Alþýðublaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996
s k o ð a n i r
MMMBIHDID
21197. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín ehf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Tölvupóstur alprent@itn.is
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Ríkisforstjórinn
og tjáningarfrelsið
Ríkissaksóknari hefur nú ákveðið að gefa út ákæru á hendur ritstjóra
Alþýðublaðsins fyrir skrif hans um fangelsismál. Akært er á grundvelli
tveggja greina almennra hegningarlaga og eru viðurlögin sektir eða
varðhald aUt að einu ári. Málið er höfðað að kröfú Haraldar Johannes-
sens forstjóra fangelsismálastofnunar, vegna greinar sem ritstjóri blaðs-
ins skrifaði undir eigin nafni í blaðið hinn 6. mars í vor. Athyglisvert
verður fyrir áhugamenn um tjáningarffelsi að fylgjast með málinu og
niðurstöðu þess fyrir dómstólum.
Greinin sem kært er útaf fjallaði um aðbúnað fanga á íslandi og
stefnu hins opinbera í fangelsismálum. Kveikja greinarinnar var sú
ákvörðun fangelsismálastofnunar að skerða stórlega heimsóknartíma til
fanga og minnka útivistartíma þeirra. Þá var opinber stefna stjómvalda
gagnvart föngum gagnrýnd, á þeim forsendum að ekkert væri gert til að
hjálpa þeim sem komist hafa í kast við lögin til að snúa af villu síns
vegar. Hin sorglega staðreynd er nefnilega sú, að flestir sem einu sinni
lenda í fangelsi halda áfram að fremja afbrot. Mörg dæmi em um að
komungir menn, jafnvel innan við tvítugt, séu settir í fangelsi með
harðsvíruðum glæpamönnum. íslensk fangelsi hafa því miður verið
uppeldisstofnanir og menntaskólar í glæpamennsku. Þetta var gagnfynt
í grein ritstjóra Alþýðublaðsins, sem er endurbirt í heild í blaðinu í dag,
lesendum til glöggvunar á málinu.
Alþýðublaðið hefur allra fjölmiðla mest fjallað um málefni fanga síð-
ustu misseri. Tilgangur blaðsins með þessum skrifum er tvíþættur: Ann-
arsvegar hefur blaðið vakið athygli á versnandi aðbúnaði fanga, hins-
vegar hefur opinber stefna í málaflokknum verið gagnfynd. Hvað fyrr-
nefnda atriðinu viðvíkur hefur blaðið meðal annars krafist skýringa á
því, afhverju heimsóknartími til fanga var skorinn niður úr sjö klukku-
stundum á viku niður í tvær. Þær skýringar hafa eJtki fengist. Með þess-
um harkalegu og óútskýrðu aðgerðum var ástvinum fanga gert miklu
erfiðara fyrir að rækta samband sitt við frelsissvipta menn. Um fangels-
isstefnu ríkisins er það að segja, að hið opinbera virðist líta svo á, að
frelsissvipting eigi einvörðungu að fela í sér refsingu en ekki betrun. Al-
þýðublaðið hefur gagnfynt þetta viðhorf, bæði á þeim forsendum að það
sé ómannúðlegt gagnvart einstaklingum og beinlmis óhagkvæmt út frá
þjóðfélagslegum forsendum. Öll siðuð þjóðfélög hljóta að kappkosta að
stemma stigu við glæpum. í því á vitanlega að felast að þau reyna að
koma í veg fyrir að menn haldi áfram á glæpabraut.
