Alþýðublaðið - 24.10.1996, Síða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1996, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐK) FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 rMDIIBIÍDID 21199. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Karlinn í brúnni gengur frá borði Til er fræg teiknimynd úr ensku blaði frá því þegar Bismarck kanslari Þýskalands dró sig í hlé frá stjómmálum. Myndin sýnir þegar kanslarinn gengur frá borði á stóm skipi og fer um borð í lítinn árabát. Þessi mynd þykir enn táknræn um það þegar stjóm- skömngar eða örlagavaldar draga bát í naust að lokinni langri og strangri útvist. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir í fyrradag að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns áfram, duldist engum að mikil pólitísk þáttaskil vom framundan. í þessu samhengi er rétt að benda á að fyrr í sumar hvarf af hinum pólit- íska vígvelli annar fyrirferðamikill stjómmálamaður, Olafur Ragnar Grímsson. Máltækið segir að maður komi í manns stað. Það er rétt svo langt sem það nær. Skarð Jóns Baldvins verður vandíyllt. Hann hefur verið afar umdeildur stjómmálamaður og persóna hans hef- ur verið efhi í mikil veisluhöld hjá Gróu gömlu á Leiti. Póhtísk ferðalög hans um landið hafa ætíð verið mikið fréttaefni. Boð- skapur Jóns Baldvins hefur jafnan vakið mikil viðbrögð. Þar var aldrei nein lognmolla. Skilaboð hans hafa ætíð verið skýr. Megin afrek Jóns Baldvins var að sveigja íslenska jafnaðar- mannastefnu úr staðnaðri, lífvana ríkisforræðishyggju til nútíma- legri viðhorfa og verða þannig á undan öðmm foringjum jafnað- armanna á Norðurlöndum að benda á þær miklu hættur sem steðjuðu að jafnaðarstefnunni og velferðarsamfélaginu. Markaðs- búskapur í opnu alþjóðlegu hagkerfi, barátta gegn sérhagsmunum og einokun, öguð ríkisijármálstefna samfara traustu öryggisneti fyrir þá sem em minnimáttar vom skilaboðin. Á fundum nor- rænna jafhaðarmannaforingja á níunda áratugnum fór ekki á milli mála að málflutningur Jóns átti ekki alltaf uppá pallborðið. Mönnum þótti þetta bera keim af galgopaskap og hægri villu. Tíminn leiddi þó annað í ljós. Viðbrögðin hér heima vom svipuð. Það er fýrst núna sem þessi sjónarmið em að verða sameiginleg meðal jafnaðarmanna í öllum flokkum. Að því leyti skilur Jón Baldvin eftir sig fullsáða akra. EES-samningurinn og baráttan fyrir sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna em þó hans stóra bautasteinar. Hann háði þar einhverja mestu omstu sem íslenskur stjómmálamaður hefur nokkm sinni háð og hafði sigur. Jón Baldvin hafði í hendi sér myndun þriggja ríkisstjóma. Sú síðasta - Viðeyjarstjómin - var sú afkastamesta og jafnframt sú áhrifamesta. Hún var mynduð í þeim tilgangi fyrst og fremst að tryggja samningnum um evrópskt efnahags- svæði framgang. í því skyni urðu önnur mál að víkja. Þegar það mál var í höfn var límið í samstarfi Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokks orðið þurrt og farið að molna. í aðdraganda að myndun stjómarinnar vom Jón Baldvin færð þau skilaboð að fyrrverandi samstarfsflokkar Alþýðuflokksins gætu samþykkt hann sem forsætisráðherra í nýrri vinstristjóm. Svar hans var skýrt. Hann vildi frekar gulltryggja EES-samninginn en völd og vegtyllur sjálfum sér til handa. Nú er það eftirmanna Jóns Baldvins að taka við keflinu. Það var ekki við því að búast að Jón Baldvin færi frá án þess að láta í ljós skoðun sína á því hvemig forystusveit flokksins yrði best skipuð. Það er síðan flokksþingsins eins að ákveða hvernig mönnum verður skipað til verka. Þeir sem nú munu senn taka við forystu fyrir Alþýðuflokknum - Jafnaðarmannaflokki Islands bera mesta ábyrð á sameiningarferlinu. Þeir munu stýra þeim flokki sem verður burðarás í sameiningunni. Innan hans verður að vera lífsrými fyrir mismunandi sjónarmið og fólk úr ólíkum starfsstéttum. Það væri óráð að stofna nýjan flokk án rótarkerfis og sögusviðs. Slíkt hefur aldrei heppnast. ■ Aflið sem Tveir pólitískir