Alþýðublaðið - 25.10.1996, Síða 1
■ Óvissa um hverjir sækjast eftir að verða ellefti formaður Alþýðuflokksins
Tilkynn
og Guð
Talið útilokað að Össur Skarphéð-
insson gefi kost á sér.
Rannveig Guðmundsdóttir og Guð-
mundur Ámi Stefánsson ákveða á næstu
dögum hvort þau gefa kost á sér til for-
mennsku í Alþýðuflokknum. Guðmund-
ur Ámi sagði í samtali við blaðið í gær,
að hann væri að kanna jarðveginn og
myndi væntanlega tilkynna um niður-
stöðu sína í byijun næstu viku. Rannveig
Guðmundsdóttir, sem nú er á allsheijar-
þingi Sameinuðu þjóðanna í New York,
ingar frá Rannveigu
mundi á næstu dögum
hefur sagt að hún ákveði sig í síðasta
lagi þegar hún kemur heim 2. nóvember,
en útilokar ekki að ákvörðun verði tekin
fyrr. Sighvatur Björgvinsson er einn um
að hafa tekið af skarið og lýst yfir fram-
boði. Jón Baldvin Hannibalsson, fráfar-
andi formaður, hvatti Sighvat til að gefa
kost á sér og tekur eindregna afstöðu
með honum. Jafhframt hefur Jón Bald-
vin lagt áherslu á að flokksmenn standi
saman um nýja foiystusveit, og forðist
uppgjör og sársauka sem fylgi kosning-
um á milfi einstaklinga. Hann gerði því
að tiifögu sinni að Sighvatur yrði vara-
formaður, Guðmundur Árni gegndi
áfram varaformennsku, Rannveig yrði
formaður þingflokks jafnaðarmanna sem
fyrr, og að Össur Skarphéðinsson tæki
að sér formennsku í framkvæmdastjóm.
Rannveig Guðmundsdóttir hefur lýst
óánægju með að Jón Baidvin legði fram
þessar tillögur, sem kaflaðar hafa verið
„póhtísk erfðaskrá" Jóns Baldvins. í ítar-
legri fréttaskýringu Alþýðublaðsins í
dag kemur fram að „erfðaskráin" fellur í
misgóðan jarðveg meðal flokks-
manna.“Mér finnst ekki smekklegt af
formanninum að gera póhtíska erfðaskrá
og kortieggja hvernig valdastrúktúr
fiokksins eigi að vera í framtíðinni,"
sagði Gísli Hjartarson á fsafirði, sem þó
er sammáia Jóni Baldvin um að Sighvat-
ur sé vænlegastur sem næsti formaður.
GísU Bragi Hjartarson bæjarfúlltrúi á
Akureyri er ekki á sama máli: „Það er
ekkert nema gott eitt að segja um þessa
pólitísku erfðaskrá Jóns Baldvins. Hún
er mjög að mínu skapi.“
Sjá fréttaskýringu í miðopnu.
FLOKKSÞING
■ Nemendur MH skora á Þjóðkirkjuna að leggja blessun yfir sambúð samkynhneigðra
Mikið hitamál meðal ungs fólks
■ Fulltrúar Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á flokksþing valdir um helgina
Aukinn áhugi eftiryfirlýsingu Jóns
- segir Orri Páll Jóhannsson
formaður nemendafélagsins.
„Ályktunin var samþykkt með yfir-
gnæfandi meirihluta þeirra sem voru á
skólafundinum,“ segir Orri Páll Jó-
hannsson formaður nemendafélags
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Nemendur MH skora á Allshetjar-
nefnd að samþykkja þá tillögu sem
liggur fyrir Kirkjuþingi, um að Þjóð-
kirkjan leggi blessun sína yfir sambúð
samkynhneigðra í ályktun sem þeir
hafa sent frá sér. Orri segir að á fund-
inum hafi verið tæplega 300 nemend-
ur en ályktunin var tekin fyrir utan
dagskrár. „Skólafundur er æðsta
ákvörðunarvald í ákvarðanatöku nem-
enda og tillagan var borin upp að
frumkvæði Amalds Mána Finnssonar.
Þetta er mikið hitamál og almennt
held ég megi segja að ungt fólk í dag
vísar á bug þeim fordómum er snúa að
samkynhneigðum," segir Orri sem tel-
ur að hér sé um vert málefhi að ræða.
„Erum við ekki unga kynslóðin sem
kemur til með að sækja kirkjur lands-
ins í framtíðinni?" segir hann aðspurð-
ur hvers vegna nemendur í MH séu að
senda ffá sér ályktun í þessum dúr. í
ályktuninni segir meðal annars: „Ekki
þýðir fyrir Þjóðkirkjuna að bera það
fyrir sig að hugsanlega muni fólk
segja sig úr Þjóðkirkjunni ef tillagan
verði samþykkt. Líklegra verður að
teljast að jafhvel fleiri muni segja sig
úr Kirkjunni, þegar litið er til lengri
tfrna, verði tillagan ekki samþykkt."
„Sjálfur hef ég ekki orðið var við að
einstakar blokkir séu að undirbúa
smalamennsku, en ég hef heyrt aðeins
af því. Fyrst og fremst hef ég fundið
meiri áhuga á flokksþinginu eftir yfir-
lýsingu Jóns Baldvins," sagði Gunnar
Ingi Gunnarsson formaður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur, í samtali
við Alþýðublaðið í gær, en um helgina
gefst 950 félagsmönnum kostur á að
velja 47 fúlltrúa á flokksþingið í nóv-
ember. Uppstillingarnefnd Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur hefur lagt
fram lista, sem hefur legið frammi á
skrifstofu Alþýðuflokksins, og á þann
lista geta menn bætt við nöfhum fram
að kjördegi, hafi þeir meðmæli tíu fé-
lagsmanna. Á lista uppstillingamefhd-
ar verða að minnsta kosti helmingi
fleiri en hljóta kjör á þingið. Kosning-
in fer fram á skrifstofti Alþýðuflokks-
ins, Hverfisgötu 8-10, á laugardag
klukkan 13-18, og sunnudag klukkan
13-16. Samkvæmt upplýsingum á
skrifstofu Alþýðuflokksins er gert ráð
fyrir að alls sitji um 350 fulltrúar 48.
flokksþingið, sem fram fer í Perlunni
og hefst 8. nóvember.
Varst þú á Reykjalundi ?
Laugardaginn 26. október klukkan 14.00 verður tekið upp að Reykjalundi lokaatriði sjónvarps-
myndarinnar „Ég sigra" eftir Einar Heimisson. Hún fjallar um fólk sem notið hefur endur-
hæfingar á Reykjalundi og komist út í þjóðfélagið á ný.
Öllum íslendingum sem dvalist hafa á Reykjalundi fyrr eða síðar er boðið að koma á
staðinn og taka þátt í þessu atriði og þiggja veitingar á eftir.
...fyrirlífiðsjálft Vinsamlegast látið vita í síma SIBS 552 2150