Ákæra ríkissaksóknara á hendur ritstjóra Alþýðublaðsins mun leiða til
þess að málefni fanga og stefna hins opinbera verða rædd til hlítar. Rétt-
arhöldin sem ríkissaksóknari efnir til að beiðni fangelsismálastjóra geta
því ekki nema að nokkru leyti snúist um þau níu orð sem ákært er
vegna. En það er aðeins önnur hlið þessa máls. Ákæra ríkissaksóknara
mun beina athygli manna að þeirri staðreynd, að opinberir starfsmenn
eru ennþá sérstaklega vemdaðir gagnvart skoðunum annarra. Það kost-
aði langa baráttu að fá afnumda lagagrein um sérstaka vemd opinberra
starfsmanna. Flestir héldu að þeirri baráttu hefði lokið með fullnaðar-
sigri málfrelsisafla. Því miður reyndist það á misskilningi byggt. Um-
rædd lagagrein var umorðuð og flutt til innan hegningarlagabálksins, og
lifir góðu Kfi sem grein 242 í almennum hegningarlögum. Þar er kveðið
á um það, að sá sem ,,móðgar“ opinberan starfsmann skuli sæta opin-
berri ákæm.
Alþýðublaðið hefur oft reynt að fá Harald Johannessen fangelsis-
málastjóra til að tjá sig um einstök mál og stefnu stofnunarinnar. Hann
hefur jafnan virt slíkar beiðnir að vettugi. Hann hefur heldur aldrei
komið athugasemdum á framfæri við blaðið vegna skrifa þess um fang-
elsismál. Þótt hann eigi að heita opinber starfsmaður, í þjónustu al-
mennings, þá lítur hann greinilega ekki svo á að honum beri nein skylda
til að gera grein fyrir störfum sínum eða skoðunum. Hann kýs fremur að
þegja þunnu hljóði, en beita saksóknara ríkisins fyrir sig, mislíki honum
skoðanir eða umfjöllun fiölmíðla. Óþarfi er að setja á langar tölur um
þann hofmóð sern baki býr, ellegar skort á manndómi. En ríkisforstjóri
sem ekki þorir að svara áleitnum spumingum á opinbemm vettvangi,
hlýtur að kalla yfir sig umræðu. Haldi fangelsismálastjóri að hann geti
beitt ríkissaksóknara fyrir sig einsog varðhundi til að þagga niður gagn-
fyni eða umræðu, þá er það á hrapalegum misskilningi byggt. Sá mis-
skilningur verður leiðréttur í dómssal. ■
Skýrari línur milli þings
og framkvæmdavalds
Stöðu Alþingis gagnvart fram-
kvæmdavaldinu þarf að styrkja til
muna. Eftirlitshlutverk löggjafarvalds-
ins með framgangi mála af hálfu
stofnana framkvæmdavalds er of veikt
skilgreint lögum samkvæmt og fram-
kvæmdin er tilviljanakennd. Ríkis-
stjóm, einstök ráðuneyti og embættis-
menn undirstofnana ráða of miklu við
samningu og gerð nýrra lagafrum-
varpa. Frumkvæði þingmanna að
nýrri lagasetningu er nær eingöngu af
HálxKð^ |
hálfu þingmanna stjórnarandstöðu,
því illa er séð að stjómarþingmenn séu
að grípa fram fyrir hendur ráðherra.
Alþingi verður þannig í raun af-
greiðslustofnun fyrir ríkisstjóm hvetju
sinni. Þá er óþolandi með öhu að fjár-
málaráðuneyti skammti í raun Alþingi
og undirstofnunum þess, ríkisendur-
skoðun og umboðsmanni Alþingis, úr
hnefa við gerð fjárlaga hvetju sinni;
þessu sömu stofnunum og eiga að
hafa eftirlit með ráðuneytunum og
stofnunum framkvæmdavaldsins.
Þessu þarf að breyta. Ýmsar leiðir
em færar í þeim efnum. Þörf er á end-
urbótum hvað varðar starfshætti Al-
þingis og skerpa þarf skilin milli lög-
gjafarvaldsins og framkvæmdavalds-
ins. Skulu hér nefndar nokkrar leiðir
að þessum markmiðum.
Ráðherrar ekki líka þing-
menn
Ráðherrar skulu ekki samhliða
gegna starfi þingmanns. Ef þingmaður
tekur við störfum ráðherra, skal hann
jafnframt láta af starfi þingmanns, svo
lengi sem hann er í embætti ráðherra.