viðburðir á þessu hausti standa uppúr. Pólitískir við- burðir sem geta gjörbreytt íslenskum stjórnmálum til frambúðar. I fyrsta lagi er það nýr samstarfsvettvangur jafnaðarmanna, og stofnun nýs þing- flokks á Alþingi, - þingflokks jafnað- armanna. f öðru lagi er það landsfund- ur sjálfstæðismanna. Hann sýndi landsmönnum að það eru fyrst og fremst jafnaðarmenn sem sjálfstæðis- menn óttast. Oddsson og ormarnir I upphafi landsfundarins gaf Davíð Oddsson tóninn. Jós úr skálum reiði sinnar. Jafnaðarmenn voru hans höf- uðandstæðingar. Sjávarútvegsmála, landbúnaðar, Evrópumál. Sama hvar var borið niður. Ekki var heil brú í málflutningi þeirra sem vom á annarri skoðun en formaðurinn. Sneiðin var send jafnaðarmönnum, og landsfund- arfulltrúum. Landsfundarfulltrúum sem vildu ræða veiðileyfagjald - landsfundarfulltrúum sem vildu ræða Evrópumál - landsfundarfulltrúum sem gagnrýndu forystuna fyrir fram- kvæmd GATT samningsins. Fram- kvæmd, sem rýrt hefðu kjör lands- manna. Þeir fengu strax að vita hvar Ðavíð keypti ölið, ef þeir gengju gegn formanninum. Og Davíð varaði við að hlusta of mikið á grasrótina. Ormar - ormar geta fyllt eyrun, sagði formaðurinn. Landsfundarfulltrúum fannst þetta slæm tíðindi. Líka þeim, sem vissu að ormamir umbreyta moldinni og gera hana frjósamari, en hefðu ekki hlut-. verki að gegna í eyrum íhaldsmanna. En landsfundarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vita að orð formannsins eru lög. Þeir mega ekki hlusta of mikið á grasrótina. Þá fá þeir ánamaðka í eyr- un. Líkt og grýla tekur óþægu bömin sem ekki borða hafragrautinn sinn. Gagnsókn vinstri manna Landsfundurinn innsiglaði síðan rækilega vemdarstefnu sína og hags- munagæslu, sem rýrt hefur kjör al- mennings og gert þá ríku ríkari. Hann innsiglaði líka hverja íhaldið skil- greindi sem sína höfuðandstæðinga. „Búast þarf við gagnsókn vinstri rnanna," sagði Friðrik Sophusson. „Við eigum áreiðanlega eftir að sjá mikla hugmyndafræðilega og pólit- íska geijun á vinstri væng stjómmála á næstu árum,“ sagði varaformaðurinn. Greinilega órólegur. Og í samtölum við sjálfstæðismenn eftir landsfundinn hefur komið fram, að þeir óttast sam- fylkingu jafnaðarmanna. Að hún verði að veruleika fyrir næstu kosningar. Stór jafnaðarmannaf lokkur í burðarliðnum? Það afl sem íhaldið óttast mest - einn stór jafhaðarmannaflokkur - gæti íhaldið óttast IÞað afl sem íhaldið óttast mest - einn stór jafnaðar- mannaflokkur - gæti verið f burðarliðnum ef vel til tekst. verið í burðarliðnum ef vel til tekst. Nýr samstarfsvettvangur jafnaðar- manna er staðreynd. Nýr þingflokkur á Alþingi, þingflokkur jafnaðarmanna, undirstrikar alvöm málsins. Þá þróun og hugmyndafræði sem hér er lagt upp með. Þetta er ný og trúverðug nálgun að sameiningu jafnaðarmanna. Nálgun, sem ekki hefur verið reynd áður. Innihald þessarar ákvörðunar er helst hægt að líkja við stofhun Reykj- avfkurhstans. Þeir sem rýnt hafa í sög- una finna enga skírskotun þessu líka innan Alþingis. Nema ef vera skyldi „árið 1929, þegar .íhaldsflQkkurinn og. Frjálslyndi flokkurinn stofnuðu til samstarfs innan þings með sameigin- legum nýjum þingflokki undir nýju heiti. Það var upphafið að veldi Sjálf- stæðisflokksins í íslenskri pólitfk. Jafnaðarmenn og grasrótin Ekkert hefur enn verið formfest um þróun þessa samstarfsvettvangs. Jafn- aðarmenn vilja hlusta á grasrótina. Hvemig hún vill móta og sjá þennan samstarfsvettvang. - Jafnaðarmenn vita að hjá grasrótinni er að finna frjó- an jarðveg til ,að umbreyta. Grasrót- inni, sem fyllii Hótel Borg á degi jafh- aðarmanna. - Grasrótinni, 'sem sagði að ekkert fengi stöðvað sameiningar- ferilinn. Ekki forystan á vinstri vængnum. Ekki þeir sem drösluðust með fortíðina í farteskinu. Ekki þeir sem tefja og bítast bara um frumburð- arréttinn. Hjá hvorum A-flokkanna finmkvæði að sameiningu liggi. Grasrótin spyr núna: Hvar og hvemig getum við lagt lið einum stór- um jafnaðarmannaflokki? Þetta er hinn breiði fjöldi jafnaðarmanna. Jafn- aðarmenn, sem