Alþýðublaðið - 16.10.1996, Side 8
Miðvikudagur 16. október 1996 155. tölublað - 77. árgangur________________________________Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
■ Ágúst Einarsson telur að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins hafi línurnar í íslenskri pólitík skýrsttil muna
Baráttan er á milli Sjálfstæðisflokks og jafnaðarmanna
- segir Ágúst. „Alvarlegur
ágreiningur í meginmálum."
,J>að kæmi mér mjög á óvart ef allir
kjósendur Sjálfstæðisflokksins reynd-
ust sammála afstöðu landsfundarins í
fiskveiðimálum, bæði hvað varðar
óbreytt fyrirkomulag í fiskveiðistjóm-
unarmálum og afstöðu til veiðileyfa-
gjalds,“ segir Ágúst Einarsson, þing-
maður Þjóðvaka. Hann segir aðkomu
Davíðs Oddssonar að umræðu lands-
fundarins um sjávarútveg hafa verið
mjög svo furðulega. „Strax í upphafi
gaf hann línuna og drap umræðuna.
Þetta er sama aðferðafræði og hann
viðhafði í Evrópumálunum," segir Ág-
úst.
Ágúst segir athyglisvert að þegar
Þingflokkur jafnaðarmanna kynnti á
Alþingi tillögur sínar um veiðileyfa-
gjald hafi Halldór Ásgrímsson tekið
undir þau meginsjónarmið tillögunnar
að með betri afkomu í sjávarútvegi ætti
hluti af arðinum að renna til þjóðfé-
lagsins. Hann segir Friðrik Sophusson
einnig hafa tekið undir veigamikil rök í
málflutningi jafnaðarmanna.
Ágúst telur að eftir landsfund Sjálf-
stæðisflokksins hafi línumar í íslenskri
pólitík skýrst til muna. ,3aráttan stend-
ur milli Sjálfstæðisflokksins og jafnað-
armanna," segir Ágúst. Hann segir að
stórfelldur ágreiningur sé í fjórum
meginmálun milli þessara fylkinga:
„Við jafnaðarmenn viljum taka upp
veiðleyfagjald meðan Sjálfstæðisflokk-
urinn ver núverandi kerfi með kjafd og
klóm. Við emm með róttækar og fram-
farasinnaðar tillögur í landbúnaðar- og
neytendamálum en þar tekur Sjálfstæð-
isflokkurinn afstöðu með gömlu kerfi
og slær hring um hagsmuni fortíðarinn-
ar. Flokkamir hafa ólíku afstöðu í Evr-
ópumálum þar sem við fylgjumst með
nýjum straumum og hleypum þeim
inni í pólitíska umræðu okkar meðan
Sjálfstæðisflokkurinn skellir í lás,
fjandskapast út í EES- samninginn og
neitar að fylgjast með þeirri vömþróun
sem á sér stað í Evrópu. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur forkastanalega nálgun
í jafnréttismálum og viðurkennir ekki
hina kerfísbundnu kúgun kvenna sem
hefur viðgengist í þjóðfélaginu,“ sagði
Ágúst. Hann sagði ennfremur: „í síð-
ustu kosningum kusu 60.000 manns
Sjálfstæðisflokkinn. Landsfund flokks-
ins sátu 1500 manns. Ég á eftir að sjá
hina tæplegu sextugu þúsund kjósend-
ur skrifa undir allt það sem kom frá
þessum landsfundi. Það verður meira
spennandi en að lesa sig í gegnum
ályktanir landsfundarins."
■ Gallupkönnun
1/4 sá stefnu-
ræðu Davíðs
Tæplega fjórðungur landsmanna
horfði að einhverju leyti á umræður
um stefnuræðu forsætisráðherra í Rík-
issjónvarpinu annan október síðastlið-
inn. Karlar horfa í meira mæli á um-
ræðuna en konur og þeir sem hafa ein-
göngu aðgang að Ríkissjónvarpinu
voru fjölmennari í hópi þeirra sem
fVlgdust með umræðunum en þeir sem
Hafa aðgang að öllum stöðvum.
Þetta kemur fram í skoðanakönnun
sem Gallup lét gera en forsætisnefnd
alþingis mun hafa niðurstöður könn-
unarinnar til hliðsjónar við umfjöllun
um breytt fyrirkomulag á umræðunni.
Könnunin fór fram dagana fjórða til
ellefta október og var upplýsinga aflað
í síma. Valið var tilviljunarúrtak í
þjóðskrá, alls 1500 manns, en þegar
ffá höfðu verið dregnir, látnir og þeir
sem búsettir eru erlendis stóðu eftir
1448 einstaklingar. Svarendur voru
1077 einstaklingar, alls neituðu 154 að
svara og ekki náðist í 217 manns.
Nettósvörun var því 74,4.
■ Ritstjórn Vikublaðsins
kaupir Helgarpóstinn
Vikublað-
ið gefið
út áfram
- segir Margrét Frímannsdóttir.
Áherslubreytingar á ritstjómar-
stefnu verða um áramót.
„Vikublaðið verður gefið út áfram.
Það verður vitanlega einhver breyting
á því með nýrri ritstjóm, en það er ör-
uggt að blaðið verður gefið út áfram,“
sagði Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, í samtali
við Alþýðublaðið. Páll Vilhjálmsson,
ritstjóri Vikublaðsins, hefur ásamt
starfsmönnum blaðsins og fjárfestum
keypt Helgarpóstinn.
Margrét segist ekki vera farin að
velta fyrir sér ritstjóraefni, en það
verði á dagskrá innan skamms enda sé
núverandi ritstjóm að kveðja á allra
næstu dögum. Hún sagði að Vikublað-
ið yrði rekið áfram í núverandi mynd
en áherslubreytinga myndi verða vart
um áramót. „I haustbyrjun var ákveð-
ið að breyta áherslum á þann veg að
blaðið myndi í auknum mæli sinna
fréttum af sveitarstjórnarmálum og
ungliðapólitík. Þessi breyting mun
koma til framkvæmda um áramót,“
sagði Margrét.
Odyrustu
flugfargjöl
innanlands
í vetsur!
um
ísland *
Sérkjör á innanlandsflugi, gistingu,
bílaleigubílum og nútuferðum fynin
félagsmenn stéttanfélaganna
llllk flug
b-
Aðeins selt a
5.830 kr. til allra
áfangastaða Flugleiða innanlands,
4.830 kr. til Vestmannaeyja.
Farmiðan enu aðeins seldir á
laugardögum á sölustöðum
Flugleiða um allt land
- á höfuðborgansvæðinu
aðeins á afgneiðslu Flugleiða
á Reykjavíkunflugvelli.
Hótel
Tveggja manna
herbergi á verði
eins manns
herbergis
á 21 hóteli
um allt land!
Bílaleigubílar
Frábænt verð á bílaleigubílum hjá
Eunopcan - Bílaleigu Akuneynan!
□æmi: Bíll af 1 . flokki með tryggingu,
sköttum og km akstri aðeins
20.300 kr. f eina viku.
IEftirtalin félög eru aðilar
að samningum um
stéttarfélagsverð:
bílar
Skelltu þér með
rútunni!
50% afsláttur
á flestum
áætlunarleiðum
sérleyfishafa hjá BSÍ!
BSB®
Jll
Slértorfétog faenskra /n.
MJoftœðtnga 'Ó/
rnanna
FLUGLEIÐIR
INNANLANDS•
I Kynnið ykkur sérkjörin!
Skrifstofur stéttarfélaganna veita allar nánari
upplýsingar um einstök tilboð, gildistíma þeirra og
aðra skilmála. Munið félagsskírteinin!