Þetta er mikilvægt til að skilja glögg-
lega á milli þings og framkvæmda-
valds og að ráðherrar séu þannig ekki
jafnframt dómarar í eigin sök. Ut af
fyrir sig er ekkert sem bannai' þetta í
núgildandi lögum. Hins vegar er mál-
um þannig háttað í dag, að tæki ráð-
herra ákvörðun um slfkt, þá væri hann
að útiloka sig frá frekari þing-
mennsku, að minnsta kosti fram að
næstu kosningum. Á það vilja menn
ekki hætta, því dæmi eru um það að
ríkisstjómarskipti verði á miðju kjör-
tímabili. Sumir ráðherrar láta þá af
embætti, en geta þá ekki tekið sæti sitt
á Alþingi að nýju, því þeir hafa sagt
því sæti lausu. Erlendis er það víða
þannig, að ráðherrar fá einfaldlega
leyfi frá störfum þingmanns svo lengi
sem þeir gegna starfi ráðherra. Slíkt
fyrirkomulag er eðlilegt að taka upp
hérlendis. Ekki er fráleitt að stefna að
fækkun þingmanna um leið og ofan-
greint fyrirkomulag yrði tekið upp.
Virkara eftirlit þingsins
Eftirlitsskyldu þingsins með starf-
semi framkvæmdavaldsins þarf að
glöggva og skýrgreina miklum mun
betur en gert er. Fram hefur komið
frumvarp sem gerir ráð fyrir sérstök-
um virkum rannsóknamefndum þings-
ins, þar sem unnt er að taka einstök
mál upp og skoða þau í krók og kring.
Þá er ráð fyrir því gert að slíkar athug-
anir séu einnig gerðar fyrir opnum
tjöldum. Á Bandaríkjaþingi er þessi
venja vel þekkt og mikilvægur þáttur í
lýðræðisskipulagi og stjómskipan þar
fyrir vestan.
Tryggja þarf að Alþingi hafi fmm-
kvæði og vald yfir þeim fiárveitingum
sem þarf til að tryggja starfsemi þings-
ins og ekki síður undirstofnunum
þess, það er ríkisendurskoðun og um-
boðsmanni Alþingis. I nýlegri skýrslu
umboðsmanns vegnaársins 1995 segir
meðal annars: „Með tilliti til fjölda
þeirra mála sem embætti mínu berst
og þeirra breytinga sem nú eru í ís-
lenskri stjórnsýslu hefur að mínum
dómi mikla þýðinug að Alþingi sjái til
þess við afgreiðslu fjárlaga að embætti
umboðsmanns Alþingis geti rækt hlut-
verk sitt og tryggt réttindi borgaranna
á þann hátt er lög 13/1987 um um-
boðsmann Alþingis mæla fyrir. Sá
málafjöldi, sem embætti mínu hefur
borist síðustu þfiú ár, hefur orðið til
þess að ekki hefur verið mögulegt að
afgreiða mál tafarlaust."
Sannleikurinn er sá, að tillögur for-
sætisnefndar Alþingis við fjárlaga-
gerð, bæði hvað varðar rekstur sjálfs
þingsins og áðumefndra undirstofn-
ana, hafa farið til umfjöllunar í fjár-
málaráðuneytinu og oftar en ekki ver-
ið þar niður skomar og komið þannig
breyttar í fmmvarpi fjármálaráðherra
til fiárlaga komandi árs. Þetta gengur
ekki. I flestum þjóðþingum eru fjár-
lagatillögur þeirra settar fram óbreytt-
ar eins og þær koma frá viðkomandi
þingum og framkvæmdavaldið vogar
sér ekki að hrófla við þeim. Enda er
það ekki við hæfi að fulltrúi fram-
kvæmdavaldsins sé ráðandi um það
hvernig háttað er starfsemi þeirra
stofnana, sem sérstaklega er ætlað að
hafa eftirlit með þessu sama fram-
kvæmdavaldi. Vissulega þarf þingið
að laga sig að efnahagsástandi hvefiu
sinni og marka sér fjárhagslegan
ramma í samræmi við það. Grundvall-
aratriðið er engu að síður, að fram-
kvæmdavaldið á ekki og má ekki
blanda sér í þau mál.