ekki hafa fundið sér farveg í gamla flokkakerfinu. Sem telja að vörumerki A-flokkanna séu úrelt - selji ekki. Hafi ekki aðdráttar- afl fyrir allan þann fjölda sem aðhyll- ist jafnaðarstefnuna. Heldur nýr flokk- ur jafnaðarmanna, þó á gömlum gmnni sé. Þeir segja við viljum ekki ganga inní gömlu flokkana. Við vilj- um nýtt afl - stóran jafnaðarmanna- flokk, sem hefur burði til að leiða þjóðina inní 21. öldina. Burt frá verndarstefnu og hagsmunagæslu íhaldsins, - til nýrra tíma þar sem jafnaðarstefnan er í öndvegi við lands- stjómin. Fólkið tekur málið í sínar . hendur ....... Það ér'frámfíðin áém.skiþfírj.þetta fólk máli, ekki fórtíðin. Ufigá fólkið á vinstri vængnum, sefn krefst samein- ingar. Unga fólkið sem gæti orðið burðarásinn. Að láta draum jafnaðar- manna um einn stóran jafnaðarmanna- flokk verða að vemleika. Unga fólkið sem sér að íhaldið er að lama mennta- kerfið í landinu. Öryrkjamir og ellilíf- eyrisþegarnar sem hafa verið eitt helsta skotmark framsóknaríhaldsins við landsstjómina. Yfir þrjátíu þúsund fátækra á Islandi, sem lifa undir hung- urmörkum. Heimilin sem eru að sli- gast undan skuldunum. Launafólkið á sultarkjörunum, sem sér hvemig bilið milli ríkra og fátækra vex sífellt. Ung- ir athafnamenn og konur, sem vilja samkeppnisfært atvinnulíf. Ekki at- vinnulíf sem er í helgreipum hafta og sérhagsmuna íhaldsins. Ekki atvinnu- líf sem er á framfæri heimilanna og fyrst og fremst samkeppnisfært vegna lágra launa í landinu. Það er skylda okkar, sem nú eram í forystu á vinstri væng íslenskra stjóm- mála að svara kalli þessa fólks. Gemm við það ekki mun fólkið sjálft taka máhð í sínar hendur. ■ Höfundur er formaður Þjóðvaka. K3 24. október Atburðir dagsins 1537 Jane Seymour, þriðja eig- inkona Hinriks VIII. dó skömmu eftir að hún ól son. 1931 A1 Capone, 32 ára glæpa- foringi í Chicago, dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir skatt- svik. 1944 Kanadíski tundur- spillirinn Skeena strandaði við Viðey: 15 fórust en 198 var bjargað. Þetta mun vera ein mesta björgun við strendur Is- lands. 1945 Norski landráða- maðurinn Vidkun Quisling tek- inn af lífi. 1957 Franski tísku- hönnuðurinn Christian Dior deyr. 1975 Athafnalíf á íslandi lamaðist að miklu leyti þegar konur héldu kvennafrídaginn hátíðlegan. 1975 Sjónvarpsút- sendingar í lit hófust hér á landi. 1987 Sykurmolarnir prýddu forsíður Melody Maker og New Musical Express. Afmælisbörn dagsins Lafði Sybil Thorndyke 1882, ensk leikkona. Moss Hart 1904, bandarískur leikritahöf- undur. Tito Gobbi 1915, ítalskur barítonsöngvari. Bill Wyman 1936, breskur bassa- leikari og einn af stofnendum The Rolling Stones. Breyting dagsins Ef við viljum að allt haldist í sama horfi, er óhjákvæmilegt að öllu verði gerbreytt. Giuseppe di Lampedusa, 1896- 1957, ítalskur rithöfundur. Annáisbrot dagsins Mikill stríðsbúningur í Dan- mörk, dreginn að furðulegur liðsfjöldi, mælt 100.000 liðs. Eigi var þá lílið að heyra til Danskra, hvern framgang þeir mundu hafa á Svíþjóð. Svíar vom mestallt ár þetta í Pólen að brenna og bræla. Voru þó mjög slegnir af Pólskum og kóngur þeirra særður mjög í því slagi. Vom þeir útdrifnir úr Pólen. Ætluðu nú Danir að sitja þeim í vegi, þá þeir fæm heim um. Seiluannáll 1657. Málsháttur dagsins Sjaldan verða kvistir betri en aðaltré. Mál dagsins Engin þjóð verður fyrr til en hún talar mál út af fyrir sig og deyi málin deyja líka þjóðimar eða verða að annarri þjóð. Tómas Sæmundsson, úr formála Fjölnis. Orð dagsins Þetta Hfsglaða Ijóð hefur lifafl það eitt, afl þú, kóngsdóttir, komst, og þú kysstir mig heitt. Stefán frá Hvítadal. Skák dagsins Hvíti kóngurinn er í hnipri í hominu og ekkert verður hon- um til bjargar gegn vel stað- settu stórskotaliði svarts. Kreitchik hefur svart og á leik gegn Polvine. Ilann gerir útum taflið með einum leik. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Hh3 Hvítur gafst upp, enda mát óumflýjanlegt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.