
"FarSide" eftir Gary Larson
„Já. Samþykkir þú kollekt simtal frá hr. Aaaaaaaaaaa?"
Valgeir Magnússon fram-
kvæmdastjóri: Já, ég vil fá
La Sonnambula úr Master
Class.
Valdís Arnardóttir þjónn:
Nei, alls ekki. Mér finnst hann
svo fallegur.
Garðar Garðarsson mark-
aðsstjóri: Nei, þó að mér
fmnist hann svolítið þungur er
hann mjög þjóðlegur.
Valdís Pálsdóttir spyrill:
Það mætti hafa varaþjóðsöng,
til dæmis Hver á sér fegra föð-
urland, til að nota við minna
hátíðleg tækifæri.
Ólafur Örn Ingólfsson
bankamaður: Nei, það má
alls ekki hrófla við honum.
Hann er mjög góður eins og
hann er.
Það sem gerir þetta kvenfélag
einkar sérstætt er að í öllum
helstu forystuhlutverkum félags-
ins eru karlar, en þar er ef til vill
komin jafnréttishugsjón þeirra
sjálfstæðismanna í reynd.
Arni Þór Sigurðsson í DT í gær.
En Sjálfstæðisflokkurinn
getur ekki öllu lengur haldið
sig til hlés í umræðum um þau
stóru mál sem við blasir að
þjóðin þarf að taka afstöðu til
á næstu árum.
Leiðarahöfundur Moggans í gær um
landsfundinn.
Þegar formaðurinn mannaði
sig upp í að hafa þessa skoðun,
til að flokkurinn hefði einhverja
skoðun, ætlaði fagnaðarlátum
flokksmanna aldrei að linna.
Dagfari í gær.
Skoðanir um veiðileyfagjald
eru ekki lengur þvert á flokka.
Valið er skýrt.
Stefán Jón Hafstein ritstjóri DT í gær.
Þessi tvö mál [Evrópumálin
og veiðileifagjaldið] sýna að
flokkurinn hefur að nokkru leyti
málað sig út í horn, stefnufietir
hans við aðra stjórnmálaflokka
eru minni en var.
Össur Skarphéðinsson í DT í gær.
Við Þorsteinn höfum
báðir lesið Skugga-Svein og
vitum að það voru ekki aðal-
karakterarnir í þeirri bók sem
sögðu að leikslokum: „Sáuð
þið hvernig ég tók hann?“
Markús Möller veiðileyfagjaldsmaður
Sjálfstæðisflokksins í DV í gær.
Að dómi sérfróðra manna
er engin nefnd með nefndum
nema Jóhannes [Nordal] sé í
henni, enda hefur hann setið í
fleiri nefndum en nöfnum tjáir
_ að nefna og á ekki aðeins
íslandsmet heldur sennilega
heimsmet í þeim vettvangi
og gæti hæglega komist í
heimsmetabók þá, sem kennd
er við Guiness.
Halldór Þorsteinsson skólastjóri Málaskóla
Halldórs í Mogganum í gær.
Þetta verður blaða-
mannablað með pólitík
Páls Vilhjálmssonar.
Páll Vilhjálmsson ritstjóri Vikublaösins
hefur nú fest kaup á Helgarpóstinum.
Mogginn í gær.
Hæðinni er mjög ábótavant
hjá Höllu og það hlýtur að vekja
upp spurningar hvort Halia
Margrét sé sópran, í þeim
skilningi sem hún kynnir sig.
Ragnar Björnsson tónlistargagnrýnandi
Moggans um tónleika Höllu Margrétar
Árnadóttur í gær.
fréttaskot úr fortíð
Bardagar í París
Blóðugir bardagar hafa staðið í París,
út af allsherjarverkfallinu. Þó helzt
jámbrautarflutningur enn nokkum
veginn.
Alþýðublaðið,
þriðjudaginn 4. maí 1920.