Nauðsynlegar endurbætur
Hér eru aðeins nefnd örfá dæmi
sem mikilvægt er að taka á í stjóm-
kerfi okkar til að meginlínur okkar
lýðræðisskipunar séu hreinar og klár-
ar. Ég hygg að vilji sé til þess að taka
á þessum málum og sá vilji sé ekki
bundinn við einstaka stjórnmála-
flokka, né heldur hvort þeir eru um
þessar mundir í stjóm eða stjómarand-
stöðu. Hér er einfaldlega um nauðsyn-
legar endurbætur á stjórnkerfi okkar
að ræða, sem gera hreinni og klárari
þrískiptingu valdsins og auka til muna
á sjálfstæði þingsins gagnvart fram-
kvæmdavaldinu.
Höfundur er alþingismaður
og varaformaður Alþýðuflokksins.
I„Frumkvæði þingmanna að nýrri lagasetningu er nær eingöngu af háifu þingmanna
stjórnarandstöðu, því illa er séð að stjórnarþingmenn séu að grípa fram fyrir hendur
ráðherra.“
dagatal 2 2. október
Atburðir dagsins
1253 Flugumýrarbrenna: Sturl-
ungar brenndu bæinn að Flugu-
mýri í Skagafirði. I brennunni
fórust 25 manns. 1906 Franski
listmálarinn Paul Cézanne
deyr. 1962 Nelson Mandela
dreginn fyrir dóm í Suður-Afr-
íku. 1975 Heimspekingurinn
og sagnfræðingurinn Arnold
Toynbee deyr. 1985 Fimm aur-
skriður féllu úr Bildudalsfjalli
niður í kauptúnið og hlutust af
nokkrar skemmdir. 1992
Hólmaborg SU landaði á Eski-
firði stærsta sfldarfarmi til þess
tíma, um 1350 tonnum.
Afmælisbörn dagsins
Franz Liszt 1811, ung-
verskt tónskáld. Sarah Bern-
hardt 1844, frönsk leikkona.
Catherine Deneuve 1943,
frönsk kvikmyndaleikkona.
Jón Óskar 1954, myndlistar-
maður.
Annálsbrot dagsins
Drekkt Þuríði Bjarnadóttir úr
Isafjarðarsýslu fyrir blóð-
skömm með föður sínum og
bamsmorð. Bjarni Jónsson,
faðir hennar, hafði hlaupið
brott haustinu fyrr. Með henni
kom til alþingis Einar Jónsson,
er svarinn hafði verið samvit-
andi morðsins; honum dæmd
og veitt refsing til 13 marka, og
aukið á vegna hans illrar refs-
ingar.
Vallarannáll 1695.
Þjónn dagsins
Feitur þjónn er ekki mikill
maður. Barður þræll er mikill
maður, því í hans brjósti á
frelsið heima.
Halldór Laxness, íslandsklukkan.
Málsháttur dagsins
Betra er að einhver njóti en
engi.
Djöfull dagsins
Og er von þó dilli í djöflinum
og helvítishöllum, þegar slíkar
guðlastanir og eitraðar mein-
ingar dreifast út og víðfrægj-
ast?
Jón Magnússon, 1610-96, prestur.
Orð dagsins
Og ég vildi tón mitt leggja
ílitla, þétta hönd og Irn'ta,
°g íjjötrumfeginn U'ta
fram d götu okkar beggja.
Einar Benediktsson, Snjáka.
Skák dagsins
Arkell, sem hefur hvítt í skák
dagsins, var að leika illa af sér,
færði hrókinn frá c7 til c2.
Kosten var fljótur að sýna ffam
á að þetta voru hrapaleg mis-
tök. Hvernig vinnur svartur
snöggan sigur?
Svartur leikur og vinnur.
1. ... Dc7!! Arkell gafst upp,
enda kemst hann ekki hjá lið-
stapi.